Morgunblaðið - 24.06.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992
35
SPENNU/GAMANMYNDIN:
TOFRALÆKNIRINN
STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI!
FRAMMISTAÐA CONNERYS GLEYMIST SEINT EÐA ALDREI.
STÓRKOSTLEG OG HRÍFANDI!
„TÖFRALÆKNIRINN" ER FERSK OG HRÍFANDI SAGA UM
ALVÖRU FÓLK OG RAUNVERULEGA BARÁTTU.
HÚN ER ALGJÖRT UNDUR. ÞAÐ EINA SEM
HÆGT ER AÐ SEGJA UM
CONNERY
ER ÞAÐ AÐ HANN ER
EINFALDLEGA BESTI
LEIKARI OKKAR
TÍMA.
IUI Hinson - Thc Washinpon Pml
„TÖFRALÆKNIRINN" ER
LÍFLEG OG LITRÍK
UMGJÖRÐ UTAN UM
STÓRKOSTLEGAN
LEIK CONNERYS.
Aðalhlutverk:
Sean Connery og
Lorraine Bracco.
Leikstjóri:
John McTierman
finnur lyf
krabbameini en
formúlunni.
m ■■
VIGHOFÐI
★ ★ ★ l/i MBL. ★ ★«- DV
Þessi magnaða spennu-
mynd með Robert De Niro
og Nick Nolte á stóru tjaldi
í Dolby Stereo.
Sýnd íB-sal
kl.4.50, 6.55, 9 og11.10.
Bönnuð innan 16 ára.
MITT EIGIÐIDAHO
★ ★ ★ ★ L.A. TIMES
★ ★ * * Pressan ★ ★ ★ Mbl.
Sýnd í C-sal
kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
LEIKFERÐ ÞJÓÐLEIKHÚSSINS UM NORÐUR- OG
AUSTURLAND
A JELENA
eftir Ljudmilu Razumovskaju
NESKAUPSTAÐUR, EGILSBÚÐ:
í kvöld kl. 21.00.
Miðapantanir í Hótel Egilsbúð, sími 71321.
HÚSAVÍK, SAMKOMUHÚSIÐ:
Fimmtudaginn 25. júní kl. 21. Föstudaginn 26. júní kl. 21.
Miðapantanir í Samkomuhúsinu, sími 41129.
ÓLAFSFJÖRÐUR, SAMKOMUHÚSIÐ:
Laugardaginn 27. júnf kl. 21.00.
Miðapantanir í Félagsheimilinu daglega frá kl. 17-19 í
síma 62188.
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
REGNBOGINN SÍMI: 19000
Þjóðvegur 72 í hringferð um landið
Nær 30 þúsund gest-
ir um borð í Herjólf
Nær 30 þúsund gestir komu um borð í Herjólf í heimsókn skipsins
á hringsiglingunni um landið, en skipið er nú að hefja daglegar
reglubundnar ferðir milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Aðsókn-
in var mun meiri að skoða skipið en reiknað hafði verið með og
var hvarvetna gerður góður rómur að heimsókn skipsins, enda
venjulegra að landsmenn þurfi að ferðast til þjóðveganna en að
þeir sæki landsmenn heim eins og Herjólfur gerði. Nokkrir tugir
farþega fóru hringinn með Herjólfi, flestir gamalgrónir Eyjamenn
og í samtali við Morgunblaðið sagði einn þeirra, Hannes Tómasson,
að hringferðin hefði verið ævintýri líkust og það væri eins og í
lygasögu hvað skipið færi vel í sjó. Lengst af hringferðarinnar var
besta veður en á endasprettinum lenti skipið í vitlausu veðri, 12
vindstigum og miklum sjó. Þá var siglt rólega en að öðru leyti
gekk ferðin mjög vel.
í Þorlákshöfn, Reykjavík, Akra-
nesi og á Akureyri var stanslaus
straumur af fólki um borð og skip-
ið nánast þétt skipað gestum á
meðan staldrað var við og á ísafirði,
Sauðárkróki og Eskifirði var einnig
mikil aðsókn, en ekki örtröð. Við
litum um borð í Heijólf þar sem
skipið lá við Torfunesbryggju í
hjarta Akureyrar á 17. júní og
Akureyringar virtust kunna vel að
meta boðið um borð miðað við þær
þúsundir sem heimsóttu skipið og
einhver hafði á orði að alvöru ís-
lenskt farþegaskip hefði ekki lagst
að bryggju á Akureyri síðan Gull-
foss kom þar síðast.
Tvö bílaumboð sýndu bíla í
hringferðinni á bílaþilfari Heijólfs,
Hekla og Jöfur, Emmess ís kynnti
nýjustu tegundir af ís, Rydens-
kaffi var kynnt fyrir landsmönnum
og Páll Helgason ferðamálafröm-
uður í Vestmannaeyjum kynnti
bátsferðir í Eyjum með PH Viking,
Ferðaþjónustu Vestmannaeyja,
Hótel Bræðraborg og veitingastað-
inn Við félagamir, en Páll var sem
kunnugt er kosinn ferðamálafröm-
uður landsins í fyrra vegna upp-
byggingar hans í ferðamálum í
Vestmannaeyjum. Þá var Atvinnu-
málanefnd Vestmannaeyja með í
hringferðinni þar sem formaður
nefndarinnar Ólafur Lárusson bæj-
arfulltrúi kynnti Vestmannaeyjar
sem þjónustubæ sjávarútvegsins á
öllum sviðum allan sólarhringinn
allt árið auk þess að hann kynnti
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja.
Sigmar Georgsson framkvæmda-
Stanslaus straumur fólks var um Herjólf í hjarta Akureyrar.
Ljósmyndir: Árni Johnsen.
stjóri íþróttafélagsins Þórs kynnti
Þjóðhátíð Vestmannaeyja sem
haldin verður um Verslunarmanna-
Nokkrir úr hópi gamalgrónu Eyjamannanna sem fóru í hringferð-
ina með Herjólfi.
Ólafur Lárusson formaður Atvinnumálanefndar Vestmannaeyja
kynnti Vestmannaeyjar sem þjónustumiðstöð sjávarútvegsins allan
sólarhringpnn árið um kring.
helgina mjög fjölbreytt að vanda,
en upplýsingablöð um Þjóðhátíðina
og gömul Þjóðhátíðarblöð runnu
út eins og heitar lummur. Þá var
einnig sérstök kynning á söfnunum
í Vestmannaeyjum, Byggðasafninu
og Náttúrugripasafninu.
Emmess ís hafði reiknað með
að gefa landsmönnum 250 kg af ís
í smakk, en það fór í tonnið. Ryd-
ens-kaffi veitti meira kaffi í hring-
ferð Heijólfs en allt kaffi sem hef-
ur verið veitt í stórmörkuðum í
Reykjavík sl. 2 ár. Þannig var þetta
á flestum póstum í hringferðinni,
það var mikið um að vera þegar
Þjóðvegur 72 fór í hringferð um
landið, Þjóðvegur 72, en 40 mílurn-
ar frá bryggju í bryggju milli Vest-
mannaeyja og Þorlákshafnar gera
72 kílómetra.
Grein og myndir: Árni Johnsen.