Morgunblaðið - 24.06.1992, Side 19

Morgunblaðið - 24.06.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 19 ANC slítur viðræðum við hvíta AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC) tilkynnti í gær að það hefði hætt viðræðum við minnihluta- stjórn hvítra um lýðræði í Suður-Afríku og-birti lista yfir kröfur, sem það sagði stjórn F.W. de Klerks verða að ganga að til að viðræður gætu hafist að nýju. Slit viðræðnanna koma í kjölfar fjöldamorða í bænum Boipatong sunnan Jóhannesar- borgar fyrir viku síðan, en þá voru 39 manns, þar á meðal konur og börn, myrtir. Slóvakar vilja fullveldi í júlí VLADIMIR Meciar, leiðtogi HZDS, stærsta flokks Slóvakíu, sagði í gær að Slóvakar myndu lýsa yfir fullveldi í næsta mán- uði, en það muni þó ekki jafn- gilda sjálfstæðisyfirlýsingu. Slóvakía fengi síðan eigin stjórnarskrá í ágúst. Meciar sór Tékkóslóvakíu hollustueið við setningu Þjóðarráðs Slóvaka, sem er þing lýðveldisins. Gotti í lífstíð- arfangelsi Mafíuforinginn John Gotti var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær fyrir morð á forvera sín- um í forystu bandarísku mafí- unnar. Frank Locascio, sem gekk næstur Gotti að völdum í Gambino-mafíufjölskyldunni, var sömuleiðis dæmdur í lífstíð- arfangelsi. Andóf bænda mistekst FRANSKIR bændur settu í gær upp vegatálma í kringum París til að mótmæla fýrirhuguðum breytingum á landbúnaðar- stefnu Evrópubandalagsins. Til minniháttar stympinga kom við lögreglu sem reyndi að koma í veg fyrir hindranir á umferð. Síðdegis í gær aflýstu bændur mótmælunum eftir að ljóst var að ekki myndi takast að stöðva umferð. Nýtt lyf gegn alnæmi BANDARÍSK yfirvöld gáfu í gær leyfí til notkunar lyfsins DDC, sem framleitt er af Hoff- mann-La Roche fyrirtækinu, til notkunar gegn alnæmi. Verður heimilt að nota það samtímis lyfinu AZT en notkun þess var leyfð fyrir fimm árum. í fyrra- haust var notkun annars lyfs, DDl, einnig leyfð við meðhöndl- un alnæmissjúklinga en DDC er lang ódýrast þessara þriggja 'yfja. Fangar pynt- aðir í Grikk- landi Mannréttindasamtökin Am- nesty International héldu því fram í gær að fangar sættu pyntingum í grískum fangels- um. Frá árinu 1986 hefðu sam- tökin fengið til umfjöllunar mörg mál um meinta illa með- ferð grískra fanga. Árið 1991 hefðu samtökin fengið rúmlega 40 mál af þessu tagi til umfjöll- unar. Hefðu fangamir verið beittir barsmíðum, jafnvel þar sem kylfur hefðu verið notaðar, og pyntaðir með rafstraumi. Tveir menn hefðu látist af völd- um pyntinganna. Frakkland: Þingið breytir stjórnarskránni Versölum. Reuter. BÁÐAR deildir franska þingsins samþykktu á sameigin- legum fundi í gær þær breytingar á stjórnarskránni sem nauðsynlegar eru til að Maastricht-samkomulagið geti tekið gildi í Frakklandi. Stjórnarskrárbreytingin, sem þurfti þijá fimmtu atkvæða, náði auðveldlega fram að ganga. Var hún samþykkt með 592 atkvæðum gegn 73. Flestir þingmenn flokks nýgaullista, RPR, gengu af fundi áður en atkvæðagreiðsl- an hófst á þeirri forsendu að niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Danmörku hefði þegar gert Maastricht- samkomulagið ómerkt á grundvelli Rómarsáttmálans. Endanleg örlög Maastricht í Frakklandi ráðast í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem haldin vérður síðar á árinu. Fram til þessa hefur verið rætt um að hún fari fram í september en að lokinni atkvæðagreiðslunni í gær sagði Michel Vauzelle dómsmálaráðherra að hugs- anlega yrði þjóðaratkvæða- greiðslunni flýtt fram í júlí. Ákvörðun um tímasetninguna verður líklega tekin á ríkis- stjórnarfundi í dag. Jeltsín gant- ast við sól- dýrkanda BORÍS Jeltsín Rúss- landsforseti brá á leik þegar hann gerði hlé á fundi sínum og Úkraínu- forseta í sólbaðsbænum Dagomys í gær og kast- aði fáklæddri blómarós út í Svartahafið. Jeltsín og Leoníd Kravtsjúk Úkraínuforseti gengu frá samkomulagi sem gert var í maí um skipt- ingu Svartahafsflotans og ræddu ástandið í Moldovu, þar sem hundruð manna hafa látið lífið á síðustu dög- um í átökum á milli stjórnarhermanna og rússneskra og úkraín- skra aðskilnaðarsinna, sem tala rússnesku og úkraínsku. Ross Perot gagnrýndur fyrir rannsókn á fortíð forsetans Washington. The Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur brugðist illa við þeim tíðind- um að Ross Perot, hugsanlegur mótframjóðandi hans í forsetakosn- ingunum 3. nóvember nk., hafi látið kanna fortíð forsetans og sona hans. Blaðið Washington Post skýrði frá þvi á sunnudag. Talsmenn beggja bandarísku flokkanna hafa brugðist ókvæða við og kosninga- sljóri Bush segir Perot með geðslag galdranorna. „Það er ekki mjög amerískt," sagði Bush við blaðamenn er hann var spurður um viðbrögð við frétt- inni. Var gremjutónn í rödd forset- ans og virtist hann í erfíðleikum með að hemja skap sitt. „Mér geðjast ekki að þessu. Lát- um það vera þó menn grafist fyrir um störf forseta eða varaforseta Bandaríkjanna en ég kann ekki að meta það ef fréttirnar eru réttar um að snuðrað sé um börnin mín, fjölskylduna," sagði Bush. Að sögn Washington Post leigði Perot menn til þess að rannsaka starfshætti Bush meðan hann var varaforseti Ronalds Reagans. Hermt er að Bush hafi farið mjög í taugarnar á auðkýfingnum frá Texas. Mánuðum saman þjörkuðu þeir um áætlun sem Perot hélt fram að gæti leitt til þess að upplýsingar fengjust um bandaríska hermenn, sem hurfu í Víetnamstríðinu. í fréttinni segir ennfremur að árið 1986 hafi Perot varað Bush vinsamlega við meintri ólöglegri starfsemi sona hans. Blaðið segir að Bush hafí sent Perot stutt hand- skrifað svar þar sem hann hefði varið synina og sagt þá ráðvanda og ekki viðriðna neitt ólöglegt. Talsmenn beggja bandarísku flokkanna hafa brugðist harkalega við frétt Washington Post og Dan Quayle varaforseti vandaði Perot ekki kveðjurnar. Hann sagði að Perot yrði stórhættulegur forseti. Hann væri haldinn þeirri áráttu að láta rannsaka fólk og myndi aldeil- is fá útrás ef hann kæmist í þá ■ TRIPOLI - Þing Líbýu sam- þykkti í gær ályktun þar sem sagði að það hefði ekki á móti því að „sanngjörn réttarhöld" færu fram á vegum Arababandalagsins eða Sameinuðu þjóðanna yfir tveimur Líbýumönnum, sem eru grunaðir um að hafa grandað bandarískri farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie 1988. Þingið virtist ekki útiloka að mennirnir yrðu framseld- ir til Vesturlanda. Hart var deilt um málið er það var tekið fyrir á þinginu á mánudag. Nokkrir þing- menn voru algjörlega andvígir því að mennimir yrðu framseldir. Aðrir léðu máls á því, að því tilskildu að „hlutlaus“ dómstóll fjallaði um mál mannanna og að tryggt yrði að réttlætis yrði gætt í réttarhöldun- um. aðstöðu að geta sagt skattstjórn- inni, alríkislögreglunni (FBI) og leyniþjónustunni (CIA) fyrir verk- um. Þá sakaði Marlin Fitzwater, tals- maður forsetaembættisins, Perot um tiíraunir til að klekkja á Sam Donaldson, fréttamanni AJ5C-sjón- varpsstöðvarinnar, þar sem honum mislíkaði fréttaþáttur stöðvarinnar um bandaríska stríðsfanga og her- menn sem saknað væri í Víetnam. Fréttin var um útistöður sem Perot var sagður eiga í við þjóðaröryggis- ráðið um skipan og forystu sendi- nefndar sem senda átti til Hanoi í Víetnam til þess að afla upplýsinga um týnda hermenn. „Hann hringdi í mig úr flugvél sinni og sagðist sjálfur myndu ná sér niðri á Sam Donaldson ef ég sæi ekki til þess að hann drægi fréttina til baka,“ sagði Fitzwater er hann var spurð- ur hvort þeim Perot hefði lent sam- an á þeim tíma sem meint rannsókn hans á starfsháttum Bush átti sér stað. Donaldson sagði Reuters- fréttastofunni að Perot hefði aldrei haft í hótunum við sig. Þríréttaður kvöldverður frá 2.250 kr. umarmatseðil frá sunnudegi til fimmtudags á kvöldin í allt sumar. nettir Rækju- og silungamosaík með súrsætri sósu. Rjómasúpa með sveppum og blómkáli. Sjávarfang á fersku salati. Qp/ðalréttir Glóðarsteikt Gljáð nautalund Steikt önd með grísafiðrildi Dijon engifer-rauðvínssósu 2.250 2.750 2.950 eftirréttir Súkkulaðitruffle-terta með romm-rúsínu-ís Krapís í tveimur litum Einnig bjóðum við gestum að velja af hinum frábæra sjávarrétta- og sérréttamatseðli. REIAIS& CHATEAUX. Hafðu það fyrsta flokks. Það gerum við. SE 4i '1 m Borðapantanir í síma 25700.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.