Morgunblaðið - 24.06.1992, Page 16

Morgunblaðið - 24.06.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 Prófanir hafa sýnt fram á gagnsemi hvarfakúta - segir Signrbjörg Gísladóttir hjá Hollustuvernd SIGURBJÖRG Gísladóttir efnafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins vísar á bug fullyrðingum sem Einar Valur Ingimundarsson efnaverk- fræðingur hefur sett fram um litla gagnsemi svonefndra hvarfakúta hér á landi. Sigurbjörg segir að prófanir hafi sýnt fram á hið gagn- stæða. Um næstu mánaðamót tekur gildi reglugerð þar sem kveðið er á um að allar bifreiðar sem fluttar eru til landsins skulu búnar hvarfakútum. Eiður Guðnason umhverfisráðherra segir að Islending- ar geti ekki haft aðrar reglur en aðrar þjóðir varðandi mengunar- varnarmál. í grein í fréttabréfínu Vísbend- ingu kemst Tryggvi Þór Herberts- son iðnrekstrarfræðingur að þeirri niðurstöðu að kostnaður við hvarfakúta miðað við að fluttir séu inn 15 þúsund nýir bílar á ári sé um 15 milljarðar kr. í greininni, sem nefnist „Nýtt fiskeldisævin- týri?“, er jafnframt vísað til um- mæla Einars Vals Ingimundssonar sem hefur haldið því fram að hvarfakútar geri lítið sem ekkert gagn hér á . landi, m.a. vegna loftlagsins sem hér ríkir. Sigurbjörg Gísladóttir efna- fræðingur hjá Hollustuvemd ríkis- ins vísaði fullyrðingum Einars Vals um litla gagnsemi hvarfakút- anna á bug. Hún benti á að þau rök að kútamir virkuðu ekki hér á landi vegna veðurfarsins ættu ekki við. Hérlendis væri hlýrra á Erfitt að selja nýjar íbúðir - segirMagnús Leópoldsson fasteignasali SEX íbúðir í fjölbýlishúsi við Þverholt í Reykjavík voru aug- lýstar á útsölu hjá Fasteign- amiðstöðinni um helgina. Boðin er allt að milljón króna lækkun á verði íbúðanna. Að sögn Magnúsar Leópoldssonar fast- eignasala hefur gengið erfið- lega að selja íbúðir í nýbygging- um að undanförnu. „Þetta hefur vakið talsverða eftirtekt og hafa margir beðið um leyfi til að skoða íbúðimar," sagði Magnús. „Þama er raunveruleg lækkun í boði og ég er að vona að allar íbúðimar seljist í vik- unni.“ Veittur er afsláttur allt að milljón og er þá miðað við stærri íbúðir sem áttu að kosta 10,5 millj- ónir tilbúnar undir tréverk en eru nú boðnar á 9,5 milljónir. „Það hefur verið erfitt að selja í nýbyggingum hvar sem þær era í borginni," sagði Magnús. „Verðið hefur væntanlega verið í efri kant- inum miðað við eftirspum. Við eram ekki síst að vekja athygli á þessum íbúðum vegna þess að þær era nýjar og tilbúnar til afhending- ar. Það er búið að auglýsa þær töluvert og menn vilja að þær selj- ist strax og þess vegna er þessi leið farin.“ _____________________________xs_ vetrum en víðast í Evrópu og Bandaríkjunum. „Ég get verið sammála því að fyrir okkar um- hverfi þá skiptir þetta fyrst og fremst máli á Reykjavíkursvæðinu þar sem umferðin er þéttust, en sáralitlu máli fyrir hina dreifðu landsbyggð. En okkar framlag til bætts umhverfis skiptir einnig máli á alþjóðavettvangi,“ sagði Sigurbjörg. Hún sagði að gerðar hefðu ver- ið prófanir á hvarfakútum þar sem tekið væri mið af margvíslegu akstursmynstri og ýmsum um- hverfisþáttum og þær leitt í ljós að mengun frá bílnum væri minni en kröfur eru gerðar til um. Auk þess á kúturinn að endast yfirleitt í um 80 þúsund km akstur. „Þegar þetta er orðin viðtekin krafa er óvíst hvort bílar með hvarfakút verði dýrari en hvarfak- útlausir," sagði Sigurbjörg enn- fremur. „Þetta era samskonar reglur og hafa verið teknar upp í Evrópu og Bandaríkjunum og það er mik- ill misskilningur ef menn halda að við getum verið með öðravísi bíla eða slakari reglur varðandi mengunarvamir en aðrar þjóðir,“ sagði Eiður Guðnason umhverfís- ráðherra. „Það er að koma að því núna að allir bílar verði framleidd- ir með þessum búnaði, bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum og ég velti því upp, sem er auðvitað óhugs- andi, hvort íslendingar ættu að láta sérframleiða bíla fyrir sig sem menga meira? Við höfum einfald- lega enga stöðu til annars,“ sagði umhverfisráðherra. Gunnar snýr aftur, æskuteikning eftir Siguijón Óiafsson. Sýning á æsku- verkum Sigur- jóns Ólafsson- ar framlengd SÝNING á æskuverkum Sigur- jóns Ólafssonar í safni hans á Laugamesi hefur verið fram- lengd til 30. júlí. Sýningin, sem hefur verið mjög vel sótt, er framlag safnsins til Listahátíð- ar í Reykjavík. í sumar er safnið opið um helg- ar frá kl. 14 til kl. 18 og á kvöld- in kl. 20-22 alla virka daga nema föstudaga. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/O.Kr.O. Jón Gunnar Borgþórsson kemur glaðbeittur til húss fyrsta veiði- daginn í Soginu með fyrsta lax sumarsins úr fljótinu, 7 punda fisk. Ekkert lát á góðum fréttum Mjög mikið vatn hefur hamlað nokkuð veiðiskap í Langá á Mýrum, en þar eru þó komnir um 20 laxar á land. Að sögn Sveins Aðalsteinssonar leigusala hefur sést talsvert af fiski, en dæmi eru að menn átti sig ekki fyrr en of seint að fiskur er á óvenjulegum slóðum í svo miklu vatnsmagni. Vatnsmiðlunarstífl- unni i Langavatni hefur enn ekki verið lokað og stillt af og því hefur hálendisvatnið mnnið óhindrað. Talsvert hefur þó sjatnað að undanförnu og veiði glæðst um leið. Líflegar opnanir Stangaveiðifélagið Straumur hefur á leigu veiðina í Reykjadalsá í Borgarfirði og í Hvítá í Ámes- sýslu fyrir landi Langholts. Að sögn Dags Garðarssonar sem er í for- svari fyrir félagið opnuðu bæði svæðin um helgina og fór veiði vel af stað. f Langholtinu veiddust fjór- ir laxar fyrsta daginn, þar af tveir 14 punda og var þó svo mikið vatn í ánni að veiðimenn komust ekki á besta veiðistaðinn, Spegilinn, en þangað þarf að vaða dijúgan spotta úr landi og út á klettahólma. „Þar var hann að stökkva allan tímann og það var því blóðugt að komast ekki þangað út,“ sagði.Dagur. „Við erum einnig sáttir við opn- unina í Reykjadalsá, þar fengum við tvo laxa, 7 og 12 punda og sáum fleiri. Þetta er síðsumarsá, en samt sáum við fyrstu laxana í ánni fyrir nær hálfum mánuði, 7 stykki í Klettsfljóti. Annan fiskinn fengum við í Klettsfljóti, en hinn í Klofinu. Bændur í Bíldsfelli við Sogið hafa sýnt það framtak að bæta úr aðbúnaði veiðimanna á svæðinu með því að reisa þetta mynd- arlega veiðihús sem á myndinni sést. Það hefur verið tekið í notkun, en gamla húsið, sem var orðið úr sér gengið, sést t.v. Væsir nú ekki um veiðimenn í landi Bildsfells og hermt er að Asgarðsbændur hafi slíkt hið sama á prjónunum, enda er húsið þar einnig orðið iélegt. FYRIRLESTU R ÚR VIÐJUM FORTÍÐAR GURUDEV (YOGI AMRIT DESAI) í Borgarleikhúsinu 25. júní kl. 20-22 Miöasala í Borgarleikhúsinu 23.- 25. júnífrá kl. 17-20. Abgangseyrir kr. 700,-. Sýning Krist- jáns framlengd SÝNING Kristjáns Daviðssonar í Nýhöfn verður framlengd til 1. júlí. Sýningin er framlag Nýhafn- ar til Listahátíðar og hefur verið mjög fjölsótt. • í tilefni sýningarinnar og 75 ára afmælis Kristjáns nú í sumar kom út bók um hann sem er til sölu, árituð í Nýhöfn. Bókin er skrifuð af Aðalsteini Ingólfssyni listfræð- ingi og gefin út af Máli og menn- ingu og Nýhöfn. Opið er daglega frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.