Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
íslenskt lögreglulið
hjá New Scotland Yard
Sagt frá heimsókn rannsóknarlögreglumanna á sögufrægar lögregluslóðir í London
Þriðja grein
Gestgjafarnir á föstudagskvöldinu, frú Hervör Jónasdóttir og Helgi
Ágústsson sendiherra.
Þarna má sjá, talið frá vinstri, dr. Gísla Guðjónsson sálfræðing, Bjarn-
þór Aðalsteinsson formann FÍR og Guðmund Guðjónsson yfirlög-
regluþjón í Reykjavík.
eftir Gunnlaug
Snævarr og Sigurgeir
Sigmundsson
Á sumardaginn fyrst sl. lagði
hópur íslenskra rannsóknarlög-
reglumanna upp í ferð til London.
Ætlunin var að heimsækja Scot-
land Yard og sjá þá frægu stofnun
og nema af meisturunum. Hópur-
inn kom á hótel sitt, Clifton Ford,
sem mörgum íslendingum er kunn-
ugt, að kvöldi þessa dags sem vek-
ur ætíð vonir um betri tíð með
blóm í haga og sæta langa sumar-
daga eins og afmælisbarn ársins
orðaði það.
Snemma að morgni föstudags-
ins var hópurinn saman kominn
fyrir utan höfuðstöðvar Scotland
Yard. Eins og sönnum rannsóknar-
lögreglumönnum sæmir voru allir
mættir löngu fyrir umtalaðan tíma.
Stjákluðu menn fyrir utan þessa
miklu byggingu og reyndu að sýn-
ast gáfulegir á svip. Sást þar marg-
ur Sherlock Holmes svipurinn því
margir byijuðu á því að telja hæð-
ir hússins. Var mér ekki grunlaust
um að sumir teldu öruggara að
sannreyna að allar hæðirnar væru
á sínum stað, að engri hefði verið
stolið um nóttina.
Byggingin New Scotland Yard
Undir traustri forustu formanns
Félags íslenskra rannsóknarlög-
reglumanna (FÍR), Bjarnþórs Að-
alsteinssonar, var ráðist til inn-
göngu í þetta fræga hús. Strax í
anddyri urðu menn varir við
nokkra öryggisgæslu, ekki síðri en
á aðallögreglustöðinni við Hverfis-
götu í Reykjavík. Fékk enginn að
hreyfa sig fyrr en hann hafði skil-
að af sér myndavélum og fengið
gestapassa. Því er það svo að enga
myndir af innviðum stofnunarinanr
fylgja þessari grein. Allt var þetta
gert af hinni mestu kurteisi og ljúf-
mennsku eins og einkennir enska,
og vonandi íslenska, lögregluþjóna.
Hópnum var strax skipt og fór
minn hópur í fingrafaradeild stofn-
unarinnar og fengum við sögulegt
yfirlit yfir starfsemi hennar og lit-
um augum ýmislegt fróðlegt. (Var
ekki laust við að sumir drægju
ýsur þegar á leið enda getur sagn-
fræði verið erfið í of stórum
skömmtum.) Fengu menn þó
nokkrar upplýsingar um hvernig
þekktir glæpamenn höfðu reynt
að villa um fyrir fingrafarasér-
fræðingum með ýmsum kiækja-
brögðum sem eðlilega verða ekki
skýrð á þessum vettvangi. Höfðu
sérfræðingamir safnað saman alls
kyns myndum af afbrigðilegum
mannshöndum og vakti það safn
nokkra athygli viðstaddra.
Tölvutækni við
fingrafaragreiningu
Þegar leið á morguninn fengum
við að kynna okkur ýmiss konar
tækni til fingarfaragreininga, ekki
hvað síst tölvutækni. Þrátt fyrir
að okkur þætti nokkuð um var
fræðari okkar ekki ánægður með
kerfið og sagði okkur að í undir-
búningi væri að kaupa nýtt og
fullkomnara kerfi. Hann benti á
að tölvan væri ekki nákvæm og
gæfi alltaf nokkuð marga mögu-
leika, eða allt að 15 þó venjulega
væri rétti aðilinn á meðal þeirra 5
fyrstu er tölvan gæfi upp. Þótt
tölvutæknin gerði greinilega sitt
gagn var ljóst að handavinnan var
gífurlega mikil. Fingrafaradeildin
náði yfir þijár hæðir í þessu húsi
og hvarvetna mátti sjá fólk vinna
að flokkunum og leitun að hinni
einu réttu lausn. Athygli vakti það
að þama voru lögreglumenn í
minnihluta, það þykir of dýr lausn
að hafa menntaða lögreglumenn í
slíkri leit. Hins vegar var það lög-
reglumaður, með fingrafarafræði
sem sérgrein, sem endanlega gaf
álit sitt á vinnu greiningarmann-
anna og sendi greininguna til
réttra aðila. Gífurlegt magn af fin-
grafaraspjöldum hefur hlaðist upp
hjá deildinni enda geta komið allt
að 2.500 för inn á einum degi til
flokkunar. Fannst manni ömggast
að hnerra ekki mjög hastarlega
því þá kynni aldagamalt ryk að
fara á stjá. Þama mátti sjá rekka
eftir rekka fulla af spjöldum með
þessum alþekktu svörtum klessum
sem, þrátt fyrir sakleysislegt yfir-
bragð, hafa leyst hinar furðuleg-
ustu gátur og leitt harðsvíruðustu
glæpamenn inn fyrir rimlana eða
frelsað þá frá innilokun og dómum.
Upphaf fingrafararannsóknar
í Bretlandi
Þó hugmundin um fingraför,
sem kennitákn, sé ævagömul var
það ekki fyrr en á 17. öld að Bret-
ar fóru að veita þeim athygli sem
hugsanlegu hjálpargagni. Margs
konar mistök ollu því að vart er
hægt að tala um fingratöku, sem
risið getur undir nafni, fyrr en
undir síðustu aldamót. Þessi deild
sem við höfðum verið að kynna
okkur heitir National Identification
Bureau. Hún skiptist í tvennt, þ.e.
fingrafaradeild og gagnadeild, The
National Fingerprints Office og
The National Criminal Records
Office. í þeirri síðarnefndu eru
geymdar um fimm milljónir skráa
á míkrófilmum.
Hádegisverður lyá breskum
Þá var komið að langþráðri
stund, sjálfum hádegismatnum.
Hans höfðu menn beðið lengi með
óþreyju. Var okkur vísað inn í
„Peelers restaurant“, sem var mun
vistlegri en salur fyrir hina
„óbreyttu". Sátu menn þar dijúgan
tíma við snæðing hinna aðskiljan-
legustu rétta. Verður það að segj-
ast eins og er að ekki hækkaði
ensk matargerðalist í áliti undirrlt-
aðs. Á tímabili leit þetta heldur
skelfilega út er menn uppgötvuðu
að þeir ættu, samkvæmt dagskrá,
að sitja að þessum snæðingi í nær
þijá klukkutíma. Að sjálfsögðu var
því bjargað við og við fengum
meira að heyra og sjá.
Þess má geta að í „Peelers
restaurant“ voru nokkrir glerskáp-
ar með alls kyns munum sem hafa
borist New Scotland Yard frá lög-
reglumönnum- og embættum í
ýmsum löndum. Þar tóku árvökulir
menn eftir íslenskri lögreglu-
stjömu, en það sem vakti meiri
athygli var bók eftir Þórð Kárason,
fyrrverandi lögregiumann, sem þar
var á góðum stað. Á forsíðu bókar-
innar getur að líta Þórð í einkennis-
búningi sínum, en heiti bókarinnar
er Hjarðarfellsætt. Þórður er eins
og margir vita margfróður um
ættir Snæfellinga, en vafalaust
telja flestir þeir sem þarna hafa
borið bókina augum, að um sé að
ræða einhvers konar fagbók lög-
reglumanna, enda forsíðumyndin
þess eðlis og tungumálið framandi.
Stærsta stjórnstöð lögreglu í
heiminum skoðuð
Var nú farið með allan hópinn
til að sýna okkur hvemig brugðist
væri við þegar hringt er í neyð í
númerið 999. Höfðu þeir komið sér
upp nokkurs konar sýningarher-
bergi og virtist Ijóst að þetta væri
ekki fyrst heimsóknin sem þeir
fengu. Það verður að segjast að
þrátt fyrir alla þessa stærð og
umfang löggæslunnar þá „fúnker-
ar“ hún. (Leiðsögumaður okkar
var ungur yfirmaður sem talaði
afskaplega vonda ensku fyrir ís-
lendinga og fór margt af því sem
hann sagði fyrir ofan og neðan
garð hjá undirrituðum.) Hann
leiddi okkur um ganga og sýndi
okkur tölvuherbergi og hjarta lög-
reglunnar. Heyrðist manni að
vandamálin væru svipuð og á ís-
landi og höfðu ýmsir á orði að hitt
og þetta væri um betra heima.
Hvort það var bara stolt íslend-
ingsins eða ekki er alveg víst að
húsnæði er víðast betra hér heima
og örugglega alls staðar betra loft.
Fannst undirrituðum alveg ótrú-
lega vont loft á þessum fræga stað
enda góðu vanur úr Svarfaðardal
og af Seltjarnarnesi. Var nú langt
liðið á dag og tóku menn nú að
tygja sig heim á hótel með alls
kyns upplýsingar eftir fróðlega
heimsókn. Enn sannaðist það fyrr
undirrituðum að heima er best.
Að kvöldi þessa heimsóknardags
var félgasmönnum sýndur heiður
af íslensku sendiherrahjónunum í
London, Helga Ágústssyni og frú
Hervöru Jónasdóttur, er þau buðu
til móttöku í sendiráðinu. Þar
mættu einnig þeir makar félags-
manna sem brugðu sér með þessa
ferð.
Ferðalok
FÍR bauð til kvöldverðar í veit-
inga- og skemmtistaðnum Talk of
London á sunnudagskvöldi, síðasta
heimsóknardeginum. Þar var á
boðstólum kvöldverður (sem var
mun kræsilegri en hádegisverður-
inn hjá New Scotland Yard) ásamt
kabarettsýningu og söng sem féll
í góðan jarðveg.
Heiðursgestur FÍR þetta kvöld
var sálfræðingurinn dr. Gísli Guð-
jónsson, en hann hefur getið sér
gott orð í Bretlandi og víðar fyrir
störf sín á sviði réttarsálfræði.
Störf Gísla við mál sem kennd eru
við fjórmenningana frá Guildford
og sexmenninganá frá Birming-
ham hafa komið af stað miklum
umræðum um breskt réttarfar og
þarlend stjórnvöld vinna nú að
endurskoðun á því. Þessir tíu menn
voru dæmdir í lífstíðarfangelsi árið
1975, fyrir hryðjuverk, en hefur
nú verið sleppt fijálsum eftir rétt-
arhöld, þar sem rannsóknir Gísla
vógu nógu þungt. Um þetta hefur
verið fjallað í Morgunblaðinu, m.a.
í viðtali við Gísla.
Tvíburabróðir Gísla er Guð-
mundur Guðjónsson yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, og að sjálfsögðu
var hann með í þessari ferð. Gísli
færði Félagi íslenskra rannsóknar-
lögreglumanna að gjöf bók eftir
sig, sem var þá nýútkomin. Bókin
heitir á frummálinu „The psycho-
logy of interrogations, confessions
and testimony“, sem mætti kalla
á íslensku „sálfræðileg einkenni
yfirheyrslna, játninga og fram-
burðar".
FÍR hefur mikinn áhuga á að
fá Gísla til íslands til að fræða
íslenska rannsóknarlögreglumenn
um viðfangsefni sín og rannsóknir.
Gísli sýndi þeirri málaleitan mikinn
áhuga og það er því mjög líklegt
að næsta námsstefna snúist að
mestu leyti um þetta efni. Það
yrði þó ekki í fyrsta skipti sem
hann fræddi íslenska rannsóknar-
lögreglumenn því hann flutti erindi
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins
fyrir nokkrum árum.
Félag íslenskra rannsóknarlög-
reglumanna vill þakka þeim aðilum
sem veittu styrk til þessarar náms-
og kynnisferðar. Það var ljúft að
finna þann velvilja og skilning sem
rannsóknarlögreglan á íslandi nýt-
ur.
Höfundar eru Gunnlaugur
Snævarr og Sigurgeir
Sigmundsson, fclagnr í FIR■