Morgunblaðið - 07.07.1992, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992
Með Verslunar-
ráðið á heilanum
eftir Vilhjálm
Egilsson
Stjómarmaður í Félagi ísl. stór-
kaupmanna ritaði grein í Morgun-
blaðið 1. júlí sl. og lýsti þar mik-
illi vandlætingu á aðgerðum
Verslunarráðsins gegn sölu toll-
skýrslueyðublaða og einnig komu
fram miklar áhyggjur af andlegri
velferð undirritaðs. Grein þessi bar
því miður með sér að Verslunarráð-
ið, störf þess, stjórnarmenn og
starfsfólk eru enn helsta viðfangs-
efni stjórnar Félags ísl. stórkaup-
manna.
Velunnarar beggja félaganna,
Verslunarráðs og Félags ísl. stór-
kaupmanna, bundu miklar vonir
við að stjórn FÍS fengi ráðrúm til
að vinna að framfaramálum versl-
unarinnar eftir að hafa losnað frá
sameiginlegum skrifstofurekstri
með Verslunarráðinu. Þessir vel-
unnarar vildu að bæði félögin
gætu unnið að framgangi hags-
munamála sinna félagsaðila í friði
ön því miður virðist stjórn FÍS enn
líta á Verslunarráðið sem þann
aðila sem helst þarf að heija á.
Verslunarráðið hefur hins vegar
haldið sínu striki og unnið að fram-
förum í íslensku viðskiptalífi með
enn meiri krafti en fyrr. Verslunar-
ráðið vill ekkert skipta sér af störf-
um stjómar FIS og vonar að félag-
ið megi eflast og dafna.
Raunverulegar lausnir á
raunverulegum vandamálum
Skattar, ríkisútgjöld og sam-
skipti atvinnulífsins við ríkisvaldið
hafa löngum verið eitt helsta við-
fangsefni samtaka í atvinnulífinu.
Verslunarráðið hefur lagt áherslu
á að starfsumhverfið í víðasta
skilningi sem ríkisvaldið býr at-
vinnulífinu sé samkeppnistæki
þjóðarinnar. Því þarf að haga
sköttum, ríkisútgjöldum, löggjöf
og starfsháttum stjórnsýsluaðila
með þeim hætti að atvinnulífið fái
tækifæri til þess að vaxa og dafna.
Verslunarráðið hefur lagt áherslu
á ábyrgan málflutning og fagleg
vinnubrögð og reynt að efla skiln-
ing hjá stjórnvöldum um að þau
verði að vinna með atvinnulífinu
til þess að þjóðin í heild nái árangri.
Ónnur samtök í atvinnulífínu
hafa viljað vinna á öðrum nótum
og fyrrnefnd grein stjórnarmanns
í Félagi ísl. stórkaupmanna endur-
speglar þau viðhorf. Þar hefur gilt
að vera á móti öllum sköttum og
ennfremur öllum aðgerðum til
sparnaðar hjá ríkinu. Að sjálfsögðu
er hallinn á ríkissjóði líka gagn-
rýndur og óhófleg ásókn ríkisins í
lánsfé. Málflutningurinn er eins og
hjá kórnum þar sem hver söngmað-
ur um sig syngur sinn eina hreina
tón en samhljóminn vantar.
Kannski er kórinn að syngja mörg
lög samtímis. Það hlustar enginn
á slíkan kór og það tekur enginn
mark á samtökum atvinnulífsins
og þau skila engum árangri nema
að þau séu tilbúin til þess að leita
raunverulegra lausna á raunveru-
legum vandamálum.
Þjónustugjöld eiga ekki að
vera skattheimta
Um allan heim hefur verið sú
þróun að opinberir aðilar hafa auk-
ið innheimtu hvers kyns þjónustu-
gjalda í starfsemi sinni. Þetta er
gert til þess að auka kostnaðarvit-
und notenda og vinna gegn ofnotk-
un á þjónustu og sóun verðmæta.
Þessi viðleitni hefur verið hér á
landi um nokkurra ára skeið. Vilji
menn sporna gegn þessari þróun
verður að benda á hvað eigi að
gera í staðinn, hækka hvaða
skatta, skera hvaða útgjöld niður
eða slá hvaða lán. Verslunarráðið
og flest önnur samtök í atvinnulíf-
inu bæði hérlendis sem erlendis
hafa stutt þessa þróun hér á landi
sem annars staðar og talið eðlilegt
að ganga eins langt og nokkur
sanngirni er í að tengja saman
greiðslur og notkun á þjónustu.
Gjaldtaka fyrir tollskýrslueyðu-
blöð er ekki baráttumál Verslunar-
ráðsins en í sjálfu sér er hægt að
skilja að engum er í hag að á hvetju
ári séu prentuð mun fleiri eyðublöð
en notuð eru eins og tíðkaðist
meðan þau voru afhent ókeypis.
Vilhjálmur Egilsson
„Verslunarráðið vonar
að stjórnarmenn í FÍS
fari nú að hugsa um
framfaramál verslun-
arinnar í stað þess að
vera með Verslunar-
ráðið á heilanum með
sama hætti og einkennt
hefur störf þeirra að
undanförnu.“
Slíkt þykir hvergi góður rekstur.
Fjármálaráðuneytið fór hins vegar
þá leið að gera tollskýrslueyðublöð
að skattstofni sem var afleit að-
gerð og stenst ekki. Þess vegna lét
Verslunarráð prenta eigin toll-
skýrslueyðublöð og íjármálaráðu-
neytið hefur gefið í skyn að þau
muni verða tekin gild eftir næstu
áramót. Verslunarráðið fékk al-
mennan stuðning hjá innflytjend-
um við aðgerðir sínar í málinu og
aðeins virðist vera óánægja með
þær hjá stjóm FÍS þar sem allir
hinir hreinu tónar eru sungnir án
þess að nokkur maður hlusti.
Verslunarráðið vinnur
að framfaramálum
verslunarinnar
Verslunarráðið er líka á fleygi-
ferð í öðrum framfaramálum inn-
flytjenda. Má þar sérstaklega
nefna sameiginlega vinnu með tol-
lyfirvöldum og öðrum aðilum sem
miðar að því að lækka kostnað við
milliríkjaviðskipti með því að taka
upp pappírslaus viðskipti með bein-
um tölvusamskiptum. Nú nýlega
hóf t.d. stór innflytjandi tölvuskil
á tollskýrslum sem á eftir að spara
honum mikinn kostnað. Þeir sem
stunda innflutning eða útflutning
á íslandi munu í framtíðinni þurfa
að taka upp pappírslaus viðskipti
til þess að verða samkeppnisfærir.
Hér hefur Verslunarráðið sérstak-
lega látið til sín taka og nauðsyn-
legt er að fyrirtæki úr hinum ólíku
atvinnugreinum vinni vel saman
til þess að árangur náist. Á þessu
sviði dugar ekki fyrir eina atvinnu-
grein að neita að vinna með öðrum.
Verslunarráðið vonar að stjórn-
armenn í FÍS fari nú að hugsa um
framfaramál verslunarinnar í stað
þess að vera með Verslunarráðið
á heilanum með sama hætti og
einkennt hefur störf þeirra að
undanförnu.
Höfundur er hagfræðingur,
framkvæmdastjóri Verslunarráðs
og alþingismaður.
NORRÆNT GIGTARAR 1992:
Sjögrenssjúkdómur
eftirJúIíus Valsson
Sjögrenssjúkdómur er kenndur
við sænska augnlækninn Henrik
Sjögren sem fæddist árið 1899.
Hann tók eftir því að margir sjúkl-
ingar með iktsýki (langvinna liða-
gigt) og skylda sjúkdóma þjáðust
af augn- og munnþurrki. Sjögrens-
sjúkdómur er ekki sjúkdómur í
venjulegum skilningi heldur svo-
kallað „heilkenni" (syndrom), þ.e.
samsafn sjúklegra einkenna sem
geta átt sér fleiri en eina orsök.
Hér er um að ræða einn af hinum
svokölluðu sjálfsofnæmissjúkdóm-
um.
Sjúklegar breytingar koma
fram í kirtlum líkamans en geta
einnig komið fram í öðrum líffær-
um, t.d. í lungum og nýrum. Sjúk-
dómurinn getur lagst á hvaða útk-
irtil líkamans sem er og kemur
annað hvort fram einn og sér eða
í tengslum við annan gigtarsjúk-
dóm svo sem iktsýki eða rauða
úlfa. Þetta er einn af algengustu
gigtarsjúkdómunum en eflaust er
hann vangreindur. Um 90% sjúkl-
inganna eru konur og kemur sjúk-
dómurinn oftast fyrir hjá fólki um
og yfír fímmtugt en þekkist einnig
í yngri aldurshópum.
Einkenni
Algengasta einkennið er augn-
þurrkur. Sjúklingurinn lýsir hon-
um oftast sem sviða, ertingu, ljós-
fælni, augnþreytu og óþægindum
af reyk og ryki. Langvinnur augn-
þurrkur getur leitt til skemmda á
hornhimnu augans. Einkennin
stafa af minnkaðri framleiðslu á
táravökva f' tárakirtlunum. Hið
sama gildir um munnvatnskirtl-
ana. Minnkuð framleiðsla munn-
vatns leiðir. til munnþurrks, sviða
í munni, sáramyndunar, kynginga-
rörðugleika og tannskemmda.
Einnig truflast bragðskyn og
sjúklingamir kvarta oft yfir óþæg-
indum við að borða kryddaðan
mat og vondu bragði og þeir sem
eru með gervitennur kvarta um
að þær séu lausar í munninum.
Onnur einkenni sem fylgt geta
sjúkdómnum eru stækkun á
munnvatns- og tárakirtlum,
þurrkur í nefi, erfiðleikar við að
tyggja og kyngja, magabólgur,
meltingartruflanir og niðurgang-
ur. Konur kvarta oft um þurrk í
leggöngum sem veldur þeim
óþægindum við samfarir. Endur-
teknar sveppasýkingar í leg-
göngum eru einnig algengar.
Sjaldgæfari einkenni eru vanstarf-
semi skjaldkirtils og ófijósemi
karla. Orsakir þessarra einkenna
má rekja til minnkaðrar fram-
leiðslu í munnvatns- og tárakirtl-
um, slímmyndandi kirtlum í vél-
inda, maga og víðar og kirtlum
sem framleiða meltingarenzým
o.fl. Þurr húð veldur oft húðkláða,
sprungum í húð, roða, útbrotum
Júlíus Valsson
„Helstu einkenni Sjö-
grenssjúkdóms eru
augn- og munnþurrkur,
stækkun á tára- og
munnvatnskirtlum,
þreyta, lið- og vöðva-
verkir, þurr hósti, dofi
í höndum og fótum,
húðútbrot og hiti. Kon-
ur kvarta oft um þurrk
í leggöngum sem veld-
ur þeim óþægindum við,
samfarir.“
og ertingu.
Sjúkdómnum fylgja oft einkenni
sem ekki eru beint vegna minnk-
aðrar framleiðslu í kirtlum, eins
og t.d. þreyta, aukin svefnþörf,
liðverkir og liðbólgur, vöðvaverkir,
þurr hósti, dofatilfinning í höndum
og fótum og blóðrásartruflanir.
Trufluð nýma- og lifrarstarfsemi
getur og fylgt sjúkdómnum.
Greining
Sjögrenssjúkdóm er hægt að
greina með viðtali og læknisskoð-
un þar sem sjúklingurinn lýsir
dæmigerðum einkennum. Mikil-
vægt er að útiloka aðra gigtarsjúk-
dóma og aðrar orsakir fyrir augn-
og munnþurrk, t.d. aukaverkanir
lyija. Hægt er að mæla tára- og
munnvatnsrennsli og oft eru tekin
vefjasýni úr munnvatnskirtlum til
að leita að dæmigerðum vefja-
breytingum. Hægt er að greina
skemmdir á hornhimnu augans
með sérstöku litarefni (Rose-
Bengal).
Meðferð
Þar sem orsakir sjúkdómsins
eru ekki þekktar fyrirfinnst ennþá
engin sértæk meðferð. Meðferðin
felst í því að minnka og halda ein-
kennum sjúkdómsins í ske§um og
bæta líðan sjúklingsins. Gigtar-
læknirinn hefur í flestum tilfellum
náið samstarf við augnlækni,
háls-, nef- og eyrnalækni og tann-
lækni varðandi meðferðina. Lyfíð
bromhexin getur aukið tára- og
munnvatnsframleiðsluna og það
hefur einnig bætandi áhrif á þá
sem þjást af langvinnum þurrum
hósta. Mörgum sjúklingum er
nauðsyn á að nota reglulega augn-
dropa, munnskolvatn og gervi-
munnvatn. Fylgjast þarf reglulega
með tönnum sjúklingsins og oft
þarf að beita lyfjum gegn sveppa-
sýkingum. Halda þarf húðinni
mjúkri með mýkjandi kremum og
rakakremum. Ef um er að ræða
mikil óþægindi frá liðamótum þarf
oft að nota bólgueyðandi lyf. Sjald-
an þarf að beita kröftugri lyfja-
meðferð, t.d. með barksterum.
Lokaorð
Sjögrenssjúkdómur veldur oft
langvinnum einkennum, miklum
þjáningum og vanlíðan. Langvar-
andi þreyta, augn- og munnþurrk-
ur ásamt verkjum í vöðvum og
liðamótum skerða oft starfsgetu
sjúklingsins mikið. Með réttri
greiningu og meðferð er þó tölu-
vert hægt að lina þjáningar þeirra
sem þjást af þessum sjúkdómi og
flestir geta þrátt fyrir allt lifað
tiltölulega eðlilegu lífí.
Höfundur er sérfræðingur í
gigtsjúkdómum ogstarfarhjá
Tryggingastofnun ríkisins og á
Grensásdeild Borgarspítala.
Æ
Laugardaginn 04.07.1992 Flokkur: F
fP* 111 Vínningsupphæð: Fjöldi:
Nr. 123208 Kr. 432.480,- 1
'
Nr. 2471 Kr. 43.248,- 2
'f
Nr. 07 i Nr. 23 Nr. 28 Nr. 44 , > Kr. 521,- 415
í Lukkupotti núna eru 1.288.940 kr.