Morgunblaðið - 07.07.1992, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JULI 1992
16 500
ÞRIÐJUDAGS-
TILBOÐ
MIÐAVERÐ KR. 350 Á KRÓK,
STRÁKANA í HVERFINU OG
ÓÐ TIL HAFSINS.
ÓÐURTIL
HAFSINS
Sýnd kl. 7.05
og 9.15.
Bönnuð i.
14ára.
BIJGSY
STÓRMYND
BARRYS LEVINSON
WARREN REATTY, ANNETTE
BENING, HARVEY KEITEL OG
BEN KINGSLEY.
IYNDIN, SEM VAR TILNEFND
TIL 10 ÓSKARSVERÐLAUNA.
★ ★ *DV.
★ ★★★AI. MBL.
★ ★ ★BÍÓLÍNAN
Sýnd kl. 5, 9 og 11.30.
Bönnuð börnum i. 16 ára.
STRÁKARNIR Í HVERFINU
Sýnd kl. 11.35.
Bönnuði. 16ára.
Sýnd kl. 2.30, og 4.45.
Miðav.kr. 350 kl. 2.30.
BÖRN NÁTTÚRUNNAR
Sýnd kl. 7.30
í A-sal. 12. sýnmán.
Sprengidúettinn og fylgihnötturinn fyndni; Glover, Pesci og Gibson í Tveir á
toppnum 3.
Endingargóður efniviður
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Tveir á toppnum 3 („Le-
athal Weapon 3“). Sýnd
í Háskólabíói. Leikstjóri:
Richard Donner. Fram-
leiðendur: Donner og Jo-
el Silver. Aðalhlutverk:
Mel Gibson, Danny Glo-
ver, Rene Russo, Joe
Pesci.
Endurvinnslan hf. í
Hollywood, þar sem súper-
framleiðandinn Joel Silver
er forstjóri, hefur framleitt
endingargott efni úr sög-
unni um þá lögreglumenn
Mel Gibson og Danny Glo-
ver. Enginn virðist geta
fengið nóg af þeim. Þriðja
myndin þeirra hefur rokið
upp metsölulistann vestra
og víst er að hún á örugg-
lega eftir að njóta vinsælda
hér heima.
Tveir á toppnum 3 með
alla sína áherslu á hasarinn
er skotheld framleiðsla til
að skapa vinsældir og
draga fólk í bíó í sumarfrí-
inu og skiptir þá engu
máli þótt fólk sé að sjá
næstum sömu myndina í
þriðja skiptið. Kenningin
er sú að fólk vilji ganga
að myndinni sinni vísri þeg-
ar það eyðir pening í bíó.
A því lifa framhaldsmynd-
ir.
Og hér gengur fólk að
sínum mönnum vísum. Að-
ur var lögð einhver lág-
marksáhersla á persónu-
sköpun (persóna Gibsons
var haldin sjálfsmorðstil-
hneigingu) en nú er eins
og framleiðendurnir telji
að þess þurfi ekki lengur.
Við höfum svosem komið
heim til þessara karla áð-
ur. Gibson leikur Martin
Riggs eins og Sóða-Harry
á hormónalyfjum, aðeins
hasarinn sjálfur jafnast á
við æsinginn í honum, hann
hreppir stelpuna og hleyp-
ur uppi bíla bófanna eins
og fyrr. Hann er alveg
hættur að vera þessi bitri
einfari sem hann var áður
þegar honum var alveg
sama hvort hann lifði eða
dó. Nú er stanslaust fjör.
Félagi hans, Murtaugh,
sem Glover leikur, segir
okkur enn einu sinni að
hann sé orðinn of gamall
fyrir þennan hasar allan
og heldur uppi merki skyn-
semi og varfærni í dúettn-
um enda á hann aðeins sex
dögum ólokið í vinnunni,
en fær eins og áður við lít-
ið ráðið.
í þetta sinn eiga félag-
arnir í baráttu við vopna-
sala og samviskulausan
morðingja þeirra, sem leik-
inn er ágætlega af breska
leikaranum Stuart Wilson
(skrýtið hvernig Bretar
verða alltaf verstu illmenn-
in í þessum nýju hasar-
myndum). Það er fyrrum
lögreglumaður sem beygt
hefur inná veginn breiða
og stundar nú afar vafa-
söm viðskipti.
En sú saga er í sjálfu
sér aðeins notuð til að
hengja á hana hasaratriði
eins og skraut á gervijóla-
tré. Einu sinni höfðu löggu-
myndirnar einhver mark-
mið umfram það að filma
skemmtilega bílaeltinga-
leiki. Mér dettur Franska
sambandið með Gene
Hackman í hug. TÁT3 er
einn hraðsoðinn hasar út í
gegn á gersamlega alvöru-
lausum, gamansömum og
léttum nótum sumars-
mellsins, full af teikni-
myndaofbeldi, bílaeltingar-
leikjum, skotbardögum,
sprengingum og eldsvoðum
undir hröðum frásagnar-
hætti og áhrifaríkri leik-
stjórn Richard Donners. í
nokkurs konar inngangi að
myndinni er stórgott atriði
þar sem þeir félagarnir
leggja margra hæða skrif-
stofubyggingu við jörðu
(Joel Silver fékk að eyði-
leggja bygginguna sem til-
búin var til niðurrifs) og
það gefur strax tóninn um
alvöruleysið sem fylgir. Við
erum í sumarlandinu þar
sem hasarblöðin verða að
lifandi myndum.
í TÁT3 fá Gibson og
Glover leikkonuna Rene
Russo til liðs við sig en hún
fer með hlutverk karate-
meistara úr Siðanefnd lög-
reglunnar, sem vekur sér-
staka aðdáun Gibsons þar
sem hún fer eins og muln-
ingsvél í gegnum þrjótana.
Og Joe Pesci endurtekur á
frábærlega skoplegan hátt
rulluna sem hann hafði í
mynd númer tvö þegar
hann var óþolandi fylgi-
hnöttur dúettsins.
TÁT3 gerir ekkert nýtt
fyrir seríuna en nær þeim
ein'a tilgangi sínum að
halda stuðinu uppi í tvo
tíma. Hún hefur réttu
stjömurnar og mörg góð
áhættuatriði enda lista-
menn í faginu sem standa
að baki, húmor og hraða
og hasar og svo er hægt
að senda hana aftur í End-
urvinnsluna hf.
STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM
ALLIR SALIR ERU FYRSTA i_]
flokks ____________HÁSKOLABÍO SÍMI22140
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
MIÐAVERÐ KR. 300,- Á ALLAR MYNDIR NEMA VERÖLD WAYNES.
GRÍNMYND SUMARSINS
VERÖLDWAYNES
FYNDNASTA
MYNDIN I BANDA-
RÍKJUNUM
MYNDIN SLÓ í GEGN
í BRETLANDI FYRIR
SKÖMMU
★ ★ ★ ★TVÍMÆLA-
LAUST GAMAN-
MYND SUMARSINS
SAMFELLDUR
BRANDARI FRÁ
UPPHAFI TIL ENDA.
STÓRGRÍNMYND
SEM Á ENGASÉR
LÍKA.
Sýndkl. 5.05, 7.05, 9.05
og 11.10.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá keppninni á rallýkrossbrautinni við Krýsuvíkurveg á sunnudag.
Hörð keppni í rallýkrossinu
Rallýkrosskeppni var
haldin á keppnisbrautinni
við Krýsuvíkurveg á
sunnudag. 68 keppendur
mættu til leiks, þeirra á
meðal tveir gestaöku-
menn, þingmennirnir Ingi
Björn Albertsson og Árni
Johnsen, sem náðu 3. og
4. sæti í teppakrossflokkn-
um.
Hörð keppni var í rallý-
krossflokknum, þar sem eina
konan í keppninni náði að
sigra karlana. I krónukeppn-
inni var einnig barist af
hörku og ultu nokkrir bílar,
en Sigurður Sigurðsson sigr-
aði.
Úrslit urðu sem hér
segir:
Krónukross:
1. Sigurður Sigurðsson,
Toyota. 3:42.
2. Högni Gunnarsson, Dats-
un. 3:50.
3. Hallðór Bárðarson. Capri.
3:56.
Rallýkross:
1. Kristín Birna Garðars-
dóttir. Porsche. 3:44.
2. Ármann Guðmundsson.
Escort. 3:45.
3. Páll H. Halldórsson.
BMW. 3:49.
Teppakross:
1. Einar Gíslason. Firebird.
3:38.
2. Amar Hrafnsson. Nova.
3:50.
3. Ingi Björn Albertsson.
Cadillac. 4:01.
4. Árni Johnsen. Fairmont.
4:06.
Opinn flokkur:
1. Guðni Guðnason. Buggy.
5:53.
2. Valur Vífilsson. Doddi.
6:46.
3. Valur Arnarson. Lada.
7:00.