Morgunblaðið - 24.06.1992, Side 28

Morgunblaðið - 24.06.1992, Side 28
'28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 + ÁRNI Þ. JÓNSSON frá Hrffunesi, sem lést í Heiðarbæ 17. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Grafarkirkju föstudaginn 26. júnf kl. 13.00. Aðstandendur. + Elsku litli drengurinn okkar, ANDRI MÁR KARLSSON, lést í Landspítalanum 22. júní. Valgerður Samsonardóttir, Karl ísdal, og börn. + Ástkær eiginmaður minn, BJÖRN L. EINARSSON, Hjaltabakka 22, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 22. júní. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hafdís Sigurðardóttir. + Elsku litla dóttir okkar og systir, MARGRÉT RÖGNVALDSDÓTTIR, Álagranda 10, Reykjavík, lést í Barnaspítala Hringsins mánudaginn 22. júní. Unnur Bjarnadóttir, Rögnvaldur Dofri Pétursson, Nanna Kristfn Magnúsdóttir. -♦ - + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EGILSSON, Selalæk, lést aðfaranótt 23. júní í Sjúkrahúsi Suðurlands. Ólöf Bjarnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginkona mín og móðir, ÞÓRUNN ÞORLEIFSDÓTTIR, Hraunbæ 26, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þann 16. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Ludvig Hjörleifsson, Smári Ludvigsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUÐRÚN MARKÚSDÓTTIR, Sólvallagötu 6, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 25. júní kl. 13.30. Markús ívar Magnússon, Svanhildur Sigurðardóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Trausti Júlíusson og barnabörn, Sigrún Markúsdóttir. I - / + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÍNU KNÚTSDÓTTUR, Meistaravöllum 21, verður gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn 26. júní kl. 10.30. Sheila Jensen, OleJensen, Jóhanna Finnbogadóttir, Þorsteinn Finnbogason, Jórunn Finnbogadóttir, Hörður Hjartarson, Þorbjörn Finnbogason, Jackee Finnbogason, Knútur Finnbogason, Mary Cullinane, Inga Flnnbogadóttir, Sævar Eiríksson, Bára Finnbogadóttir, Högni Gunnarsson, Heiðrún Finnbogadóttir, Ari Hallgrfmsson, Ásdfs Finnbogadóttir, Sigurður Ólafsson, Finnbogi Finnbogason, Kolbrún Óladóttir, Atli Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hólmfríður Páls- dóttír — Minning Fyrir 54 árum áttum við bekkjar- systkinin, stúdentaárgangur úr Menntaskólanum frá 1944, fyrst samleið með okkar kæru Hólmfríði Pálsdóttur, sem nú er kvödd. Haustið 1938 hófum við nám í 1. bekk af 6 samkvæmt þáverandi skipan. Vorið áður höfðu um 100 nemendur háð inntökupróf en aðeins fjórðungur fékk inngöngu, þar á meðal Fríða sem var námfús og átti létt með skólagöngu enda hörk- ugreind. Aðrir munu rekja ættir Fríðu en ég vil nefna vináttu föður míns við föðurbróður Hólmfríðar, séra Jakob Lárusson, er kenndur var við Holt undir Eyjafjöllum. Þá átti hún mikla vináttu að sækja til Bjöms Hall- dórssonar, frænda míns og ekki síst Mörtu konu hans' Pétursdóttur er býr á æskustöðvum fjölskyldu minnar við Fjólugötu bak við Lauf- ás. Skólaganga með Fríðu var gullið tímabil á ævi okkar bekkjarsystkina frá 1938 til 1944 á umbrotatímum stríðsára, þ. á m. með tveggja ára herleiðingu skólans í nýbyggingu Háskólans árin 1940-42. Hægt væri að bregða upp mörg- um skemmtilegum atburðum í lífi okkar bekkjarsystkinanna, þ. á m. góðum minningum frá Freyjugötu 34 sem faðir hennar reisti og var heimili foreldra hennar og Fríðu nánast alla ævina, Selsferðir og margt fleira. Hún fékk snemma áhuga á leik- list og fetaði í fótspor bróður síns, Lárusar Pálssonar. Hún var tvisvar einn aðalleikarinn í leikkvöldi Menntaskólans, kallað Herranótt. Lékum við saman í Spanskflugunni vorið 1943 og gerðum mikla lukku í Iðnó, Stokkseyri og Grindavík. Þurfti að tvítaka sýninguna á Stokkseyri vegna mikillar aðsóknar. Fríða fékk síðan hlutverk bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og á fjölum Þjóðleikhússins, þ. á m. í Silfurtunglinu. Fríða var fullnema leikkona eftir leiknám í Svíþjóð, Danmörku og við Konunglega leik- listarskólann í London, RADA, en áður var hún við norrænu deildina í Háskólanum. Hún var eftirsótt til kennslu og leikstjómar úti á landi. Fríða var starfsmaður við Lands- bankann á þriðja áratug sem full- trúi í skjalageymslu og kynnti sig þar vel. Hún barðist við harðan sjúk- dóm á annan áratug og átti erfiða ævi í lokin. Þau bekkjarsystkin sem helst studdu við hana í mótlætinu voru Kristín Helgadóttir, Björg Val- geirsdóttir og síðast en ekki síst okkar ágæti bekkjarfélagi, Karl Jó- hann Guðmundsson leikari, sem stóð með henni ámm saman allt til loka. Það er gott dæmi um þá einurð og þann vilja sem Fríða hafði til að bera, þegar hún leiddi okkur bekkj- arsystkinin til að standa að gjöf til Menntaskólans á 25 ára stúdentsaf- mæli okkar, með jubilárgöngum ársins 1969. Hún tók það í sig að árgangarnir skyldu sameinast um smíði listaverks Ásmundar Sveinss- onar, Andlits sólar, er enn stendur á bráðabirgðastað framan Mennta- skólans, frumverkið áttfaldað. Fyrir Ásmundi mun hafa vakað að koma upp fyrsta „non-figurativa“ lista- verkinu á opinberum stað í miðri Reykjavík. Hún leiddi þetta með sín- um sterka vilja og rak okkur strák- ana áfram svo að verkið var afhent 17. júní þetta ár, eins og til stóð, en mikið gekk á áður við alls konar andbyr, þ. á m. skiptar skoðanir ráðamanna um staðsetningu verks- ins, og það tók meira en tvö ár að sjá fyrir endann á fjárreiðunum. Fríða okkar kær skilur eftir sig góðar og sterkar minningar. Ég flyt hlýjar kveðjur okkar bekkjarsystk- inanna með þakklæti fyrir sam- fylgdina. Björn Tryggvason. Ekki er nema rétt og skylt að við, sem fluttum síðast í þetta hús, Freyjugötu 34, kveðjum konuna sem ól hér allan sinn aldur, átti hér sína ætt og sín óðul. annað hefði Fríðu þótt ómyndarlegt. Hún setti svip sinn á húsið og ekki fór á milli mála hvar hún bjó; forhengið niðri í stiga gaf til kynna að hér tæki við hennar ríki. Þegar Fríða stakk súkkulaðimola að börnunum í hús- inu, sem litu inn, og við fórum að + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, JÓNINU HALLDÓRSDÓTTUR, Neskaupstað. Einar Ármannsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Stefanía Ármannsdóttir, Ársæll Guðjónsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. t Faðir okkar, bróðir og systursonur, JÓN VIÐAR ÞORSTEINSSON ÁGÚSTSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 25. júní kl. 15.00. OddnýSigurlaug Jónsdóttir, Stefán Bergþór Jónsson, Hulda Jónsdóttir, Kristjana Helga Jónsdóttir, Sunna Guðrún Jónsdóttir, Halla Ágústsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Ágúst Agústsson, Oddný Bergþóra Helgadóttir. + Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS EINARSSON skipstjóri, Meðalholti 11, Reykjavík, lést 11. júní sl. í Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Leifur Magnússon, Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, Þórður Einar Leifsson, Arndis Leifsdóttir, Ólafur Tryggvi Egilsson, Ingibjörg Jóna Leifsdóttir og barnabarnabörn. malda í móinn í nafni tannvemdar og hollustu stóð ekki á svarinu: í mínu húsi er það ég sem ræð hvað bömin fá í munninn. Allt frá því að fórhenginu sleppti var hennar partur í húsinu eins og dagbók ævi hennar: Húsgögn sem faðir hennar smíðaði, gjafir síðustu jóla með áfestum kortum, áritaðar hljómplötur, gulnaðar úrklippur um Láms bróðir hennar, gamla viðtæk- ið í hornherberginu sem flutti út- varpsleikritin af krafti um íbúðina. Það var lífsmarkið af loftinu sem lengst hljómaði. Fríðu þótti líka gott að heyra fótatak í stiganum og gleðiraust í húsinu eins og hún hafði sjálf stofnað óspart til á fyrri ámm þegar heilsan var betri. Þegar unglingamir á okkar heimili fengu eitt sinn að halda mannfagnað á eigin vegum kvartaði hún yfir því á eftir — að það hefði ekkert heyrst í þeim. Þetta var hennar hús, byggt af föður hennar og mótað af ýmsum venjum sem hún hélt óspart á lofti; hún var furðu-íhaldssöm í mörgum háttum þrátt fyrir róttækni á öðmm sviðum. Þakjámið skyldi tjargað eins og alltaf hafði verið gert þó að verkið kostaði mánaða bið eftir réttu veðri. Stigagangurinn átti að vera tvílitur áfram og varla þyrfti að ræða það frekar; en eftir nokkr- ar samningaviðræður, sem í senn vora stormasamar og spaugilegar, gaf hún að mestu eftir en hafði haft æma skemmtun af. Kannski var það þessi íhaldssemi og formfesta sem gaf lífinu gildi og veitti henni reisn í öllu heilsuleys- inu: Fríða að staulast niður stigann á föstudagsmorgni í vikulega hárlagningu, Fríða komin í fína sloppinn og mætt í barnaafmæli hjá okkur með spaugsyrði á vörum, Fríða að biðja okkur að opna fyrir sig niðursuðudós eða stilla útvarpið og þakkar fyrir sig eins og við hefð- um drepið drekann og frelsað prins- essuna. Allt gat orðið að rítúali og var gert með stíl og elegans. Þannig viljum við minnast þess- arar ágætu og ijölgáfuðu konu, Hólmfríðar Pálsdóttur. Guðlaug Magnúsdóttir, Þorsteinn Helgason. Látin er í Reykjavík eftir langt og strangt veikindastríð, Hólmfríður Pálsdóttir eða Fríða eins og vinir hennar kölluðu hana. Hún fæddist 29. júlí 1923, dóttir hjónanna Jó- hönnu Þorgrímsdóttur og Páls Lár- ussonar. Að loknu stúdentsprófí frá MR 1944 stundaði hún nám í ís- lensku við Háskóla íslands, en hélt síðan utan til náms, fyrst til Svíþjóð- ar og Danmerkur en síðan til Bret- lands, en þar nam hún leiklist við Royal Academy of Dramantical Arts í London. Leiklistin var hennar hugðarefni alla tíð, þó að lítt sinnti hún því að koma sjálfri sér á fram- færi, eins og það er oft kallað. Hún var starfsmaður Landsbanka íslands um áratuga skeið, en bjó þannig um hnútana að hún gæti sinnt leiklistarstörfum þegar eftir því var leitað. Hún fékkst töluvert við leikstjórn úti á landsbyggðinni og um tíma starfaði hún með ný- stofnuðu Brúðuleikhúsi í Reykjavík. Hvar sem hún kom varð henni vel til vina og ógleymanleg manneskja þeim sem henni kynntust. Fríða var náinn vinur foreldra minna og tengdist æskuheimili mínu sterkum böndum. Við systkinin lit- um á hana eins og eina af fjölskyld- unni. Hún tók þátt í því sem gerð- ist á heimili okkar með lifandi áhuga á öllu sem okkur varðaði. Fríða eign- Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri IWm blómaverkstæði JÖINNA^ Skólavörðustíg 12 á horni Bérgstaöastrætis sími 19090

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.