Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JULI 1992 Sigríður Hallgríms- dóttír - Minning Fædd 7. mars 1899 Dáin 29. júni 1992 Nú er hún amma Sigga dáin. Það eru aðeins örfáir dagar síðan við sátum hjá henni í hinsta sinn, fjöl- skyldan hennar, á öldungaheimil- inu, eins og eitt barnabamabarnið hennar nefndi það. Hún amma dó fallega. Hún var orðin þreytt gömul kona og líf hennar fjaraði út svo ofur eðlilega. Við vorum hjá henni niðjar hennar, frændur og frænkur, og mamma hafði sameinað okkur enn einu sinni. Við banabeð hennar var eins og tíminn og rúmið yrðu eitt og við fundum að hún lifði í okkur. Hún Sigríður Hallgrímsdóttir var sterkur persónuleiki, og skemmtileg var hún svo sannarlega. Hún var vinkona okkar, traust , ástrík og fastur punktur í tilverunni og við gátum rætt við hana um næstum allt milli himins og jarðar, en ekki er þar með sagt að alltaf hafa ver- ið logn og blíða, því þijosk gat hún verið og við ekki síður, umræður urðu þar af leiðandi oft fjörugar og skemmtilegar. Ævi ömmu var viðburðarík. Hún ólst upp á mnnmörgu íslensku sveitaheimili, sem hún minntist allt- af með mikilli væntumþykju. Hún var á sinn hátt barn síns tíma og gekk í gegnum þær miklu breyting- ar sem urðu á þessari öld. Hún gerði víðreist um ævina, bæði innan lands og utan. Upp úr tvítugu dvaldi hún um skeið í Kaupmannahöfn og lærði píanóleik, en tónlistin skipaði stóran sess á æskuheimili hennar, sem hún og gerði á hennar eigin heimili. Einnig fór hún víða með manni sínum Lúðvíg Guðmundssyni skólastjóra. Heima hjá afa og ömmu þótti okkur alltaf gott að vera og við vorum ekki einar um það því þar var gestagangur mikill og veitt af örlæti. Amma var húsmóðir á stóru heimili þar sem oft var mikið um að vera, spilað og sungið. Afi var litríkur maður og hafði alveg örugg- lega sínar skoðanirr um flest mál og fannst hann jafnvel tilneyddur að gera eitthvað í því að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Þau voru góðir vinir. Það er kannski þess vegna sem amma missti svo mikið þegar hann fór. Hún harmaði einnig lát sonar síns, Hallgríms. En það er víst hlutskipti þeirra sem gamlir verða að sjá á eftir ástvinum sínum. En þótt missirinn væri mik- ill hafði hún þá trú að aðskilnaður- inn væri ekki endanlegur. Einn góðviðrismorgun yfirgaf amma Sigga þreyttan líkama og gekk út í sólskinið. í sólhvítu Ijósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn. Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfír trega minn. Og íjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn. (Steinn Steinarr) Erna Steina og Sigga. Ég heyrði Sigríðar fyrst getið á heimili föðurbróður hennar, sr. Haraldar Níelssonar, og frú Aðal- bjargar. Sigga frænka á ísafirði var bömunum Jónasi og Bergljótu eins- konar hugmyndatákn ábyrgðar- fullrar glaðværðar og stöðugleika sem ekkert fékk haggað. Ég sá Sigríði Hallgrímsdóttur aldrei á meðan hún bjó á Isafírði, en því meira kynntist ég ímynd hennar í huga vina minna, einkum eftir að Bergljót fór að dvelja hjá henni á vetmm fyrir vestan. Einn góðan veðurdag var Sigríð- ur svo komin suður, ásamt eigin- manni sínum, Lúðvíg Guðmunds- syni, guðfræðingi og skólastjóra, sem af eldlegum innblæstri var kominn til Reykjavíkur til þess að bæta úr þeirri myndfátækt og hag- leikskreppu sem hrjáðí íslendinga. Handíða- ^og myndlistaskólinn, sem Lúðvíg stofnaði, fékk samastað á Grundarstíg 2A og hjónin gerðu sér íbúð og skrifstofu á efstu hæð. Ekki leið á löngu þar til ég fékk inngöngu í þennan skóla, eftir mis- heppnað verslunarnám, og þá kynntist ég Sigríði í eigin persónu. Sennilega er fátt erfiðara gáfaðri konu með sjálfstæðan persónuleika og stolt, aristokratans en að vera lífsförunautur eldhuga hugsjóna- manns, sem sést ekki fyrir í barátt- ugleði sinni og leggur allt að veði til að framkvæma það ómögulega. Þótt Lúðvíg Guðmundssyni tækist á einhvern yfirnáttúrulegan hátt að ljúka flestu því sem hann tók sér fyrir hendur, var áreiðanlega margt á þeim ferli sem þurfti að umbera; ýmsar utanaðkomandi að- stæður sem varð að sætta sig við, stolt sem varð að beygja, og allt þetta tókst Sigríði að gera án þess að bíða tjón á sálu sinni. Þar sem raunsæið brast hljóp húmorinn í skarðið. Árin mín í Handíðaskólanum eru fyrir mér einn óslitinn draumur og hluti af þeim draumi er skólastjóra- fjölskyldan á loftinu. Átoritetið Lúð- víg, stabilitetið Sigríður, tvær fal- legar stúlkur og tveir skemmtilegir strákar. Þótt ég skynjaði kannski ekki til fulls stórleik þeirrar persónu sem Sigríður hafði að geyma fyrstu árin mín í Handíðaskólanum, heillaði hún mig strax sem fjölmenntuð heimskona og einlægur listunnandi, skemmtileg, fyndin og virðuleg í senn. Og þannig held ég að flestir félagar rnínir úr skólanum muni minnast hennar nú þegar yfir er lokið. Gestur Þorgrímsson. Sigríður fæddist 7. mars 1899 á Grímsstöðum á Mýrum, dóttir hjón- anna Sigríðar Steinunnar Helga- dóttur og Hallgríms Níelssonar. Hún ólst upp á mannmörgu heim- ili, systkinin voru sjö, auk þess þijú fóstursystkin. Sem yngsta barn naut hún sér- staks dálætis foreldranna, Iærði á harmóníum heimilisins, fékk að sækja skóla í höfuðborginni og sigla til Kaupmannahafnar, þar sem hún lærði að spila á pjanó hjá fyrsta og bezta píanista Islands, Haraldi Sigurðssyni, enda hafði hún snemma sýnt mikla músíkhæfileika, og gædd var hún frábærri söng- rödd. Eftir Danmerkurdvölina flutti hún píanó með sér, og var það dreg- ið á sleða heim að Grímsstöðum. Má nærri geta, hvílík uppljómun það var á afskekktum bóndabæ, að fá slíkt töfranna tónatæki á heimilið. Betur gekk að baka brauð og strokka smjör, þegar heimasæt- an spilaði Anitras dans eftir Grieg eða vals eftir Chopin. Við þetta jókst svokallaður menningarbragur allur til muna. Eftir að Sigríður 1925 giftist gagnmerkum skólamálafrömuði, Ludvig Guðmundssyni, rak hún jafnan gestkvæmt heimili, fyrst við héraðsskólann á Hvítárbakka, síðan við gagnfræðaskólann á Isafirði og loks við Handíðaskólann í Reykja- vík. Nemendur og kennarar áttu tíðum erindi við skólastjórann, og ætíð var Sigríður reiðubúin að veita gestum beina, enda var hús þeirra hjóna ávallt kærkomið athvarf bæði skyldum og óskyldum. Þar var gott að dvelja í hópi fjögurra bama þeirra. Þrátt fyrir andstreymi, hélt hún ávallt sínu glaðbeitta lunderni, stóð af sér öll áföll, svo sem hetju sæm- ir, var eikin og gædd miklu jafnað- argeði. Foreldrum sínum var hún fyrirmyndar stoð, allt fram að bana- beði þeirra. Sigríður var kona stórlát og aga- söm, jafnframt var hún elskuleg og uppörvandi. Hún hélt fast á sínum skoðunum, án þess þó að misvirða annarra skoðanir. Stjórnsemi henn- ar var viðbrugðið, enda var reglu- festa mikil á öllum heimilisbrag. — Hennar verður lengi minnzt með söknuði af öllum þeim, sem henni kynntust og lærðu að meta hana. Hafi hún þökk fyrir ástríki sitt allt frá fyrstu tíð, öll hennar trúverðugu hvatningarorð og leiðbeiningar, alla hennar músík og ógleymanlegt samspil. Hallgrímur Helgason. Sigríði Hallgrímsdóttur hitti ég fýrst haustið 1932 þegar við hjónin fluttumst til Isafjarðar með korn- ungan son okkar — það var á heim- ili þeirra hjóna, hennar og Lúðvíks Guðmundssonar skólastjóra gagn- fræðaskólans. Þau bjuggu þá á efstu hæð kaupfélagsins og var skólinn á sömu hæð. Sigga, eins og við kölluðum hana, var dóttir Hallgríms Níelssonar bónda á Grímsstöðum, Mýrum, og konu hans, Sigríðar Steinunnar Helgadóttur frá Vogi. Var hún ein sú yndislegasta kona sem ég hef kynnst svo mild og hógvær, náði hún háum aldri, varð yfir hundrað ára. Bjuggu þau hjón á rausnarbúi og var gestrisnin eftir því. Er mér enn í fersku minni er við hjónaefn- in komu þar um hásumar í brak- andi þerri að húsbóndinn lagði frá sér orf og ljá til þess að sinna okk- ur unga fólkinu meðan húsmóðirin veitti okkur vel. Síðan fórum við á mót í Dölum, var það fjöldi fólks saman kominn. Næsta dag á heimleið komu allir heim að Grímsstöðum og þáðu veit- ingar. Dáðist ég að þessari miklu gestrisni. Á þessu menningarheimili var Sigga fædd og uppalin í miklu dá- læti enda yngst systkina. Maður hennar, Ludvig Guð- mundsson, var einstakur — svo fijór í hugsun og framkvæmdasamur. Lét t.d. byggja stórt og myndarlegt skólasel í Tungudal sem nemend- urnir unnu við að reisa og nefnt var Birkihlíð. Þar bjó fjölskyldan öll sumur en jafnframt rak hann þar vinnuskóla. í Birkihlíð kynntist ég fyrst dá- semdum Tungudals eða skógarins eins og við kölluðum staðinn. Við leigðum þar mánaðartíma eitt her- bergi 1934. Fengum svo lóð rétt fyrir neðan og byggðum okkur kofa eða skúr, þó að ekki væri reisn yfir honum var ég alsæl þar með bönin — var þá mikill samgangur á milli heimilanna. Það hittist líka svo á að afmælis- dagur Siggu, sjöundi mars, var einnig giftingardagur okkar og voru því stundum tvær veislur sama dag. Flestum nýársnóttum eyddum við á heimili Guðrúnar og Kristjáns Arin- bjarnar. Eitt sinn átti ég samtal við Siggu og Ludvig daginn eftir og sagði eitthvað á þá leið að þau hefðu ekki orðið samferða okkur heim; „Nei, nei,“ sagði Ludvig — „við fórum nefnilega að norðanverðu." Við vissum hvað það þýddi og var það lengi orðatiltæki á okkar heim- ili. Ludvig gat verið bráðskemmti- legur. Er þau fluttu suður eftir átta ára búsetu vestra söknuðum við þeirra mjög, ekki síst börnin okkar — þetta var eina frændfólkið í bæn- um sem þau áttu. Amma mannsins míns var systir Hallgríms, föður Siggu. Það var margt minnisstætt sem gerðist á þessum góðu árum. Eftir að þau komu til Reykjavíkur stofn- aði Ludvig Handíðaskólann sem var til húsa við Grundarstíg. Bjuggu þau í sama húsi. Það var svo margt sem Ludvig framkvæmdi en hann stóð heldur ekki einn, hann átti konu sem stóð honum traust og trygg við hlið. Þau eignuðust fjögur efnileg og vel gefín börn, en urðu fyrir því áfalli að missa elst^ barnið, Hall- grím, í blóma lífsins. Var hann öll- um harmdauði sem til þekktu. Hin börnin eru Ingveldur, Guðmundur Áki og Sigríður Steinunn. Um leið og ég þákka góð og gömul kynni votta ég fjölskyldunni einlæga samúð. J.B.I. Mig langar að minnast móð- urömmu minnar, Sigríðar Hall- grímsdóttur, með nokkrum þakkar- orðum. Ýmsar minningar leituðu á huga minn þegar ég sat við dánarbeð ömmu Siggu daginn áður en hún kvaddi þennan heim. Minningar frá þeim dögum þegar ég sem strákhnokki var hjá henni og afa Lúðvíg í Barmahlíðinni. Þar var gott og gaman að vera, garður- inn þeirra stóri með „altaninu" og stiganum var leiksvæði okkar barnabamanna. Hún átti falleg heimili þarna með fjöldanum öllum af persónulegum munum sem eru minnisstæðir. Eftir að afi Lúðvíg dó flutti amma á Hringbrautina og tók með sér sína kærustu muni og skapaði þannig umhverfi sitt upp á nýtt. Flygillinn á sínum stað, dular- fulla skrifborðið hans afa, ruggu- stóllinn sem var svo vinsæll hjá öll- um börnum, stórum sem smáum, klukkan á veggnum sem ég get enn heyrt slá, málverkin og allar bæk- urnar. Sérstaklega minnist ég legu- bekkjarins undir bókahillunum sem var svo gott að halla sér á. Allt þetta tengist svo sterkt minning- unni um hana ömmu og þá hlýju sem hún veitti á heimili sínu. Á unglingsárum mínum fylgdist ég grannt með ensku knattspyrn- unni og tengist það ömmu á sér- stakan hátt og langar mig að rifja það upp hér. Þannig var að hún átti forláta útvarpstæki sem vel heyrðist í sendingum frá BBC, að vísu þurfti ég oft að stilla tækið nokkuð hátt. Ég var tíður gestur hjá henni margan laugardaginn og aldrei amaðist hún út í skarkalann frá útvarpinu og alltaf hafði hún eitthvað gott á borðum þegar út- varpssendingunni var lokið. Hún hafði mikið yndi áf sígildri tónlist og kenndi mér að njóta henn- ar. Hún spilaði sjálf á flygilinn sinn og það var hjá henni sem ég heyrði fyrst spilaða „Tunglskinssónötu“ Beethovens og aðrar perlur tónbók- menntanna. Það er gott að rifja upp þessar liðnu stundir og allar þessar minn- ingar ylja manni og lifa í hjartanu. Ég vil einnig færa þakkir og inni- legar kveðjur frá systkinum mínum, Sigurbjörgu, Hallgrími og Þorvaldi. Lúðvík H. Gröndal. Sigríður Hallgrímsdóttir frá Grímsstöðum á Mýrum lézt í Reykjavík hinn 29. júní, níutíu og þriggja ára að aldri. Hún var yngst í hópi sjö barna Hallgríms Níelsson- ar hreppstjóra að Grímsstöðum og konu hans Sigríðar Steinunnar Helgadóttur. Hallgrímur var fædd- ur og uppalinn að Grímsstöðum, einnig í hópi sjö systkina. Meðal afkomenda Hallgríms og systkina hans eru þjóðkunnir áhrifamenn, athafnamenn og frumkvöðlar í and- legu lífi, vísindum og listum, ekki síst tónlist. Sigríður Steinunn móðir Sigríðar Hallgrímsdóttur var einnig Mýramaður í marga ættliði, ættuð frá Vogi á Mýrum, skapstillt kona og blíð, „mótvægi við mann sinn, sem gat verið hvass og harður“ samkvæmt heimild í nýútkomnum æviminningum Sigurðar Helgason- ar bróðursonar Sigríðar. í uppvexti Sigríðar hefur mótast ættarþel og átthagaást ásamt til- finningu fyrir menningu og músík. Hún var vel að sér til munns og handa og ágætur píanóleikari, lærði m.a. í Kaupmannahöfn hjá Haraldi prófessor Sigurðssyni. Það var ekki að undra að þau felldu hugi saman hugsjónamaður- inn Lúðvíg Guðmundsson og hún. Með þeim var og mikið jafnræði. Þau giftust um jólin 1925. Lúðvíg hafði fjölbreytt áhuga- mál. í háskóla lagði hann stund á ýmis fræði. Um skeið kenndi hann náttúrufræði og síðar á ævinni þýsku um árabil. Hann var skóla- stjóri Hvítárbakkaskóla í fjögur ár, gagnfræðaskólans á ísafirði í sjö ár, stofnaði síðan Handíðaskólann (Handíða- og myndlistaskólann) og stjórnaði honum meðan starfsævin entist. Þar var hans aðalvettvangur og þeirra hjóna beggja. Áhrif Sig- ríðar urðu enn meiri fyrir það, hve tenging skólans og heimilis þeirra var bein og náin. Greind hennar, smekkvísi og umhyggja urðu til þess að hún hafði mikil áhrif í því menningarstarfi sem þarna var unnið. Dyr heimilis hennar stóðu ávallt opnar fjölmörgum nemendum og starfsmönnum skólans. Lúðvíg lét sér mjög annt um málefni stúdenta. Því var herbergi í íbúð þeirra hjóna um skeið upplýs- ingaskrifstofa stúdenta. Átti Lúðvíg þar frumkvæði að starfi, sem nú er sinnt af mörgum stofnunum í kerfinu. Vegna staðsetningar skrif- stofu þessarar lentu ýmis störf í höndum Sigríðar. Fleiri áttu henni þökk að gjalda. í vinahópi barna hennar voru nokkrir heimagangar. Þar í flokki var undirrituð. Þau Sigríður og Lúðvíg bjugu við Laugarnesveginn um 1940. Þar tók hún tíu ára stelpukrakka opnum örmum eins og æ síðan. Þar var oft áningarstað- ur á leiðinni heim úr Laugarnesskó- lanum og setin af sér ein eða tvær strætóferðir inn að Kleppi. Á heimil- inu voru auk húsbænda.nna fjögur böm þeirra og líka Ingveldur móðir Lúðvígs og frænka húsfreyjunnar ung, Sigríður Níelsdóttir, sem sýndi okkur smástöllunum einstakt um- burðarlyndi, sem entist einnig gegnum Menntaskólann. Að Grundarstíg 2a var svo heim- ili þeirra frá 1942 í sama húsi og skólastarfið fór fram. Ekki fór hjá því að heimagangur skynjaði hvílík- ur klettur Sigríður var í þessu litla en litríka samfélagi, þar sem list og fagurt handverk var í hveiju horni. Ekki voru allar stundir auð- veldar, en rósemi hennar og reisn var söm. Stundum lægði hún án efa öldutopp í sinni eldhugans, eig- inmanns síns, og gerði hugmyndir hans þannig enn affarasælli. Þetta skynjuðu unglingarnir, heimagang- arnir, en við skynjuðum ef til vill ekki, að okkur fylgdi aukin vinna húsmóðurinnar. Stundum voru lesn- ar skólabækur í öllum hornum og e.t.v. var bíó eða fundur í skólanum rétt eftir kvöldmat. Það kom því fyrir, að öll systkinin mættu með húsvin til málsverðar. Hress í bragði lét Sigríður bæta diski á borðið og svo öðrum og öðrum og einhver veginn teygðist ágætlega úr því sem í pottunum var, — allir með húsvin sagði frænkan. Sigríður brosti leyndardómsfullu brosi, Lúðvíg kímdi yfir gleraugun og allt var gott. Ingveldur móðir Lúðvígs dó 1947. Hin amman, Sigríður Stein- unn Helgadóttir, átti svo einnig ævikvöld á heimili dóttur sinnar. Yfir öllu þessu vakti Sigríður. Þess nutu börnin hennar, Hallgrímur sá ljúfi drengur sem dó um aldur fram 1960, Ingveldur kona séra Halldórs Gröndals, Guðmundur Áki maður Hjördísar Geirdal og Sigríður Stein- unn og þeirra fjölskyldur. Þess nut- um við líka, sem áttum í æsku at- hvarf á heimili, sem var umvafið persónutöfrum Sigríðar Hallgríms- dóttur. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Blessuð sé minning henn- ar. Ragnhildur Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.