Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
19
Nýjar upplýsingar um stofnanda Sovétríkjanna:
Lenín var geðveikur
síðasta árið og bana-
meinið var sárasótt
Missti öll tengsl við umheiminn og
Stalín lét einangra hann á sveitasetri
STOFNANDI Sovétríkjanna, Vladímír Ílítsj Úljanov, öðru nafni
Lenín, var geðveikur og í engu sambandi við umheiminn síð-
asta æviár sitt og hann lést ekki af ofþreytu vegna starfa sinna
í þágu öreigabyltingarinnar. Banameinið var sárasótt, sýfilis.
Var frá þessu skýrt í franska tímaritinu Figaro nú nýlega og
af Lenín, sem ekki hafa áður
birti það einnig tvær myndir
komið fyrir almenningssjónir.
Mesta goðið í hinum guðlausu
Sovétríkjum var Lenín, léiðtogi
hinnar „sigursælu októberbylt-
ingar öreiganna", en frá því
hann lést árið 1924 hefur smurð-
ur líkami hans hvílt í grafhýsi á
Rauða torginu í Moskvu. Þangað
hafa komið milljónir manna frá
öllum heimshornum til að líta
föður sósíalismans augum og
efla með sér byltingareldmóðinn.
Nú þegar sovéska heimsveldið
er hrunið og skjalasöfnin hafa
opnast í hálfa gátt blasir hins
vegar við dálítið önnur mynd.
Með greininni í Figaro og mynd-
unum, sem fylgdu, virðist sem
helgisögnin um Lenín, hinn vinn-
usama og sigursæla leiðtoga,
sem hélt um stjórnvölinn allt til
síðustu stundar, sé endanlega
dauð.
Myndirnar, sem voru ríkis-
leyndarmál í Sovétríkjunum,
voru teknar á sveitasetri Leníns
í Gorkí árið 1923 og sýna geð-
veikan mann, sem misst^ hefur
öll tengsl við umheiminn. í skjöl-
unum kemur fram, að Stalín lét
einangra Lenín á sveitasetrinu
og þegar hann hafði fengið
heilablóðfall í mars 1923 var
öllu lokið fyrir honum.
Hingað til hefur opinbera
skýringin á dauða Leníns verið
sú, að hann hafi látist af æða-
kölkun og ofþreytu. Nú kemur
í ljós, að banameinið var sára-
sótt en Stalín lét umsvifalaust
drepa lækninn, sem kvað upp
úrskurðinn. Að því búnu settist
hann við að semja helgisögnina
Lenín ásamt systur sinni, Maríu Úljanovu, og þýska taugalæknin-
um Ochs. Myndin er tekin 1923. Firringin leynir sér ekki í ásjónu
hans.
um leiðtogann mikla, sem síðan
hefur verið til sýnis í grafhýsinu
á Rauða torginu.
Myndirnar í Figaro svipta
hulunni af enn einni goðsögn
kommúnismans og vafalaust
eiga margar athyglisverðar upp-
lýsingar um menn og atburði í
Sovétríkjunum eftir að koma
fram á næstu árum. Sagnfræð-
ingarnir munu ekki komast hjá
því að umskrifa sögubækurnar.
Bandaríkin:
70 herstöðvar lagðar niður
Washington. Reuter.
BANDARÍKJAMENN hyggjast
leggja niður nærri 70 herstöðv-
ar í Evrópu, fléstar í Þýska-
landi. Þetta er áttunda hrina í
lokunum bandarískra her-
stöðva á tveimur árum og hefur
áhrif á atvinnu um 7.700 manns.
Vamarmálaráðuneytið í Wash-
ington tilkynnti um lokanimar í
gær. Bob Hall, talsmaður banda-
ríska varnarmálaráðuneytisins,
sagði að með þessum breytingum
hefði umfang starfsemi í herstöðv-
um utan Bandaríkjanna minnkað
um næstum fjóra tíundu frá 1990.
Ráðgert er að loka 28 stöðvum í
Þýskalandi og skila þarlendum
stjórnvöldum aðstöðunni. í Bret-
landi verður níu stöðvum lokað,
sex á Ítalíu, þremur í Tyrklandi
og einni í Belgíu og Hollandi. Við
stöðvarnar unnu 5.000 bandarísk-
ir hermenn og 450 embættismenn
auk 2.300 heimamanna.
GOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKAR
Gólf búnaður
I SfeUMÚlA U • SÍMl (91) 813022
GÓLFDÚKARGÓUFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKAR
ekki þegar það var gert við mig og
mér líkar það ekki þegar það er
gert við hann,“ sagði Clinton. Þing-
menn úr röðum demókrata létu hins
vegar tvö dagblöð vita.
Sabato segir að fjölmiðlar hafi
brunnið í skinninu af löngun til að
fjalla um þetta mál, meðal annars
til að bæta upp fyrir árásimar á
hendur Clinton. Dan Quayle vara-
forseti gekk einu skrefi lengra á
miðvikudag þegar hann sagði að
fjölmiðlar, sem vildu eyðileggja fyr-
ir Bush og hjálpa Clinton, stæðu
að baki: „Sumir ykkar fjölmiðla-
manna ættu að líta í spegil.“
Quayle sagði að góðu blaðamenn-
irnir hefðu látið slæmu blaðamenn-
ina hafa betur. Varaforsetinn var
ekki jafn hörundsár þegar Clinton
átti undir högg að sækja í vetur.
Hann var spurður í janúar hver
mörk sanngirninnar væru. „Þegar
þú býður þig fram til forseta er
ekkert heilagt,“ svaraði Quayle.
„Kjósendur geta áttað sig sjálfir.“
Repúblikanar kveðast dyggðum
prýddir málsvarar fjölskyldunnar.
Bæði Bush og Quayle hamra á gildi
fjölskyldunnar í kosningabaráttunni
og fjölskyldan á eftir að verða eitt
meginþema flokksþings repúblik-
ana í næstu viku. Undir niðri er
verið að ýja að því að andstæðingur
Bush sé aftarlega á merinni hvað
fjölskylduna varði. Clinton hafi ver-
ið vændur um framhjáhald og nú
saka repúblikanar Hillary, konu
hans, um að líta á húsmóðurina sem
þræl. Ásakanirnar á hendur Bush,
hversu haldlitlar sem þær kunna
að vera, setja hann á sama bás og
Clinton. Bush og Quayle hafa reynt
að gera sér mat úr einkalífi Clint-
ons. Nú hefur Bush komist að því
að fortíð hans er ekki heilög heldur.
MALNING HF.
KYNNIR
INNIMALNINGU. 15% AFSLATTUR
AF ALLRIMÁLNINGU
AFSLATTUR
GÓLFTEPPI15 - 35% AFSLÁTTUR
GÓLFDÚKUR 15 - 40% AFSLÁTTUR
CERAMICFLÍSAR 15 - 50% AFSLÁTTUR
STÖK TEPPI 20% AFSLÁTTUR
DÆMI: MONACO 160X230 KR. 7.880,-
SHARA 160 X 230 KR. 4.632,-
DREGLAR - MOTTUR - LÍM - SPARSL
0PIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-13.00
VISA - EURO - SAMKORT
RAÐVISA TIL 18 MÁNAÐA
GRENSÁSVEG 18 • SÍMI 812444
jííttcc í JLibw&i fwí /úúL ttefan átuMt fayiyxtL éty,
GÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDUKAR