Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 30

Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Hundasýning Hundaræktarfélags íslands: Enskur springer spaniel besti hundur sýningarinnar ENSKUR springer spaniel hund- ur, Feorlig Shooting Star var valin besti hundurinn á sýningu Hundaræktarfélags íslands sem haldinn var í íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudag. Sýningin var sú stærsta sem haldin hefur verið norðan heiða, en alls voru skráðir 98 hundar á sýninguna. Hundasýning Hundaræktarfé- lags Islands var nú haldin 'í fimmta sinn á Akureyri og voru 15 tegundir hunda sýndar þar. Ahorfendur voru fjölmargir. Dómari var Ernest Frogatt frá Bretlandi. „Sýningin tókst í alla staði mjög vel, það vakti mikla athygli allra sem á horfðu hversu vel afkvæma- sýning á enskum springer spaniel hundum tókst og dómarinn sem er mjög reyndur sagði að hópurinn hefði verið einn sá glæsilegasti sem hann hefði séð,“ sagði Þráinn Karls- son framkvæmdastjóri sýningarinn- ar. „Við sýndum fleiri tegundir en áður og áhorfendur voru margir þannig að greinilegt er að menn hafa áhuga á að fylgjast með því sem verið er að gera á þessu sviði,“ sagði Þráinn. Úrslit á sýningunni urðu þessi: Flokkur ungviða; þ.e. hvolpa 3-6 mánaða: 1) Leiru-Lilja Rós, labrador retrie- ver Ræktandi: Jóninna Hjartardóttir Eigandi: Auður Valgeirsdóttir 2) Nollar-ísak Snær, golden retriever ræktandi: Susanna Poulsen eigandi: sami 3) Jökla-Klara, enskur springer spaniel Ræktandi: Rúnar Þór Halldórs- son Eigandi: Guðrún Hafberg Hvolpar, 6-9 mánaða: 1) Eldey, séffer Ræktandi: Jóhann Baldursson Eigandi: Kristin Jóhannsdóttir 2) REX 11, írskur setter Ræktandi: Guðni R. Tryggvason Eigandi: Rúnar Páll Bjömsson 3) Stjörnu-Fríða, íslenskur fjár- hundur Ræktandi: Jón Sigurðsson Eigandi: Guðný Halla Gunn- laugsdóttir Unghundar, 9-15 mánaða: 1) Gunalt Morse, weimaraner ræktandi Mr. og Mrs. Sa Holl- ings Eigandi: Marta Gylfadóttir 2) Leiru-Elvis, labrador Ræktandi: Jóninna Hjartardóttir Eigandi: Guðmundur Ragnars- ■ son 3) Týra, íslenskur íjárhundur Ræktandi: Selma Svavarsdóttir Eigandi: Sami 4) Jökla-Jón Prímus, enskur springer spaniel Ræktandi: Rúnar Þór Halldórs- son Eigandi: Guðbjörg Helgadóttir Bestu hundar sýningarinnar voru valdir: 1) Feorlig Shooting Star, enskur springer spaniel Ræktandi: Mr og Mrs. D. Miller ( Eigandi: Rúnar Þór Halldórsson 2) Gosi frá Kolsholti, íslenskur fjár- hundur Ræktandi: Kolbrún Júlíusdóttir Eigandi Jón Sigurðsson 3) Igor, golden retriever Ræktandi: Ólöf Pétursdóttir Eigandi: Viggó Pálsson 4) Flaxstams Brynolf Battebam, langhundur Ræktandi Bemt Person Eigandi: Marta Gylfadóttir íslenski fjárhundurinn Gosi frá Kolsholti varð í öðru sæti þegar bestu hundar sýningarinnar voru valdir. Morgunblaðið/Eiríkur Besti hundur sýningarinnar, Feorlig Shooting Star af tegundinni enskur springer spaniel Igor, af tegundinni golden retriever varð í þriðja sæti. Flaxstams Brynolf Battebarn heitir þessi langhundur, sem var valinn fjórði besti hundurinn á sýningu Hunda- ræktarfélags íslands á Akureyri á sunnudag. Þessi hundur heitir Gunalt Morse og er af tegundinni weimaraner, en hann varð í fyrsta sæti unghunda, 9-15 mánaða. Vinnumiðlunarskrifstofan: Fjöldi manns án atvinnu Starfsfólk Striksins skráir sig atvinnulaust STARFSFÓLK skóverksmiðjunnar Striksins lét í nokkrum mæli skrá sig atvinnulaust hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri í gær, en skóverksmiðjan var úrskurðuð gjaldþrota á föstudag. A bilinu 12 til 15 manns skráðu sig hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni í gær, en einnig létu nokkrir skrá sig atvinnulausa fyrir helgi. Kvenfélag Sauðárkróks minnist Ars söngsins Sauðárkróki. FÉLAGSKONUR í Kvenfélagi Alls voru 247 skráðir atvinnu- lausir á Akureyri í lok síðasta mánaðar, 123 karlar og 124 kon- ur, en það er einum fleira en var í lok maí þegar 246 voru skráðir Lionessuklúbburinn Ösp af- henti fyrir skömmu svæfinga- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tæki sem fylgist með lífsmarki sjúklings meðan á svæfingu og aðgerð stendur. I tækinu er hjartasíriti, súrefnis- mettunarmælir, blóðþrýstingsmælir og hitamælir, en tækið kostaði um hálfa milljón króna. Ingi Björnsson færði klúbbnum þakkir við afhendingu tækisins, en án atvinnu. í lok maí voru mun fleiri konur atvinnulausar, en í lok síðasta mánaðar þegar þær voru 113. Skýringin liggur fyrst og fremst í því að nú hafa ræstinga- klúbburinn hefur á liðnum árum verið ötull við að safna fé til tækja- kaupa fyrir sjúkrahúsið. Þórunn Bimir, deildarstjóri svæfingadeild- ar, sýndi hvemig hið nýja tæki virk- ar. • Lionessuklúbburinn Ösp fjár- magnaði tækjakaupin með sölu á plastpokum í bænum og einnig leggja félagskonur fram vinnu í sælgætisgerðinni Lindu í desember ár hvert. konur í skólum látið skrá sig án atvinnu, en um það bil 30 ræst- ingakonur em nú á atvinnuleysis- skrá. Félagsmönnum úr félagi Versl- unar- og skrifstofufólks hefur fækkað nokkuð á atvinnuleysis- skrá milli mánaða, en þeir voru 50 í lok maí og er nú 37, en á Vinnumiðlunarskrifstofunni feng- ust þær upplýsingar að nokkuð væri spurst fyrir um fólk með reynslu af slíkum störfum. Heldur fleira iðnverkafólk er nú á atvinnuleysisskrá en var í lok síðasta mánaðar, en þá voru 39 Iðjufélagar á skrá en vora 47 í lok júní og síðan hefur töluvert bæst við er starfsfólk skóverksmiðjunn- ar Striksins hefur komið inn til skráningar eftir að skóverksmiðj- an varð gjaldþrota. Atvinnulausir Einingarfélagar vora 116 um mánaðamótin, en voru 100 í lok maí, sem skýrist einkum af því að ræstingakonur hafa bæst á skrána svo sem venja er á þessum árstíma. Sauðarkróks hafa löngum látið til sín taka ýmis þau mál sem þær hafa talið að til heilla horfðu, hvort sem var fyrir einstakling- ana á félagssvæði þeirra eða sam- félagið í heild. Nú nýverið afhentu kvenfélags- konur veglega Qárhæð, 70.000 kr., að gjöf til Kirkjukórs Sauðárkróks- kirkju. Með þessari gjöf minnast kvenfélagskonur, fimmtíu ára af- mælis kirkjukórsins, og eitthundrað ára afmælis kirkjunnar, og í ræðu frú Helgu Sigurbjörnsdóttur, for- manns félagsins kom fram að stjórn- in hefði talið eðlilegt á ári söngsins, að láta afrakstur af fjáröflun sumar- dagsins fyrsta renna til þessa mál- efnis. Frú Mínerva Björnsdóttir veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd kirkju- kórsins, og þakkaði þann velvilja sem kórnum væri sýndur með henni og þann hlýhug sem henni fylgdi. - BB. FSA fær tæki sem fylgist með lífsmarki sjúklings

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.