Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JUNI 1992 Norskir landsliðsmenn í heimsókn Hópur norskra landsliðsmanna í skíðagöngu kom beint frá Noregi með flugvél Flugfélags Norðurlands skömmu eftir hádegi í gær, en hingað kemur hópurinn í boði Trausta Sveinssonar á Bjarnargili í Fljótum. Þar hyggst Trausti byggja upp skíðasvæði og munu landsliðsmennirnir kanna aðstæður þar auk þess að kynna sér hvað Norðlendingar hafa upp á að bjóða varðandi skíðaíþróttina. í hópnum er m.a. Vegard Ulvang, ólympíu- meistari í skíðagöngu, en hann gaf ungum og áhugasömum akureyrskum skíðagöngumönnum eiginhandaráritun við komuna í gær. Nýr veitingastaður opn- aður í Mývatnssveit Grasið nánast í frysti „ÞAÐ er lán í óláni að hafa þenn- an kulda með bleytunni, á meðan má segja að grasið sé nánast eins og í frysti og fóðurgildi þess minnkar ekki,“ sagði Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar. Hann sagði að heyskapur bænda í Eyjafirði hefði gengið upp og of- an, einstaka menn væru vel á veg komnir, einkum þeir sem byggju á svæðinu framan Akureyrar, en bændur í Svarfaðardal, Árskóg- strönd og Höfðahverfi væru margir hveijir ekki byrjaðir að slá. Fljótlega eftir að heyskapur hófst fór að rigna, þá lentu margir bænd- ur í því að hey fauk í miklu hvass- viðri í síðustu viku og nú búa menn við kuldakast sem veldur því að lít- ið er hægt að sinna slætti. Ólafur sagði að misjafnt veður setti ætíð strik í reikninginn, en menn væru við því búnir og vissu- lega væri betra að slíkt kuldakast sem nú er ríkjandi kæmi í upphafi heyskapar þar sem tún væru víða ekki búnin að ná fullri sprettu. Mun verra hefði verið að fá þetta veður yfir sig síðar, eftir viku eða hálfan ^ Morgunblaðið/Rúnar Þór VARUÐ! Við Drottningarbraut hefur nú verið komið fyrir skiltum þar sem öku- menn eru hvattir til að gæta varúðar við aksturinn, enda sá tími er fuglar, einkum endur, ferðast mikið yfir götuna og niður að sjó með unga sína. En það komast ekki allir heilir yfir götuna, eins og sá má á myndinni hefur þessi gæs mátt bíða lægri hlut fyrir einhveijum ökumanninum. Björk, Mývatnssveit. NYR veitingastaður var opnaður í Mývatnssveit síðastliðinn sunnudag. Nefnist hann Hverinn og er staðsettur sunnan við verslunarhús Kaupfélags Þing- eyinga í Reykjahlíð. Eigendur eru Áslaugur Hallsson og Ellert Finnbogason sem báðir eru starfsemnn í Kröflu og eigin- konur þeirra, ennfremur Helgi Gunnarsson verslunarstjóri, Reykjavík og kona hans. Hér er um að ræða tvö eininga- hús sem flutt voru frá Akureyri, og hús sem reist var á staðnum. Yfirsmiður var Stefán Óskarsson. Allur frágangur virðist vera vand- aður og snyrtilega frá öllu gengið. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið Hverinn verði opinn frá því snemma að morgni til kl. 23 að kvöldi. Sæti verða fyrir um 50 manns. Þarna verður boðið upp á kaffi og heima- bakaðar kökur auk ýmissa annarra veitinga. Óhætt er að segja að með opnun þessa veitingastaðar aukist að mun þjónusta við ferðafólk í Mývatnssveit. Kristján Erlendum ferðamönnum leist ekki á júníveðrið: Þarf að moka snjó af tjöldum? GESTUM á tjaldstæðinu á Akureyri hefur eflaust ekki litist á blik- una í gærdag, en snjókoma var í bænum seinnipart dagsins. Um 50 gestir voru á tjaldstæðinu í gærmorgun, en flestir sem í annað hús áttu að venda yfirgáfu svæðið og héldu annað. Sigríður Guðmundsdóttir tjald- vörður sagði að nokkrir erlendu gestanna hefðu reynt að líta björt- Sumartónleikar haldnir í sjö kirkjum á Norðurlandi SUMARTÓNLEIKAR verða sjötta sumarið í röð haldnir í kirkjum á Norðurlandi. Fram til þessa hafa tónleikarnir verið haldnir í þremur kirkjum, en í sumar verða þeir haldnir í sjö kirkjum víðsvegar um Norður- land. Tónleikarnir hafa verið í Akur- eyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og Húsvíkurkirkju, en verða nú einnig í Dalvíkurkirkju, Hóladómkirkju í Hjaltadal, Lundar- brekku í Bárðardal og Raufarhafn- arkirkju. Tónleikamir í Akureyrarkirkju verða haldnir á sunnudögum kl. 17 og verða hinir fyrstu 5. júlí næst- komandi, en alls verða fimm tón- leikar haldnir þar. Á laugardögum verður leikið í Reykjahlíðarkirkju . og þar verða einnig haldnir fimm tónleikar, en þrennir tónleikar verða í Húsavíkurkirkju á föstudags- kvöldum og þá verða tónleikar í Dalvíkurkirkju á fímmtudögum, en þar verða tvennir tónleikar í sumar. Tvennir tónleikar verða einnig í Hóladómkirkju í Hjaltadal auk þess sem haldnir verða tönleikar í Lund- arbrekku í Bárðardal og Raufar- hafnarkirkju, einn á hvorum stað. Alls verða haldnir átján tónleikar í Morgunblaðið/Rúnar Þór Þau Margrét Bóasdóttir og Björn Steinar Sólbergsson áttu hugmynd- ina að sumartónleikum í kirkjum á Norðurlandi, en með þeim á myndinni er Hrefna Harðardóttir, framkvæmdastjóri tónleikanna. þessum sjö kirkjum í sumar. Á sumartónleikum kom fram Tónlistarhópur Akureyrarkirkju, Capella Media, hópar sem kalla sig, þijú selló óg orgel, tveir sópranar og orgel og trompet og orgel. Það voru þau Margrét Bóasdótt- ir, söngkona á Grenjaðarstað og Bjöm Steinar Sólbergsson organisti Akureyrarkirkju sem hrundu Sum- artónleikunum af stað árið 1987 um augum á snjókomu sumarsins og kváðu gott að kynnast landinu eins og það væri. Sigríður sagði að útlendingar sem hér væru á ferð á hjóli eða gangandi og gistu í tjöldum sínum væru smeykir við að ferðaáætlun þeirra raskaðist í kjölfar þessa kuldakasts, þeir væru ragir við að fara af stað t.d. yfir fjallvegi vegna veðursins og hefðu menn látið í ljós ótta við að verða innlyksa í bænum. í fyrrinótt voru um 50 gestir á tjaldstæðinu, en flestir sem annað gátu farið héldu á brott síðdegis er snjókorn fóru að falla úr lofti. Sigríður sagði að nokkrir gestanna ætluðu að dvelja áfram á tjald- svæðinu þrátt fyrir kulda og bleytu. „Ætli þeir verði ekki að moka snjó af tjöldunum sínum í fyrramálið," sagði Sigríður. Sala á þrotabúi POB: Viðræðurvið nýja aðila hafnar Nokkrir sýna bókaforlaginu áhuga LANDSBANKI íslands hefur fengið tilboð frá nýjum aðilum í rekstur þrotabús Prentverks Odds Björnssonar, en viðræður hafa staðið yfir að undanförnu. Fulltrúar bankans og Dagsprents um kaup á rekstrinum áttu viðræður um kaup á rekstrinum en náðu ekki saman. og hefur mikill fjöldi tónlistarfólks af ólíku þjóðerni komið fram á tón- leikunum. „Sú göfuga hugsjón að gera sem flestum kleift að njóta vandaðrar tónlistar er forsenda og undirstaða sumartónleikanna. Án hennar geta þeir ekki lifað og hefðu reyndar aldrei orðið að veruleika,“ segir í inngangsorðum Kristjáns Vals Ingólfssonar þar sem tónleik- arnir eru kynntir. Eiríkur Jóhannsson sem annast rekstur þrotabúsins fyrir hönd Landsbankans sagði að viðræður væru hafnar við nýja aðila um kaup á rekstri þrotabúsins og væru þær komnar á það stig að bankinn hefði fengið formlegt til- boð sem nú væri verið að skoða. Eiríkur vildi ekki segja við hveija verið væri að ræða nú, en sam- kvæmt heimildum blaðsins er um að ræða hluta starfsmanna þrota- búsins. „Það er of snemmt að segja hvað kemur út úr þessum viðræð- um, en ég á von á að þetta fari að skýrast eftir næstu helgi,“ sagði Eiríkur. Ákveðið hefur verið að selja Bókaforlag Odds Björnssonar, sem rekið var innan POB utan við ann- an rekstur og eru að sögn Eiríks þrír til fjórir aðilar áhugasamir um kaup á bókaforlaginu. Hann sagði að sala bókaforlagsins hefði setið á hakanum undnafarið, en menn myndu snúa sér að því máli fljótlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.