Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 11
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
671800
OPIÐ SUNNUDAGA
KL. 2-6
Vantar á skrá og á
staðinn árg. ’90-'92
MMC Station turbo '86, hvítur, 5 g., ek.
88 þ. (40 þ. á vél), álfelgur, rafm. í öllu
o.fl. Toppeintak. V. 950 þús. stgr., ýmis
sk. mögul.
Nissan 200 SX turbo interc. '89, rauður,
sjálfsk., rafm. í öllu, geislaspilari o.fl. V.
1490 þús. stgr., sk. á ós.
Daihatsu Feroza DX 4 x 4 ’89, blár/grár,
5 g., ek. 70 þ., sóllúga o.fl. V. 930 þús.,
sk. á fólksbíl mögul.
MMC Lancer.GLX ’89, rafm. í rúðum
o.fi., rauður, 5 g., ek. 63 þ. V. 690 þús.
stgr.
MMC Colt GLX '87, 5 g., aflstýri, ek.
aðeins 39 þ., óvenju gott eintak. V. 480
þús. stgr.
Toyota Corolla DX '88, 3ja dyra, 5 g., ek.
49 þ. V. 550 þús. stgr.
Cherokee Laredo 4.0I '87, 5 g., ek. 44
þ. Toppeintak. V. 1530 þús. stgr.
Mazda B-2600 EX Cap 4x4 ’88, m/húsi,
fallegur Pick up. V. 1180 þús. stgr.
Toyota Touring GLi 4x4 '92, 5 g., ek.
10 þ. Sem nýr. V. 1400 þús. stgr., sk. á ód.
Mazda 323 Fastb. '91, 5 dyra, 5 g., ek.
21 þ. V. 950 þús. stgr.
Citroen AX 10 RE '87, 3ja dyra, ek. 41 þ.
V. 270 þús. stgr.
Renault 10 GTS ’90, 5 dyra, 5 g., ek. 17
þ. V. 830 þús. stgr.
Toyota Corolla XL '91, 3ja dyra, 5 g., ek.
23 þ. V. 830 þús. stgr.
Lada Sport '87, 5 g., ek. 82 þ., léttistýri.
V. 260 þús. stgr.
Toyota Corolla 1600 Liftback '88, 5 dyra,
5 g., ek. 54 þ. V. 680 þús. stgr., sk. á ód.
Minning•-
arsýning
um Ragnar
Kjartans-
son mynd-
höggvara
MINNINGARSÝNING um Ragnar
Kjartansson myndhöggvara verð-
ur opnuð í Nýlistasafninu á morg-
un, laugardaginn 15. ágúst kl.
16.00. Sýningin er haldin í tilefni
20 ára afmælis Myndhöggvarafé-
lagsins í Reykjavík.
A sýningunni er lögð áhersla á
þau myndefni sem listamanninum
voru hugstæð og hjartfólgin. Þá er
á sýningunni úrval mynda sem vinir
og félagar Ragnars drógu upp af
honum við ýmis tækifæri, alls um
40 verk unnin með margvíslegri
tækni.
Sýningunni fylgir sýningarskrá
með ritgerð eftir Eirík Þorláksson
og ljósmyndum eftir Önnu Fjólu
Gísladóttur.
Minningarsýningin um Ragnar
Kjartansson myndhöggvara stendur
yfir daglegag frá kl. 14 til 18 og
henni lýkur sunnudaginn 30. ágúst.
Eitt verka Ragnars Kjartansson-
ar.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
------------------I---------------|—j---
Sumartónleikar í Skálholtskirkju:
Síðasta tónleikahelgi sumarsins
TÓNLEIKAR verða haldnir í Skálholtskirkju laugardaginn 15. og
sunnudaginn 16. ágúst, sem er jafnframt síðasta tónleikahelgi sum-
arsins. Flutt verða verk eftir J.S. Bach og fer allur tónlistarflutning-
ur Bach-sveitarinnar fram á upprunaleg hljóðfæri.
í fréttatilkynningu frá Sumartón-
leikum í Skálholtskirkju segir: „Sum-
artónleikar hafa ætíð lagt ríka
áherslu á flutning barokktónlistar
og var Bach-sveitin í Skálholti stofn-
uð 1986. Allur flutningur sveitarinn-
ar fer fram á upprunaleg hljóðfæri
og hefur Þjóðhátíðarsjóður og nokk-
ur fyrirtæki stutt sveitina til kaupa
á fimm hljóðfærum. Bach-sveitinni
hefur borist liðsauki úrvals barokk-
hljóðfæraleikara frá Englandi,
Þýskalandi og Bandaríkjunum og
verður Eva Maria Röll, fiðluleikari
frá Þýskalandi, konsertmeistari
sveitarinnar að þessu sinni. Sérstak-
ur gestur Bach-sveitarinnar í sumar
er bandaríski selló- og sömbuleikar-
inn, Laurence Dreyfus, sem leikur
með og stjórnar sveitinni og verður
þar að auki með einleikstónleika.
Þetta er í annað sinn sem Dreyfus
kemur til íslands til að leika á Sumar-
tónleikum í Skálholtskirkju og
gleyma menn seint tónleikum hans
þar árið 1985. Dreyfus er sérfræð-
ingur í barokktónlist og er eftirsóttur
um allan heim sem einleikari, leið-
beinandi og fyrirlesari. Dreyfus hefur
kennt tónlistarfræði við Yale-háskól-
ann í Bandaríkjunum. Hann hefur
hlotið íjölda viðurkenninga og verð-
launa, skrifað bækur um tónlistarleg
málefni og leikið inn á hljómplötur.
Kl. 13 á laugardaginn flytur Laur-
ence Dreyfus fyrirlestur í Skálholts-
skóla sem hann nefnir „Bach as
Critic of Enlightment" (Bach sem
gagnrýnandi upplýsingastefnunnar".
I erindi sínu mun hann sérstaklega
§alla um kantötu BWV 198 eftir
J.S. Bach.
Fyrri tónleikar laugardagsins í
Skálholtskirkju verða kl. 15. Þá leik-
ur Dreyfus tvær svítur fyrir selló
eftir J.S. Bach, svítu nr. 1 í G-dúr,
BWV 1007 og svítu nr. 2 í d-moll,
BWV 1008. Kl. 17 flytur Bach-sveit-
in í Skálholti ásamt einsöngvurum
og kór tvær kantötur eftir J. S. Bach,
„Schlage doch gewúnschte Stunde“,
BWV 53 og „Lass, Fúrstin, lass noch
einen Strahl", BWV 198. Einsöngv-
arar eru Margrét Bóasdóttir sópran,
Sverrir Guðjónsson alt, Knut Schoch
tenór og Michael J. Clarke bassi.
Kórstjóri er Hilmar Örn Agnarsson,
organisti í Skálholtskirkju. Á sunnu-
daginn kl. 15 verða síðari tónleikar
laugardagsins endurteknir og messa
verður kl. 17. í messunni verður flutt
kantatan „'Schlage doch gewúnschte
Stunde" og Laurence Dreyfus flytur
einleiksverk. Haldið verður námskeið
í barokkhnéfiðluleik 12.—13. ágúst
undir handleiðslu Dreyfus. Boðið
verður upp á barnapössun meðan á
tónleikunum stendur og verður veit-
ingasalan í Skálholtsskóla opin. Að-
gangur er ókeypis.
Ford Bronco II XL ’90, steingrár, 5 g.,
ek. 32 þ. Fallegur jeppi. V. 1950 þús.
stgr., sk. á ód.
Ford Sierra 1800 CL Sedan '88, brún-
sans, 5 g., ek. 53 þ. Fallegur bíll. V. 590
þús. stgr.
MMC Lancer GLX Hlaðbakur ’91, brún-
sans, sjálfsk., m/overdr., ek. 25 þ., hiti í
rafm. í öllu. V. 930 þús. stgr.
OKEYPIS
skemmtun í sveitinni
Kynntu þér ágústtilboð Ferðaþjónustu bænda
Allar upplýsingar gefur skrifstofa Ferðaþjónustu bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, s. 623640/623643, fax 623644.
V *
TEPPI
FLÍSAR
BÚTAR
DÚKAR
K0RKUR
PARKETT
M0TTUR
0G FL. OG FL.
GÓLFEFNAMARKAÐUR
SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950
TEPPABÚÐIN