Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPIIIIIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992
29
Flug
Stöðugt aukin þjónusta
hjá Cathay Pacific
Á HINNI 12 tíma löngu flugleið milli Hong Kong og London hef-
ur Cathay Pacific-flugfélagið tekið upp nýja og mikið endurbætta
þjónustu fyrir farþega á fyrsta farrými.
Þjónustan hefst þegar á flug-
vellinum þegar farþegar koma til
skráningar. Sérstakar flugfreyjur,
svonefndar First Ambassador-
flugfreyjur, taka á móti sérhverj-
um farþega og sjá um farangur
hans og alla skráningu, vlsa hon-
um til setustofu og veita alla um-
beðna þjónustu.
Um borð hefur þjónustan einnig
tekið stakkaskiptum. Boðið er upp
á að velja mat af 20 síðna mat-
seðli og ennfremur er glæsilegur
vínseðill. Að auki ræður farþeginn
því hvenær hann fær matinn fram-
reiddan og getur það verið hvenær
sem er á fluginu. Auk aðalmatseð-
ils er einnig boðið upp á smárétta-
seðil, þannig að þjónustan minnir
orðið á fyrsta flokks veitingahús.
Öllum farþegum er einnig boðið
upp á afþreyingu af eigin vali. í
hveiju sæti hefur verið komið fyr-
ir litlu sjónvarpstæki og heyrnar-
tólum og getur hver farþegi valið
á milli fjölda kvikmynda.
Sætið sjálft er þannig úr garði
gert að unnt er að rétta að fullu
úr því og í raun breyta því þannig
í rúm sem stillanlegt er á marga
vegu, án þess að trufla aðra far-
þega. Á mörgúm öðrum sviðum
þjónustu hefur Cathay einnig
gengið lengra en áður þekkist.
Þróun og markaðssetning þess-
arar nýju þjónustu hefur tekið
flugfélagið 18 mánuði og kostað
óhemjufé. Engu að síður telja for-
svarsmenn félagsins að þeim pen-
ingum sé vel varið enda sé þjónust-
an í raun eina sviðið sem flugfélög
geti raunverulega keppt á sín á
milli.
Fyrirtæki
Digital endurskipu-
//vatnabátar
EVmRUDE E-
utanborðsmótorar
ÁRMÚLA 11 - BÍMI BB1BOO
leggur í Evrópu
DIGITAL Equipment, þriðja stærsta upplýsingatæknifyrirtæki
heimsins á eftir IBM og Fujitsu, er um þessar mundir að endur-
skipuleggja alla starfsemi sína í Evrópu með það að markmiði
að bæta minnkandi sölu og versnandi afkomu.
Breytingarnar, sem eiga að taka
gildi 1. júlí, felast einkum í því
að mynda eitt fyrirtæki í Evrópu
í stað þess að hafa mörg sjálfstæð
útibú. í stað þess að hverju útibúi
eða svæði sé stjórnað sjálfstætt
verður nýja fyrirtækinu skipt í
deildir eftir iðnaðargreinum og
þeim stjórnað að mestu sjálfstætt.
Innan hverrar deildar, en þær eru
til dæmis fjármálaþjónustudeild,
framleiðsludeild og fjarskipta-
deild, verður unnt að skipa aftur
í hópa sem einbeita munu sér að
einstökum fyrirtækjum eða sér-
stökum verkefnum.
Endurskipulagningin fækkar
stjórnunarþrepum um eitt þannig
að þau verða þijú alls. Enn sem
fyrr verður yfirstjóm í hveiju landi
fyrir sig en hlutverk hennar verður
fyrst og fremst að sinna þjónustu
við viðskiptavini og iðnaðardeild-
irnar.
Digital er heimsins stærsti
framleiðandi smátölvukerfa fyrir
viðskipta- og tæknigeirann, en
sala þeira hefur dregist verulega
saman á síðustu misserum þar sem
í mörgum tilfellum er unnt að
bjóða upp á sömu þjónustu með
nettengingu smátölva fyrir mun
lægra verð. Á síðustu misserum
hefur félagið því verið rekið með
tapi og síðastliðin tvö ár hefur
starfsfólki verið fækkað verulega.
Evrópa er mikilvægasti
markaður Digital en yfir 50%
tekna er aflað innan Evrópumark-
aðarins. Fyrirtækinu gengur betur
á Evrópumarkaði en í Bandaríkj-
unum og er endurskipulagning
einnig fyrirhuguð í Bandaríkjun-
um.
VÁKORTAIISTI
Dags. 7.7.1992. NR. 90
5414 8300 3052 9100
5414 8300 0362 1116
5414 8300 2890 3101
5414 8300 2717 4118
5414 8300 2772 8103
5414 8301 0407 4207
5421 72**
5422 4129 7979 7650
5412 8309 0321 7355
5221 0010 9115 1423
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORT HF.
Ármúla28,
^ 108 Reykjavík, sími 685499 y
Nýtt skipulag:
Ingólfstom - Grófartiig
- Sýning -
Tillögur úr hugmyndasamkeppni um
skipulag Ingólfstorgs og Grófartorgstil
sýnis alla daga vikunnarfrá kl. 9-20
í Geysishúsi, Aðalstræti 2.
Dómnefnd.
Sama kaup-
og sölugengi
Ekkert innlausnargjald er á hlutdeildarskírteinum í sjóðum
Fjárfestingarfélagsins Skandia. Kaup- og sölugengi er reiknað út
daglega.
Mismunur á kaup- og sölugengi getur yerið breytilegur.
í tilefni af kaupum Skandia á Verðbréfamarkaði Fjárfestingar-
félagsins hf., verður enginn munur á kaup- og sölugengi í
júlímánuði á Kjarabréfum, Markbréfum og Tekjubréfum.
Þess vegna er hagstætt að kaupa nú.
Bréf sem eru keypt á kaupgengi eru ekki innleysanleg í 3 mánuði
frá kaupdegi.
s Avöxiun fyrir sl. 1 6 niánuði /. júlí er:
< Kjarabréf 7,5% Markbréf 8,2% Tekjubréf 8,2% I Skyndibréf 6,0% 1
Skandia
Til hagsbóta
fyrir ísiendinga
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF.
Hafnarstræti 7, sími (91) 619700, Kringlunni 8 - 12, sími (91)689700