Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 36
£
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992
v/.U JUIiHij (IUJÁ.IÚ>: JOHOM
VTfl.j-Tl.
■m-
Erla Gestsdóttir
Að leiðarlokum þakka ég hinum
hæsta höfuðsmið himins og jarðar
fyrir Erlu Gestsdóttur og að hafa
eignast hana að vini, það var mann-
bætandi.
Foreldrum, eiginmanni, bömum,
tengdadóttur og ömmubarni votta
ég virðingu mína og samúð. Guð
veiti þeim styrk til að bera sorg
sína. Blessuð sé minning Erlu
Gestsdóttur, guð geymi hana og
friður veri með henni.
G.Ó.
„Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt." Þessi setning úr kvæði Ein-
ars Benediktssonar kemur ósjálf-
rátt upp í huga okkar þegar við nú
komum saman til að minnast Erlu
í nokkrum orðum. í hugum okkar
verður aldrei annað en birta og hlýja
þegar við hugsum um hana.
Við kynntumst Erlu fyrir all
mörgum árum í gegnum félagsskap
eiginmanna okkar og hófst þá sú
vinátta sem hefur haldist æ síðan.
Erla setti strax sterkan svip á sam-
verustundir okkar, því hún var fé-
lagslynd með afbrigðum og með
einstakri frásagnargleði og ríkuleg-
um skammti af látbragðsleik lét hún
okkur gleyma stað og stund og
mátti þá ekki á milli sjá hver
skemmti sér best. Alltaf var hún
tilbúin að taka að sér hlutverk „leik-
arans“ og skilaði því með sóma.
Hún var Gaflari í húð og hár,
starfaði og bjó í Hafnarfirði alla tíð
og þótti óhemju vænt um samferða-
fólkið sitt. Eitt það minnisstæðasta
í fari Erlu var að aldrei sagði hún
styggðaryrði um nokkurn mann.
Hún var sannur og einstakur fé-
lagi, ósérhlífin og dugleg. Hún hafði
yndi af starfinu sínu en mest og
best hugsaði hún um fólkið sitt.
Var hún okkur sönn fyrirmynd.
Við vitum, að margir munu
syrgja Erlu og harma ótímabært
fráfall hennar. Við kveðjum hana
með þakklæti og trega fyrir yndis-
leg kynni. Hún átti það ljós sem
mun skína áfram sem perla í minn-
ingunni.
Fjölskyldu Erlu sendum við sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að gefa
henni styrk á þessum erfiðu stund-
um.
Hvíli okkar kæra vinkona í friði.
Guðlaug, Guðný, Anna,
Björg, Ester, Katrín,
Sigríður og Sigurbjörg.
Elskuleg vinkona okkar, Erla
Guðrún Gestsdóttir, er nú kvödd
hinstu kveðju.
Það er þyngra en tárum taki að
kveðja jafn kæran vin og vita að
við fáum ekki að njóta nærveru
hennar oftar.
Eftir sautján ára óslitinn vinskap
eru margar minningar sem koma
fram í hugann nú á þessari stund
og allt eru það góðar minningar
um ánægjulegar samverustundir
okkar með Erlu og Ármanni og
börnunum okkar, við margskonar
aðstæður í leik og starfi, til dæmis
þegar hjálpast var að við bygging-
ar, glaðst yfir unnum áföngum eða
þegar við áttum saman gleðistundir
á heimilum okkar eða í Kjósinni þar
sem oft var glatt á hjalla, mikið
spilað og sungið, oftar en ekki við
eld á fögru sumarkvöldi. Þessara
stunda eigum við eftir að sakna og
vitum að framvegis verða jól, versl-
unarmannahelgi og fleiri tímamót
sem við áttum fastar samveru-
stundir afar tómleg án Erlu. Við
finnum nú hve mikils virði það er
að eiga slíka vini til að deila með
gleði og sorgum.
Það er óþarfi að telja upp kosti
Erlu, hún kynnti sig best sjálf, hún
var öllum góð, þó sérstaklega böm-
um sem öllum þótti vænt um hana.
Hún var mjög heilsteypt mann-
eskja, hreinskilin og kom eins fram
við alla og reyndi aldrei að vera
annað en hún sjálf. Hún var mikill
gleðigjafi og það sem var meira
virði - „traustur vinur sem aldrei
brást“. Það var gott að fá að eiga
samleið með Erlu og eiga hana fyr-
ir vin og fyrir það þökkum við nú.
Við kveðjum Erlu með ljóði sem
henni þótt vænt um og við sungum
svo oft saman.
Erla, góða Erla,
ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í sðng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kvöldljóð,
því kvöldsett löngu er.
Hart er mannsins hjarta
að hugsa mest um sig.
Kvöldið er svo koidimmt,
ég kenndi í bijósti um mig.
Dýrðlega þig dreymi
og drottinn blessi þig.
(Stefán frá Hvítadal)
Söknuðurinn er sár, við höfum
mikið misst, en meiri er missir ást-
vinanna og biðjum við að sorg þeirra
sefíst með tímanum. Elsku Ár-
mann, Hemmi, Steina, Alfa Karit-
as, Deddi, Ásta, Jóna og Gestur,
megi algóður Guð gefa ykkur styrk
í sorginni miklu. Guð geymi elsku
Erlu okkar.
Helga og Dóri.
Hún Erla Gests er dáin. Fyrir
okkur Hafnfírðinga er eins og að
máttarstólpi hafí hrunið undan húsi
við fráfall Erlu og verður björt
minning hennar geymd í hjörtum
okkar. Horfíð hefur af sjónarsviðinu
litríkur og atkvæðamikill persónu-
leiki í hafnfírsku félagsmálalífi
enda var Erla hrókur alls fagnaðar
og átti hjörtu allra þeirra sem hún
hafði samskipti við.
Erla var fædd 22. október 1948
og var einkabam foreldra sinna sem
eru á lífi, en þau em Jóna Guð-
-mundsdóttir og Gestur Gamalíels-
son en Gestur er fyrrverandi um-
sjónarmaður Kirkjugarða Hafnar-
fjarðar.
Ég kynntist Erlu fyrst sem barn
en móðir hennar og amma mín
voru miklar vinkonur og var mikill
samgangur milli flölskyldna okkar.
Leiðir okkar Erlu lágu oft saman
en á unga aldri eftir að Erla var
orðin fóstra sá hún um gæslu á
dóttur okkar en þá var Erla starfs-
maður á dagheimilinu að Hörðuvöll-
um.
Stella dóttir okkar kom syngj-
andi heim af dagheimilinu á hveij-
um degi með nýtt lag og farsælar
minningar og minnist hún Erlu að
eilífu og þakkar fyrir það glaðværa
viðhorf sem hún hafði að leiðar-
ljósi. Erla sinnti alla ævi af alhug
fóstruhlutverkinu en hún var for-
stöðumaður bamadagheimilisins
Smáralundar.
Við Björg kynntumst síðar þeim
hjónum Erlu og Ármanni í tengslum
við JC-hreyfínguna en Ármann
hvatti mig til að koma til starfa
þar og hefur okkar kunningsskapur
ávallt verið tryggur síðan. Enn-
fremur náðum við að kynnast fjöl-
skyldu Erlu betur en synir okkar
Magnús og Hermann voru bekkjar-
félagar í Öldutúnsskóla og hefur
Hermann ávallt verið aufúsugestur
á heimili okkar.
Fyrir tveimur ámm hvatti Erla
okkur hjónin til að taka þátt í kór-
starfí Víðistaðakirkju og við létum
tilleiðast en Erla og Ármann hafa
um árabil tekið virkan þátt í því
starfí. í kómum kynntumst við
þeim krafti sem Erla hafði yfír að
búa, stjórnkænsku og tónlistarlegri
fagmennsku.
Það var langur vegur í það að
hún Erla hefði lokið ætlunarverki
sínu enda börnin ung heima og litli
engillinn þeirra, ömmubamið Alfa
Karitas.
Fjölskylda mín og við Björg
þökkum Erlu samfylgdina og ósk-
um þess að guðsstyrkur megi vera
með Ármanni, börnum.og Jónu og
Gesti.
Kristinn Arnar Jóhannesson.
Núna er elsku Erla okkar dáin.
Hún hefur alltaf reynst okkur systr-
um svo vel og verið bömunum okk-
ar sem besta amma. Börnin skilja
ekki af hveiju Guð gerði hana að
engli núna af því að þeim þykir svo
vænt um hana. Við erum engu nær
um það en börnin. Erla var mjög
sérstök kona. Hún var alltaf tilbúin
að hjálpa okkur þegar á þurfti að
halda og hún var sérlega góð við
bömin okkar. Erla var mjög skiln-
ingsrík og tillitssöm og virtist alltaf
geta bjargað okkur ef við vorum á
flæðiskeri staddar með eitthvað, þá
sérstaklega ef um börnin var að
ræða. Aldrei nokkurn tímann höfum
við séð slæma hlið á Erlu enda
ekki trúlegt að hún hafí haft nokkra
því hún var örugglega jafn góð og
hjálpleg við alla aðra. I boðum og
samkomum var Erla ómissandi því
hún var alltaf hrókur alls fagnaðar.
Hún gat alltaf komið manni í gott
skap jafnvel eftir að veikindin vom
farin að hijá hana. Við kveðjum
Erlu með trega og söknuði. Elsku
Ármann, Hemmi, Steina, Alfa Kar-
ítas, Deddi og Ásta, Jóna og Gest-
ur, megi guð styrkja ykkur í ykkar
miklu sorg.
Helena og Hildur.
Þegar lítil 3ja ára stúlka byijaði
í leikskólanum var hjartað mjög lít-
ið. Hvemig ætli hinir krakkarnir
séu? Ég þekkti engan í Smára-
lundi, því hann var ekki í mínu
hverfí. Jú, ég þekki hana Erlu, sem
var forstöðukonan, því hún var í
kirkjukómum með henni mömmu.
Þá var allt í lagi að fara. Það var
lika vel tekið á móti mér. Hún Erla
var líka alltaf svo skemmtileg. Hún
spilaði oft fyrir okkur á gítarinn
og við fengum að syngja með. Hún
kunni svo mörg lög.
Stundum kom það fyrir að ég
var dálítið lítil. Þá fékk ég að tala
við Erlu, hún tók í höndina mína
og við spjölluðum saman. Ég fékk
þá líka að hjálpa til við að passa
börnin sem voru ekki eins hraust
og ég. Erla skildi svo vel að þá leið
mér betur. Svo var það þetta með
s-ið og r-ið, stafína, sem ekki vildu
koma í munninn minn. Allir sögðu
við mömmu: „Þetta kemur bráð-
um.“ En af því að ég var svo hávax-
in var erfítt að geta ekki talað rétt
og fólk hélt að ég væri miklu eldri.
Þá kom hún Erla til mömmu og
sagðist ætla að sækja um tal-
kennslu fyrir mig, svo ekki yrði
gert grín að mér. Það gekk fljótt
og vel að læra að tala rétt. Ég
þakka Erlu minni fyrir það.
Það var líka svo gaman að koma
í kirkjuna á sunnudögum, þegar
Erla var að syngja því hún tók allt-
af eftir mér og sagði að ég væri
stelpan sín. Þá varð ég montin.
Þegar leikskólinn kom í hverfíð
mitt hvatti Erla mömmu til að ég
færi þangað því þar yrðu krakkarn-
ir sem færu með mér í skóla. Mér
fannst skrítið að hætta í Smára-
lundi, en auðvitað var þetta líka
rétt hjá Erlu eins og alltaf. Hún
sagði að ég ætti að vera dugleg að
koma í heimsókn, ég væri alltaf
velkomin.
Nú sakna ég Erlu minnar, en ég
veit að hún var búin að vera lengi
veik. Þess vegna tók Guð hana til
sín þangað, sem enginn er veikur
en öllum líður vel. Guð blessi Erlu.
Hrefna Kristín.
Þú fagra tíð, þá allt er grænt og ungt,
eldur í sál og bijóstið daggarþungt,
kemur sem fugl og syngur - svifur braut
í skðgarskaut.
Ég átti þig. Nú á ég minnis-ljóð
sem andblæ hausts og mánans rökkurglóð.
Á hvitum vængjum svifin ertu sjálf
með sál og álf.
(Hulda)
>
Löngu áður en ég kynntist Erlu,
vissi ég hver hún var. Það sópaði
að henni hvar sem hún fór og oft-
ast var hún eins og sjálfskipaður
leiðtogi og driffjöðrin í öllu, sem
gert var. Erla var falleg kona, hafði
tigulegt göngulag og stundum
hvarflaði að manni, að hún væri
af konungakyni.
Fyrst kynntist ég henni fyrir al-
vöru í söngnum í Víðistaðakómum,
síðan í starfínu og aldrei man ég
eftir, að hún hafi skorast undan
neinu, smáu eða stóru. Fyrir ein
+
Bróðir okkar,
RÍKARÐUR G. HAFDAL,
lést 22. júní á heimili sínu í Washington-fylki í Bandaríkjunum.
Jarðarförin hefur farið fram.
Árni Hafdal,
Gunnar Hafdal,
Sveinn Hafdal,
Elfa Hafdal.
Ástkær faðir okkar,
JÓN BALDVIN BJÖRNSSON
húsgagnasmíðameistari
frá Akureyri,
andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 3. júlí.
Anna Jónsdóttir,
Bjarni Jónsson,
Laufey Jónsdóttir.
+
Konan mín,
VALEY BENEDIKTSDÓTTIR,
Sandabraut 11,
Akranesi,
lést laugardaginn 4. júlí.
Jónmundur Guðmundsson.
jólin sagði hún við mig stríðnislega,
þegar kórinn gekk í kirkju, „ég á
að leika einleik í kvöld“ og gerði
mig svo forvitna og taugaóstyrka,
að ég var á nálum út alla messuna.
Og viti menn. Þegar athöfninni lauk
með sálminum Heims um ból stóð
Erla upp ásamt fleiri einleikumm
og sló klukknahljóm í þríhom.
Svona var Erla.
Seinna þegar við unnum saman
hafði hún ætíð svolítið sérstakan
stíl yfír þeirri vinnu. Hún sagðist
ætla að „panta" tíma með mér einni
og svo kom hún og við læstum að
okkur. Þá dró hún upp úr pússi sínu
gos og sælgæti og síðan sátum við
og unnum og mauluðum nammi
hvor í kapp við aðra. Þetta var allt-
af tilhlökkunarefni og við skemmt-
um okkur konunglega.
Erla var einstaklega velviljuð og
illt umtal var henni ekki að skapi.
Hún var mannasættir og tókst
ávallt að gera gott úr hlutunum.
Kom þessi hæfíleiki hennar sér vel
í starfínu sem fóstra og síðar sem
leikskólastjóri í Smáralundi. Hún
hafði sérstakt lag á bömum og trú-
lega beitti hún sama góða laginu á
okkur öll hin líka.
Það er erfítt að sætta sig við,
að Erla skulin vera farin en við
verðum að lúta þeim vilja almættis-
ins eins og öðrum. Við, sem eftir
stöndum, drúpum höfði og biðjum
fyrir manninum hennar og bömun-
um, litla barnabarninu og öldruðum
foreldrum, sem sjá á bak einka-
bami sínu. Við tínum saman perlur
minninganna og geymum þær eins
og sjáaldur auga okkar um ókomna
framtíð.
Kolbrún Oddbergsdóttir.
Árið 1968 hefur verið nefnt í
sögunni sem sérstakt ár. Við það
hefur verið kennd sérstök kynslóð,
svokölluð ’68 kynslóð. Það var ár
breytinga og umróts og hugsjónir
blómstmðu.
Þetta margumrædda ár braut-
skráðumst við, hópur fóstra frá
Fóstmskóla Sumargjafar, sem þá
hét, og héldum út í lífíð til að tak-
ast á við uppeldi nýrrar kynslóðar
og uppbyggingu leikskólastarfs í
landinu.
Við höfðum þá dvalið saman í
skóla í einu fallegasta húsinu í
hjarta borgarinnar, Fríkirkjuvegi
11. Vöktum við athygli í miðbænum
t.d. fyrir það að bera um hina tor-
kennilegustu hluti, og tína laufblöð
við tjömina. Þama tengdumst við
sterkum vináttuböndum sem haldist
hafa æ síðan.
Ein í þessum hópi var Erla Gests.
Frá fyrsta degi var hún miðpunktur
þess sem gerðist í bekknum. Það
var alltaf líf og fjör í kringum hana,
aldrei nein lognmolla. Ævinlega var
eitthvað skemmtilegt að gerast.
Jafnvel dagleg ferð með Hafnar-
fjarðarstrætó varð viðburðarík og
frásagnarverð þegar Erla átti í hlut.
Meinleysislegur bréfmiði sem gekk
milli manna 1 öftustu borðaröðinni
varð uppspretta kátínu og hláturs.
Erla hafði einstaka hæfíleika til að
segja skemmtilega frá og oft velt-
umst við um af hlátri þegar hún
sagði frá kynlegum kvistum í Hafn-
arfírði eða verkefnum sem henni
höfðu verið falin, s.s. eins og að
baða bam. Gleði og líf fylgdu henni
hvar sem hún fór.
Þegar þurfti að koma fram fyrir
hönd bekkjarins, hvort heldur sem
átti nú að spila á gítar og syngja
eða flytja ræðu á hátíðastund, var
Erla oftast valin fulltrúi okkar. Hún
taldi það heldur ekki eftir sér frek-
ar en annað, í hennar augum voru
vandamál til að leysa þau og verkin
til að vinna.
Svo tók lífsstarfið við hjá ár-
gangi ’68. Allri sinni starfsævi varði
Erla í þágu leikskólastarfs og tókst
á við það af sama kraftinum og lífs-
gleðinni og allt annað. Síðustu tíu
árin var hún leikskólastjóri í leik-
skólanum Smáralundi í Hafnarfírði.
Þar er hennar nú sárt saknað.
Erla var Hafnfírðingur í húð og
hár, bjó þar og starfaði alla sína
ævi. Hún sinnti ótal trúnaðarstörf-
um í heimabæ sínum, ekki síst þeim
er lutu að leikskólastarfí.
Gleðin fylgdi henni einnig í einka-
lífínu við hlið góðs eiginmanns og