Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 40

Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 'STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú þarft að leggja hart að þér til að Ijúka ákveðnu máli sem er viðskiptalegs eðlis. Óstund- vísi gæti hugsanlega komið þér úr jafnvægi í dag, en þú ættir að reyna að vera þolin- móður. Naut 9(20. apríl - 20. maí) Þú hefur eitthvert mál á heil- anum í dag og sérð ekki allar hliðar málsins. Tilfmningalífið er í betra jafnvægi núna en undanfarið, þó þú sért ósam- mála nánum ættingja í fjár- málum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Fjárhagsáhyggjur gera þér líf- ið leitt í dag, því eitthvað fór á annan veg en þú gerðir ráð fyrir. Líklega verður þú utan við þig í vinnunni í dag. ' Krabbi i((21. júní - 22. júlf) HSS8 Þú ert of tilfinningalega flækt- ur í ákveðið mál til að geta fjallað um það á hlutlausan hátt eða tekið afstöðu til máls- ins. Þú hefðir gott af að breyta einhverju varðandi útlitið, fara í klippingu eða fá þér ný föt til dæmis. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert velviljaður en einhver misskilur greiðvikni þína og úangtúlkar hana nokkuð al- varlega. Kvöldinu er best var- ið í góðra vina hóp. Meyja (23. ágúst - 22. september) !U Þig langar að gera eitthvað sem þú sérð ekki fram á að geta gert. Það mun líka reyn- ast best, þegar allt kemur til alls, að láta þetta ógert. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að gæta þín í inn- kaupum í dag, því hætta er á mikilli eyðslu. Málefni sem tengist lögfræði mun tefjast ^meira en þig grunaði. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú færð margar nýjar hug- myndir í dag, en þær fá hins vegar ekki mikinn hljóm- grunn. Peningamálin taka óvænta stefnu frá og með deginum í dag. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) & Ekki ræða fjármál þín við aðra í dag. Hins vegar þarftu að vera opinskárri við maka eða náinn ættingja. Steingeit t22. des. - 19. janúar) Þú þarft að gæta þess í dag að vinir þínir tefji þig ekki frá verkefni sem þú þarft að leysa. Notaðu frekar kvöldið til að hitta þá. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) tíh Þér líður ekki sem best í dag og líklega eru fjármálin að gera þér lífið leitt. Vertu á varðbergi í vinnunni, því ein- hver er afbrýðisamur í þinn garð. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Samskipti þín við annað fólk í dag eru ekki með besta móti. Vinur hefur komið ilia fram við þig. Vertu heima í kvöld. Stjörnuspána á að lesa sem dcegradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI UÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK VOU KNOU) LUHY VOU'LL NEVER BE A 6REAT ARTI5T? 0ECAU5E YOU PON'T TAKE 5U66E5TION5,1 Veistu af hverju þú verður aldrei góður listamaður? Af því að þú tekur aldrei við uppástungum! A 600PARTIST 15 ALUJAY5 U1ILLIN6 T0TAKE SU66E5TI0NS Góður listamaður er allt- af tilbúinn að hlusta á tillögur. I PRO0A0LY UJ0ULP HAVE SUGGESTEP C05ALT dLÖE Ég hefði líkleg- ast stungið upp á kóbalt-bláu. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í fyrri leiknum gegn Finnum á Norðurlandamótinu varð Matt- hías Þorvaldsson sagnhafi í 3 gröndum í þessu spili: Austur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ KG92 ¥43 ♦ KG9 + G972 Norður ♦ ÁD10543 ¥ G97 ♦ 65 ♦ 63 Austur ♦ 86 ¥ Á1062 ♦ 10732 Suður +D108 ♦ 7 ¥ KD85 ♦ ÁD84 ♦ ÁK54 Matthías og Sverrir Ármanns- son spila sterkt lauf og mikið af spurnarsögnum sem miða að því að lýsa annarri hendinni full- komlega, en halda hinni leyndri. Eftir sagnir vissi vestur því allt um spil norðurs, en ekkert um spd Matthíasar í suður. Útspilið var lítið lauf, sem Matthías drap strax og spilaði hjartakóng. Vestur lét þristinn (sem sýnir jafna tölu, tvílit eða fjórlit) og Matthías losaði sig við níuna úr blindum. Næst kom hjarta á gosa og ás. Austur átti næsta slag á lauftíu og spilaði áfram laufi. Matthías tók þann slag, svínaði spaðadrottningu, tók spaðaás og spilaði hjarta á áttuna! Hann treysti talningu vesturs. Nú voru átta slagir í húsi. Vestur hafði mátt missa tígul í hjartaáttuna, en hjartadrottn- ingin þrengdi verulega að hon- um. Hann kaus að henda frí- spaða, en Matthías sendi hann þá inn á lauf og fékk síðustu tvo slagina á ÁD í tígli. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í úrslitaviðureign frönsku deilda- kígppninnar í ár kom þessi staða upp í skák hinna kunnu stórmeist- ara Mikhail Gúrevitsj (2.635), Clichy, sem hafði hvítt og átti leik. og Jan Ehlvest (2.615). 25. Bxf6! - gxf6 26. Rg4 - f5? (Leyfir mát í tveimur, en það er hæpið að svörtu stöðunni verði bjargað). 27. Rh6+ - Kf8 28. Df6 mát. Þrátt fyrir þennan skell vann Lyon nauman sigur á Clichy í þessu uppgjöri stórveldanna í frönsku skáklífi, 5—4. Parísarbú- unum í Clichy dugði jafntefli til að hljóta titilinn, en hann fór þriðja árið í röð til Lyon. Á efstu borðunum fyrir Lyon tefldu þeir Salov, Ehlvest, Spasskíj, Lautier og Frakklandsmeistarinn Santo- Roman á 5. borði. Það stoðaði ekki þótt Clichy beitti því herbragði að setja tvo af sínum öflugustu mönnum, Eng- lendinginn Sadler og franska stór- meistarann Renet á 7. og 8. borð til að auka líkurnar á vinning þar. Fleiri meðöl eru notuð, hinn umdeildi formaður skákfélagsins í Belfort, Jean-Paul Touze, hefur nú stefnt Lyon fyrir dómstóla eft- ir að skáksambandið neitaði að taka kæru hans til greina! Deilt er um það hvort Lyon megi skil- greina úkraínska stórmeistarann Dorfman sem Frakka, en hann hefúr búið í landinu í 3 ár. Aðeins er heimilt að tefla fram tveimur útlendingum í senn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.