Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7..JÚLÍ 1992 Minning: Ami Bjamason bókaútgefandi Fæddur 4. febrúar 1910 Dáinn 29. júní 1992 Með fáeinum orðum vil ég minn- ast vinar míns og félaga, Arna Bjarnasonar, og geta aðeins nokk- urra þeirra áhugamála, sem við átt- um sameiginleg. Nærfellt 50 ár eru liðin síðan kynni okkar hófust, en þá var Arni að láta þýða og búa til prentunar bókina Lærðu að fljúga, en kennslu- bók þessi er eina bókin sinnar teg- undar sem mér er kunnugt um að komið hafi út á íslensku. Báðir höfð- um við mikinn áhuga á flugmálum og á því sviði lágu leiðir okkar sam- an. Það leiddi til samstarfs okkar að ýmsum áhugamálum og vináttu sem síðan hefur staðið og aldrei hefur borið skugga á. Árið 1945 stofnuðum við Flug- skóla Akureyrar, og síðar kom þar til liðs við okkur Steindór Hjaltalín, útgerðarmaður frá Siglufirði. Þenn- an skóla rákum við í þrjú ár og oft við erfiðar aðstæður. Minnist ég þess, að þegar erfiðleikarnir virtust hrannast upp var það ráð tekið að setjast við kaffiborð og ræða málin. Réði þá oftast úrslitum hinn eldlegi áhugi Árna og hugkvæmni, þannig að úrræði fundust og erfiðleikarnir hjöðnuðu eins og dögg fyrir sólu. Á þessum sama tíma vann Árni ötullega að því að bættar yrðu flug- samgöngur hér norðanlands með gerð flugvéla og iendingarstaða. Vil ég þar sérstaklega nefna þátt hans í flugvallargerð í Grímsey, en í sam- bandi við það mál fór hann oftar en einu sinni til eyjarinnar og var ég þá í för með honum. Einnig fórum við til Flateyjar og Mývatnssveitar sömu erinda. Ekki var laust við að örlaði á öfund sumra vegna þessara um- svifa Árna, en vel kunnu heimamenn í Grímsey að meta framtakssemi hans. Síðar unnum við Árni saman að því að sjúkraflugvél yrði staðsett á Akureyri og vorum við kosnir í nefnd til að koma því máli í höfn, Árni fyrir Kvennadeild Slysavarnafélags íslands og ég fyrir Rauðakrossdeild Akureyrar. Gekk Árni ötuliega fram í að safna fé til flugvélakaupanna. En á þessum tíma voru ströng inn- flutningshöft. Þó tókst loks eftir miklar bréfaskriftir og ferðir til Reykjavíkur að fá leyfi til flugvélar- kaupa. Var þá gerður samningur um sameign og rekstur milli fyrr- greindra aðila og bræðranna Tryggva og Jóhanns Helgasona á Akureyri, flugvélin keypt og henni flogið heim frá Bandaríkjunum. En sá sorglegi atburður gerðist að flug- vélin fórst 4. janúar 1959 með fjór- um mönnum. Jóhann var flugmaður í þessari ferð. En Tryggvi bróðir hans tók þá upp sjálfstætt sjúkraflug og hefur því sjúkraflug frá Akur- eyrarflugvelli verið starfrækt sam- fellt frá því leyfi fékkst fyrir fyrstu vélinni. Nú síðustu árin hefur það verið á vegum Flugfélags Norður- lands hf. Áður en leiðir okkar Árna lágu saman hafði hann um skeið starf- rækt ökuskóla fyrir verðandi bifreið- astjóra. Það var löngu fyrir þá daga að allir fóru að aka bifreiðum. Hann hafði mikinn áhuga fyrir bættum samgöngum, eins og rekstur öku- skóla og flugskóla bera greinilega vott um, og bættir vegir og flugval- lagerð voru einlæg áhugamál hans. En áhugamál hans lágu á fleiri sviðum: Má þar nefna skógrækt, sem hann lagði dyggilega lið í verki, svo og menntun og menningarmál ýmis og varðvesilu minja og minninga frá liðinni tíð. Endurspeglaðist það að nokkru í bókasöfnun hans og bóka- útgáfu, sem segja má, að hafi orðið ævistarf hans öðru fremur. En það sem hæst ber á æviferli hans hygg ég þó að sé það afrek sem hann vann við að endurvekja samskipti við Vestur-íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum og varð- veita varanlega minningar um Vesturfarana og lífshlaup þeirra. Árni taldi réttilega að ef ekkert yrði að gert myndu tengslin milli þjóðanna, íslendinga austan og vest- an Atlantsála, algjörlega rofna. Hann brá sér því til Kanada 1946 og aftur 1947, ferðaðist um íslend- ingabyggðir og kynnti sér málin og ræddi við frammámenn þar um hveijar myndu helstu leiðir til auk- inna samskipta. Það sama ræddi hann við stjórnmálamenn hér heima, sem leiddi til þess að stjórnskipaðri nefnd var falið að gera tillögur um aukið samstarf og vinna að því að koma þeim í framkvæmd. Var Árni skipaður formaður nefndarinnar, og fer ekki á milli mála að mestur þungi af nefndarstarfínu hvíldi á hans herðum. Hann samdi tillögur og greinargerð í 20 liðum um það hvernig auka mætti og bæta sam- skipti við Vestur-íslendinga. En honum var manna ljósast að til lítils var að gera tillögur ef ekki fylgdu framkvæmdir í kjölfarið. Og nú hófst hann sjálfur handa um að takast á við stærsta verkefnið, að safna gögnum til undirbúnings rit- unar og útgáfu á vestur-íslenskum æviskrám. Það starf hófst 1958 með miklu ferðalagi um íslendingabyggðir vestra, og voru í för með Árna, auk eigikonu hans, Gerðar Sigmarsdótt- ur, séra Benjamín Kristjánsson, Steindór Steindórsson skólameistari og undirritaður. Kannaðir voru möguleikar til heimildasöfnunar og annað sem að undirbúningi sögu- skráningar og útgáfu laut. Það verð- ur að segjast að undirtektir voru almennt ekki á þann veg að það yki mönnum bjartsýni á að mögulegt væri að hrinda þessu stórvirki í framkvæmd. Flestir töldu að of seint væri af stað farið. Þó fundust undan- tekningar, og minnist ég þess t.d. að dr. Richard Beck hvatti mjög til verksins. Nokkur efi var í huga okk- ar meðreiðarsveina Árna, en hann lét engan bilbug á sér fínna. Verkið skyldi unnið. Og svo varð, og árang- urinn er glæsilegur: Út eru komin fímm stór bindi af Æviskrám, en það sjötta og síðasta bíður nú prent- unar. Ritstjórn og skráningu fjögurra fyrstu bindanna annaðist séra Benjamín Kristjánsson, en Jón- as Thordarson skráði tvö þau síð- ustu. En upplýsingaöflun hvíldi á Árna að langmestu leyti og fór hann margar ferðir vestur um haf þeirra erinda. Þær urðu sjö ferðirnar sem undirritaður fór með honum, og þá heimsóttum við fólk af íslenskum ættum, söfnuðum Ijósmyndum og allskonar fróðleik um menn og mál- efni til notkunar við gerð ævi- skránna. Auk okkar tveggja var Jónas Thordarson tvisvar með í för. Jafnframt safnaði Árni vestur- íslenskum bókum, og varð það mikið safn að lokum, vafalítið mesta safn vestur-íslenskra bóka, blaða, tíma- rita og hverskyns prentaðs máls, sem til er. Safn þetta gaf Árni svo Amtsbókasafninu á Akureyri fyrir nokkrum árum. Mikill árangur annar varð af starfi nefndarinnar sem fjallaði um aukin samskipti við fólk af íslenskum ætt- um vestan hafs, undir forustu Árna. Nægir þar að minna á gagnkvæmar heimsóknir einstaklinga og hópa, sern nú hafa tíðkast um árabil. Áhugi þjóðarbrotsins fyrir vestan, sem reyndar er býsna fjölmennt, á ís- landi hefur stórvaxið og fleiri og fleiri hafa gert sér grein fyrir upp- runa sínum og leitað kynna við ætt- stöðvar forfeðranna. Á meðan Árni rak Bókabúðina Eddu var þar miðstöð flestra við- skipta við Vestur-íslendinga, og þangað lögðu þeir leið sína þegar þeir komu í heimsóknir. Alltaf var Árni tilbúinn til að veita hveija þá fyrirgreiðslu sem í hans valdi stóð, og naut þar góðs stuðnings eigin- konu sinnar. Eftir að þau hættu rekstri bókaverslunarinnar færðist þessi miðstöð á heimili þeirra hjóna, og var þar oft gestkvæmt. Aldrei þóttu þó gestir of margir. Sérstakt félag var stofnað á Akur- eyri 17. mars 1965, Þjóðrækn- isfélagið til að vera tengiliður sam- skipta við frændfólkið í Vestur- heimi. Driffjöðrin í þeim félagsskap var að sjálfsögðu Árni, og var hann í stjórn þess frá upphafi og formað- ur frá 1974. fjórða febrúar 1990 var hann kjörinn heiðursfélagi. Einnig var hann' sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að bættum samskiptum við Vestur-íslendinga. Gullmerki Flug- málafélags íslands hlaut hann 1986. Árni kvæntist Gerði Sigmarsdótt- ur frá Mógili á Svalbarðsströnd árið 1937, og heimili áttu þau hjón á Akureyri frá 1943. Voru þau hjón mjög samhent í störfum og vann Gerður mikið með Árna við bóksölu- og útgáfumál auk þess sem hún hjálpaði til að gera honum fært að sinna öðrum hugðarefnum og áhugamálum, sem alltaf var nóg af en færðu ekki veraldarauð í bú. Þau hjón eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífí, og barnabarnahóp- urinn er nú orðinn stór. Nú, þegar Árni hefur kvatt, sendi ég Gerði, börnum hennar og öðrum afkomendum samúðarkveðjur mín- ar. Góður drengur er genginn, hans er gott að minnast. Gísli Ólafsson. Árni Bjarnason hefur kvatt. Með honum er horfinn einn þeirra manna, sem um langt skeið settu svip sinn á bæjarlífið á Akureyri. Árni var hugsjónamaður og framkvæmda- maður. Á æskuárum mótaðist hann af hugsjónum ungmennafélaganna og tileinkaði sér þær. Þær voru leið- arljós hans langa ævi og hann lagði sitt af mörkum til að breyta hugsjón- um í veruleika og jafnframt til að varðveita sögu genginna kynslóða. Fyrir honum voru allir menn, lifandi og látnir, merkir menn á einhvern hátt og ástæða til að minnast þeirra og læra af lífshlaupi þeirra. Þar gerði hann engan mun höfðingja og múgamanna. Ungur að árum stofnaði Árni skóla fyrir verðandi bifreiðastjóra. Það var á þeim árum, þegar bílar voru enn næsta fágætir og ekki al- menningseign. Síðar stóð hann fyrir stofnun flugskóla í lok síðari heims- styijaldar og gaf út fyrstu kennslu- bók á íslandi um flug. Á ýmsan annan hátt vann hann að bættum samgöngurn, jafnt í lofti sem á landi. Það var Árna einnig mikið hugð- arefni, að ísland yrði skógi klætt á nýjan leik, og m.a. ræktaði hann sjálfur myndarlegan skógarreit á Svalbarðsströnd. En annars varð ævistarf Árna að mestu bundið bókum og bókaútgáfu. Hann rak Bókabúðina Eddu í ára- tugi og bókaútgáfu með sama nafni. Verslaði hann jöfnum höndum með nýjar og gamlar bækur, og fyrir milligöngu hans eignaðist margur bókasafnarinn eftirsóttar bækur og smárit. 1 augum Árna var í rauninni ekkert prentað mál svo lítils virði, að ekki væri ástæða til að halda því til haga, ef einhver skyldi síðar hafa áhuga fyrir að eignast það vegna söfnunarástríðu eða af öðrum ástæð- um. Sjálfur átti hann og mjög gott safn bóka. Árni var mikill áhugamaður um samskipti íslendinga við Vestur- íslendinga, sem um skeið voru nán- ast engin orðin. En með mikilli elju tókst honum að endurvekja þau sam- skipti og um leið að bjarga frá gleymsku minningu þeirra Islend- inga, sem fluttu til Vesturheims, flestir í lok fyrri aldar. Hann fór fjölda ferða á íslendingaslóðir vest- anhafs og safnaði efni til útgáfu Vestur-íslenskra æviskráa, sem nú hafa að mestu verið gefnar út í fimm myndarlegum bókum, aðeins það sjötta og síðasta er enn óprentað. Fyrir þessi störf var Árni sæmdur íslensku fálkaorðunni, og ýmsar fieiri viðurkenningar hlaut hann frá opinberum aðilum og félagasamtök- um. Árni Bjarnason fæddist að Páls- gerði í Grýtubakkahreppi, en eigin- konan varð á vegi hans inni í Sval- barðsströnd, Gerður Sigmarsdóttir frá Mógili, sem nú lifir mann sinn eftir langa og farsæla sambúð. Þau hjón eignuðust fjögur börn, dæturn- ar Helgu og Ásdísi og synina Hörð og Harald. Alls eru afkomendurnir nú orðnir 24. Atvikin höguðu því svo, að Helga varð eiginkona undirritaðs. Af þeim ástæðum kynntist ég Árna eðlilega mjög vel og mannkostum hans. Sama var hvenær til hans var leit- að, ef einhvern vanda bar að hönd- um. Hann var jafnan tilbúinn til að leita heppilegustu leiða til úrlausnar og veita þá aðstoð, er hann mátti. Síðar fór svo, að leiðir okkar Helgu skildu, en það breytti engu um það, að Árni var sami góði vinurinn og áður. Og börnum okkar var hann góður afi. Ég kveð því Árna með söknuði. í einkalífi sínu barst Árni lítt á og tranaði sér ekki fram til mann- virðinga, sem svo er kallað. Hinsveg- ar veit ég, að vinir hans voru marg- ir og hann því betur metinn sem menn kynntust honum betur. Hann var mannkostamaður, sem alla ævi reyndist trúr þeim hugsjónum, sem hann tileinkaði sér ungur. Nú, þegar Árni Bjarnason hefur kvatt þennan heim, sendi ég Gerði og afkomendum þeirra hjóna öllum, samúðarkveðjur. Sameiginlega minnumst við góðs og mikilhæfs manns. Sævar Frímannsson. Vnr 17 19 34 Kalciumkarbonat 250 mg Ca2i ACO *^«100 tuggtablctter HhlaHU Vid ökat kalclumbehov 1 tablett 1*4 gánger dagllgen eller enligt föreskrift. Tuggas eller svéljs hela. Kalciumkarbonat ACO ... í apótekinu. Fyrirtakhf. Sími 91-32070 35 ESAB NÝ KYNSLÓÐ SUÐUTÆKJA A 10 Fyrir iðnað. Sterk og fjölhæf Mig/Mag iðn- aðarsuðutæki útfærð sam- kvæmt þínum fyrirmælum. Veldu útfærsluna sem best hentar verksviði þínu: - Hreyfanlegt þráðfærslubox með eða án masturs. - Öll þráðbox með "tacho" stýringu á þráðfærslu og /eða 4x4 þráðfærsludrif. - Val um hefðbundið þráð- færslubox eða alsjálfvirkt sammögnunarþráðbox með 50 forstillingarmögu- leika. - Þrepalaus eða 40 þrepa spennustilling á spenni. - 250 - 630 Amp. tæki. - Stýring með einum rofa og stillimöguleikar frá byssu. - Gas- eða vatnskældar suðubyssur. - OK - þjónustan, sérbúið þjónustuverkstæði fyrir ESAB notendur. GÓÐ ENDING. Hver einstakur hlutur tækj- anna fer í gegnum strangt gæðapróf á framleiðslustigi. Nýir ESAB fylgihlutir passa ávallt í búnaðinn sem fyrir er. Þetta eykur endingu og heldur endursöluverði háu. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 624260

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.