Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. AGÚST 1992
21
Morgunblaðið/Júlíus
Hannes Valdimarsson hafnarstjóri á þaki Hafnarhússins með Mið-
bakka, Austurbakka og Faxamarkað í baksýn.
viðgerð og þar er frystiskemma og
vélaverkstæði fyrir sjávarútveginn.
Við Norðurbugt er gömul olíu-
bryggja og liggur þangað olíu-
leiðsla frá olíustöðinni í Órfírisey.
Þaðan var olían lestuð um borð í
flutningaskip sem fóru á ströndina
en nú hefur því að mestu verið
hætt eftir að Eyjargarður kom til
sögunnar fyrir tíu árum. „Við erum
að reyna að afgreiða ekki olíu í
innri höfninni og beina henni að
ytri höfninni," sagði Hannes.
Við Síldarbryggju var loðnu og
síld landað í bræðslu en hún er nú
notuð til útskipunar á fiskimjöli.
Færibönd liggja eftir bryggjunni
frá nýju Faxaverksmiðjunni, sem
starfað hefur í fjóra mánuði í Ör-
firisey. „Við höfum enga lykt fund-
ið allan þann tíma, en verksmiðjan
er í gangi alla daga,“ sagði Hann-
es. „Þetta hefur tekist alveg sér-
staklega vel og búið að sýna fram
á að hægt er að framleiða mjöl án
þess að umhverfinu sé hætt og
ánægjulegt að það skuli hafa tek-
ist, þar sem mikið hagræði er fyrir
sjávarútveginn að verksmiðjan
skuli vera staðsett þama.“
Við Norðurgarð liggja togarar
Granda við iðjuver fyrirtækisins en
öll starfsemi er að mestu flutt
þangað. Öll aðstaða í Örfirisey hef-
ur tekið miklum breytingum á síð-
ustu tíu árum eða svo, en fyrir
þann tíma var farið að þrengja að
allri starfsemi þar. Land hefur ver-
ið aukið stórlega og lagðar götur
og enn er svæðið í uppbyggingu.
Skeljungur hefur flutt í eyna og
þangað er allri olíu fyrirtækisins
landað, en þar var fyrir olíubirgða-
stöð Olíufélagsins og saman reka
fyrirtækin stærstu olíubirgðastöð
landsins á þessum stað.
Miðbæjarstarfsemi á
hafnarsvæðinu
Hannes sagði að hafnarsvæðið
hefði í raun minnkað að hluta í
gömlu höfninni á undanförnum
árum. Meðal annars með tilkomu
bílastæðisins við Faxaskála, sem
höfnin lét af hendi til borgaryfir-
valda, þá þrengir enn að með lagn-
ingu Geirsgötu eftir Miðbakkanum.
Húsin sem standa á bakkanúm fjar-
lægjast og verða innan við umferð-
argötu. „Þau munu þá snúa andlit-
inu meira að miðborginni, enda eru
uppi áform um að í Hafnarhúsinu
verði meiri miðbæjarstarfsemi í
staðinn fyrir vörugeymslur. Allt
umhverfíð er að breytast frá því
sem var. Ef við miðum við síðustu
25 ár þá eru ekki nema sjö ár síð-
an tvö stór skipafélög, Ríkisskip
og Hafskip höfðu sína aðstöðu í
Gömlu höfninni og um hana fóru
miklir vöruflutningar. Mannvirkin
eru orðin gömul þannig að við erum
í raun að byggja upp fyrir næstu
öld,“ sagði Hannes Valdimarsson,
hafnarstjóri, að lokum.
gar í Gömlu höfninni
. á þessu ári og er tímamótanna
rdögum, þar sem starfsemi og líf
helgi verður Hafnardagur i Gömlu
i á morgun, laugardag.
vegssýning, þar» sem rúmlega 30
fyrirtæki sýna framleiðslu sína. Þar
munu meðal annars verða sýndur
toghleri, flottrollshleri og toghleri
frá Jósafat Hinrikssyni, auk ann-
arra muna sem til heyra sjóminja-
safni hans, svo sem tveggja þrepa
gufuljósavél, gufudekkspil, snurpu-
nótabát og fjögurra manna fiski-
róðrabát. Þá verður sett upp rækju-
troll í fullri stærð með viðeigandi
toghlerum og bobbingum.
Afmælissýning Reykjavíkur-
hafnar á 2. hæð í Hafnarhúsinu,
þar sem rakin er saga hafnarinnar,
verður opin allan daginn. Strætis-
vagn mun aka milli Grófarbakka
og Vesturhafnarinnar í boði
Reykjavíkurhafnar og fjöldi fyrir-
tækja á hafnarsvæðinu verða opin
almenningi. Boðið verður upp á
bryggjuskoðun í Gömlu höfninni
með Snarfarabátum frá Suðurbugt
á hálf tíma fresti og þar verður
einnig róðrarbátaleiga. Slysavarn-
arfélag íslands býður upp á Sjó-
tívolí og gefur fólki kost á fari með
björgunarstól milli bryggja, ferðast
um í gúmmíbjörgunarbát, spreyta
sig við sjóköfun og reyna flotbjörg-
unargalla. Loks verður sýnt sig af
þaki Hafnarhússins og við Ingólfs-
garð verður Teygjuflug.
Örfirisey, nýjasti togari Granda,
siglir frá Norðurgarði með gesti um
hafnarsvæði Reykjavíkur í boði fyr-
irtækisins og verður lagt af stað
kl. 11, kl. 13 og kl. 15. Siglinga-
keppni Brokeyjar hefst kl. 12 undan
Sólfarinu við Sæbraut og lýkur
henni kl. 14. Bátarnir verða ræstir
með fallbyssu Landhelgisgæslunnar
á Batteríinu. Hljómleikar Lúðra-
sveitar verkalýðsins verða um borð
í Magna kl. 13 og 1330 sýnir Björn
Thoroddsen listflug yfir Engeyjar-
sundi. Slysavarnarfélag íslands og
Landhelgisgæslan sýna björgun
mðð-þyrlu framan við Miðbakkann
kl. 14 en dagskránni lýkur kl. 17.
Kvennadeild Slysavarnarfélags ís-
lands verður með kaffisölu á 4. hæð
Hafnarhússins.
í tilefni dagsins verður varðskip-
ið Ægir til sýnis við Ingólfsgarð
og Örfírisey togari Granda við
Norðurgarð. Þá munu hafnarstarfs-
menn afhenda getraunaseðla með
spurningum um höfnina og skal
þeim skilað til starfsmanna Reykja-
víkurhafnar eða á Hafnarskrifstof-
una í Hafnarhúsinu eigi síðar en
31. ágúst 1992. Dregið veður úr
réttum lausnum og úrslit kynnt 15.
september. Þrenn verðlaun eru í
boði, helgarferð til Dublin, kvöld-
verður á Hótel Holt og úttekt hjá
Ellingsen.
Hlutabréfamarkaður;
Vonir uin aukin við-
skipti byggjast á ríkari
þátttöku lífeyrissióða
SÉRFRÆÐINGAR um innlendan hlutabréfamarkað sem Morgunblaðið
hafði tal af í vikunni telja nokkrar líkur á að viðskipti glæðist með haust-
inu, én í sumar hefur lítil hreyfíng verið á hlutabréfum og verð lækkað,
og framboð verið tvö- til þrefalt meira en eftirspurn. Eina helstu forsend-
una fyrir auknum viðskiptum og framþróun markaðarins segja viðmæl-
endur Morgunblaðsins vera að stærri fjárfestar, sér í lagi lífeyrissjóðir,
láti meira til sín taka og með reglubundnari hætti en verið hefur.
Þeir sérfræðingar sem Morgunblað-
ið ræddi við benda á að skilyrði til
aukinnar og reglubundnari þátttöku
lífeyrissjóða í hlutabréfamarkaði hafi
batnað með breyttum reglum markað-
arins og auknu svigrúmi sjóðanna til
fjárfestinga utan hins hefðbundna
ramma sem fjárfestingar þeirra hafa
verið í. Þeir segja hins vegar ekki víst
að aukin viðskipti muni leiða til hærra
verðs fyrst um sinn, en líkur séu hins
vegar á hærra verði um leið og meira
jafnvægi kemst á framboð og eftir-
spurn.
Gunnar Helgi Hálfdánarson, for-
stjóri Landsbréfa, tekur undir að auk-
in þátttaka lífeyrissjóða og annarra
stórra fjárfesta séu mikilvægasti þátt-
urinn í þróun hlutabréfamarkaðarins
á næstunni. „Það skiptir mestu máli
að lífeyrissjóðimir hefji reglubundin
hlutabréfakaup," sagði Gunnar.
„Sjóðimir eru smám saman að verða
íeiðandi afl í verðbréfakaupum í krafti
þess peningamagns sem um þá fer,
og ég á von á því að þeir axli þá
auknu ábyrgð sem þeir öðlast þar
með. Verði þeir virkir þátttakendur í
hlutabréfaviðskiptum gæti það orðið
til að hressa markaðinn mjög, burtséð
frá efnahagsástandi í landinu. Á hinn
bóginn liggur fyrir að samdrátturinn
í þjóðfélaginu vegna aflasamdráttar
verður ekki jafn hastarlegur og óttast
hafði verið, og það ætti að öllu jöfnu
að leiða til aukinna viðskipta með
hlutabréf."
Svanbjöm Thoroddsen hjá Verð-
bréfamarkaði íslandsbanka telur
efnahagslega óvissu undanfarinna
vikna vera eina stærstu ástæðuna
fyrir þeirri ládeyðu sem ríkt hefur á
hlutabréfamarkaði. „Mér fínnst líklegt
að menn muni huga almennt meira
að hlutabréfaviðskiptum nú þegar
áhrif aflasamdráttar verða ljós og
óvissunni hvað það varðar lýkur,“
sagði hann. „Þá tel ég líklegt að lágt
verð á mörgum spennandi bréfum
muni virka hvetjandi á markaðinn.
Þetta tel ég að verði til þess að við-
skipti muni taka við sér. Hvort það
leiðir hins vegar til þess að verð taki
við sér strax vil ég ekki segja, en í
framhaldi af auknum viðskiptum gæti
verð svo farið hækkandi,“ sagði Svan-
bjöm ennfremur.
Stefán Halldórsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Kaupþings, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann teldi
margt benda til að stærri fjárfestar
myndu áður en langt um liði taka
aukinn þátt í viðskiptum á hinum svo-
nefnda „eftirmarkaði“, það er hinum
daglegu viðskiptum með hlutabréf í
minni skömmturri. „Við vonumst til
þess að markaðurinn fari að taka við
sér,“ sagði hann. „f því sambandi
vegur mjög þungt þátttaka stærri fjár-
festa, ekki síst lífeyrissjóða, sem ekki
hafa verið virkir á þessum markaði
svo heitið geti hingað til.“ Stefán benti
á að fram að þessu hafi lífeyrissjóðir
einskorðað hlutabréfaviðskipti sín við
kaup á hlutabréfum í stærri skömmt-
um, oft í tengslum við útboð eða ann-
að slíkt. „Þó svo að sjóðimir myndu
aðeins virkja um 1% af ráðstöfunar-
tekjum sínum til þátttöku á hluta-
bréfamarkaði gætum við verið að tala
um a.m.k. helmingsaukningu á veltu
Verðbréfaþings íslands og Opna til-
boðsmarkaðaring. Það hefur verið svo
að lífeyrissjóðimir hafa haft lítið svig-
rúm til fjárfestinga fyrir utan hin
hefðbundnu fjárfestingaform, svo sem
viðskipti við húsnæðisstofnun eða
Byggingasjóð ríkisins samkvæmt
samningum, lán til sjóðfélaga og svo
fram eftir götunum. Þá hafa verið
þess dæmi að reglur sjóðanna hafa
hreinlega tekið fyrir hlutabréfakaup.
Með breyttum reglum, svo og með
tilkomu húsbréfanna opnast nýir
möguleikar fyrir sjóðina sem þeir hafa
hingað til ekki beint sjónum sínum
að, og við bindum vissulega vonir við
að þeir muni fjárfesta í auknum mæli
á hlutabréfamarkaði."
Borgarráð:
Gömul hús
verða merkt
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt, að tillögu umhverfis-
málaráðs, að
gerð verði
merki fyrir
gömul friðuð
hús í Reylga-
vík.
Jafnframt
var samþykkt
að óska eftir
því við Húsfrið- Sýnishorn
unarnefnd að
merking á frið-
uðum húsum í Reykjavík, sam-
kvæmt þjóðminjalögum, verði i
höndum borgarminjavarðar.
SÖGULEGT
HÚS
KIRKJUTORG6
HúUA nr (raM áfta im.
BORGAHMINJAVÖROUR
Dr. Jón Jóhannes Jónsson:
Hefur hlotið þrenn verð-
laun fyrir rannsóknir sínar
JÓN JÓHANNES Jónsson er lækn-
ir með sérfræðiviðurkenningu í
lækningarannsóknum og varði í
lok júlí doktorsritgerð sína við
Minnesota-háskólann í Bandaríkj-
unum. Ritgerðin ber heitið „Ex-
pression of the Purine Nucleoside
Phosphorylase Gene“ og er á sviði
sameindalíffræði, þar sem hann
fæst aðallega við að flylja gen inn
í frumur í lækningaskyni. Jón hef-
ur fengið þrenn verðlaun fyrir
rannsóknir sínar.
„Genið, sem ég var vann með, sem
módelgen, segir til um ensým, sem
-heitir púrín núkleósíð fosforílase.
Arfgengur skortur á þessu próteini
veldur ónæmisbilun í börnum, sem
leiðir til þess að þau deyja á unga
aldri,“ sagði Jón.
„Þar sem þetta er ónæmissjúkdóm-
ur, verður að flytja genið inn í blóð-
frumur og besta aðferðin til þess er
að nota feijur til að flytja genið inn
í frumuna. Víxlveirur (öðru nafni
retróverur og þessar veirur nota RNA
sem erfðaefni en ekki DNA eins og
flestar veirur) eru ein tegund af veir-
um sem geta sýkt blóðfrumur. Genið
er búið til í tilraunaglösum með því
að nota DNA og svo eru búnar til
feijur þannig að hluti af feijunni er
úr víxlveirunni en annar hluti genið,
sem á að flytja inn í frumuna."
„Fyrri hluti doktorsverkefnisins
gekk út á að finna stýriraðir í gen-
inu, þ.e. þær raðir sem stjórna hlut-
verki þess. Seinni hluti rannsóknanna
Morgunblaðiö/KGA
Dr. Jón Jóhannes Jónsson
fólst í því að búa til víxlveirufeijur
til að flytja þetta gen inn í frumur.“
Jón hefur fengið þrenn verðlaun
fyrir doktorsverkefnið eða rannsóknir
tengdar því. Hann fékk verðlaun á
landsfundi bandarísku meinafræði-
félaganna fyrir að hafa unnið eitt af
fimm bestu rannsóknarverkefnum í
lækningarannsóknum á landsvísu í
Bandaríkjunum. Svo fékk hann sér-
stök heiðursverðlaun til ungra vís-
indamanna (Young Investigator Aw-
ard with Distinction) á landsfundi
Academy of Clinical Laboratory
Physicians and Scientists (Fræðifélag
lækna og vísindamanna á klínískum
rannsóknarstofum) fyrir rannsóknir,
sem voru hluti af doktorsritgerðinni.
Einnig fékk hann í vor Watson-verð-
launin, sem eru verðlaun veitt þeim
lækni í framhaldsnámi við Minnesota-
háskólann, sem hefur unnið afburða
vísindaafrek.
„Þessar rannsóknir eru grunnrann-
sóknir en miðað er að því að í framtíð-
inni verði hægt að nota þessa aðferð
til að lækna sjúkdóminn sem um var
rætt og aðra skylda sjúkdóma,“ sagöé
Jón.
Leiðbeinendur Jóns við doktors-
verkefnið voru R. Scott Mclver og
John Kersey. Bandaríska kerfið er
þannig að þar er enginn andmælandi
ritgerðarinnar, eins og í Evrópu, held-
ur er fimm manna dómnefnd.
Jón er stúdent úr Menntaskólanum
í Reykjavík. Þaðan fór hann í lækna-
deild Háskóla íslands og útskrifaðist
þaðan 1983. Hann fór í Minnesota-
háskólann árið 1986 eftir að hafa
starfað sem aðstoðarlæknir í þijú ár,
aðallega við Landsspítalann.
Foreldrar Jóns Jóhannesar eru Jón
Jóhannesson, söguprófessor, sem er
látinn, og Guðrún P. Helgadóttir,
fyrrverandi skólastjóri. Kona hans er
Sólveig Jakobsdóttir og eiga þau tvö
börn, Jóhönnu og Guðrúnu Pálínu.
Jón ætlar á næsta ári að starfa
við bamadeild Minnesota-háskólans
við áframhaldandi rannsóknir á erfða-
flutningum.