Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 20

Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Atvinnuleysið og Evrópska efnahagssvæðið REYKJAVIKURHOFN 75 ARA Áherslan er lögð á þjónusta við sjávar- útveg og ferðamenn - segir Hannes Valdimarsson hafnarsljóri REYKJAVÍKURHÖFN verður 75 ára þann 16. nóvember næst- komandi, en þann dag afhentu danskir verktakar bæjaryfirvöld- um höfnina. A þeim tíma sem liðinn er hefur hlutverk hafnarinn- ar tekið miklum breytingum og er nú svo komið að allir vöru- flutningar fara um Sundahöfn. „í framtíðinni munum við leggja áherslu á þjónustu við sjávarútveginn hér í Gömlu höfninni og fyrirtæki tengdum honum auk þjónustu við ferðamenn,“ sagði Hannes Valdimarsson hafnarstjóri. Atvinnuleysisdagar voru skráðir hér á landi í júlímán- uði síðastliðnum áttatíu og eitt þúsund. Það er 44.000 dögum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta svarar til þess að 3.700 manns á vinnualdri hafi verið án starfa á þessum hábjargræðis- tíma. Þetta er meira atvinnuleysi en hér hefur áður skráðst á þess- um árstíma. A fyrstu sjö mánuð- um ársins voru skráðir 550 þús- und atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem er 257.000 dögum meira en á sama tíma í fyrra. Og það blæs ekki byrlega fyrir atvinnulíf- ið þegar horft er til framtíðar og þegar ákveðins samdráttar á þorskkvóta. Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær að þessar atvinnuleysistölur sýni að þjóðin standi nú í fyrsta skipti í langan tíma frammi fyrir almennu at- vinnuleysi, sem hvorki sé stað- bundið né bundið við ákveðnar atvinnugreinar. Mun fleiri konur en karlar voru skráðar atvinnulausar hér á landi í júlímánuði. Atvinnuleysi kvenna mældist 3,6% en karla 2%. Verst var ástandið á Suðurnesjum en þar voru rúmlega 400 konur á vinnualdri án atvinnu, eða tæp- lega níu af hveijum hundrað. Flestir voru skráðir atvinnulausir í Reykjavík, eða rúmlega 1.400. í júlímánuði fjölgaði atvinnuleys- isdögum á höfuðborgarsvæðinu um sex þúsund en fækkaði um tæpt eitt þúsund á landsbyggð- inni. Þetta er óvenjuleg þróun þar eð atvinnuleysi hefur að jafnaði mælst hálfu minna á höfuðborg- arsvæðinu en á landsbyggðinni á þessum tíma árs. Núna er hlut- fall atvinnulausra nánast það sama á Faxaflóasvæðinu og í stijálbýlinu. Þjóðhagsstofnun spáði því í aprílmánuði síðastliðnum, áður en aflasamdráttur á þorski var ákveðinn, að atvinnuleysi yrði 2,6% að meðaltali á árinu 1992. Það samsvarar því að rúmlega 3.000 manns á vinnualdri verði án atvinnu að meðaltali á árinu. Því miður horfir nú verr um fram- vinduna en á vordögum. Staðan er vægt orðað bágborin. I fyrsta lagi er menntun, þekking og starfshæfni einstaklinganna, bæði til hugar og handar, dýr- mætasta auðlind hverrar þjóðar. Fámennið gerir og hvern einstakl- ing verðmætari að þessu leyti. Það er efnahagslegt áfall fyrir þjóðarbúskapinn þegar meir en 3.000 vinnufærir einstaklingar ganga atvinnulausir að meðatali allt árið. I annan stað heyrir rétt- urinn til atvinnu, rétturinn til að sjá sér og sínum farborða, nánast til mannréttinda í hugum nútíma fólks. Ekkert brýtur heibrigðan og vinnufúsan einstakling fyrr og rækilegar niður en atvinnuleysið. Stórfellt atvinnuleysi er þjóðarböl. Fátt bendir til umtalsverðrar atvinnuaukningar næstu mánuði eða misseri, nema ef áform um byggingu álverksmiðju á Keilis- nesi fá byr í segl með tilheyrandi vítamíngjöf fyrir orkubúskapinn í landinu. Því miður réð pólitísk þröngsýni og þvergirðingsháttur því að við nýttum okkur ekki þau tækifæri til að styrkja atvinnu- stigið og verðmætasköpunina í landinu, sem gáfust fyrr á tíð meðan ytri aðstæður á heims- markaði voru áliðnaði hagstæðari en nú er. Suðumesjamenn horfa og til hugsanlegs fríiðnaðarsvæð- is við flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem bandarísk framleiðslufyrir- tæki hafa sýnt áhuga á, m.a. með Evrópumarkað í huga. Líkur á fríiðnaðarsvæði aukast ef aðild íslands að Evrópska efnahags- svæðinu verður að veruleika. Að- ildin opnar og íslenzkri fram- leiðslu, það er unnum sjávaraf- urðum, tollfijálsa leið á hagstæð- asta markað heims, Evrópumark- aðinn, sem nú tekur við langleið- ina í 70% af útflutningi okkar. Aðildin styrkir því stöðu físk- vinnslunnar í landinu meira en flest annað og þar með atvinnu- stigið í landinu. Það horfír því miður ekki björgulega í fleiri atvinnugreinum en sjávarútvegi, enda skarast hagsmunir atvinnuveganna mjög. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir í viðtali við Morgun- blaðið að hætta sé á stórfelldu atvinnuleysi í vetur, einkum í byggingariðnaði og þjónustu- greinum. Samdráttur í landbún- aði og sjávarútvegi veldur sam- drætti í iðnaðar- og úrvinnslu- þjónustu þessara greina. Fólk og fyrirtæki halda og að sér höndum á samdráttartímum sem bitnar bæði á framkvæmdum og verzl- un. Minni umsvif og minni atvinna veikja síðan skatttekjumöguleika ríkis og sveitarfélaga. En við er- um, þrátt fyrir allt, betur undir það búin en nokkru sinni fyrr, að vinna okkur út úr tímabundn- um erfíðleikum. Það tekst með samstilltu átaki á nokkrum árum ef við búum atvinnuvegunum hliðstætt starfsumhverfi og at- vinnulífið býr við í helztu sam- keppnis- og viðskiptaríkjum okk- ar. Ef stjórnvöld leggja sig fram um áð efla alla hvata framtaks, frumkvæðis og sjálfsbjargarvið- leitni með þjóðinni með framsýnni löggjöf og fijálsræði í atvinnulíf- inu. Og síðast en ekki sízt, ef við náum þeirri viðskiptastöðu út á við sem felst í aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Hannes sagði, að síðastliðin 25 ár hafi verkefni hafnarinnar flest verið í Sundahöfn og nú þegar starfsemi Ríkisskipa hefur verið lögð niður, fara almennir vöruflutn- ingar eingöngu um Sundahöfn og Holtabakka. „Með því hefur skap- ast aukið rými fyrir sjávarútveg og þjónustu í Gömlu höfninni," sagði hann. Skútusiglingar vinsælar Við Ingólfsgarð hafa Landhelg- isgæslan og Hafrannsóknarstofnun haft sína aðstöðu og innst í Aust- urbugt er aðstaða fyrir um 30 skút- ur við flotbryggju siglingarklúbbs- ins Brokeyjar. Skútusiglingar njóta vaxandi vinsælda, sem meðal ann- ars má rekja til æskulýðsstarfsins í Nauthólsvík, þar sem boðið hefur verið upp á kennslu í siglingum á sumrin. „Siglingamenn hafa hug á stærra svæði í höfninni,“ sagði Hannes. „Þeim fínnst mjög þægi- legt að vera þarna inna við Ingólfs- garð og geta brugðið sér út fyrir hafnarmynnið og siglt inn á Rauð- arárvík. Ef svo fer að skútusvæðið verður stækkað þá eru uppi hug- myndir um að Hafrannsóknarstofn- un flytji yfír á Faxagarð." í Austurbugt við Faxagarð hefur Akraborgin fengið nýja og bætta aðstöðu og við Faxagarð og Aust- urbakka fer fram löndun fískiskipa á Faxamarkað. Nokkuð hefur dreg- ið úr umsvifum markaðarins miðað við fyrstu árin þegar aðeins var um tvo markaði að ræða en nú hafa önnur byggðarlög komið upp sínum eigin mörkuðum. „Nú reyna menn að ná markaðsverði í heima- byggð og heimamenn vilja halda í sína báta,“ sagði Hannes. Skemmtiferðaskip við Miðbakka Við Austurbakka og Miðbakka standa yfír framkvæmdir vegna Geirsgötu sem lögð verður við Mið- bakkann og er verið að reka niður stálþil framan við Faxamarkaðinn. Sagði Hannes að með uppfylling- unni framan við Miðbakka batnaði mjög aðstaða bæði fyrir sjávarút- veginn og fyrir skemmtiferðaskip á sumrin. Er þá miðað við skip sem eru innan við 160 metrar að lengd, en stærri skipum verður áfram vís- að í Sundahöfn. „Við erum að von- ast til að með bættri aðstöðu og dýpkun hafnarinnar muni skemmtiferðaskip leggja hingað leið sína í auknum mæli,“ sagði Hannes. „Reykjavíkurhöfn er aðili að alþjóðlegum samtökum um að laða skemmtiferðaskip að Norður- Atlantshafi. Við eigum þann draum að geta tekið meirihluta skemmti- ferðaskipa sem hingað koma að Miðbakkanum eftir breytinguna. Okkur fínnst betur boðið þegar skipin geta lagt að í Gömlu höfn- inni en ekki í flutningahöfnina. Farþegar geta þá gengið beint frá borði og um miðbæinn. Það er mjög mikilvægt fyrir Reykjavík að fá ferðamennina í land til að skoða sig um en nú fara ekki allir farþeg- ar í land.“ Hvað verður við Grófarbakka ræðst af hvemig skemmu Ríkis- skipa, sem þar stendur, verður ráð- stafað, en vonir standa til að hún verði nýtt undir þjónustu við físki- skip og aðra starfsemi á Miðbakka. í Suðurbugt eru flotbryggjur og þar er aðstaða fyrir trillur og fiski- báta í tengslum við verbúðirnar sem þar eru. Þær bryggjur hafa nýst á sumrin fyrir stærri skútur, sem hingað koma til landsins. Við Ægisgarð fara aðallega fram viðgerðir á skipum og þjón- usta á vegum Stálsmiðjunar við þau, enda er slippurinn skammt undan og smiðjur og verkstæði Stálsmiðjunnar eru við Mýrargötu. „Við tökum reyndar enn nokkur skemmtiferða- og viðhafnarskip þar upp að,“ sagði Hannes. „Þar lá drottnigarskipið þegar Elísabet Englandsdrottning kom í heimsókn og þar lá skip Gorbatsjov við festar þegar leiðtogarnir komu til fundar í Höfða. Við erum að vona að nýi Miðbakkinn verði viðhafnarbakki framtíðarinnar." Olían afgreidd frá Eyjargarði Aðstaða smábátanna við Grandagarð verður óbreytt. Við Grandabakka er löndunar- og þjón- ustuaðstaða togaranna frá Granda og í Bakkaskemmu og Granda- skemmu fer fram netagerð, neta- Hafnarda 4 REYKJAVÍKURHÖFN er 75 ára meðal annars minnst með Hafna hafnarinnar er kynnt. Um næstu höfninni með fjölbreyttri dagskrá Hafnardagurinn hefst kl. 9:30 að morgni með skráningu í dorg- keppni 8 til 12 ára barna við flot- bryggjur í Suðurbugt. Keppninni lýkur kl. 15, og þá munu veiðimenn ganga með afla sinn í fylgd Lúðra- sveitar verkalýðsins frá Suðurbugt að Faxamarkaði, þar sem aflinn verður boðinn upp. Það verður út- nefndur aflakóngur og afladrottn- ing og þeim veitt verðlaun. í Faxa- skála verður Rannsóknarstofa físk- iðnaðarins með sýningu á furðufisk- um. Frá kl. 10 til kl. 17, verður opið fisksölutorg á Miðbakka, þar sem 30 aðilar bjóða söl og allar tegund- ir af físki, ferskum, steiktum og hráum fiski, harðfíski, fiskibollum og fiskisúpum. Þar munu og út- flutningsfyrirtæki í sjávarútvegi kynna starfsemi sína. Þá verður opin veitingabúð á hafnarbakkan- um, þar sem veitingahúsin Jónatan Livingston Mávur, Gullni haninn, Hótel Holt og Við Tjörnina, bjóða sameiginlega upp á úrval sérrétta úr sjávarfangi. Sjávardýr úr höfn- inni verða sýnd í ketjum á hafnar- bakkanum og harmónikkuleikarar leika sjómannalög. Á Austurbakka verður sjávarút- • r* •Vt* Oliuhöfn /7 - Grandi, löndun áunar- Fiskimjör, útskipun Löndurí\£/ ogþjónusta togara VESTURHÖFN ibátar Viðgerðl Þjónusta Landhelgis- 'fí»o/ Af7AUSTVRHÖFN 9æslan' ■ /ýy/ /Jrillur, <y&Hafrannsókn\\%. / / fkkibátarog Faxa-/%. Brokey,\\M .. v\v, /erl. skutur markaður,% skútr-^ ..''AOg*/- löndun / ' 7/ T / ^m/ikraborg .. eykjavíkui Skipuiag Gömlu hafnarinnar í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.