Morgunblaðið - 24.06.1992, Side 38

Morgunblaðið - 24.06.1992, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 TENNIS / WIMBLEDONMOTIÐ Reuter Mlchael Chang gat ekki leynt von- brigðum sínum í gær. URSLIT Tennis Wimbledonmótið Keppni hófst í fyrradag og stendur yfir í tvær vikur. Helstu úrslit mánudag: Númer fyrir framan nöfn keppenda tákna sæti á styrkleikalista mótsins. Einliðaleikur karla, fyrsta umferð: 15- Alexander Volkov (SSR) vann Emilio Sanchez (Spáni) 6-3 6-2 4-6 6-2 13- Brad Gilbert (Bandar.) vann Jean- Philippe Fleurian (Frakkl.) 6-2 6-3 6-2 8- Goran Ivanisevic (Króatíu) vann Lars Koslowski (Þýskal.) 6-2 6-2 6-3 3- Michael Stich (Þýskal.) vann Stefano Pescosolido (ftalíu) 6-3 6-3 6-2 2-Stefan Edberg (Svíþjóð) vann Steve Bry- an (Bandar.) 6-1 6-3 6-0 1-Jim Courier (Bandar.) vann Markus Zo- ecke (Þýskal.) 6-2 6-2 6-3 Nicklas Kulti (Svíþjóð) vann German Lopez (Spáni) 6-0 6-0 6-1 Patrick McEnroe (Bándar.) vann Francisco Montana (Bandar.) 6-4 6-1 6-1 5- Pete Sampras (Bandar.) vann Andrei Cherkasov (SSR) 6-1 6-3 6-3 10-Ivan Lendl (Tékkósl.) vann Patrik Ku- hnen (Þýskal.) 6-1 7-6 (8-6) 7-6 (7-5) 6- Petr Korda (Tékkósl.) vann Christian Beigstrom (Svíþjóð) 7-5 7-6 (7-4) 6-4 Luis Herrera (Mexico) vann Jimmy Connors (Bandar.) 6-2 1-6 7-5 6-3 14- Wayne Ferreira (S-Afr.) vann John Fitz- gerald (Ástral.) 6-2 6-2 6-7 (2-7) 7-5 4- Boris Becker (Þýskal.) vann Omar Camp- orese (Ítalíu) 7-5 6-3 7-5 Einliðaleikur kvenna, fyrsta umferð: 10- Anke Huber (Þýskal.) vann Linda Ferr- ando (ftalfu) 6-4 6-4 12- Katerina Maleeva (Búlgaríu) vann Co- lette Hall (Bretl.) 6-2 6-2 5- Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Leila Meski (Georgíu) 6-3 7-6 (7-3) 14- Nathalie Tauziat (Frakkl.) vann Brendu Schultz (Hollandi) 6-4 6-0 1- Monica Seles (Júgósl.) vann Jenny Byrne (Ástral.) 6-2 6-2 Helstu úrslit þriðjudag: Einliðaleikur karla, fyrsta umferð: John McEnroe (Bandar.) vann Luiz Matt- ar (Brasiiiu) 5-7 6-1 6-3 6-3 11- Richard Krajicek (Hollandi) vann John- Laffnie De Jager (S-Afr.) 7-5 6-1 6-2 Henri Leconte (Frakkl.) vann Roberto Azar (Argentínu) 6-3 6-0 6-3 Jeremy Bates (Bretl.) vann 7- Michael Chang (Bandar.) 6-4 6-3 6-3 16- David Wheaton (Bandar.) vann Franc- isco Clavet (Spáni) 6-3 6-3 6-3 9- Guy Forget (Frakki.) vann Alexander Mronz (Þýskal.) 6-3 3-6 7-5 7-6 (7-5) Pat Cash (Ástral.) vann Jacco Eltingh (Holl.) 6-4 6-4 7-6 (7-3) Einliðaleikur kv., fyrsta umferð: 8-Conchita Martinez (Spáni) vann Mary Lou Daniels (Bandar.) 6-1 6-0 13- Zina Garrison (Bandar.) vann Federica Bonsignori (ftalíu) 6-0 6-1 7- Mary Joe Femandez (Bandar.) vann Sarah Bentley (Bretl.) 6-1 6-0 2- Steffi Graf (Þýskal.) vann Noelle van Lottum (Frakkl.) 6-1 6-0 6- Jennifer Capriati (Bandar.) vann Chanda Rubin (Bandar.) 6-0 7-5 15- Kimiko Date (Japan) vann Caroline Kuhlman (Bandar.) 7-6 (7-2) 6-2 11-Jana Novotna (Tékkósl.) vann Dom- inique Monami (Belgíu) 6-1 6-2 3- Gabrielmaa Sabatini (Argentínu) vann Christelle Fauche (Sviss) 6-1 6-1 4- Martina Navratilova (Bandar.) vann Magdalena Maleeva (Búlgaríu) 6-2 6-2 Natalia Zvereva (SSR) vann Nathalie Herreman (Frakkl.) 6-3 6-2 NAMSKEIÐ Litli íþróttaskólinn að Laugarvatni Litli íþróttaskólinn að Laugarvatni verður starfræktur í sumar. Tvö námskeið eru eft- ir, en þau eru fyrir krakka á aldrinum 9-14 ára. Fyrra námskeiðið er 4.-10. júlí og það síðara 11.-17 júlf. Upplýsingar í síma 98-61151. Chang tapadi fyrir Bretanum Bates WIMBLEDON mótið ítennis, hið 106. í röðinni, hófst í Lond- on á mánudaginn. Helst bar til tíðinda í gær að Bandaríkja- maðurinn Michael Changtap- aði fyrir Bretanum Jeremy Bat- es, sem er númer 113 á heims- listanum. Chang er af móts- höldurum talinn sjöundi sterk- asti tennisleikarinn í karlaflokki á mótinu, og því komu úrslitin í leiknum á móti Bates talsvert á óvart. Bates sigraði Chang með þremur hrinum gegn engri, 6-4 6-3 6-3. Þrátt fyrir að Bates sé efstur á lista breska tennissambandsins, er hann einungis númer 113 á heimslistanum. Hann hefur aldrei náð lengra en í þriðju umferð í ein- liðaleik á Wimbledon, en sigraði í tvenndarleik á mótinu árið 1987. Chang situr aftur á móti í sjöunda sæti heimslistans. Hann hefur ekki náð sér á strik á stórmótum síðan hann sigraði á Opna franska meist- aramótinu fyrir þremur árum, þá HANDKNATTLEIKUR Morgunblaöið/Árni Sæberg 1.400 mörk í 330 leikjum Þýski handknattleiksmaðurinn Frank Wahl náði þeim áfanga á Selfossi um helgina, þegar hann lék 330. landsleik sinn, að gera 1.400. landsliðsmark sitt. Fyrir það var hann sérstaklega heiðraður og afhenti Bjami Ólafsson, fulltrúi Jötuns, honum verðlaunin, en á mílli þeirra er Christine Braun, starfsmaður þúska sendiráðsins. einungis 17 ára gamall. Aðrir kappar eins og Stefan Ed- berg, Boris Becker, Jim Courier og Michael Stich, sigruðu sína and- stæðinga í fyrstu umferð nokkuð auðveldlega. í kvennaflokki hafa efstu konurnar farið nokkuð auð- veldlega í gegnum fyrstu umferð- ina. í annarri umferð mætast m.a. John McEnroe og Pat Cash frá Ástralíu. Cash er númer 191 á styrkleikalistanum, en hann sigraði í keppninni 1987. FIMLEIKAR Fleiri mót ÆT Arsþing Fimleikasambands íslands fór fram á dögunum. Þær breyt- ingar voru gerðar á lögum FSÍ að næsta þing verður haldið eftir tvö ár. Einnig voru gerðar breytingar á móta- skrá FSÍ og bætt við fimm nýjum mótum. Öll stjóm FSÍ var einróma endurkjörin til næstu tveggja ára; einnig allar starfsnefndir. Stjóm FSI skipa: Margrét Bjamadóttir, formað- ur, Guðmundur Haraldsson, varafor- maður, Elsa Jónsdóttir, gjaldkeri, Heimir J. Gunnarsson, Bima Bjöms- dóttir, Erla Lúðvíksdóttir og Gyða Kristmannsdóttir. Rekstur sambandsins gekk vel á liðnu starfsári. Heildarveltan var tæp- ar 17 milljónir króna en skuldastaða um 3,9 milljónir. Nettó skuld 1,1 millj- ón. Rekstrarhagnaður ársins var um 350 þúsund. Reiknað er með að á næsta ári komi hingað til lands um 800 manns á mót, ráðstefnur og námskeið á veg- um FSÍ og Norræna fimleikasam- bandsins. Frá Bob Hennessy ÍEnglandi faóm FOLK ■ WIMBLEDONMÓTIÐ í tennis er einn af stærstu íþróttaviðburðum í Bretlandi ár hvert. Fyrst var sjón- varpað frá mótinu árið 1937 og fylgdust íbúar 2.000 heimila í Bretlandi með útsendingum. Að þessu sinni er áætlað að 350 millj- ónir í 85 löndum fylgist með keppn- inni í sjónvarpi. ■ VERÐLA UNAFÉÐ hefur hækkað um 10% frá síðasta ári og er um hálfur milljarður ÍSK. Sigur- vegarinn í karlaflokki fær um 27 milljónir ÍSK og sá, sem hafnar í öðru sæti fær um 13,5 milljónir. Sigurvegari í einliðaleik kvenna fær liðlega 24 milljónir en stúlkan í öðru sæti helmingi minna. ■ AÐAL VÖLL URINN tekur 13.000 áhorfendur í sæti. H ALDREI hefur rignt meira á Wimbledonmótinu í tennis en árið 1958, en 1975 kom ekki dropi úr lofti og hefur það ekki gerst síðan. Sólríkast var árið 1970, en heitast árið 1976. ■ KEPPNIN stendur yfir í hálfan mánuð og verða liðlega 32.000 bolt- ar notaðir við æfingar og keppni. Keppendur fá nýja bolta eftir hverja níu leiki. ■ MARTINA Navratilova, sem er 35 ára, segir að hún hafi sjaldan komið eins vel undirbúin til leiks og hafi sett sér eitt takmark: Að sanna að margir hefðu rangt fyrir sér. Hún hefur níu sinnum sigrað á Wimbledon og blæs á þá, sem segja að hún eigi ekki lengur mögu- leika á sigri. ■ JOHN McEnroe, sem er 33 ára, tekur í sama streng, en á öðr- um nótum. „í mér er lítill púki, sem segir að ég geti enn sigrað, en sennilega er það háð því að nokkrir fótbrotni og aðrir verði fyrir eld- ingu.“ SKOTFIMI Lygin ríður ekki við einteyming eftir Carl J. Eiríksson Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi bréf frá Carli J. Eiríks- syni: Vegna blaðaskrifa undanfarið um hugsanlega þátttöku íslands á ÓL í skotfimi tel ég rétt að skýra lesendum nánar frá aðdrag- anda þessa máls: Vorið 1988 reyndi þáverandi stjóm Skotfélags Reykjavíkur undir formennsku Árna Þórs Helgasonar að senda mig á ÓL í Seoul í riffílskotfimi. Þá kannaði hún möguleikana hjá Skotsam- bandi íslands og hjá Ólympíu- nefnd íslands sem tók málið til athugunar. Þá sendi Þorsteinn Ásgeirsson, formaður Skotsam- bands íslands, fyrirspum til al- þjóðasambandsins um það hvort hægt væri að setja met innan- húss. Svarið var á þá leið að ekki væri hægt að setja heimsmet í viðkomandi grein á innanhúss- braut. Þorsteinn sendi svarið til Ólympíunefndar íslands og síðan ógilti hann allan besta riffílárang- ur er ég hafði náð og var yfír alþjóðalágmarkinu og sem ég hafði náð á einu löglegu riffíl- brautinni hérlendis, Baldurshaga. Ég var ekki sendur til Seoul. Metaskrá fjarlægð, týnd en er þo til Þorsteinn fjarlægði eða lét fjar- lægja íslandsmetaskrá Skotsam- bands ' íslands úr opinberri skýrslumöppu Skotþings 1987, en mappan er í vörslu ÍSÍ. íslands- met mín, sem þar voru rétt skráð, eru nú ekki viðurkennd lengur þótt ijett hafí verið á íslandsmót- um sambandsins. Hvergi stendur þó í alþjóðareglum að mót í þess- ari grein skuli fara fram utanhúss. Hvað yrði sagt ef Sundsam- band íslands tæki upp á því að ógilda allan þann góða árangur sem náðst hefur í innilaugum? Nokkur íslandsmet mín sett á opnum erlendum mótum, jafnvel á Norðurlandamóti, fást heldur ekki viðurkennd. Flokkaárangur minn samkvæmt reglum Skot- sambands íslands fæst ekki viður- kenndur. Fjöldi ósanninda mér til hnekkis sem Skotsambandið hef- ur borið í fjölmiðla hefur aldrei verið leiðréttur. Fjölmörg ósann- indi og hludrægar athugasemdir mér til hnekkis sem Skotsam- bandið hefur sett í ársskýrslur sínar til ÍSÍ og aðrar ritaðar heim- ildir hafa aldrei verið leiðréttar. Lygin ríður ekki við einteyming. Tillaga formanns STÍ um nærri heimsmet sem lágmark tilÓL! Ólympíunefnd íslands er í raun tvær nefndir, sú stóra og sú minni. I þeirri stóru eiga sæti for- menn allra sérsambanda innan ISI, þar með Þorsteinn Ásgeirs- son. Snemma árs 1991 eða fyrr gaf Þorsteinn upp töluna 596 stig sem lágmark til þátttöku á ÓL í Barcelona. Sú tala var fjarstæða og var nánast trygging þess að ég ætti enga möguleika til að komast á ÖL í Barcelona. Það vissi Þorsteinn. Lágmarkið varð að nást á tímabilinu apríl-júlí á Ólympíuári til að vera gilt. Á síð- asta heimsmeistaramóti í Enskri keppni voru 73 þátttakendur. All- ir nema 4 þeirra fengu þar minna en 596 stig í 60 skotum. Viðmiðunarnefnd Ólympíu- nefndar, sem í fyrstu lagði trúnað á orð Þorsteins og gaf út töluna 596, komst hins vegar að hinu sanna um ósannindi Þorsteins sl. haust og lækkaði töluna í 593 stig. Ég náði síðan 594 stigum á opnu erlendu móti 6. júní sl. Alþjóðalágmark- ið er hinsvegar aðeins 590 stig. Með bréfi 11. október 1991 bauð alþjóðasambandið Skotsam- bandi íslands að sækja um sæti fyrir íslenskan skotmann á ÓL i Barcelona. Umsóknarfrestur rann út 25. nóvember 1991. Þessu boði var ekki sinnt þótt það hefði að- eins kostað Skotsamband íslands að skrifa eitt bréf. Slík umsókn hefði þó ekki sakað þótt svo hefði farið að enginn hefði náð lág- marki. Blekkingar formanns STÍ Þorsteinn segir í Mbl. 17. þ.m. að margvíslegur árangur minn 1991 hafí ekki gefíð tilefni til að sækja um sæti fyrir ísland. Þetta veit hann að er rangt, því ég náði 570 stigum í 58 skotum 1989, 586 stigum bæði 1989 og 1991 og 588 stigum 1990 á heimsbikar- mótum við slæmar veðuraðstæð- ur, og 596 stigum á íslandsmeist- aramóti Skotsambandsins í nóv. 1990. Þetta allt kemur fram í skýrslum til Þorsteins. í þessari grein er algengt að árangur bestu manna sé til skiptis 5 til 10 stigum hærri eða lægri og mörg heims- bikarmót átti eftir að halda vorið 1992. Árangur fer auk þess mjög eftir veðri. Nú í vor sendi UMFA fyrir- spurn til Ólympíunefndar íslands um hugsanlegan ferðastyrk fyrir mig til að fara á 2 heimsbikarmót auk nokkurra móta í Danmörku sem talin voru upp. Svar nefndar- innar var á þá leið að umsóknin yrði að berast gegngum Skotsam- band Íslands, því það væri hin formlega rétta leið. UMFA sendi þá beiðni til Skotsambandsins um að senda umsókn um ferðastyrk til Ólympíunefndar. Skotsam- bandið synjaði því, þótt það hefði aðeins kostaði að skrifa eitt bréf. Yfirlýsing formannsins Þessi framkoma Þorsteins verð- ur skiljanleg þegar höfð er í huga yfirlýsing sem hann gaf 3. októ- ber 1991. Hún var á þá leið að hann ætlaði ekki að hætta í skot- sambandinu fyrr en ég væri dauð- ur og að ég fengi aldrei ferða- styrk á meðan hann væri þar. Kenýa og Simbabve Til að uppfylla lágmarksskilyrði Ólympíunefndar íslands um 593 stig á tímabilinu apríl-júlí 1992 fór ég í keppnisferð til Danmerkur og náði 594 stigum sem áður seg- ir, en alþjóðlega lágmarkið er aðeins 590 stig. Ég vissi að bæði Kenýa og Simbabve höfðu fengið undanþágu og höfðu sent skyttur til Seoul á OL 1988 í skotfími þótt þessi lönd hefðu engan mann sem náð hafði alþjóðlegu lág- markinu fyrir þá leika. Líklegt væri að ísland gæti einnig feng- ið slíka undanþágu eftir að lág- mark Ólympíunefndar íslands náðist innan réttra tímamarka, og er það von mín að það takist. Höfundur er skotmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.