Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JUU 1992
43
—WKZ’tTTm'wr*--
FRUMSÝNIR
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
MIÐAVERÐ KR. 300
Á ALLAR SÝNINGAR
NÆSTUM OLETT
Eldfjörug gamanmynd um vandræði hjóna
sem langar að eignast barn.
Aðalhlutverk: Tanya Roberts (A view to a Kill),
Jeff Conaway (Petes Dragon), Dom deLuise.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. - Bönnuð innan 14 ára.
TOFRALÆKNIRINN
Stórbrotin mynd um mann,
sem finpur lyf við krabba
meini. Stórkostlegur leikur
Sean Connery gerir þessa
mynd ógleymanlega.
Sýnd kl. 5,7,9og11.
VÍGHÖFÐI
Stórmynd með Robert De
Niro og Nick Nolte.
★ **'/. MBL. **★* DV
Sýnd kl. 5 og 9.
MITT EIGIÐIDAHO
Frábær verðlaunamynd
með úrvalsleikurum.
*** Mbl.
Sýnd kl. 7.05 og11.
Bönnuð innan 16 ára.
/
(Sumir sjá hana tvisvar).
Miðasalan opnuð
kl. 4.30
Miðaverð kr. 500.
Sýnd kl. 5,9 og 11.30.
Stranglega bönnuð
innan 16ára.
HOMOFABER
31. sýningavika. Ekki
láta þessa einstöku
mynd framhjá þérfara.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11
**** SV MBL.
**** PRESSAN
* * * BÍÓLÍNAN
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuðinnan14.
FREEJACK
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuðinnan16.
LETTLYNDAROSA
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.
RECNBOGINN SÍMI: 19000
Morgunblaðið/Arnór.
íslensku Norðurlandameistararnir við komuna til Keflavíkur á laugardag. Frá vinstri eru Karl
Sigurhjartarson, Sævar Þorbjörnsson, Sverrir Armannsson, Matthías Þorvaldsson með dóttur sína
Hrafnhildi Ýr, og Björn Eysteinsson.
Norðurlandatitillinn gat
ekki komið á betri tíma
- segir Helgi Jóhannsson forseti Bridssambands íslands
__________Brids____________
GuðmundurSv. Hermannsson
ÍSLENSKU Norðurlandameist-
urunum var vel fagnað þegar
þeir komu til íslands á laugar-
dag. Á þriðja tug bridsáhuga-
manna safnaðist saman í Leifs-
stöð og fulltrúar Bridgssam-
bands íslands afhentu öllum
íslensku þátttakendunum á
Norðurlandamótinu blómvendi.
„Þessi Norðurlandatitill gat
ekki komið á betri tíma. Hann
sannaði að heimsmeistaratitill ís-
lendinga í fyrra var engin tilviljun
heldur er bridsíþróttin á mjög háu
stigi á íslandi um þessar mundir
og breiddin nánast ótrúleg," ságði
Helgi Jóhannsson forseti Brids-
sambands íslands. Hann sagðist
hafa hafa rætt við Jose Damiani
forseta Bridssambands Evrópu
um helgina sem hefði sagt að með
þessum sigri hefði ísland tryggt
sér sess meðal sterkustu brids-
þjóða Evrópu.
Þetta er annar Norðurlanda-
meistaratitillinn sem Karl Sigur-
hjartarson og Sævar Þorbjörnsson
vinna en þeir voru í sigurliðinu í
Reykjavík 1988 og hafa margoft
spilað í landsliðum íslands í brids.
Þetta var hins vegar fyrsta skipti
sem Matthías Þorvaldsson spilaði
í opnu bridslandsliði en Sverrir
Ármannsson hefur einu sinni spil-
að áður í landsliði, á Norðurlanda-
móti fyrir 12 árum. Björn Ey-
steinsson fyrirliði liðsins var einn-
ig fyrirliði heimsmeistaraliðsins í
Yokohama í fyrra.
Allir íslensku spilararnir í opna
flokknum spiluðu af krafti og það
kom aldrei fyrir að bæði pörin
ættu slæman hálfleik í einu. Matt-
hías Þorvaldsson og Sverrir Ár-
mannsson fóru heldur hægar af
stað en Karl Sigurhjartarson og
Sævar Þorbjörnsson en í seinni
hluta mótsins komust þeir Sverrir
og Matthías í mikið stuð. Þá spil-
aði Björn Eysteinsson fyrirliði
einn hálfleik við Matthías gegn
Finnum og það varð til þess að
Matthías varð efstur í útreikningi
þegar árangur allra spilaranna í
mótinu var borinn saman í lokin.
Þetta spil úr leik íslendinga og
Finna sýnir vel hve íslensku spil-
ararnir voru í góðu formi.
Norður
♦ D93
♦ ÁG94
♦ G872
*G6
Vestur Austur
♦ Á82 ♦ G1074
♦ K83 ♦ 1062
♦ 1096 ♦ D4
♦ K872 ♦ D1054
Suður
♦ K65
9 D75
♦ ÁK53
*Á93
Við bæði borð spilaði suður 3
grönd og við annað borðið spilaði
Sævar út hjarta frá kóngnum svo
sagnhafi átti ekki í vandræðum
með að fá 10 slagi. Við hitt borð-
ið þurfti Sverrir að glíma við lau-
fatvistinn sem útspil. Hann stakk
upp gosa í borði og drap drottn-
ingu austurs með ás; þar sem
útspilið sýndi 4-lit virtist ekki
vera þörf á að gefa laufið tvisvar.
Sverrir spilaði næst hjarta-
drottningu, vestur lagði kónginn
á og blindur átti slaginn á ás. Þá
spilaði Sverrir tígulsjöunni á
kónginn og tók svo tígulás og
henti áttunni í borði. Drottningin
kom frá austri og þá gat Sverrir
spilað tígli á gosa og tígultvistin-
um heim á þristinn.
Austur lienti tveimur laufum í
tíglana og vestur einum spaða.
Og nú hafði tígulíferðin ráðið úr-
slitum í spilinu því Sverrir var
staddur heima og gat spilað spaða
á drottninguna í borði og síðan
litlum spaða frá báðum höndum.
Vestur varð að drepa á ás og
Sverrir átti 9 slagi.
Kvennaliðinu gekk ekki sem best
á Norðurlandamótinu þrátt fyrir
að þær sýndu á köflum ágætis
tilþrif. Þannig fengu Esther Jak-
obsdóttir og Hjördís Eyþórsdóttir
báðar viðurkenningu frá móts-
blaðinu fyrir góða spilamennsku,
Esther fyrir að vinna 3 grönd
skemmtilega og Hjördís fyrir
þessa vörn gegn Svíum:
Norður
♦ KD3
V G94
♦ D6
♦ Á8632
Vestur
4G104
9K7
♦ 109742
♦ G94
Suður
♦ Á92
¥Á65
♦ G853
♦ D107
Norður opnaði á 1 laufi, Hjör-
dís sagði 1 hjarta í austur og
suður endaði síðan í 3 gröndum.
Ljósbrá Baldursdóttir spilaði út
hjartakóng sem sagnhafí drap á
ás og spilaði litlu laufi. Ljósbrá
fylgdi með níunni og sýndi með
því þtjú lauf, og þegar sagnhafi
stakk upp ás var Hjördís tilbúin
með kónginn undir. Ljósbrá fékk
því skömmu síðar á laufagosann
og gat spilað hjarta í gegnum
blindan og spilið fór þrjá niður.
Hefði Hjördís ekki hent laufa-
kóngnum undir ásinn gat sagn-
hafi unnið spilið. Inni á laufkóng
hefði Hjördís ekki mátt spila
lvjarta, því þá ætti sagnhafi 9
slagi. Og þá hefði sagnhafi haft
tíma til að brjóta sér tígulslag til
viðbótar.
Austur
♦ 8765
♦ D10832
♦ ÁK
♦ K5