Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 2

Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 Ráðuneytin hafa skilað af sér 34 EES-frumvöipuni UM helmingur af lagafrumvörpum í tengslum við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, EES, er þegar fram kominn. 27 frumvörp eru enn ókomin til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu eru frumvörpin samtals 61. Þar af voru 8 lögð fram í vor. Þeim til viðbótar höfðu um mánaðamótin síðustu verið afgreidd frá ríkisstjóminni til nefnda Alþirigis 21 frumvarp. í fyrradag skiiaði umhverfisráðuneytið tveimur frum- vörpum og eru því nú 5 frumvörp óafgreidd frá ríkisstjórninni. Enn eru ókómin 27 frumvörp. Von er á 5 frumvörpum til ríkisstjórnarinnar um miðjan þennan mánuð og tveim- ur til viðbótar um mánaðamótin. Samkvæmt áætlun frá í maí er gert ráð fyrir því að síðasta EES-frum- varpið verði tilbúið 2. desember. Gunnar Snorri Gunnarsson á við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins gerði þó fyrirvara um að þess- ar tölur væru ekki alveg fastákveðn- ar. Frumvörpin væru mismunandi að vöxtum og umfangi. I nokkrum tilvikum kysu ráðuneytin að leggja fram í einu frumvarpi lagabreyting- ar sem upphaflega hefði verið ætlað- ur staður í fleiri frumvörpum. Gunn- ar Snorri taldi að afgreiðsla laga- frumvarpanna hefði að mestu staðist áætlun. Að vísu hefðu sumarleyfi tafið afgreiðslu nokkurra mála meira en vænst hefði verið. Einnig yrði að taka tillit til þess að á sumum sviðum hefðu ráðuneytin verið að vinna að heildarendurskoðun löggjafar og því viljað athuga allar lagabreytingar í tengslum við EES sérstaklega vel til þess að forðast hugsanlegt ósam- ræmi og vandræði í framtíðinni. Hækkun vaxta á spariskírteinum Mikil birgðasöfn- un Seðlabankans RAUNÁVÖXTUN spariskírteina ríkissjóðs á Verðbréfaþingi hækkaði úr 6,95% í 7,08% í júlímánuði. Sigurður B. Stefánsson framkvæmda- stjóri Verðbréfamarkaðar Islandsbanka segir að það sé engpn launung að birgðir af þessum skírteinum hafi hlaðist upp hjá Seðlabankanum að undanförnu, enda eru nær einu spariskírteinakaupin á þinginu um þessar mundir kaup bankans á þeim. Meira framboð en eftirspurn ýti síðan vöxtunum á skírteinunum upp. Hér sé að vísu ekki um mikla hækkun á raunvöxtum að ræða, en kaup Seðlabankans hafi dregið úr frekari hækkunum. Birgðir Seðlabankans á spariskírteinum eru nú á fjórða milljarð króna. { máli Sigurðar kemur fram að athyglisvert sé að ávöxtunarkrafa húsbréfa er nú 7,8%. „Þetta er meiri munur á vöxtum á milli þessara tveggja fjárfestinga en áður hefúr þekkst, eða 0,72%“ segir Sigurður. „Þessi munur hefur að vísu oft sveifl- ast upp og niður en að jafnaði hefur hann legið á bilinu 0,1-0,2%. Fjár- festar hljóta að vera sofandi ef þeir kaupa ekki frekar húsbréf en spari- skírteini við þessar aðstæður." Sigurður segir að spár þeirra um Enn eru not fyrir gamla byssu úr þorskastríðum ér$ -'■iLf , þ, ,ft ... /-■'.* , - " . 1 ‘' - - - >-/■. • ........................... Æfingaskoti hleypt af fallbyssu Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/KGA Fallbyssa Landhelgisgæsl- unnar ræsir siglingakeppni FALLBYSSA í eigu Landhelgisgæslunnar verður notuð til þess að ræsa siglingakeppni sem haldin verður í tilefni af afmæli Reykjavík- urhafnar á morgun, laugardag. Skotið var af byssunni til reynslu í gær til þess að kanna hvort ekki væri allt í lagi með hana þar sem hún hefur verið í geymslu frá síðustu áramótum. Fallbyssa þessi er frá aldamótum og var síðast um borð í varðskipinu Tý. Helgi Hallvarðsson, skipherra, sagði að fallbyssan yrði notuð til að ræsa í keppninni því illa hefði gengið í öðrum siglingakeppnum að láta alla heyra þegar skotið hefði verið úr venjulegum start- byssum. Skipuleggjendur keppn- inar hefðu þess vegna haft sam- band við Landhelgisgæsluna til þess að falast eftir sterkari byssu. Að sögn Helga átti Landhelgis- gæslan engin púðurskot í 35 mm fallbyssur, sem eru notaðar til þess að skjóta heiðurs- og kveðjuskot- um, og þess vegna hefði verið lán- uð stærsta gerð af fallbyssu, sem er 57 mm. Þessi tegund af fall- byssu var um borð á stóru varðskip- unum og var notuð í þorskastríðun- um. Fallbyssan sem skjóta á úr um helgina er frá síðustu aldamótum og er dönsk smíð. Hún var síðast notuð um borð í varðskipinu Tý en var sett í geymslu um síðustu ára- mót, þegar skipt var um byssur. þróun markaðarins hefðu gert ráð fyrir að ávöxtunarkrafa húsbréfa færi lækkandi fremur en hækkandi fram á haustið, eða lækkaði um 0,25%. Forsendur þessa væru að eftirspurn eftir lánsfé færi minnk- andi en innstreymi spariíjár á mark- aðinn stæði í stað. „Forsendur fyrir því að eftirspurn eftir Iánsfé minnk- ar eru hin almenna ládeyða í at- vinnulífínu, byggingarstarfsemi gengur hægt og engin atvinnugrein er í þenslu,“ segir Sigurður. Ný þjóðhagsspá Félags íslenzkra iðnrekenda: Spáð 3,8% atvinnu- leysi á komandi ári ATVINNULEYSI á næsta ári verður 3,8%, sem samsvarar því að um 4.800 manns verði án at- vinnu. Þetta kemur fram í nýrri Kostnaður vegna undirbúnings úrskurða Kjaradóms: Sendur reikningur að upphæð 4,6 milljónir Dón^endur fá einnig fasta mánaðarþóknun þjóðhagsspá Félags íslenzkra iðn- rekenda (FÍI). Helztu orsakir auk- ins atvinnuleysis telur félagið vera stöðnun framleiðslu, samdrátt í iðnaði, litlar fjárfestingar, mikinn samdrátt í byggingariðnaði og hagræðingu í atvinnulífinu. At- vinnuleysi í síðasta mánuði var 2,7% og hefur aldrei verið meira síðan skráning atvinnuleysis var tekin upp. Samkvæmt því ganga nú um 3.600 manns atvinnulausir. FÍI spáir því að hagvöxtur verði um 0,6% á næsta ári og rekur hann einkum til aukins útflutnings, sam- dráttar í innflutningi og hagræðingar í atvinnulífi. Hins vegar telur félagið að á þessu ári muni landsframleiðsla dragast saman um 2,7%. Félagið spáir samdrætti í framleiðslu iðn- vamings bæði á þessu ári, um 3,2%, og 1,3% samdrætti á næsta ári. Samkvæmt spánni mun verðbólga halda áfram að lækka og gert er ráð fyrir 2,5% verðbólgu á næsta ári miðað við 4,2% á þessu ári. Þessi spá er miðuð við að gengi verði stöðugt, þrátt fyrir að tekin verði upp mark- aðsskráning þess. FÍI gerir ráð fyrir að halli á við- skiptum við útlönd verði áfram mik- ill, eða um 11 milljarðar króna á árinu 1993. í ár stefnir hins vegar í 16 milljarða halla. Orsök minnk- andi halla er talin samdráttur í inn- flutningi en vöxtur í útflutningi. Spáð er vaxandi útflutningi vegna útlits fyrir verðhækkun sjávarafurða á síðari hluta næsta árs, sem rekja megi til minnkandi framboðs af fiski frá Kanada og áhrifa samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. DÓMENDUR í Kjaradómi hafa sent fjármálaráðuneytinu reikning fyr- ir störf sín við undirbúning og uppkvaðningu úrskurða um laun presta og æðstu embættismanna. Reikningurinn hljóðar upp á 770 þúsund krónur til handa hveijum hinna fimm dómenda, auk ritara dómsins, samtals 4.620.000 kr. Þeir þiggja einnig fasta mánaðarlega þóknun fyrir að sitja í dómnum. Atkvæðagreiðslu- kerfið endurbætt UNNIÐ er að endurbótum á tölvutengdu atkvæðagreiðslukerfi Alþing- is. Ljósatafla verður sett upp í haust í þingsalnum sem sýnir strax hvernig hver einstakur þingmaður greiðir atkvæði. Jón Finnsson hæstaréttarlögmað- ur, forseti Kjaradóms, staðfesti við Morgunblaðið að dómendur hefðu sent fjármálaráðuneytinu umrædda reikninga fyrir vinnu sína. „Þetta er miðað við tímann, sem fer í þessa vinnu,“ sagði Jón. „Menn eru nátt- úrulega við önnur störf, sem þeir geta ekki sinnt á meðan þeir eru í þessu,“ sagði hann. Jón sagði það vera venju, að þegar sérstök verk- efni kæmu til hjá Kjaradómi, hefði ríkissjóði verið gerður reikningur, miðaður við vinnuna sem í þau færi. Að þessu sinni hefði sérstaklega mikill tími farið í að fjalla um kjara- mál presta, sem nú eru í fyrsta sinn undir kjaradómi, og hefðu dómendur þurft að kynna sér margvísleg gögn af þeim sökum. Aðspurður hvernig tímakaupið væri reiknað, sagði Jón að sumir dómenda væru með lögfræði- eða endurskoðunarskrifstofur og væri meðal annars miðað við útselda vinnu þeirra. Hann sagði að vinna sú, sem farið hefði í undirbúning úrskurð- anna, hefði tekið á annað hundrað tíma. Samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins er greiðsla fyrir hvem tíma, að því gefnu að unnir hafi verið 150 tímar, um 5.130 kr. á hvem dómanda að meðaltali og ritarann. Jón sagðf að lítið hefði verið um reikningsgerð af þessu tagi síðan Kjaradómur hætti að úrskurða um laun starfsmanna í Bandalagi há- skólamanna og Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, en í það hefði farið mikill tími. „Ég held að þetta sé fyrsti eða annar reikningurinn, sem hefur verið gerður síðan vegna sérstakra verkefna,“ sagði hann. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins er dómendum í kjaradómi og ritara dómsins einnig greidd mán- aðarleg þóknun, sem er óháð vinnu- framlagi. Forsetinn fær greiddar rúmar 13.000 kr. á mánuði en hinir dómendumir fjórir og ritarinn um 10.600 kr. Jón Finnsson sagði að ætlazt væri til að kjaradómendur fylgdust vel með kjaramálum al- mennt, og fyrir þá skyldu kæmi fastagreiðslan. Kjaradóm skipa, auk Jóns Finns- sonar, þeir Jónas A. Aðalsteinsson og Jón Þorsteinsson hæstaréttarlög- menn, Brynjólfur Sigurðsson pró- fessor og Ólafur Nilsson Iöggiltur endurskoðandi. Ritari dómsins er Sigurður Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Síðastliðið haust var tekinn í notk- un tölvubúnaður til að greiða at- kvæði á Aiþingi, en notkun hans var ekki með öllu áfallalaus. Fulltrúar þingflokkanna og starfsmenn Al- þingis mótuðu í vor tillögur um úr- bætur. Sú tafla sem nú er í þingsalnum sýnir einungis heildarniðurstöðu at- kvæðagreiðslu. Afstaða einstakra þir.gmanna kemur fram á útprenti í hliðarherbergjum að lokinni at- kvæðagreiðslu. Nýja taflan mun sýna sætaskipan í þingsalnum og munu ljós kvikna við hvert sæti eftir því hvernig viðkomandi þingmaður greiðir atkvæði. Verður grænt ljós tákn jáyrðis, rautt neitunar, og gult hjásetu. Heildarúrslit sjást einnig. Til að byija með munu ljósin kvikna á töflunni þegar allir þing- menn hafa greitt atkvæði en tölvu- deild Alþingis vinnur nú að forritun á kerfinu þannig að samtímabirting verði möguleg, þ.e.a.s. að Ijós kvikni í töflunni um leið og þingmaður greiðir atkvæði. Gert er ráð fyrir því að kerfið verði fullbúið um áramótin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.