Morgunblaðið - 24.06.1992, Page 40

Morgunblaðið - 24.06.1992, Page 40
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAfjnALMENNAR UOKGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK StMI 691100, SÍMBRÉF 691181. PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Glasafijóvgun; Beiknaðmeð 200 aðgerð- um á árinu TALSVERÐ eftirspurn hefur ver- ið eftir glasafijóvgnn á kvensjúk- dómadeild Landspítalans frá því aðgerðirnar hófust hér á landi i nóvember síðastliðnum. Að sögn Jóns H. AJfreðssonar yfirlæknis, er reiknað með um 200 aðgerðum á þessu ári og eru það mun fleiri aðgerðir en búist var við. „Það fóru aldrei fleiri en rúmlega eitthundrað konur til Bretlands þegar aðgerðimar fóru þar fram,“ sagði Jón. „Svo virðist sem eftirspum verði meiri eftir að farið er að framkvæma þær hér heima. Vera má að sumir hafi ekki treyst sér til Bretlands 'vegna tungumálaerfíðleika og aðrir vegna kostnaðarins." Deildin verður lokuð um tíma í sumar vegna sumarleyfa en opnar í ágúst þegar von er á fæðingu fyrstu glasabamanna á íslandi. Djáknanám við Háskól- ann 1993 Kuldakast * • * * íjum Þýzku ferðalangarnir Michel Ptok og Olivia Miiller komu í gær til Akureyrar frá Mývatns- sveit og lögðu ekki í að halda áfram ferðinni á mótorhjólinu sínu vegna snjókomu. Þess í stað reyndu þau að halda á sér hita í íslenzka júníveðrinu með því að hita sér súpu á tjaldstæð- inu á Akureyri. Jörð var alhvít sums staðar norðanlands í gær og festi snjó niður í miðjar hlíð- ar í Eyjafirði, eins og sjá má á innfelldu myndinni. Kaldasti loftmassi á öllu norðurhveli jarðar var yfir landinu í gær og var spáð kulda áfram. Innan- landsflug raskaðist vegna veð- urs og björgunarsveitarmenn á Akureyri þurftu að aðstoða ferðalanga, sem áttu í erfiðleik- um í Víkurskarði. Sjá bls. 3 og Akureyrarsíðu. FRÁ haustinu 1993 verður boðið upp á kennslu til menntunar djákna við guðfræðideild Háskóla Islands. Dáknar eru vígðir menn og er m.a. ætlað að sjá um líkn- ar-, fræðslu-, og félagsþjónustu safnaða. í setningarræðu herra Ólafs Skúl- asonar biskups á prestastefnu í gær kom fram að hann hefði í vetur ritað guðfræðideildinni bréf, þar sem þess var farið á leit að kannað yrði hvort djáknamenntun gæti orðið liður í kennslu deildarinnar. Var orðið við þeirri ósk. Biskup sagði að um tvær leiðir yrði að ræða. Annars vegar að taka við þeim, sem hefðu þegar viðurkennda menntun, t.d. kennara- eða hjúkrunarmenntun. Þyrftu þeir nemendur einn vetur í djáknanám- inu. Hins vegar að ,miða kennsluna við BA-próf í guðfræði með viðbót- aráherslu á þjálfun í starfí. Herra Ólafur Skúlason sagði djákna hér á landi vera alltof fáa og hefðu þeir orðið að sækja menntun sína til útlanda. Það væri enginn vafí á því, að menntun þeirra hér heima ætti að verða mörgum hvati til að kanna þessa þjónustuleið innan kirkju sinnar og safnaðar. Sjá miðopnu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Rússar vilja selja físk og fá gert við skip sín hérlendis Norðmenn hafa undanfarið borgað Rússum yfir 130 krónur fyrir kílóið af þorski RtJSSNESKIR útgerðaraðilar í Múrmansk hafa sýnt áhuga á að selja fisk hér á landi, og auk þess vilja þeir koma skipum sínum til viðgerða hér. Að sögn Kára Valvessonar hjá Samskipum eru marg- víslegir möguleikar fyrir íslenska aðila í viðskiptum við Rússana, en Samskip hafa nýlega gert umboðssamning við útgerðaraðila í Múmansk sem hafa yfir að ráða tæplega 1.000 veiðiskipum. Kári var ásamt Ara Leifssyni á vegum Samskipa í Múrmansk um síðustu mánaðamót, en þar gengu þeir frá samningum um að Samskip verða umboðsaðili fyrir skip þaðan. Samskip höfðu reyndar þetta um- boð með höndum á meðan um ríkis- fyrirtæki í Sovétríkjunum var að ræða, en nú er um að ræða fjöl- mörg fyrirtæki í einkaeign, sem Samskip hafa samið við. Kári sagði aðila í Múrmansk hafa verið mjög opna fyrir því að komast í viðskipti við íslendinga, og hefðu þeir lýst áhuga á að selja físk hér á landi. Hann sagðist þó telja það erfiðleik- um bundið um þessar mundir þar sem Norðmenn hafa greitt hærra verð fyrir þorsk heldur en mögulegt er að greiða fyrir hann hér. „Þeir hafa verið að borga allt upp í 2,30 dollara eða yfir 130 krónur fyrir kílóið, en hins vegar viður- kenndu Rússarnir að það verð Atlanta flýgnr með friðar- gæslusveitir til Júgóslavíu BREIÐÞOTA íslenska flugfélagsins Atlanta hefur undanfarið flogið fyrir nígeríska flugfélagið Kabo með léttvopnaðar friðar- gæslusveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til ófriðarsvæða í Líb- eríu og Júgóslavíu. Áformað er að flutningum þessum verði hald- ið áfram og einnig flogið með franska friðargæsluliða til Júgóslav- íu. Sérstaka undanþágu þarf frá íslenskum stjórnvöldum til þess að íslenskt flugfélag megi flytja hergögn. Að sögn Arngríms Jóhannsson- á landamærum Líberíu og Ghana. ar, framkvæmdastjóra Atlanta, hefur Lockheed Tri-Star breiðþota flugfélagsins flogið nokkrar ferðir með nígeríska hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna til Líberíu, en undanfarið hafa verið skærur Þá hafa verið farnar þijár ferðir með friðargæsluliða til Júgóslav- íu. Fyrirhugað er að fljúga með franskt friðargæslulið til ófriðar- svæðanna í Júgóslavíu er vopna- hlé væri komið þar á. Bandarískir flugmenn fljúga þotu Atlanta í þessum ferðum, en yfirflugstjóri, flugfreyjur og flug- virkjar eru íslensk. Arngrímur sagði að þessir flutningar væru á engan hátt hættulegir. Flogið væri með friðargæsluliðana til Belgrad í Júgóslavíu, þar sem væri mjög öruggur flugvöllur. Samkvæmt 92. grein íslenskra laga um flugferðir mega íslensk flugfélög ekki fljúga með hergögn nema með leyfi samgönguráð- herra. Nígerísku hermennirnir eru léttvopnaðir, en að sögn Arngríms eru byssur þeirra afhlaðnar áður en þær fara um borð í flugvélina og hermennirnir fá ekki að hafa þær hjá sér meðan á fluginu stendur. Samgönguráðuneytið hefur samþykkt flutningana á þeim forsendum að um sé að ræða friðargæslustarf á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Þetta hefði ekki verið samþykkt í neinu öðru tilviki," sagði Þórhallur Jósepsson, deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu, í samtali við Morgunblaðið. myndi ekki halda. Það sem okkur fannst hins vegar athyglisverðast fyrir utan þetta er að þeir virðast vera mjög áhugasamir um að koma skipum sínum til viðgerða á ís- landi. Þeir segja að floti þeirra muni í framtíðinni færast norðar í höfin, og þó þeir hafi fasta samn- inga til dæmis við aðila í Færeyjum, þurfa þeir að komast að á fleiri stöðum,“ sagði hann. Um 30 rússnesk skip seldu rækju hér á landi í fyrra, og það sem af er þessu ári hafa átta skip selt rækju hér. Kári sagði meðal annars áhuga hjá Rússum að selja hér þorsk, karfa, unninn fisk og fiski- mjöl, eða yfirleitt allt það sem ís- lenskir aðilar gætu tekið við. „Eftir þessa ferð held ég að margir íslenskir aðilar eigi góða möguleika í viðskiptum við Rússa, en mér fannst þeir horfa frekar með velvild til íslenskra viðskipta. Á undanförnum árum hafa komið hér kannski 70-80 sovésk skip ár- lega sem skilið hafa eftir umtals- verða fjármuni, og ég held að nokk- ur aukning ætti að geta orðið á þessu í framtíðinni, en flotinn þarna fyrir norðan er upp undir 1.000 skip. Það fer hins vegar eingöngu eftir því hvernig semst milli þeirra íslensku aðila sem treysta sér til að kaupa físk af þeim, og þeirra aðila sem treysta sér til að annast viðgerðir á skipunum," sagði Kári Valvesson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.