Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
3
Lítil húsbréfakaup síðustu vikur:
Lífeyrissj óðirnir
eru markaðurinn
- segir forstjóri Landsbréfa
SKIPTAR skoðanir hafa verið milli lífeyrissjóðanna og forstöðu-
manna verðbréfafyrirtækja á orsökum þess að ávöxtunarkrafa
Húsbréfa hefur stigið úr 7,3% upp í 7,8% á aðeins þremur vikum.
Verðbréfafyrirtækin vilja meina að hluti af skýringunni á að eftir-
spurn sé í lágmarki sé sumarleyfi í lífeyrissjóðunum, en forstöðu-
menn sjóðanna hafna þeirri skýringu. Gunnar Helgi Hálfdánarson
forstjóri Landsbréfa segir að þróunin hafi verið sú að lífeyrissjóð-
irnir eru markaðurinn fyrir húsbréf og það hafi reynst erfitt að
ná sambandi við forstöðumenn sjóðanna, eða fá fram ákvarðanir
um kaup á Húsbréfum yfir hásumarleyfatímann, sem að vísu er
nú að Ijúka.
Til að mynda urðu eignir lífeyrirs-
sjóðanna á þessu ári meiri en heild-
areignir innlánsstofnanna til sam-
ans í landinu og eiga eftir að verða
mun stærri en innlánsstofnanir á
næstu árum. Þess vegna er spurn-
ing hvort ekki sé komin tími til
að sumir lífeyrirsjóðir taki til end-
urskoðunar fyrirkomulag um töku
sumarleyfa og kaup verðbréfa."
Haldið upp á afmælið
Morgunblaðið/KGA
Kringlan heldur upp á fimm ára afmæli sitt þessa dagana og er gestum í verzlanamiðstöðinni því gert
ýmislegt til skemmtunar. í gær voru meðal annars haldnir rokktónleikar á Kringlutorginu og flykktist
fjöldi manns að til að hlusta.
„Ég fer ekki af þeirri skoðun
minni að sumarleyfi hafa spilað inn
í dræma eftirspurn eftir húsbréf-
um,“ segir Gúnnar Helgi. „En
vissulega kann hluti af skýringunni
að vera sá að sökum hins erfiða
efnahagsástands og sumarleyfa
almennt sé fjárstreymi mun hæg-
ara nú í þjóðfélaginu, fyrirtæki
skili iðgjöldum seinna til sjóðanna
en áður og aðrar greiðslur berist
seinna og fjárstreymið hjá sjóðun-
um þv> af sama skapi minna stað- Samskip off J. Lauritzen ffera samstarfssamniner um Grænlandsflutninera
hefur reynst að ná sambandi við
marga forstöðumenn sjóðanna
sökum sumarleyfa. Undantekning-
ar eru síðan sjóðir eins og Lífeyris-
sjóður verslunarmanna sem fylli-
lega hefur haldið sínum dampi í
kaupum á bréfunum.“
Sigurður B. Stefánsson fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar
íslandsbanka segir að skýring á
dræmum húsbréfakaupum sé að
hluta hægara fjárstreymi í þjóðfé-
laginu yfir sumartímann sem valdi
minni eftirsspurn eftir bréfunum.
VIB er ekki stór viðskiptaaðili með
'húsbréf en Sigurður segir að eftir
að ávöxtunarkrafan fór í 7,8%
hafi dæmið snúist við hjá þeim og
nú sé eftirspurnin eftir húsbréfum
meiri en framboðið.
Gunnar Helgi Hálfdánarson seg-
ir einnig að eftirspum hafi glæðst
aðeins í kjölfar þess að ávöxtunar-
krafan fór í 7,8%. „Hvað sumar-
leyfin varðar er það í sjálfu sér
ekkert nýtt að kaup sumra lífeyris-
sjóða minnka á þeim tíma,“ segir
Gunnar Helgi. „Hinsvegar er það
nýtt í stöðunni að hlutverk lífeyris-
sjóðanna hefur aldrei verið meira
á fjármagnsmarkaðinum en nú.
Eykur tekjur Samskípa
um 100-200 milljónir á ári
SAMSKIP hf og danska skipafélagið J. Lauritzen, sem grænlenska
landstjórnin hefur ákveðið að semja við um sjóflutninga til Græn-
lands, hafa gert með sér rammasamning um samvinnu í Grænlandssigl-
ingum, þar sem skip félagsins munu hafa reglubundna viðkomu í
Reykjavík. Ómar Hl. Jóhannsson forstjóri Samskipa segir að miðað
við forsendur samstarfssainningsins, um að heildarflutningar Samskipa
fyrir Grænlendinga geti numið 2-4.000 gámaeiningum þegar gámavæð-
ingu í Grænlandsflutningum hefur verið komið á innan tveggja ára,
séu tekjur Samskipa af samstarfinu áætlaðar 100-200 milljónir króna
á ári. Það séu svipaðar tekjur og af þeim flutningum fyrir Varnarliðið
á Keflavíkurflugvelli, sem félagið samdi nýlega um.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu afgreiðsluþjónustu hins danska
í gær hefur grænlenska landstjórnin
ákveðið að ganga tii samninga við
J. Lauritzen um framtíðaruppbygg-
ingu og rekstur sjóflutninga við
Grænland. Samningur Samskipa og
J. Lauritzen kveður, að því er fram
kemur í frétt frá Samskipum, meðal
annars á um að Samskip sjái um
skipafélags á íslandi en í áformuðu
siglingakerfi er reiknað með reglu-
bundinni viðkomu skipa þess í
Reykjavík á leið milli Grænlands og
Danmerkur. Samskip munu taka að
sér flutninga á ýmsum inn- og út-
flutningsvörum Grænlendinga, með-
al annars til og frá Ameríku, Eng-
landi og meginlandi Evrópu og verð-
ur umskipað í Reykjavík.
Ómar Hl. Jóhannsson segir að fé-
lagið vænti þess að ná fram aukinni
hagkvæmni bæði hvað varðar aukna
flutningatíðni í Grænlandssiglingum,
og bætta nýtingn á skipum og flutn-
ingamiðstöð félagsins við Holta-
bakka. Ómar sagðist þó ekki að svo
stöddu telja að samningurinn ætti
að leiða til þess að félagið þyrfti að
ráðast í fjárfestingar á sjó eða landi
eða breyta áformum um endurnýjun
skipastóls síns. Þessi samningur,
samningar um Varnarliðsflutninga
svo og 6% aukning flutninga félags-
ins á fyrri hluta ársins, breytti því
ekki að hann byggist við að reikning-
ar félagsins fyrir fyrri hluta ársins
yrðu gerðir upp með nokkru tapi.
Borgin semur við fóstur og leikskólarýmum fjölgar um 150:
Tvö þúsund böm verða
á biðlista um mánaðamót
Reykjavíkurborg hefur samið við fóstrur
sem starfa á leikskólum borgarinnar um
að taka upp ábataskiptakerfi, sem hefur í
för með sér að leikskólarýmum fjölgar um
150 á leikskólum borgarinnar. Um er að
ræða vistun á heilsdagsleikskólum og sagði
Markús Örn Antonsson borgarstjóri, að
fjölgunin næmi rúmlega einum skóla en
nýrri leikskólar rúma um 109 börn. Fjölgun-
inni hefur þegar verið deilt niður á leikskól-
ana og innritun er hafin, en henni á að ljúka
fyrir l. september. Gert er ráð fyrir að
rúmlega 2.000 börn verði á. biðlista eftir
leikskóla hjá Dagvist barna eftir 1. septem-
ber, þar af eru rúmlega 1.150 2ja ára og
eldri, sem bíða eftir hálfsdagsvist og um
850 börn einstæðra foreldrar og náms-
manna bíða eftir heilsdagsvistun.
Garðar Jóhannsson, skrifstofustjóri Dagvist-
ar barna, sagði að samkomulag um ábata-
skiptakerfí fæli í sér að leikskólarýmum verði
fjölgað um 150 í fyrsta áfanga miðað við 1.
janúar síðastliðinn og að þeim áfanga verði náð
í september. í þau rými verða vistuð börn í
heilsdagsvistun eða vistun i fjórar til sex
klukkustundir, samkvæmt náhari útfærslu.
Jafnframt er gert ráð fyrir, að starfsmönnum
verði ekki fjölgað þannig að fóstrum verður
veitt umbun fyrir að fjölga börnum. „Kerfið
er ekki tilbúið en fóstrur munu fá launaupp-
bót,“ sagði hann. Þá er gert ráð fyrir að öðrum
áfanga fjölgunar verði náð fyrir lok samnings-
tímans.
„Ég tel þetta samkomulag mjög mikilsvert
og ánægjulegt að það skuli hafa náðst,“ sagði
Markús. „Það boðar betri nýtingu á húsrými
sem þegar er fyrir hendi og dregur að sama
skapi úr fjárfestingum hjá borginni." Á leikskól-
um borgarinnar verða vistuð 3.176 börn í hálfs-
dagsvist og um 1.366 í vistun allan daginn
eftir 1. september næstkomandi. Á skóladag-
heimilum verða 332 börn.
Borgarstjóri sagði að allt benti til þess að
ekki kæmi til erfiðleika vegna ráðninga starfs-
fólks á leikskólanna að þessu sinni. „Um stöð-
una almennt, þá var nýr leikskóli tekinn í notk-
un í Húsahverfi í vor fyrir 109 börn,“ sagði
Markús. „Verið er að ljúka framkvæmdum við
Foldakot en það er skóladagheimili í Grafar-
vogi. Þar verða 80 hálfsdagsrými en þar sem
útlit er fyrir að börn á grunnskólaaldri í hverf-
inu séu færri er verið að kanna hvort ekki
megi nýta skóladagheimili sem leikskóla að
hluta fyrir 42 börn.“ Þá hefur verið reist við-
bygging fyrir 30 börn við Ægisborg við Ægis-
íðu og kemur sú stækkun að hluta til í stað
leikskólans í Valhöll, sem lagður hefur verið
niður en í byggingu er nýr leikskóli Félagsstofn-
unar stúdenta, þar sem gert er ráð fyrir 60
börnum.
I Rimahverfi er leikskóli í byggingu, sem
rúmar 109 börn og verður hann afhentur í
desember. Við Starhaga er verið að hefja fram-
kvæmdir við leikskóla sem rúmar 109 börn.
„Þegar þessum byggingum verður öllum lokið
þá verða 3.394 hálfsdagsrými á leikskólum
borgarinnar og 1.426 heilsdagsrými," sagði
Markús.
Samkvæmt innritunarreglum Dagvistar
barna eru heilsdagsrými nær eingöngu ætluð
einstæðum foreldrum en hálfsdagsrými börnum
giftra foreldra eða foreldra í sambúð. Aðspurð-
ur um hvað liði greiðslum til foreldra sem kjósa
að dvelja heima með börnum sínum, sagði borg-
arstjóri að unnið væri að mótun reglna um
með hvaða hætti yrði að því staðið, en að fyr-
ir Iok kjörtímabilisins yrði greiðslunum komið á.
í frétt frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins í Kaup-
mannahöfn, kemur fram að nýtt
hlutafélag verði stofnað um Græn-
landsflutningana og verði hlutafé
þess 120 milljónir danskra króna, eða
um 1.150 milljónir íslenskra króna.
J. Lauritzen leggur fram tvo þriðju
hluta þess í reiðufé en framlag græn-
lensku landsstjórnarinnar verður í
formi þeirra fimm skipa sem nú halda
uppi siglingum milli Grænlands og
Danmerkur. Þess sé vænst að með
átaki í gámavæðingu flutninganna
muni samningurinn við J. Lauritzen
spara 150-200 milljónir danskra
króna, eða jafnvirði um 1.400-1.900
milljóna íslenskra króna sem jafn-
gildir 30-40% lækkun á farmgjöldum
og þar með verulegri lækkun vöru-
verðs á Grænlandi.
----»--»-♦--
138 millj.tap
á gjaldþroti
einstaklings
SKIPTUM er lokið í þrotabúi Þor-
leifs Björnssonar, sem rak nokkra
veitingastaði í Reykjavík, en var tek-
inn til gjaldþrotaskipta í nóvember
1990. Ekkert greiddist upp í kröfur
sem samtals námu um 138,5 milljón-
um króna. Auk 256.000 kr. for-
gangskrafna, sem ekkert greiddist
upp f, var lýst 135,1 milljóna króna
almennum kröfum í íslenskum krón-
um og að auki jafnvirði 2,5 milljóna
króna í ítölskum lírum og i 600 þús-
und króna í belgískum frönkum.
---------» ♦ ♦--
Húsvísk matvæli:
Kröfur 51
milljón um-
fram eignir
SKIPTUM er lokið í þrotabúi Húsví-
skra matvæla hf. sem tekin voru til
gjaldþrotaskipta í september á síð-
asta ári. Ógreiddar kröfur nema rúm-
lega 51 milljón króna. Alls var lýst
kröfum að upphæð 54,1 milljón í
þrotabúið en eignir þess reyndust 3
milljóna króna virði.