Morgunblaðið - 24.06.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.06.1992, Qupperneq 1
48 SÍÐUR B 140. tbl. 80. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Mikið mannfall í átökum í Moldovu Tiraspol. Reuter. BARIST var um borgina Bendery í Moldovu í gær og vopnahléið, sem um samdist í fyrrakvöld, stóð ekki nema í fimm klukkustundir. Leiðtogar aðskilnaðarmanna, minnihluta Rússa og Ukraínumanna, segja, að 1.000 manns hafi fallið í átökum þeirra við moldovska herinn í fyrrinótt. Sendinefnd frá Sameinuðu þjóðunum fer til Moldovu í vikulokin til að kanna ástandið þar. Borgin Bendery, eina vígi Slav- anna vestan Dnéstr-fljóts, féll í hendur stjórnarhernum í Moldovu um helgina en slavnesku aðskilnað- arsinnarnir náðu henni síðan aftur. Yfir borginni liggur fnykurinn af rotnandi líkum og reyna íbúarnir að grafa þau þar sem þau liggja. Engar áreiðanlegar tölur eru um mannfallið en fréttamaður Reuters í Tiraspol austan Dnéstr-fljóts seg- ist hafa talið 300 lík í líkhúsi borg- arinnar. í gær var ráðist á bílalest með óbreytta borgara þegar hún ætlaði yfir brú á Dnéstr til Tiraspol og urðu fímm bílar fullir af fólki fyrir sprengjum. Talsmaður rússn- eska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær, að tvær moldovskar MiG-flugvélar hefðu varpað sprengjum á Dnéstr-brúna en ,þó án þess að valda miklum skemmd- um. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði um síðustu helgi, að Rússum í öðrum samveldisríkjum yrði komið til hjálpar ef á þá yrði ráðist og Svartur sjór af sandsíli Þingkosningarnar í ísrael: Fyrstu kosningaspár bentu til sigurs Verkamannaflokksins Úrslitin geta haft mikil áhrif á viðræðurnar um frið í Miðausturlöndum Moldovar saka raunar 14. rússn- eska herinn um að betjast með aðskilnaðarsinnum. Leoníd Kravt- sjúk, forseti Úkraínu, hefur lagt til, að Dnéstrhérað fái sjálfstjóm innan Moldovu og rétt til að segja sig úr lögum við landið sameinist það Rúmeníu. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveð- ið að senda nefnd manna til Moldovu til að kynna sér ástandið í landinu og í öryggisráðinu er einn- ig rætt um að senda friðargæslulið til Nagorno-Karabak í Azerbajdz- han. Er hér um að ræða fyrstu óbeinu afskipti samtakanna af deil- um innan Sovétríkjanna fyrrver- andi. Reuter Öldungur úr hópi heittrúarmanna er hér að greiða atkvæði í einu kjördæma Jerúsalemborgar en stjórn- málaflokkum þeirra var spáð töluverðu fylgistapi. Stóru flokkarnir, Likud-flokkurinn og Verkamanna- flokkurinn, verða þó að tryggja sér stuðning eins eða fleiri þeirra við næstu stjórnarmyndun. Jerúsalem. Reuter, Daily Telegraph. FYRSTU spár bentu til, að Verkamannaflokkurinn í ísrael hefði unnið mikinn sigur í þingkosningunum, sem fram fóru í gær. Voru þær byggð- ar á könnunum, sem gerðar voru meðal fólks, sem kom út af kjörstöð- um víða um landið, og samkvæmt þeim fengi hann 47 þingmenn af 120 á ísraelska þinginu og hann og aðrir vinstriflokkar samtals 64. Likud- flokki Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra var hins vegar ekki spáð nema 33 þingsætum og gangi það eftir er um að ræða mesta afhroð flokksins síðan í kosningunum 1969 þegar hann fékk 26 menn kjörna. Verði úrslitin þessu lík geta þau haft mikil áhrif á gang viðræðnanna um frið í Miðausturlöndum. Kaupmannahöfn. Frá fréttaritara Morg- unblaðsins, N.J. Bruun. MIKLAR sandsílisgöngur eru nú í Norðursjó og meiri en verið hafa um árabil. Það hefur því heldur betur hlaupið á snærið hjá nóta- skipunum en víða er töluvert lönd- unarstopp í höfnum. Skipin eru um sólarhring að fá fullfermi, um 600 tonn, en vegna þess, að bræðslurnar í landi hafa hvergi nærri undan geta jafnvel liðið nokkrir dagar á milli túra. Á fyrstu fímm mánuðum þessa árs hefur ver- ið landað í bræðslu rúmlega 700.000 tonnum en 500.000 á sama tíma í fyrra. Ekki var búist við fyrstu tölum úr talningunni fyrr en einhvern tíma í nótt er leið en kosningaspáin, sem ísraelska sjónvarpið stóð að, kom flatt upp á flesta. í skoðanakönnun- um að undanförnu hefur verið lítill munur á fylgi stóru flokkanna tveggja. Spánni var að sjálfsögðu tekið með miklum fögnuði í aðal- stöðvum Verkamannáflokksins en að sama skapi hljóðnaði yfír stuðnings- mönnum Likud-flokksins. Shamir forsætisráðherra kvaðst ætla að bíða með yfírlýsingar þar til úrslitin lægju fyrir en Haim Ramon, kosningastjóri Verkamannaflokksins, sagði, að landsmenn eygðu nú von um annað og betra samfélag. í síðustu kosning- um fékk Likud-flokkurinn 40 þing- sæti en Verkamannaflokkurinn 39. Samkvæmt spánni fær Meretz, kosningabandalag ýmissa vinstri- flokka, 13 þingsæti og flokkar ísra- elskra araba fjögur en Yitzhak Rab- in, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur lýst yfir, að hann muni ekki mynda stjórn með stuðningi ara- banna. Miðað við þessa útkomu verð- ur hann því að tryggja sér stuðning einhvers annars smáflokks til að geta myndað stjórn. Trúarlegu smá- flokkunum, sem stutt hafa stjórn Shamirs, var spáð 14 þingsætum, fjórum færri en áður. Rabin sagði fyrir kosningar, að fengi hann umboð til, ætlaði hann að stöðva nýbyggingar gyðinga á hernumdu svæðunum en Bandaríkja- stjórn hefur marglýst yfir, að þær séu helsti þröskuldur í vegi friðar með ísraelum og arabaríkjunum. Shamir vill hins vegar halda þeim áfram og sú afstaða hans olli því, að Bandaríkjastjóm neitaði að ábyrgjast fyrir ísraelsstjórn 10 millj- arða dollara lán, sem átti að auð- velda landsmönnum að taka á móti hundruðum þúsunda innflytjenda frá Sovétríkjunum fyrrverandi. Ýmsir forystumenn Palestínu- manna fögnuðu í gær líklegum sigri Verkamannaflokksins. „Ég tel, að sigri Verkamannaflokkurinn og Mer- etz muni betur ganga í friðarviðræð- unum,“ sagði Elias Freij, borgar- stjóri í Betlehem á Vesturbakkanum, og Ephraim Sneh, áhrifamikill þing- maður Verkamannaflokksins, spáði því, að bráðabirgðasamkomulag við Palestínumenn tækist innan níu mánaða kæmist flokkurinn til valda. Reuter Vætusamur júní á Spáni Miklar rigningar hafa verið á Norðaustur-Spáni síðustu daga og raunar er þessi júnímánuður sá kaldasti og votviðrasamasti í landinu um 30 ára skeið. Hafa bifreiðar færst á kaf í vatnselgnum á götum borganna, eink- um í Baskalandi og Katalóníu, og um síðustu helgi urðu flóðskaðar í Valencia og fátt um manninn á hreggblásnum baðströndunum á Mall- orca. Myndin er af uppáklæddum manni miðað við aðstæður í miðborg San Sebastian í Baskalandi. Múslímar í Sarajevo: Serbar sakaðir um útrýmingarherferð Sarigevo. The Daily Telegraph. UM HUNDRAÐ konur og börn hafa sloppið frá einangruðu úthverfi í Sarajevo, Dobrinja, og segja að hersveitir Serba séu að reyna að útrýma öllum múslímum þar. Flóttakonurnar saka Serbana um skipulagðar aftökur á múslimskum karlmönnum eldri en átján ára og segja að lík liggi eins og hráviði á götum hverfisins. Hersveitirn- ar stökkvi múslímskum konum og börnum á flótta úr hverfinu í því skyni að skapa „hreina, serbneska byggð“. Konurnar segja að Serbamir hafi skilið þær og börnin eftir á óbyggðu svæði við borgina um miðja nótt og skipað þeim að flýja. Þær komust við illan leik til mið- borgar Sarajevo á meðan Serbar létu sprengjum rigna yfir borgina. „Þeir ýttu pabba upp að vegg, sögðu „sjáðu þetta“ og skutu hann,“ sagði sautján ára unglingur grátandi við fréttaritara The Daily Telegraph. „Svo sagði amma „drepið mig líka“ og hún skreið í átt til pabba — og þeir skutu hana.“ Þessar hrollvekjandi frásagnir virðast staðfesta ótta ýmissa Vest- urlandabúa um að þegar Serbar tala um frið og vopnahlé séu þeir í reynd að reyna vinna tíma til að geta skapað „hreina, serbneska byggð“ í úthverfum Sarajevo. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna líkja aðgerðum þeirra við út- rýmingarherferð þýskra nasista gegn gyðingum. Sjá „Baker vill frekari yefsiað- gerðir ...“ á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.