Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992
Hilmar B. Þórar-
insson - Minning
Fæddur 8. desember 1929
Dáinn 14. júní 1992
Ég vil með fáum orðum minnast
vinar míns, Hilmars Bernódusar
Þórarinssonar.
Ég kynntist honum haustið 1946
í Ytri-Njarðvík, en þangað höfðum
við komið um sumarið, 16 áragaml-
ir, til að hefja iðnnám, hann í raf-
virkjun og ég í skipasmíði. Hann
kom frá Vestmannaeyjum en ég frá
Grindavík. Við settumst í Iðnskól-
ann í Keflavík um haustið og urðum
sessunautar, en það varð upphafið
að okkar löngu vináttu og þau sjö
ár sem ég bjó í Njarðvík má segja
að við höfum eytt saman nær öllum
okkar frístundum. Við urðum her-
bergisfélagar, fyrst á Stað, en síðan
leigði ég hjá fósturforeldrum hans
í Dal.
Á fyrstu árunum eftir stríðið var
Njarðvík sannkallaður ævintýrabær
fyrir unglinga á okkar reki vegna
nábýlisins við Keflavíkurflugvöll,
sem reyndar var nær allur í Njarð-
víkurlandi. Braggahverfín náðu al-
veg niður að þorpinu og út um alla
mela og móa suður undir Hafnir.
Árið 1946 voru hermennimir að
flytja til síns heima og í staðinn
komu óeinkennisklæddir verka-
menn í braggana. Marga forvitnis-
ferðina fórum við á þessar slóðir,
örkuðum um hráolíublauta stígana,
skreytta gulmáluðu grjóti og skoð-
uðum framandlegt umhverfið, borð-
uðum roastbeef á Hotel de Gink og
kynntumst íslendingum sem vildu
verða amerískir á einu sumri.
Um vorið 1947 stofnuðum við,
ásamt vini okkar Steinari Júlíus-
syni, skátafélagið Áfram. Einnig
vorum við virkir í Ungmennafélagi
Njarðvíkur og reyndar kvenfélaginu
líka, því við lékum í leikritum á
vegum þessara félaga ár eftir ár,
sem sýnd voru í Samkomuhúsi
Njarðvíkur, betur þekkt sem Kross-
inn, danshús íslenskra danshúsa á
árunum eftir stríð. Þar dönsuðum
við við mæður stúlknanna sem við
vorum skotnir í og eftir þá dans-
þjálfun við dætumar sjálfar.
Bebbi átti frænku í Reykjavík,
sem var ljósmyndari hjá Lofti. Hún
tók mynd af okkur saman og vand-
aði til hennar sem mest hún mátti
(engin sjö mínútna mynd það). Þá
mynd færði ég móður minni í
Grindavík um það leyti sem raf-
magn var lagt í hús foreldra minna.
Hún stillti myndinni upp á eldhús-
Fædd 24. júní 1904
Dáin 8. febrúar 1992
í dag hefði Ella frænka orðið
áttatíu og átta ára. Elín Kristín,
eins og hún hét fullu nafni, fæddist
í Reykjavík á þessum töfrum
slungna degi, Jónsmessunni, árið
1904. Foreldrar hennar voru þau
Sigríður Thomsen húsfreyja of
Kristján Hansson trésmíðameistari.
Ella ólst upp á heimili foreldra
sinna á Frakkastíg 7 ásamt bræðr-
um sínum, Pétri og Haraldi. í minn-
ingu hennar var bemskan björt og
sambandið milli systkinanna
þriggja alla tíð ákaflega náið, bæði
heima í föðurhúsum og vestur á
Sólvöllum þar sem foreldrar og
böm settust síðar að í nábýli hvert
við annað. Síðasta aldarfjórðunginn
héldu þau Pétur heimili saman, þar
til heilsa hennar gaf sig. Endaði
hún ævidaga sína á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund þar sem hún
naut góðrar aðhlynningar.
Ella gekk í Miðbæjarbamaskól-
ann og nam síðar við húsmæðra-
deild Kvennaskólans í Reykjavík.
Að námi loknu vann hún við hatta-
borðið milli nýfenginnar eldavélar-
innar og hraðsuðuketilsins. Þarna
var vettvangur móður minnar og
fmmmynd Monu Lisu hefði ekki
fengið veglegri stað. Þama var
myndin enn þegar móðir mín dó
40 ámm síðar og einnig þegar fað-
ir minn flutti úr húsinu 1990. Seg-
ir það nokkuð um hvert mat for-
eldra minna var á vináttu okkar.
Margs er að minnast frá þessum
ámm. Við sóttum landsmót skáta
á Þingvöllum 1948 og fengum þá
frumlega hugmynd að mótshliði,
sem vakti mikla athygli. Hliðið var
akkeri sem vísaði leggnum niður
en armarnir mynduðu boga yfír
höfði þess sem um gekk og ýtti
stokknum á undan sér í hring. Hlið-
ið var svo traust smíði að áratugn-
um síðar stóð það fyrir dyrum hins
fræga Kross, sem nú var orðið
skátaheimili að mér var sagt.
Bebbi var driffjöðrin í öllum okk-
ar athöfnum, útilegum, uppfærslum
og skemmtunum. Við áttum líka
síðar marga skemmtilega ferðina
út um borg og bý á bíldruslu af
elstu gerð, sem félagar okkar áttu,
að ógleymdum ferðum á heimaslóð-
ir hans á Þjóðhátíðina í Eyjum.
Ekki get ég lokið þessari upprifj-
un minninga án þess að minnast á
kvöldin og helgarnar heima hjá
Fjólu og Oddbergi, þar sem eldurinn
brann heitur og rauður á kalda-
stríðsárunum.
Síðasta árið mitt í Njarðvík Var
Bebbi farinn að búa með sinni góðu
og fallegu konu, Valgerði Valdi-
marsdóttur, Völlu, sem varð vinur
minn frá fyrsta degi.
Ég hefi í þessum minningabrot-
um ekki minnst á lífshlaup Bebba
að æskuárunum loknum, en hann
var maður athafnanna þá sem fyrr.
Aðrir sem betur til þekkja munu
ef til vill minnast þess. Persónuleiki
hans var þannig að hann var vel
til forystu fallinn, hann var skarp-
greindur, metnaðarfullur, örlátur
og hlýr.
Með árunum fækkaði samveru-
stundum okkar, enda nokkuð langt
milli Reykjavíkur og Njarðvíkur
fyrir hina almennu bílaeign.
Fyrir nokkrum árum fluttu Bebbi
og Valla í Garðabæinn, þar var
gott að koma með Hönnu og ræða
við þessi greindu hjón.
Kannski hefur hugljómunin frá
æskudögunum dofnað, en finnst
manni ekki að sjórinn hafi blikað
saum hjá Margréti Levý, þar til hún
hinn 31. júlí 1926 giftist Ágústi J.
Johnson, bankaféhirði í Landsbank-
anum, en hann fæddist 9. ágúst
1879. Reisti Ágúst þeim heimili á
Sólvallagötu 16 þar sem þau bjuggu
saman þangað til hann lést, 14.
nóvember 1959. Ella var seinni
kona hans.
Heimili þeirra Johnsons, eins og
hann var einlægt kallaður í okkar
íjölskyldu, var gestkvæmt mjög,
enda hjónin einkar samhent í gest-
risni sinni og sérhver aðkomumaður
þeim aufúsugestur. Geyma skyld-
menni beggja góðar minningar um
glaðar stundir í ævintýralegu (eins
og ég skynjaði það) húsinu þeirra
við Sólvallagötu. Hélst samband á
milli Ellu og fjölskyldu Johr.sons
einstaklega traust og hlýtt ævi
hennar á enda.
Þegar við sátum og röbbuðum
saman á efri árum Ellu barst talið
gjaman að liðinni tíð. Var henni
einkar lagið að klæða minningar
sínar í líflega búning, enda hafði
hún ágætlega glöggt auga fyrir
skoplegu hliðinni á tilverunni.
Reykjavíkurmyndirnar sem brugðið
var upp í þessum minningabrotum
skærar á æskuárunum? Ef svo er
mun ég kalla þær og aðrar minning-
ar fram úr hugskotinu þegar ég
vegna fjarlægðar erlendis get ekki
verið við útför vinar míns.
Völlu og börnunum, ásamt aldr-
aðri móður hans, sendum við Hanna
hugheilar samúðarkveðjur.
Bjarni Bergsson.
Hilmar Þórarinsson framkvæmd-
astjóri, Brekkubyggð 30 í Garðabæ,
er látinn. Jafnaðarmenn í Alþýðu-
flokksfélagi Garðabæjar og Bessa-
staðahrepps sakna þar góðs félaga.
Þegar við sem skipum okkur í
raðir Alþýðuflokksins í þessum
sveitarfélögum heyrðum, að Hilmar
væri fluttur í Garðabæ biðum við
þess með óþreyju, að hann gengi í
félag okkar, en flest vissum við um
frábær störf hans fyrir Alþýðu-
flokkinn í bæjarmálum Njarðvík-
inga, en þar var hann m.a. forseti
bæjarstjómar um árabil.
Ekki leið á löngu, þar til ósk
okkar rættist. Þeir sem störfuðu
með Hilmari að undirbúningi bæjar-
stjórnarkosninganna í Garðabæ
1986, en þar var hann kosninga-
stjóri, komu fljótt auga á það, að
þar fór enginn meðalmaður, enda
urðu úrslit kosninganna glæsilegur
sigur A-Iistans. Hilmar lá ekki á
liði sínu eins og herforingi. Eftir
þetta stjórnaði hann kosningabar-
áttu flokksins í bænum.
Jafnaðarmenn í Garðabæ munu
sakna Hilmars Þórarinssonar, ekki
aðeins sem frábærs stjómanda,
heldur, og ekki síður, sem góðs fé-
laga, er lagði frekar áherslu á það
jákvæða en neikvæða. Það var gott
að umgangast Hilmar jafnt i leik
sem starfi.
Við kveðjum hann með söknuði.
Gæfumaður er genginn langt um
aldur fram. Við þökkum gott en
alltof stutt samstarf og vináttu. Við
vottum eiginkonu, bömum og öðr-
um ættingjum innilega samúð.
Blessuð sé minning Hilmars Þórar-
inssonar.
Félagar í Alþýðuflokksfélagi
Garðabæjar og Bessastaða-
hrepps.
í dag kl. 14 fer fram frá Njarð-
víkurkirkju útför vinar míns og fé-
laga Hilmars B. Þórarinssonar, sem
lést á gjörgæsludeild Borgarspítal-
ans 14. júní.
Fyrir 8 ámm fékk Hilmar krans-
æðastíflu og var mjög veikur á
tímabili, hann gekkst ekki undir
aðgerð þess vegna, og má segja að
hann hafí verið búinn að ná þokka-
legum bata af þeim sökum, en nú
fyrir stuttu fór hann að fínna til
höfuðverkjar og sjóntruflunar. Við
sneiðmyndatöku fýrir hálfum mán-
voru í senn heillandi og framandleg-
ar, eins og til dæmis í frásögn af
eftirminnilegri þeysireið neðan úr
miðbæ suður Suðurgötu upp Kirkju-
garðsstíg vestur Sólvallagötu sem
endaði með svo snöggum stans þeg-
ar komið var í áfangastað að reið-
konan flaug fram af klámum og
hafnaði í götunni framan við hús
númer sextán. Hestamennskan var
snar þáttur í lífi Ellu á yngri árum,
hélt Kristján afi ævinlega hesta á
Frakkastígnum eins og þau Johnson
síðar á Sólvallagötunni. Stendur
uði kom í ljós að hann var með ill-
kynja æxli við heilann, tvær aðgerð-
ir voru framkvæmdar strax á hon-
um, en ekkert dugði til, eins og
áður segir lést hann 14. júní sl.
Hilmar B. Þórarinsson var fædd-
ur að Stakkagerði í Vestmannaeyj-
um 8. desember 1929. Foreldrar
hans vom Þórarinn Bernódusson
vélstjóri og kona hans Guðrún
Rafnsdóttir. Þau slitu samvistum,
og ólst Hilmar upp eftir það hjá
fósturforeldrum sínum þeim Árna
Þórarinssyni og konu hans Guð-
björgu Þórðardóttur í Vestmanna-
eyjum. Hilmar fluttist með þeim til
Njarðvíkur árið 1946. Hann reynd-
ist þeim eins og hann væri þeirra
eigin sonur. Hann hóf nám í raf-
virkjun, fyrst hjá Júlíusi Stein-
grímssyni og síðar hjá Guðbirni
Guðmundssyni í Geisla í Keflavík.
Eftir að hann lauk námi 1951 starf-
aði hann hjá Geisla til ársins 1957,
að hann gerðist verkstjóri hjá Raf-
magnsverktökum Keflavíkur á
Keflavíkurflugvelli en starfí fram-
kvæmdastjóra þess fyrirtækis
gegndi Hilmar frá árinu 1961 til
dauðadags. Hann átti sæti í ýmsum
nefndum og félögum, var m.a.
framkvæmdastjóri Gluggaverk-
smiðjunnar Ramma um tíma þegar
hún var í eigu Rafmagnsverktaka.
Hilmar var hreppsnefndarmaður
og bæjarstjórnarmaður fyrir Al-
þýðuflokkinn í Njarðvík frá árinu
1966 til ársins 1982, formaður raf-
veitunefndar í Njarðvík í 20 ár,
einnig starfaði hann mikið fyrir
stéttarfélag sitt og skátahreyfing-
una svo eitthvað sé nefnt.
Þann 26. desember 1954 kvænt-
ist Hilmar eftirlifandi konu sinni
Valgerði Guðrúnu Valdimarsdóttur
frá Hellnum á Snæfellsnesi. Þau
áttu 4 böm, Árna Þór, fæddan 2.
hesthúsið þar ennþá í baklóðinni,
menjar um horfna tíð.
Margar ljúfar og fjörlegar minn-
ingar átti hún frá því að hún var
unglingur í sveit á Hróðnýjarstöð-
um í Dalasýslu hjá föðursystur
sinni, Ingiríði, og Einari Þorkelssyni
manni hennar. Varð þetta henni
einkar minnisstætt tímabil, enda
börnin mörg og dynjandi líf á bæn-
um. Minningar átti hún líka hlýjar
frá samskiptum við skyldfólk John-
sons og fjölskyldur þeirra í Mar-
teinstungu og á Barkarstöðum sem
oftlega bar á góma.
Á uppvaxtarárunum fannst mér
ég vera mikil forréttindavera — á
næsta horni við bernskuheimilið
voru amma, afi og Pétur frændi,
Ella í næstu götu, og allt bar þetta
fólk okkur systkinin á höndum sér.
Það var ævinlega hressandi og
gaman að koma til Ellu, stutt í glens
og upplífgandi hlátur, dekrið taum-
laust. Við áttum skemmtilegar
stundir saman. Minningu áttum við
sameiginlega sem tengdi okkur
sterkum böndum, minninguna um
ógleymanlega ferð, mína fyrstu til
fjarlægra landa, sem ég fór strák-
lingur með þeim Pétri frænda árið
1956. Og nú þegar húsið á Sólvalla-
götunni, þar sem hver krókur og
kimi andar draumkenndri fortíð,
hefur orðið að heimili okkar hjóna
er minningin um elskulega frænku
sínálæg, órofa samofín þessum bú-
stað sem var henni svo kær.
Hebbi.
júní 1954, hann starfar sem félags-
málafulltrúi á Keflavíkurflugvelli,
hann er kvæntur Ingunni Sigur-
geirsdóttur. Kristín, fædd 7. júlí
1955, viðskiptafræðingur, hún er
fjármálastjóri hjá Garðabæ, sam-
býlismaður hennar er Einar Hjalta-
son. Hildur, fædd 19. september
1958, hún er kennari og búsett í
Bandaríkjunum, hennar maður er
Todd Schroeckenthaler og Hjördís,
fædd 17. janúar 1963, hárgreiðslu-
meistari í Njarðvík, hennar maður
er Valur Ketilsson.
Hilmar og Valgerður hófu sinn
búskap að Klapparstíg 9 í Njarðvík
hjá fósturforeldrum Hilmars. Voru
þar í nokkur ár en byggðu sér svo
hús að Klapparstíg 5 og bjuggu þar
til ársins 1982 en þá byggðu þau
sér hús að Brekkubyggð 30 í
Garðabæ.
Leiðir okkar Hilmars lágu fyrst
saman árið 1951 þegar við tókum
saman sveinspróf í Reykjavík. Síðar
urðu nánari kynni og vinátta okkar
á milli þegar ég réðst sem rafveitu-
stjóri til Njarðvíkur árið 1965 þar
sem hann var formaður rafveitu-
nefndar, einnig sat ég í stjórn Raf-
magnsverktaka í 18 ár þar sem
Hilmar stjórnaði því fyrirtæki af
mikilli reisn og útsjónarsemi.
Hilmar átti marga kunningja,
en fáa vini, hann var fúsastur allra
til að rétta þeim sem minna máttu
sín hjálparhönd en eitt þoldi hann
ekki, það voru óheillindi og þegar
honum fannst vinir sínir bregðast
sér. Hilmar var frekar dulur og oft
mjög alvörugefinn en ekki þurfti
mikið til að kalla bros fram sem
var honum raunverulega tamt.
Þegar ég sest niður til að rita
nokkur minningarorð um þennan
góða vin minn, koma fram í hugann
ógleymanlegar samverustundir
okkar, í veiðitúrum, ferðalögum
innanlands og erlendis. Við hjónin
fórum með þeim Valgerði og Hilm-
ari til Spánar síðastliðið haust, vor-
um með þeim í sumarhúsum, sem
okkar fyrirtæki á þar, í mjög góðu
yfírlæti. Við Hilmar vorum ný bún-
ir að kaupa okkur flugmiða aftur
til Spánar þegar kallið kom. Val-
gerður og Hilmar voru búin að festa
kaup á húsi á Spáni, þar sem þau
ætluðu að eyða sínum efri árum,
en enginn ræður sínum næturstað.
Hilmar var alla tíð mikill Vest-
mannaeyingur, hann kunni að segja
frá ýmsu sem þar gerðist á hans
uppvaxtarárum, enda naut hann sín
þegar við félagar hans fórum með
konum okkar til Eyja fyrir nokkrum
árum í helgarferð.
Það var ekki í anda Hilmars B.
Þórarinssonar að vera að tíunda það
sem hann hafði látið gott af sér
leiða, eða hæla honum um of, hann
bar ekki tilfínningar sínar á torg,
en svo margar samverustundir átti
ég með honum einum að ég vissi
hver hugur hans var. Þó svo að
Hilmar hafí á stundum verið htjúfur
á yfirborðinu var hjartalagið hreint
og ósvikult. Það sem var honum
kærast var konan, heimilið og börn-
in.
Um leið og ég kveð þennan kæra
vin minn þakka ég allar liðnu sam-
verustundirnar.
Valla mín, við hjónin sendum þér
og öllum börnum ykkar og nánum
vandamönnum hugheilar samúðar-
kveðjur, Guð gefi ykkur styrk og
blessun um ókominn ár.
Jóhann Líndal Jóhannsson.
Hilmar Þórarinsson var kominn
að ánni og kallaði. Nú hefur hann
fengið flutning yfir,
Okkur samferðamönnum s hans
og vinum fannst þetta ótímabært
en eigi má sköpum renna.
Þegar ég nú kveð Hilmar verður
mér hugsað til okkar fyrstu kynna.
Við komum til Ytri-Njarðvíkur um
svipað leyti og vinátta okkar fer
að nálgast hálfrar aldar afmælið.
Það var gott hlutskipti að eiga
Hilmar fyrir vin. Hann var myndar-
legur maður og fríður sýnum. Hann
var greindur ojg glaðsinna. Hann
hafði alla kosti til þess að vera
aðlaðandi.
Hilmar var uppalinn í Vest-
mannaeyjum og það fylgdi honum
hressilegt Eyjaviðmót. Það var á
þessum árum sem hann kenndi mér
dágóða vísu á þessa leið:
Elín Kristjánsdóttir
Johnson - Minning