Morgunblaðið - 14.08.1992, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
Pablo Escobar ákærð-
ur í Bandaríkjunum
EITURLYFJASMYGLARINN Pablo Escobar hefur verið ákærður í
Bandaríkjunum fyrir að sprengja í loft upp kólumbíska farþegavél
árið 1989 og drepa þannig alla sem um borð voru. Escobar og samsær-
ismaður hans, Munos Mosquera, gætu hlotið dauðadóm ef máiið verð-
ur rekið áfram fyrir bandarískum dómstólum.
Ekkert hefur spurst til Escobars
síðan hann slapp úr Envigada-fang-
elsinu í Kólumbíu fyrir þrem vikum.
Stjórnvöld þar hafa heitið sem nem-
ur 84 milljónum ÍSK fyrir Escobar.
Hinn 26 ára gamli leigumorðingi
Mosquera situr hins vegar bak við
lás og slá í alræmdu fangelsi í Illino-
is. Hann var handtekinn í New York
síðasta haust fyrir að villa á sér
heimildir og dæmdur til sex ára
fangavistar.
Bandaríkin hafa lögsögu í máli
kólumbísku farþegaþotunnar þar
sem tveir Bandaríkjamenn voru um
borð. Saksóknari í Brooklyn segir
sprengjuna hafa verið ætlaða far-
þega sem hugðist vitna gegn Esco-
bar.
Eldfjall
á Venus
Könnunarfarið Magellan
sendi frá sér þessa litmynd
af nafnlausu eldfjalli á
óreglulegu sprungusvæði á
Phoebe-svæðinu á Venus.
Eldvirkni er mest á rauðu
svæðunum en minni á þeim
bláu. Tindurinn (blár) er í
um 2ja kílómetra hæð.
Svæðið á myndinni er um
587 kílómetrar á hvern kant.
Asíuríki tortryggin í garð
nýs fríverslimarbandalags
Hong Kong, Brussel, Genf. Reuter.
TORTRYGGNI gætti í viðbrögðum Asíuþjóða við samkomulagi stjórn-
valda í Bandaríkjunum, Kanada og Mexikó um að rífa niður tolla-
múra milli landanna og koma á einum markaði 350 milljóna manna.
Viðbrögð embættismanna Evrópubandalagsins voru varfærnisleg, en
þeir sögðu að slík fríverslunarbandalög væru af hinu góða svo fremi
sem reglur Hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti (GATT)
væru virtar.
Japanir óttast einkum að stofnun
Fríverslunarbandalags Norður-
Ameríku (NAFTA) verði til þess að
reglum um tolla á bílainnflutning
innan ríkjanna þriggja verði breytt.
Samkvæmt núgildandi reglum í
Bandaríkjunum og Kanada fá bíla-
innflytjendur ekki tollaafslátt nema
50% framleiðslunnar fari fram inn-
anlands. Japanskir bílaframleiðend-
ur sögðust óttast að þetta hlutfall
yrði hækkað.
Embættismenn í Tókýó sögðu að
stofnun NAFTA gæti orðið til þess
að draga úr fjárfestingum Japana í
Norður-Ameríku, einkum í Mexikó.
Stjórnvöld í Mexikó hafa vonast eft-
ir auknum fjárfestingum Japana í
landinu vegna lágs launakostnaðar.
Embættismenn í fátækari ríkjum
Austur-Asíu sögðust hins vegar hafa
áhyggjur af því að NAFTA leiddi til
þess að bandarísk fyrirtæki kysu að
fjárfesta í Mexikó frekar en í Asíu.
Þetta gæti leitt til minnkandi hag-
vaxtar í löndum eins og Singapore,
Malasíu og Tælandi. Þá óttast
stjórnvöld í Tælandi að Mexikómenn
he§i framleiðslu á varningi sem
Tælendingar flytja út til Bandaríkj-
anna og Kanada. Tælenskur vefnað-
ar- og fataiðnaður kunni því að
standa frammi fyrir vaxandi sam-
keppni frá Mexikó.
„Evrópubandalagið fagnar ætíð
stofnun fríverslunarbandalaga, svo
fremi sem reglur GATT eru virtar,“
sagði embættismaður framkvæmda-
stjórnar EB í Brussel.
Arthur Dunkel, framkvæmda-
stjóri GATT, sagði að grein 24 í
GATT-samningnum heimilaði stofn-
un fríverslunarbandalaga eins og
NAFTA. „Samkvæmt kenningunum
skapa slík bandalög nægilega mik-
inn hagvöxt heima fyrir til að þau
geti aukið innflutning frá öðrum ríkj-
um,“ sagði annar embættismaður
GATT, sem bætti við að þetta væri
einmitt reynslan af Evrópubandalag-
inu.
Þjóðþing Bandaríkjanna, Kanada
og Mexikó verða að staðfesta samn-
inginn um fríverslunarbandalagið.
Stefnt er að því að gera ríkin þijú
að einum markaði í áföngum á 15
árum.
Qrðrómur um framhjáhald Bush
hleypir af stað fjölmiðlafári
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgnnblaðsins.
ÓSTAÐFESTUR orðrómur, sem fréttamenn helstu fjölmiðla Banda-
ríkjanna hafa árangurslaust leitað heimilda fyrir, er nú orðinn að
fyrsta máli á dagskrá í sjónvarpsfréttum og forsíðumál í dagblöð-
um þótt hann sé aðeins studdur orðum fyrrverandi sendiherra, sem
nú er látinn.
George Bush og kona hans, Barbara.
Næsti forseti Bandaríkjanna
verður maður, sem sakaður hefur
verið um að hafa verið ótrúr í hjóna-
bandi. Bandaríkjaforsetar hafa
margir verið grunaðir um framhjá-
hald. Frægast er sennilega dæmið
um John F. Kennedy. Hins vegar
var þegjandi samkomulag um að
starfsskyldur fréttamanna næðu
ekki til þess, sem gerðist í rúminu.
Nú er öldin önnur. Draumur Garys
Harts um Hvíta húsið varð að engu
þegar blaðamenn gómuðu hann í
næturheimsókn hjá Donnu nokkurri
Rice á meðan eiginkonan svaf
heima. Fjölmiðlar láta margir sem
það sé þeim ekki að skapi að flytja
fréttir af ástamálum frambjóðenda
og stjórnmálamanna. En fáir skor-
ast undan þegar á hólminn er kom-
ið.
Og sú var raunin þegar spjótin
beindust loks opinberlega að
George Bush, núverandi Banda-
ríkjaforseta. Bush leyndi ekki
hneykslan sinni þegar fréttakona
frá sjónvarpsstöðinni CNN spurði á
blaðamannafundi á þriðjudag hvort
eitthvað væri hæft í forsíðufrétt
dagblaðsins The New York Post þá
um morguninn, að hann hefði í
embætti varaforseta undir stjórn
Reagans átt ástarfund með Jennifer
Fitzgerald, starfsmanni hans um
langt skeið, í Genf. Bush neitaði
að svara, þar sem hann stóð við
hlið forsætisráðherra ísraels, utan
hvað orðrómurinn væri lygi. Bar-
bara Bush, kona forsetans, sagði
daginn eftir að spurningin væri fyr-
irlitleg.
En Bush var ekki sloppinn. Síðar
sama dag var hann spurður í við-
tali í skrifstofu sinni í Hvíta húsinu
hvort hann hefði nokkru sinni hald-
ið framhjá. Bush neitaði að svara
og hneykslaðist á því að blaðamað-
urinn skyldi gerast svo frakkur að
spyija svona í helgustu véum for-
setaembættisins.
Bush slóst þar í hóp með Bill
Clinton ríkisstjóra Arkansas, for-
setafrarnbjóðanda demókrata.
Clinton þurfti í forkosningum demó-
krata að veijast ásökunum um
framhjáhald sem næstum riðu
framboði hans að fullu þegar kona
að nafni Gennifer Flowers kom
fram á sjónarsviðið og sagðist hafa
verið í ástarsambandi með fram-
bjóðandanum.
Fylginautur Bush í fimmtán ár
Orðrómur um Bush og Fitzgerald
hefur verið á kreiki um nokkurt
skeið og hvað sem hæft er í honum
hefur hún fylgt fast á hæla honum
hvert á land sem er. Hún starfaði
í bandaríska sendiráðinu í Kína
þegar Bush var sendiherra þar, var
gerð að aðstoðarmanni í bandarísku
leyniþjónustunni CIA þegar hann
var yfirmaður hennar og varð að-
stoðarmaður hans í embætti vara-
forseta. Hún ferðaðist mikið með
Bush seinna kjörtímabilið sem hann
var varaforseti og þá á umræddur
atburður að hafa átt sér stað. Hún
var gerð að aðstoðarsiðameistara í
utanríkisráðuneytinu þegar Bush
varð forseti.
Larry Sabato, prófessor í stjóm-
málafræði þegar Bush varð forseti,
hefur skrifað bók um það æði, sem
virðist grípa fjölmiðla þegar vafa-
samar sögur komast á kreik. Sab-
ato segir að allt frá árinu 1981
hafi heyrst kvittir um Bush og Fitz-
gerald og einnig aðrar konur. Merg-
urinn málsins hjá Sabato er sá að
fjöldi fréttamanna hafi reynt að
fylgja þessum sögusögnum eftir,
en aldrei haft erindi sem erfiði.
Heimildirnar fyrir þessari frétt
eru veikari en venja er þegar mál
af þessu tagi komast í hámæli. Ein-
hver sagði að munurinn á repúblik-
önum og demókrötum væri ekki sá
að hinir fyrrnefndu væru siðavand-
ari en hinir síðarnefndu. Viðhöld
lauslátra demókrata væru einfald-
lega lausmálli en viðhöld lauslátra
repúblikana. Gennifer Flowers rauk
í blöðin og seldi sögu sína. Jennifer
Fitzgerald er sögð erlendis og er
ekki til viðtals.
Það sem kom fjaðrafokinu af stað
var neðanmálsgrein í nýútkominni
bók eftir Susan B. Trenton, sem
nefnist The Power House og fjallar
um þrýstihópa í Washington. Þar
er haft eftir Louis Fields, fyrrum
sendiherra Bandaríkjanna á af-
vopnunarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Genf að hann hafi kom-
ið því þannig fyrir að Fitzgerald
og Bush hefðu samliggjandi svefn-
herbegi í afviknum kofa þegar vara-
fosetinn sótti ráðstefnuna árið
1984. Fitzgerald sá þá um að raða
niður fundum Bush. „Mér varð ljóst
að varaforsetinn(og aðstoðarmaður
hans) áttu í ástarsambandi og að
þessi heimsókn var ekki í viðskipta-
erindum," er haft eftir Fields, sem
lést árið 1988 og getur því ekki
staðfest að rétt sé eftir sér haft.
Repúblikanar voru ekki lengi að
skella skuldinni á demókrata.
„Þetta er lágkúra," sagði Torie
Clarke, aðstoðarfjölmiðlafulltrúi í
kosningaherbúðum Bush. „Menn
Clintons hafa verið að breiða þetta
út. Það er enginn vafí á því hvaðan
þetta er komið.“
Aðstoðarmenn Clintons neita al-
farið að hafa komið nálægt því að
breiða þetta út. „Mér líkaði þetta