Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
15
Nokkrar athugasemdir
við nýleg- stjórnarfrumvörp
Seinni hluti
eftirMagna Guð-
mundsson
Seðlabanki íslands hefur lengst-
um starfað eftir lögum nr. 10/1961,
en gildandi lög eru nr. 36/1986.
Hlutverk hans er m.a. að annast
seðlaútgáfu, varðveita gjaldeyris-
varasjóð, vera banki ríkissjóðs og
banki innlánsstofnana, en megin-
verkefnið er stjórn fjármagns í
umferð með óbeinum hætti. Seðla-
bankinn hefir til þessa ekki beitt
hefðbundnum tækjum miðbanka í
því skyni. I nýja lagafrumvarpinu,
sem fyrir liggur, felst ótvíræð heim-
ild fyrir bankann til að kaupa og
selja ríkisskuldabréf á opnum mark-
aði, þannig að peningastofninum
megi halda stöðugum og vöxtum
innan settra marka (12. gr.).
Hér verður vikið að breyttu hlut-
verki Seðlabankans, sem frumvarp-
ið boðar.
Skv. 4. gr. gildandi laga (nr.
36/1986) skal stjórn Seðlabankans
„telja það eitt meginhlutverk sitt
að vinna að því, að sú stefna, sem
ríkisstjórnin markar að lokum, nái
tilgangi sínum“. í frumvarpinu er
þetta ákvæði fellt niður og mark-
mið Seðlabankans talið vera „að
varðveita verðgildi íslenzka gjald-
miðilsins og stuðla að stöðugu verð-
lagi“ (3. gr.).
Skv. gildandi lögum á Seðlabank-
inn. jafnframt að vinna að því, „að
framleiðslugeta atvinnuveganna sé
nýtt á sem fyllstan og hagkvæmast-
an hátt“ (3. gr.). Einnig þetta er
fellt niður í nýja lagafrumvarpinu,
enda talið vera í mótsögn við mark-
mið um stöðugt gengi og verðlag
(sbr. lesmál með frumvarpinu bls.
19). Svo er þó ekki í reynd, því að
einmitt stöðugt gengi og verðlag
styrkja rekstrargrundvöll atvinnu-
veganna allajafna. Hins vegar geta
skapazt aðstæður, sem gera óhjá-
kvæmilegt t.d. að breyta skráðu
gengi eða að láta það fljóta. Það á
sérstaklega við um land eins og
okkar með opið hagkerfi, háð mikl-
um innflutningi og útflutningi, —
land með einhæfa framleiðslu, sem
að sínu leyti er háð stopulum afla
á miðunum og sveiflukenndu verði
á heimsmarkaði. Þeir, sem standa
að nýjum Seðlabankalögum, telja
mestu varða, svo sem segir í liðum
a og b í 3. gr. frumvarpsins, „að
stuðla að virkri og öruggri starfsemi
á fjármagnsmarkaði og varðveita
nægjanlegan gjaldeyrisvarasjóð til
þess að greiða fyrir frjálsum við-
skiptum við útlönd". Þarna mun
væntanlega átt við fjárfestingu ís-
lendinga erlendis og útlendinga hér
heima, sbr. nýleg lög um þau efni.
Ríkisstjórn á skyldur við þjóðina
alla, ekki eina stétt. Hún er hins
vegar vanmáttug, nálega einskis
megnug, án valds í peningamálum.
Spurningin er, hvort verið sé með
ofangreindum breytingum að gera
Seðlabankanum mögulegt að reka
peningamálastefnu, sem er í and-
stöðu við stefnu ríkisstjórnar í efna-
hagsmálum. Slíkt er varhugavert
og ekki í anda lýðræðis.
Skv. margnefndu frumvarpi er
Seðlabankanum óheimilt að veita
ríkissjóði lán (19. gr.). Skynsam-
legra hefði verið að setja bæði
lánsfjárhæð og lánstíma ákveðin
takmörk. Með lántökubanni verður
ríkissjóður háðari verðbréfasölu á
fijálsum markaði, en það getur
truflað miðstýringu Seðlabankans
skv. 12. gr. nýja lagafrumvarpsins
(sbr. hér að framan). Afleiðingin
verður vætnanlega sú, að ríkissjóð-
ur flytur reikningsviðskipti sín að
meira eða minna leyti til vipskipta-
bankanna. svo er reyndar víða um
lönd, og felst í því viss ávinningur.
Gert er ráð fyrir því í frumvarp-
inu, að ákvæði um samþykki ráð-
herra við ákvörðun Seðlabankans
verði nær alls staðar felld úr lögum
(sbr. lesmál bls. 21). Þetta er
spaugilegt, ef það er rétt hermt,
að núverandi bankamálaráðherra
hyggist sjálfur verða Seðlabanka-
stjóri. Ákvæðin voru einmitt sett í
hans ráðherratíð. —
Trausta samvinnu verður að
tryggja milli ríkisstjórnar og Seðla-
banka. Þá og því aðeins standa
vonir til þess, að hagstjórn í landinu
verði virk. Að réttu lagi á Seðla-
bankinn að heyra undir fjármála-
ráðuneytið, ekki viðskiptaráðuneyti,
og bankaeftirlitið líka.
Frumvarp til laga um stofnun
hlutafélags um rekstur Lands-
banka og Búnaðarbanka
Frumvarpið gerir ráð fyrir, að
allt hlutaféð verði í eigu ríkissjóðs
við stofnun, en skipt í hluti (3. gr.),
sem seljanlegir yrði seinna með
I
ótó'í
(tet
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
GfflAFLlSARÁGÓÐUWRÐI
Ilk UT!
-n M M ll l ll
ij
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
SIÐUSTU TILBODSDAGARNIR
Enn meiri verdlækkun
PÓSTSENDUIH
Opid laugardag kl. 10-14
x og Z barnafataverslun,
Skólavörðustíg 6B,
sími 621682.
samþykki Alþingis (9. gr.). Tilgang-
urinn með hlutafélagsforminu er
sagður vera að skapa jafnræði á
fjármagnsmarkaði. Svo er raunar
ekki, meðan tveir bankar af þrem
eru enn í eigu ríkis. Það breytist,
þegar hver og einn starfar með
sama hætti sem sjálfstætt hlutafé-
lag.
Þar með er hins vegar ekki sagt,
að tryggð verði samkeppni á fjár-
magnsmarkaði — milli bankanna
innbyrðis og við erlenda banka.
Hóflegir vextir og þjónustugjöld
nást ekki án miðstýringar. Það er
ögn gráglettið, að jafnhliða því sem
Seðlabankinn reyndir að skerða
peningastjórn ríkisvaldsins hefir
hann sjálfur afsalað sér rétti til
beinnar íhlutunar um vexti. Það
geri hann með auglýsingu 11. ágúst
1984, er síðan var lögfest með 9.
gr. Seðlabankalaganna 1986.
Heimild til að kaupa og selja verð-
bréf á opnum markaði skv. 12. gr.
nýja Seðlabankafrumvarpsins verð-
ur varla virkt tæki til að stýra pen-
ingaframboðinu um all-langan
tíma, enda hefir því ekki verið beitt
frá stofnun bankans. Sala ríkis-
skuldabréfa af hans hálfu hefir ein-
ungis verið til fjáröflunar fyrir ríkis-
sjóð. Það er því hætt við, að eins
konar tómarúm eða stjórnleysi verði
á fjármagnsmarkaði um sinn, unz
reynsla er fengin af hinu nýja kerfi.
Meðan svo er ástatt, getur einn
viðskiptabanki ríkis, Landsbanki,
haft hemil á vöxtum og þjónustu-
gjöldum. Einkavæðing hans er alls
ekki tímabær, hvað svo sem ákveð-
ið yrði um hinn ríkisbankann. —
Einkavæðing opinberra fyrir-
tækja er orðin að pólitískum far-
aldri í Evópu. Gleymd virðist sú
skoðun, sem ruddi sér til rúms í lok
seinni heimsstyijaldar, að þegnar
þjóðfélagsins ættu rétt á atvinnu.
Þann rétt ætti að tryggja í lögum,
jafnvel stjórnarskrá. Til slíks þarf
ríkissjóður að hafa mikil umsvif,
er geri honum kleift að haga fjár-
lögum eftir atvinnuþörf á hveijum
tíma. Með einkavæðingunni hefir
Magni Guðmundsson
það orðið æ erfiðara. Atvinnuleysi
fer hraðvaxandi í álfunni. Ef svo
heldur áfram, mun það skapa
ókyrrð. Nýtt stéttastríð kann að
skella á. Óheftur markaðsbúskapur
getur leit.t þjóðir Vesturlanda í svip-
aðar ógöngur og einhliða sameign-
arstefna leiddi þjóðir Austur-Evr-
ópu. Blandað hagkerfi hefir gefið
bezta raun gegnum tíðina, og fara
ætti varlega í allar breytingar.
Höfundur er doktor í hagfræði.
OGBRAGÐAÐU LJUFFENGU RETTINA OKKAR.
í ÁGÚST BJÓÐUM VIÐ ÖLLUM OKKAR GESTUM
ÍS MEÐ SÚKKULAÐISÓSU í EFTIRRÉTT.
Hamborgari special
AUK ÞESS FJOLDIANNARRA
GÓMSÆTRA RÉTTA Á GÓÐU VERÐI
585 kr. tr rz 't
695 kr. y'sh
610 kr. iÞ?'*
420 kr. r.£~%
s
Ws
l/jjí'