Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992
Landsbankinn hættir bankaviðskiptum við Fiskvinnsluna hf. á Bíldudal:
Bankínn óskaði eftir
að fyrirtækið yrði tek-
ið tíl gjaldþrotaskipta
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Hráefni fyrirtækisins var klárað á föstudaginn var og daginn
eftir þurfti togarinn Sölvi Bjarnason BA að sigla til Reykjavíkur
með 100 tonn af þorski á markað.
*
Astæðulaus ákvörðun
og aðferðin einsdæmi
- segir Matthías Bjarnason,
1. þingmaður V estfirðinga v
MATTHÍAS Bjarnason, 1. þingmaður Vestfirðinga, segir að sú
ákvörðun Landsbankans að hætta viðskiptum við Fiskvinnsluna á
Bíldudal sé ástæðulaus og aðferðin, sem viðhöfð var við að tilkynna
þá ákvörðun, sé einsdæmi
„Ég er undrandi á því að banki
skuli segja fyrirtæki upp öllum við-
skiptum eftir vinnutíma á fimmtu-
dag með því að einn af starfsmönn-
um bankans er látinn hringja í
starfsmann Fiskvinnslunnar. Það
var ekkert bréf og enginn af aðal-
bankastjórunum er sagður við
næstu daga. Þetta er alveg einstök
framkoma," sagði Matthías Bjama-
son í samtali við Morgunblaðið.
„Það er fyrir neðan allt velsæmi
að fara svona að. Togari félagsins
var að koma inn í gærmorgun. Það
varð að senda hann suður til
Reykjavíkur, en fólkið situr eftir
atvinnulaust.“
Matthías sagði að ákvörðun
bankans væri ástæðulaus. „Því er
ekki að neita að þetta fyrirtæki er
skuldsett eins og mörg önnur. Opin-
ber aðili, Hlutafjársjóður, á tæpan
helming í fyrirtækinu. Byggða-
stofnun hefur verið í viðræðum við
Landsbankann um lausn á framtíð-
arvanda. Einn landsbankastjórinn
sagði mér að hann myndi ekki taka
neina ákvörðun nema við ræddum
saman aftur og ég kalla þetta ekki
að standa við orð sín,“ sagði Matthí-
as.
Að sögn Matthíasar óskuðu
hreppsnefndin á Bíldudal og for-
svarsmenn Fiskvinnslunnar e<tir
því við hann að hann boðaði þing-
menn kjördæmisins á fund. Þing-
mennimir munu hittast á hrepps-
skrifstofunni á Bíldudal klukkan
11 í dag og hefur Matthías einnig
óskað eftir að fulltrúar Byggða-
stofnunar, viðskiptaráðuneytisins
og Landsbankans komi á fundinn.
Forstjóri Byggðastofnunar fer á
fundinn og sagði Guðmundur
Atvinnulíf lamað á Bíldudal
Bildudal.
ATVINNULÍF á Bíldudal er að mestu lamað. Tvö stærstu atvinnu-
fyrirtæki staðarins, Rækjuver hf. og Fiskvinnslan á Bíldudal hf.
eru bæði lokuð. Engin vinna hefur verið í Rækjuveri síðan í maí
vegna hráefnisskorts. Þá hefur Landsbankinn lokað á bankavið-
skipti við Fiskvinnsluna hf., sem er aðal útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtæki staðarins og hefur haft 100 manns á launaskrá, og
hætt afgreiðslu afurðalána. Magnús Björnsson sljórnarformaður
fyrirtækisins segir að bankinn hafi jafnframt farið fram á það
að fyrirtækið yrði lýst gjaldþrota.
Magnús Björnsson segir að síð- þessum aðgerðum, aðeins að við-
Malmquist í gær að hann myndi
væntanlega ræða við aðra helstu
hluthafa í fyrirtækinu eftir fund
þingmannanna. í gær var ákveðið
í Landsbankanum að senda ekki
fulltrúa til þessa fundar. Brynjóifur
Helgason aðstoðarbankastjóri vildi
í gær ekki skýra frá ástæðu þessar-
ar ákvörðunar.
degis á fimmtudag hafi verið hald-
inn fundur í bankastjóm Lands-
bankans og tveir af þremur aðal-
bankastjórunum hafi setið fund-
inn. Þar hefði verið ákveðið að
segja upp öllum viðskiptum við
Fiskvinnsluna hf. „Síðan hringdi
maður úr hagdeildinni og til-
kynnti mér að sér hafi verið falið
það erfiða verk að tilkynna að
búið sé að reka okkur úr viðskipt-
um og banna okkur að nota ávís-
anahefti og fleira. Þessi maður
tilgreindi engar ástæður fyrir
skiptum væri lokið og að þeim
tilmælum væri beint til okkar að
lýsa fyrirtækið gjaldþrota," sagði
Magnús. Hann sagði að stjórnar-
fundur hefði verið haldinn um
kvöldið. Þeir hefðu haft samband
við bankaráðsmenn en það hefði
engu breytt. Þá hafí verið reynt
að ná í aðalbankastjóra Lands-
bankans en þeir verið komnir í
frí. Forráðamenn fyrirtækisins
boðuðu starfsfólkið til fundar á
föstudag til að kynna því stöðuna.
Stjórn Fiskvinnslunnar hf.
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Auðir vinnslusalir og upphengdar svuntur starfsstúlkna Fiskvinnsl-
unnar hf. Síðastliðinn fimmtudag, eftir lokun afgreiðslustaða, til-
kynnti starfsmaður í hagdeild Landsbankans Magnúsi Björnssyni
stjórnarformanni Fiskvinnslunnar hf. fyrirvaralaust um lokun allra
reikninga Fiskvinnslunnar hf. í bankanum og að afgreiðslu afurðal-
ána hefði verið hætt.
ákvað þegar í stað að stöðva alla
vinnslu fyrirtækisins en hráefni
kláraðist á föstudaginn. Togarinn
Sölvi Bjarnason BA, sem er í eigu
Útgerðarfélags Bílddælinga, dótt-
urfyrirtækis Fiskvinnslunnar,
kom til Bíldudals daginn eftir með
100 tonn af þorski en varð frá
að hverfa og sigldi með aflann til
Reykjavíkur og seldi á fiskrnark-
aði.
Aðspurður um framhaldið
sagðist Magnús Björnsson ekki
vera bjartsýnn. „Það er ljóst að
ekki verður unnið í fyrirtækinu
þessa viku en togarinn fer á veið-
ar aftur. Við munum reyna að
semja um löndum á afla hans
annaðhvort hér í nágrenninu eða
lengra í burtu. Við verðum að
láta hann halda áfram að veiða
til að reyna að ná kvótanum,"
sagði Magnús.
Um 100 manns eru á launaskrá
Fiskvinnslunnar hf. og útgerðar-
innar en það samsvarar um 50%
vinnuafls staðarins. Þar af missa
70 vinnuna vegna stöðvunar
vinnslunnar. Starfsfólkinu hafði í
gær ekki verið sagt upp störfum.
Alls voru 23 á launaskrá
Rækjuvers hf. og eru nú 11 á
atvinnuleysisbótum. A Bíldudal
búa um 370 manns.
Sveitarstjórn Bíldudalshrepps
fundaði um málefni Fiskvinnsl-
unnar á föstudaginn og var sam-
þykkt að óska eftir fundi með
þingmönnum kjördæmisins og
stjórn Byggðastofnunnar ásamt
fulltrúa Landsbankans og verður
fundurinn í dag. Einar Mathiesen
sveitarstjóri vildi ekki gefa út
neinar yfirlýsingar í gær þegar
Morgunblaðið leitaði til hans en
sagðist vona að hægt yrði að
skýra frá niðurstöðu fundarins
síðdegis í dag. Greiðslustaða
sveitarfélagsins hefur verið góð
þrátt fyrir miklar íjárskuldbind-
ingar en víst er að ef engin lausn
fínnst á málinu hefur það mikil
áhrif á stöðu þess.
Fiskvinnslan á Bíldudal hf. á
75% hlutafé í Útgerðarfélagi Bíld-
dælinga hf., sem á togarann Sölva
Bjarnason BA með 1.643 þorskí-
gildistonna kvóta á núverandi
fískveiðiári, og Geysi, BA 180
tonna bát sem er á rækjuveiðum.
R. Schmidt.
Guðmundur Malmquist:
Byg'g’ðastofnun hefur ekki bolmagn
til að koma Fiskvinnslunni af stað
FORSTJÓRI Byggðastofnunar segir að stofnunin hafi ekki fjárhags-
legt bolmagn til að gera það sem gera þurfi á Bildudal. Fjárhags-
vandi Fiskvinnslunnar sé það mikill. Heildarskuldir Fiskvinnslunnar
voru 394 milljónir kr. um síðust áramót, og dótturfyrirtæki hennar,
Útgerðarfélag Bílddælinga hf., skuldaði 418 milljónir kr. þannig
að heildarskuldir fyrirtækjanna voru 812 milljónir kr. Að frádregn-
um veltufjármunum voru skuidirnar 623 milljónir kr. Eigið fé Fisk-
vinnslunnar var neikvætt um 59 milljónir um síðustu áramót, sam-
kvæmt ársreikningum félagsins, en eigið fé Útgerðarfélagsins var
jákvætt um 13 milljónir. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggða-
stofnunar segir að endursemja þurfi um skuldir fyrirtækjanna svo
nemi verulegum fjárhæðum.
Landsbanki íslands hefur ekkert
gefíð út um ástæður þess að bank-
inn lokaði á viðskipti Fiskvinnsl-
unnar í bankanum fyrir helgina.
Brynjólfur Helgason aðstoðar-
bankastjóri sagði í gær að þetta
væri mál bankans og fyrirtækisins
og eigenda þess og bankinn ræddi
það ekki opinberlega. Hann vildi
ekki segja hver staða fyrirtækisins
væri. „Það segir sig sjálft að staða
fyrirtækisins er erfið,“ sagði Brynj-
ólfur.
Hlutafjársjóður kom inn í fyrir-
tækið á árinu 1989. Sjóðurinn yfir-
tók kröfur sem bankar, ríkissjóður
og viðskiptamenn áttu og breytti
þeim í hlutafé. Hlutafjársjóðúr
Byggðastofnunar á 48,9 milljóna
króna hlutafé af 99,5 milljóna
heildarhlutafé í Fiskvinnslunni, eða
49% hlutafjár, og tæpar 15 milljón-
ir kr. í Útgerðarfélagi Bílddælinga.
Bíldudalshreppur á 29% í Fisk-
vinnslunni og meðal annarra hlut-
hafa eru Útvegsfélag samvinnu-
manna og Olíufélagið hf.
Þrátt fyrir þá endurskipulagn-
ingu á fjárhag Fiskvinnslunnar sem
fram fór 1989 er fyrirtækið nú
komi í þrot. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur reksturinn
verið erfiður undanfarin ár vegna
mikilla og aukinna skulda og fjár-
magnskostnaðar og minnkandi
tekna vegna samdráttar í afla. Og
enn meiri samdráttur í ár, meðal
annars vegna þess hvað steinbíts-
vertíðin var léleg, gerði síðan út-
slagið. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins var staðan orðin
þannig að ef Landsbankinn hefði
ekki gripið í taumana núna hefði
hefði öll viðbótarfyrirgreiðsla aukið
taphættu bankans. Eigendur fyrir-
tækisins munu heldur ekki gera
alvarlegar athugasemdir við niður-
stöðu bankans, en þeir gagnrýna
það hvernig að málum var staðið.
Þeir hafí ekki fengið eðlilegan
umþóttunartíma. Landsbanka-
menn segja á móti að stöðvun hafi
lengi við yfirvofandi og hafi ekki
átt að koma mönnum á óvart.
Fleiri fyrirtæki búa við svipuð
rekstrarskilyrði og Fiskvinnslan hf.
á Bíldudal. Guðmundur Malmquist
forstjóri Byggðastofnunar sagði í
gær að sem betur fer væru ekki
mörg fyrirtæki í jafn slæmri stöðu
og Fiskvinnslan, en þau væru til.
Hann sagði að þau væru um allt
land en vitað væri að samdráttur
í þorskveiðum hefði komið verst
við sjávarútvegsfyrirtækin á Vest-
fjörðum, þau væru háðari þorskin-
um en flest fyrirtæki í öðrum lands-
hlutum.
Brynjólfur Helgason aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans sagði,
þegar hann var spurður hvort von
væri á svipuðum aðgerðum í öðrum
plássum, að þessi mál væru sífellt
í skoðun, sérstaklega mál fyrir-
tækja sem stæðu illa. En ekki
væri gripið til lokunar viðskipta
nema í neyðartilvikum. Vildi Brynj-
ólfur ekki nefna ákveðna staði eða
landshluta, málin væru í skoðun á
öllu landinu.