Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Munaðarnes: Rúta í árekstri Rúta með 42 þýska ferðamenn lenti í árekstri við fólksbifreið í Norðurárdal á fimmta tímanum á sunnudag. Rútan var á norður- leið og varð áreksturinn á móts við Munaðarnes. Litlu munaði að rútan ylti þegar vegarkantur brotnaði undan henni við áreksturinn. Leiðsögumaður Þjóðvetjanna meiddist nokkuð en ekki urðu önnur meiðsl á fólki. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi er þjóðvegur númer eitt hvergi mjórri en í Norðurárdal og mikil mildi að ekki skyldi fara verr við þetta óhapp. Tvær bílveltur JEPPI endastakkst út af veginum vestan gömlu Markarfljótsbrúar- innar um tvöleytið á sunnudag. Þá valt fólksbíll á móts við Skaft- holt í Gnúpverjahreppi klukkan 22.15 á laugardagskvöld. Einn farþegi var í jeppanum auk ökumanns. Báðir skrámuðust nokkuð en meiddust ekki verulega. Ökumaðurinn sem velti bíl sínum í Gnúpveijahreppi var að koma úr Þjórsárdal og er grunaður um ölvun við akstur. Hann var einn í bílnum og meiddist ekki að ráði. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 3. - 6. júlí 1992 Samankomið fólk á einstökum svæðum utan borgarmarkanna veldur því að rólegra var hjá lög- reglunni í Reykjavík um þessa helgi en oft áður. Þó eru bókuð verkefni í dagbókinni 505 tals- ins. Af þeim eru þó ekki „nema“ 2 innbrot, 8 þjófnaðir, 3 líkams- meiðingar og 3 skemmdarverk. Tilkynnt var um 24 umferðar- óhöpp, en slys á fólki urðu í tveimur tilvikum. í báðum þeim tilvikum eru ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. 14 ökumenn aðrir, sem stöðvaðir voru í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Þá þurfti lögreglan 95 sinnum að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar á almannafæri, en það er leiðinlegt til þess að vita að ungt náms- fólk, sem var nú að fá útborgað í fyrsta skipti í sumar, skuli nota þá peninga á svo óskynsamlegan hátt eins og raun ber vitni. Aðfaranótt laugardags fóru nokkrir lögreglumenn frá Reykjavík til aðstoðar félögum þeirra frá Ámessýslu er voru við löggæslu á Þingvöllum. Þar hafði fjölmenni safnast saman í tjöld- um og urðu veruleg óþægindi frá nokkrum drukknum ungmenn- um á svæðinu. Ungmennunum hafði m.a. verið vísað frá Laug- arvatni, en auk þess var þama ungt fólk, sem ekki hafði fengið aðgang í Þórsmörk um helgina. Varð að íjarlægja nokkra ein- staklinga og flytja til borgarinn- ar. Skömmu fyrir kl. 10.00 á laugardagsmorgun var tilkynnt að bíl hefði verið ekið út af Vest- urlandsvegi við Meðalfellsveg og fólkið, sem í bílnum var, hefði slasast. í ljós kom að bfllinn hafí farið margar veltur út fyrir veg og þrír piltar, sem í honum voru', höfðu kastast út úr honum. Allir virtust þeir töluvert slasaðir, en tveir þeirra sýnu meira. Annar þeirra var fluttur með þyrlu á slysadeildina, en aðrir vom flutt- ir þangað með sjúkrabíl. Upplýs- ingamar liggja fyrir um að bíln- um hafi verið ekið á miklum hraða fram úr öðrum bíl áður en óhappið varð. Allir em piltam- ir gpamaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Um kl. 13.00 á laugardag var tilkynnt að bíll hefði oitið á Vest- urlandsvegi í Kollafírði. Bflnum hafði verið ekið þar áleiðis fram- úr öðmm bfl, lent utan í honum og oltið síðan út fyrir veg og lent ofan í laxeldisskurð, sem þar er. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabfl á slysadeildina, en gmnur er um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Á laugardag var tilkynnt slys á Kjarvalsstöðum. Þar hafði er- lendur ferðamaður lokað renni- hurð á hönd sér með þeim afleið- ingum að hann missti framan af baugfíngri vinstri handar. Á laugardagskvöld var til- kynnt um 5 ára gamla óánægða stúlku í bfl ofarlega á Lauga- vegi. í ljós kom að móðirin hafði skilið stúlkuna eftir í bílnum á meðan hún fór inn á veitingastað í nágrenninu. Um miðjan dag á sunnudag var tilkynnt um mann með fals- aðan lyfseðil í apóteki í borg- inni. Maðurinn var handtekinn og kom þá í ljós að hann og tveir félagar hans hefðu staðið að föls- uninni í sameiningu. Hinir tveir vom handteknir skömmu síðar við Akraborgina, en þeir biðu þar félaga síns. Þeir vom á leið úr borginni með einn og hálfan lítra af bmggi til þess að geta skolað lyfjunum niður með. Mennimir hafa allir komið áður við sögu hjá lögreglu og vom vistaðir í fangageymslunum. A laugardagsmorgun gengu vegfarendur fram á brotin sjón- varps- og útvarpsviðtæki á gang- stéttinni við hús í Þingholtunum. Við athugun kom í ljós að hús- ráðandi hafði nýlega keypt tæk- in, en orðið eitthvað ósáttur við það efni sem úr þeim kom, reiðst og kastað hvoru tveggja út um gluggann. Ástæða þótti til að sekta 42 eigendur bíla, sem lagt höfðu ólöglega á Snorrabraut, Njáls- götu, Vatnsstíg og á fleiri stöð- um nálægt kvikmyndahúsum á sunnudagskvöld. Utanbæjarmaður í borginni hafði samband við lögregluna á laugardag og kvaðst vilja kæra innbrot í bíl sinn og þjófnað á tösku, sem í honum var. Að- spurður sagðist hafa lagt bílnum við tiltekna götu um morguninn, skilið töskuna eftir í hægra fram- sætinu og alveg ömgglega læst bílnum, en nú væri taskan horf- in. Eftir fjölmargar spumingar og athuganir kom í ljós að mað- urinn hafði farið götuvillt, en svo einkennilega hefði viljað til að þar var fyrir mjög svipaður bíll og hans, ólæstur og töskulaus. í næstu götu stóð hins vegar bíllinn hans, ólæstur, með tösk- una óhreyfða í hægra framsæt- inu. Hann andaði léttar og baðst fyrirgefningar á misminni sínu. Langidalur í Þórsmörk. Fremst má sjá jeppa, sem hefur fest sig í Krossá. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Annasamt hjá lögreglu um helgina: Víða míkíl ölvun en ekki alvarleg slys Lögreg-lan getur ekki sinnt forvarnastarfi vegna skertra fjárveitinga Á föstudag og laugardag var gott veður í Þórsmörk og var þá lag- ið tekið við flest tjöld. Aðfaramótt sunnudagsins hvessti og helli- rigndi. Mörg tjöld fuku upp og áttu margir erfiða nótt í rokinu og bleytunni. Morgunblaðið/Kolbrún Ingibergsdóttir Þessi hópur hreinsaði svæðið eftir sig en sömu sögu er ekki hægt að segja af öllum gestum í Mörkinni um helgina. FÓLK safnaðist víða saman á útivistarsvæðum um helgina. Nær tvö þúsund manns vom í Húsafelli. Þar hafði lítill hópur manna í frammi óspektir og ógn- anir við gesti. Til átaka kom og varð einn maður fyrir barsmíð- um af hálfu óeirðarseggjanna. Á annað þúsund manns vom á Þingvöllum. Ónæðissamt var í þjóðgarðinum vegna ölvunar og þurfti lögreglan á Selfossi að leita aðstoðar úr Reykjavík. Skálaverðir í Langadal og Húsadal giska á að í Þórsmörk hafi alls verið í kringum 2.500 manns. Ölvun var mikil í Þórs- mörkinni og að sögn skálavarðar í Langadal var þar mjög sóðalegt um að litast á sunnudagskvöld. Lögreglan á Selfossi segir helg- ina hafa verið mjög annasama og það sé ákaflega bagalegt að vegna niðurskurðar á fjárveit- ingum sé ekki unnt að sinna for- varnarstarfi í löggæslunni. í Þjórsárdal vom á að giska 400 manns að sögn Björns Jóhanns- sonar á Skriðufelli í Gnúpverja- hreppi. Þar urðu ekki teljandi meiðsl á fólki en Björn segir að umgengni á svæðinu hafi verið ábótavant. Drykkjuskapur setti mikinn svip á þessa mannfagnaði en þó kom ekki til verulegra óspekta nema í Húsafelli. Þar fór fimm til sex manna flokkur manna um og veitt- ist að fólki með ógnunum og gijót- kasti. Þegar einn íjölskyldufaðir á staðnum hugðist vetja fjölskyldu sína fyrir mönnunum réðist einn þeirra að honum með barsmíðum. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hefur maðurinn ekki lagt fram kæru þar vegna verknaðarins. Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli kveðst eftir átökin hafa kallað á lögreglu úr Borgarnesi, sem kom á vettvang en hvarf frá þegar kyrrð var komin á. Þá færðust óeirða- seggir aftur i aukana en þrátt fyrir tilmæli heimamanna var lögreglan ófáanleg til að sinna málinu frekar. Ekki kom samt til frekari ofbeldis- verka á staðnum. Þórður Sigurðsson yfirlögreglu- þjónn í Borgamesi segir að menn sínir séu meira en fúsir til að sinna Verkefnum sem þessum en vegna niðurskurðar á fjárveitingum sé útilokað að senda menn til lög- gæslu nema hætta sé yfirvofandi. Þórður segir að lögreglumenn á staðnum séu mjög ósáttir við að þurfa að vísa tilmælum fólks frá á þennan hátt. Kristleifur á Húsafelli kveðst hafa leitað eftir samningum við sýslumannsembættið í Borgar- nesi um samvinnu við löggæslu í Húsafelli um helgar en málið sé enn á umræðustigi. Þrátt fyrir mannfjöldann á úti- vistarsvæðum og mikla ölvun er ekki vitað um alvarleg meiðsl á fólki um helgina. Lögreglan þurfti þó að flytja marga til læknis vegna minni háttar áverka og þyrla land- helgisgæslunnar var kvödd í Bása við Þórsmörk á laugardagskvöld til þess að sækja þangað slasaðan mann. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður og fékk að fara heim að lokinni rannsókn á Slysadeild Borg- arspítalans. Lögreglumönnum á Selfossi, Hvolsvelli og í Borgarnesi ber sam- an um að skertar fjárveitingar til löggæslunnar komi mjög niður á forvarnarstarfi. Þannig segir lög- reglan á Selfossi að allt þar til í fyrrasumar hafi lögreglubíll verið til taks í uppsveitum Árnessýslu um helgar og á Hvolsvelli veitti lögregl- an þau svör að einn stórdansleikur í héraðinu væri nóg til þess að lög- gæsla væri takmörkuð annars stað- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.