Morgunblaðið - 01.05.1992, Side 49

Morgunblaðið - 01.05.1992, Side 49
MORííUNBLAÐIÐ-FÓSTUÐAGUR 1- MAÍ--1-992- 49 það til að hringja suður til að gefa okkur hlutdeild í fallegu ljóði. Á síðustu misserum tók hann á ný til við að lesa ljóð Davíðs Stefánssonar og fann sér til gleði ýmsar perlur. Hann hreifst mjög af eftirfarandi ljóði Davíðs og lét eina vísu þess fylgja Þormóði fósturbróður sínum yfir móðuna miklu. Um leið og við vottum ástvinum Björns Jónssonar samúð okkar og virðingu látum við ljóð þetta fylgja með. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé.tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. Indriði Gíslason Kristín Halla Jónsdóttir Dóra S. Bjarnason. Það er skammt stórra högga á milli hjá fjölskyldunni á Ytra-Hóli. í ágúst 1989 féll að velli hinn ungi Jg glæsilegi sonur hjónanna þar, Ásgeir S. Björnsson, cand.mag. Ásgeir var, eins og ég hefi áður sagt á öðrum stað, einhver mesti íslendingur sem ég hefi kynnst. í nóvember samá ár kvaddi svo móð- ir Ásgeirs þetta tilverustig og nú er horfínn yfir móðuna mikiu faðir Ásgeirs, Björn Jónsson, bóndi á Ytra-Hóli. Kynni mín af fjölskyld- unni á Ytra-Hóli eru ekki löng. Þau hófust er Ásgeir heitinn réðst til mín sem útgáfustjóri fyrir nokkrum árum. Þótt vík hafi verið á milli vina, þar sem Björn bjó norður á Skaga- strönd en ég á Seltjarnarnesi, þá efldist með okkur og heimilum okk- ar vinátta sem mér og fjölskyldu minni er mikils virði. Því meir sem ég kynntist Birni, því ljósara varð mér það mikilvæga veganesti sem Ásgeir hafði hlotið í föðurgarði. Björn var sjóðfróður og víðlesinn og alls staðar heima, enda naut hann margs konar trúnaðar sinna samferðamanna, sat m.a. lengi í sýslunefnd, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir þau miklu áföll sem Björn og fjölskylda hans hafa orðið fyrir síðustu árin, og þau miklu veikindi sem hann átti sjálfur við að stríða, þá æðraðist hann aldrei og alla tíð var stutt í spaug og létt- an hlátur. í bréfi sem hann ritar mér í janúar sl. segir m.a.: „Blaða- og bókalestur og krossgátur eru aðalatvinna mín, það styttir tímann meðan beðið er eftir uppgjörinu að síðustu. Ég komst norður á Skaga í sumar þar sem ég er fæddur og var til 7 ára aldurs. Eg var að kveðja æskustöðvarnar.“ Björn var að búa sig til hinnar hinstu ferðar. Hann gerði það af sínu einstæða æðruleysi. Hann átti því láni að fagna að njóta ástríkrar umönnunar barna sinna, Bjargar, Björns og Sigrúnar. Hann bar vel- ferð þeirra og barnabarnanna fyrir brjósti. Blessun til handa þeim sem eftir lifa var honum efst í huga. í dag kveðjum við hjónin vin sem okkur er mikils virði að'hafa kynnst. Fjölskylda Bjöms kveður góðan föð- ur og afa, þar er skarð fyrá skildi. Við biðjum þeim styrks og blessun- ar. Orlygur Hálfdanarson. Kork‘0‘Plast Sænsk gæðavara KORK-gólfflisar með vinyl-plast-áferð g KorlooPlast: í 10 geröum Veggkork í 8 gerðum. Ávallt til á lager Aðrar korkvörutogundlr á lager: Undlrlagskork I þremur þykktum Korkvólapakkningar i tvoimur þykktum Gufubaðstofukork Veggtöflu-korkplötur i þremur þykktum Kork-parkett venjulegt, I tveimur þykktum & Elnkaumboö á íslandi: Þ. Þ0RGRÍMS80N & CO Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 38640 Tónleikar í Víðistaða- kirkju á sunnudag KÓR VÍÐISTAÐAKIRKJU og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna halda tónleika í Víðistaðakirkju nk. sunnudag 3. maí kl. 17.00. Stjórnendur eru Ulrik Ólason, Ingvar Jónasson og Kjartan Óskarsson. Einsöngvarar á tónleikunum eru Erla Gígja Garðarsdóttir sópran, Kolbrún á Heygum Magnúsdóttir alt, Hinrik Ólafsson tenór og Krist- ján Elís Jónasson bassi. Á efnisskrá eru Missa Brevis í B Kv 275 eftir Mozart, Lundún- asinfónía nr. 104 eftir Hayden og Sinfónía eftir Donisetti. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna er að mestu skipuð tónlistarfólki sem ekki stundar hljóðfæraleik að aðalstarfi. Þetta er annað starfsár hljómsveitarinnar en í fyrsta skipti sem hún kemur fram opinberlega. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Ingvar Jónasson. Kór Víðistaðasóknar var stofnaður árið 1977 og hefur hald- ið fjölda tónleika hérlendis og er- lendis auk hefðbundins söngs í kirkjunni. í kórnum syngja einung- is áhugamenn um tónlist. Stjórn- andi kórsins er Úlrik Ólason. Tón- leikar þessir verða aðeins í þetta eina skipti. (Fréttatilkynning) 1. mai Dagsbrúnarmenn fjölmennið í kröfugönguna og ó útifundinn á Lækjartorgi. Lagt veróur af stað kl. 14.00 frá Hlemmtorgi. Kaffiveitingar að lokn- um útifundi á Lindargötu 9, 4. hæð. Sljórn Dagsbrúnar. Sýning á merki landbúnaðarins í Perlunni um helgina Um helgina verður haldin sýning í Perlunni á um 140 tillögum sem bárust í nýafstaðna samkeppni um merki íslensks landbúnaðar. Á sýningunni gefst kostur á að sjá handbragð fjölmargra listamanna sem hafa lagt sig fram um að draga fram séreinkenni íslensks landbúnaðar og landbúnaðarafurða á táknrænan hátt. Sýningin verður opin sem hér segir: Föstudag 1. maí frá kl. 18:00 - 22:00 Laugardag 2. maí frá kl. 10:00 - 22:00 Sunnudag 3. maí frá kl. 10:00 - 22:00 Aðgangur er ókeypis MARKAÐSNEFND LANDBÚNAÐ ARIN S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.