Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992
23
Breskur blaðamaður:
Díana ber ábyrgð
á ósættinu við Karl
Segir henni stundum ekki vera sjálf-
rátt vegna lystarstolsveikinda sinna
London. Reutcr.
DEILUR um hjónabandsörðug-
leika Karls Bretaprins og Díönu
prinsessu tóku nýja stefnu í gær
er dagblaðið Today birti grein
þar sem tekinn er upp hanskinn
fyrir Karl og Díana er sögð bera
ábyrgð á ósætti þeirra. Höfundur
greinarinnar, Penny Junor, er
blaðamaður sem fjallar um mál-
Alsír:
Morðing’i
forsetans
sagður einn
að verki
Algeirsborg. Reuter.
FIMM lögreglumenn voru felldir
í Alsír í gær í mannskæðasta of-
beidisverki þar í landi síðan i febr-
úar. Talið er líklegt að íslamskir
heittrúarmenn hafi staðið að baki
tilræðinu. Innanríkisráðherra Als-
írs segir að morðingi Mohamed
Boudiafs, forseta landsins, hafi
verið einn að verki, en rannsókn
á morðinu muni samt halda áfram.
Lögreglumennirnir fimm voru
felldir af tíu mönnum í fyrirsát og
er tilræðismannanna nú ákaft leitað.
Um 80 menn í öryggissveitum Alsírs
hafa verið drepnir síðan í febrúar,
þegar stjórn landsins lýsti yfir neyða-
rástandi og ógilti kosningar þar sem
heittrúarmenn unnu sigur. Stjórnin
hefur sakað íslömsku þjóðfrelsisfylk-
inguna, ólöglegan flokk heittrúar-
manna, um að standa að baki ofbeld-
inu.
Yfirlýsing Larbi Belkheirs innan-
ríkisráðherra um að morðingi Bou-
diafs hafi verið einn að verki kom
nokkuð á óvart, því skömmu eftir
morðið var sagt að fleiri hefðu stað-
ið að tilræðinu. Dagblað í Algeirs-
borg segist hafa heimildir fyrir því
að morðinginn hafí játað hafa framið
verkið af trúarlegum ástæðum. Fjöl-
miðlar í íran, sem hafa stutt málstað
heittrúarmanna, sögðu um helgina
að Ali Kafis, hins nýja leiðtoga Als-
írs, biðu sömu örlög og Boudiafs.
efni bresku konungsfjölskyld-
unnar. Hún segir vini Karls hafa
hvatt hana til að andmæla bolla-
leggingum blaðamannsins
Andrews Mortons sem ritað hef-
ur bók um hjónakornin þar sem
Karli er kennt um deilurnar en
skilnaður hefur ekki verið útilok-
aður.
Junor segir að prinsinn sé mjög
vonsvikinn yfir hjónabandinu sem
staðið hefur í ellefu ár. Honum finn-
ist sem Díana hafí svikið sig í
tryggðum með því að leyfa að helg-
ustu leyndarmál þeirra yrðu gerð
opinber í bók Mortons. „Þetta er
svívirðileg árás á mann sem getur
ekki, stöðu sinnar vegna, goldið í
sömu mynt,“ segir Junor. Hún full-
yrðir að prinsinn muni ekki vísa
ummælum, sem höfð eru eftir Dí-
önu, á bug; hann viti að megrunar-
árátta Díönu valdi því að henni sé
stundum ekki sjálfrátt. Morton seg-
ir að Díana þjáist af sjúkdómnum
lystarstol og einnig að hún hafi
fimm sinnum reynt að fyrirfara sér
vegna þess að eiginmaðurinn sýni
henni engan áhuga.
Að sögn Junors veitti Díana vin-
um sínum leyfi til að tjá sig um
hjónabandið við Morton og reynt
sé að sverta prinsinn í bókinni. Ju-
nor segir að þótt Karl sé vissulega
ekki auðveldur í sambúð sé ósann-
gjarnt að álasa honum vegna veik-
inda eiginkonunnar sem eigi rætur
að rekja til æsku hennar. Einnig
sé það hreinræktuð illgirni að kenna
honum um tilraunir prinsessunnar
til sjálfsvígs.
Morton sakar Karl um að van-
rækja syni sína tvo, William og
Harry, en Junor er á öðru máli.
„Þegar hann ætlar sér tíma til að
vera með þeim kemur venjulega
eitthvert babb í bátinn,“ segir hún.
„Díana hefur skyndilega pantað
tíma hjá tannlækni fyrir þá, þeir
hafa verið sendir í klippingu, verða
að fara í veislu í London eða í búða-
ráp.“ Hún segir um samband Karls
við æskuvinkonuna Camillu Parker-
Bowles að þau séu aðeins góðir vin-
ir og stöðugar áhyggjur Díönu
vegna þess séu ekki á rökum reist-
ar.
konu hans til að skilja við hann.
Síðast var hringt í hann fýrir þrem
árum en hann segir að umræddir
menn hafi ávallt neitað að vita
nokkuð um örlög Bería.
Stalín lést í mars 1953. Geget-
sjorí segist hafa verið í lífshættu
vegna faðernisins í júlí sama ár og
aðeins sloppið vegna þess að sov-
éskir vísindamenn í fremstu röð
hafi leitað á náðir Níkíta
Khrústsjovs, er var einn arftaka
Stalíns, og beðið syni blóðhundsins
griða. Gegetsjorí sat inni í sextán
mánuði og var ásamt föður sínum
sakaður um að vera breskur njósn-
ari og vilja snúa aftur til kapítalis-
mans. Hann segir að m.a. hafí út-
sendarar lögreglunnar látið móður
sína verið viðstadda þegar þeir þótt-
ust taka hann af lífi í von um að
knýja þannig fram játningu. 1954
var honum sleppt úr haldi og starf-
aði síðan við vopnagerð, segist m.a.
hafa hannað fyrstu sovésku eld-
flaugina sem ætluð var kafbátum
og hægt að skjóta úr kafi. Um
miðjan sjöunda áratuginn var hon-
um leyft að setjast að í Kíev. Hann
segist óttast að enn fylgist menn
úr þeim stofnunum sem tóku við
hlutverki KGB með sér.
Khrústsjov hræddist
uppljóstranir Bería
í opinberum skýrslum um síðustu
daga Bería er sagt að hann hafi
verið handtekinn á fundi forsætis-
nefndar kommúnistaflokksins í
Kreml og síðar tekinn af lífi. Þessi
fundur var aldrei haldinn, að sögn
Gegetsjorís. Honum var frestað
vegna þess að Khrústsjov óttaðist
að upp kæmist um þátt hans sjálfs
í að skipuleggja glæpi á vegum
öryggislögreglunnar. Þess vegna
sendi Khrústsjov herlið til að drepa
Bería er var í fararbroddi þeirra sem
vildu að rannsókn á þessum málum
færi fram. Tveir menn í dómstóln-
um sem kvað upp dóm í máli Ber-
ía, þeir Níkolaj Sverník, forseti
Verkamannasambandsins, og Ní-
kolaj Míkhaílov menningarmálaráð-
herra viðurkenndu síðar að engin
réttarhöld hefðu farið fram, segir
Gegetsjorí.
Hann telur að orðspor Bería sem
álitinn hefur verið annar versti níð-
ingurinn í sögu Sovétríkjanna, á
eftir Stalín, sé til komið vegna áróð-
urs Rússa. „Þeir vilja halda því á
lofti að Rússamir hafi verið ágætir
en tveir fantar hafi komið frá Ge-
orgíu. En hann var ekki sekari en
aðrir félagar í stjórnmálaráðinu
[æðstu valdastofnun Sovétríkj-
anna]. Aðrir voru enn mikilvirkari
í ofsóknunum .,. . Hann var mjög
hógvær og feiminn maður, þótt
undarlegt megi virðast. Mér þótti
afar.vænt um hann sem mann og
sú afstaða mín hefur ekkert
breyst."
r
Mafían græðir á
sameiningu Evrópu
Færir út kvíarnar tii Austur-Evrópu
Palermo, Sikiley. Reuter.
MAFIAN á Sikiley og skyldir glæpahópar á Italíu hugsa sér
gott til glóðarinnar í sameinuðu Evrópubandalagi, þar sem
landamæraeftirlit verður minnkað og auðveldara verður að
flytja fjármagn á milli landa. Þá lítur Mafían í auknum
mæli til ríkja Austur-Evrópu, þar sem eftirspurn eftir er-
lendri fjárfestingu er gífurleg og litlar líkur á að spurt sé
hvaðan peningarnir koma.
„Ég held að skipulögð glæpa-
félög hafi verið skrefi á undan
ríkisstjórnum í alþjóðlegri sam-
vinnu,“ segir Vincenzo Scotti,
sem var innanríkisráðherra ítal-
íu í fráfarandi ríkisstjórn. Nú er
varla sú stórborg til í Evrópu
þar sem fulltrúar Mafíunnar
hafa ekki sett sig í samband við
glæpahópa innfæddra.
Eitt helsta vandamál Maf-
íunnar hefur verið að „hreinsa"
gróðann af eiturlyfjasölu og ann-
arri ólöglegri starfsemi, sem
verður auðveldara með auknu
frelsi í fjármagnsflutningum.
Sérfræðingar þykjast þegar geta
greint aukningu á erlendri fjár-
festingu Mafíunnar, eftir því sem
ríki EB hafa numið úr gildi höml-
ur til að undirbúa hinn sameigin-
lega markað árið 1993. Fyrir
skömmu voru félagar í Camorra-
samtökunum í Napólí handteknir
eftir að sanna tókst að þeir hefðu
fjárfest í veitingastöðum og kjör-
búðum í Þýskalandi og á Spáni
með eiturlyfjagróða, en áður var
vitað að Camorra-menn hefðu
keypt hlut í spilavítum og fast-
eignum í Frakklandi.
ítalskir sérfræðingar hafa
áætlað að Mafían og önnur
glæpasamtök velti sem svari um
110 milljörðum dollara, sem er
meira en landbúnaður og bygg-
ingariðnaðurinn samanlagður og
væri um 15 prósent af þjóðar-
framleiðslu Italíu.
HORNSOFI SEM GEFUR
KEPPIHAUTUM OKKAR
<§§
L 252. B 205
139.640,00
Tegund: Lundby 6 sæta leðurhornsófinn slær allt út í
verði og þægindum.
Úrvals leður á slitflötum og
10 LEÐURLITIR
EKKIMISSA AF ÞESSU
QÓÐ GREIÐSLUKJÖR
BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVlK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511