Morgunblaðið - 14.08.1992, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.08.1992, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 ■ar Framtíð skóiðnaðar á Akureyri: Sérhæfð framleiðsla a kuldaskóm ráðgerð KYNNT hafa verið drög að niðurstöðum athugunar Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar um framtíð skóiðnaðar á Akureyri. Líklegt er að stefnt verði að því að á Akureyri verði sérhæfð kuldaskógerð og framleiðsl- an verði smærri í sniðum en hjá Strikinu. Leggi Akureyrarbær fram vélakost Striksins sem hlutafé er næsta skrefið að fá athafnasama einka- aðila til að koma rekstrinum á legg. Atvinnumálanefnd fól Iðnþróunar- félaginu að fara í saumana á skóiðn- aðarmálum í kjölfar gjaldþrots Striksins og athuga hvort fyndist flötur á að þessi iðnaður gæti geng- ið við nýjar og endurskoðaðar að- stæður. Að sögn Heimis Ingimars- sonar, formanns atvinnumálanefnd- ar, eru ekki komnar endanlegar til- lögur frá Iðnþróunarfélaginu. Þó hafa verið kynntar líklegar niður- stöður sem benda til þess að hægt verði að finna rekstrinum grundvöll. Ein af forsendum þess er að vélakost- urinn, sem að líkindum verður eign bæjarins þegar upp verður staðið þar sem bærinn átti fyrsta veðrétt í hon- um, verði lagður fram sem hlutafé '* reksturinn. Heimir taldi líkur á að bæjarráð styddi aðgerðir af þessu tagi, í það minnsta yrði athugunum haldið áfram í þessu ljósi. Heimir sagði að enda þótt mestöll skógerð hafi flust frá Norður-Evrópu til suðlægari og austlægari landa, þar sem framleiðslan væri hagkvæm- ari végna lágra vinnulauna, væru enn allnokkur dæmi um sérhæfða skó- gerð í Evrópulöndum. Þar væri um að ræða sérstök verkefni eins og sterka og endingargóða skó, vinn- uskó til dæmis, svo og heilsuskóbún- að, vörur sem ekki fylgdu ört breytt- um tískusveiflum. Hjá Strikinu hefði hins vegar verið leitast við að spanna allan skalann í skóframleiðslu. Samkvæmt hugmyndum Iðnþró- unarfélagsins væri gert ráð fyrir að í skóverksmiðju á Akureyri yrði í framtíðinni ekki reynt að framleiða tískuvöru heldur yrði þar sérhæfð framleiðsla á vönduðum og endingar- góðum kuldaskóm, sem gætu sómt sér vel á markaði bæði innanlands og erlendis. í þessari sérhæfðu verk- smiðju yrðu minni umsvif en verið hefði, þetta yrði vinnustaður fyrir 10 til 15 manns í stað 25 til 30 eins og verið hefði, en þar mætti síðar bæta við eftir því sem starfsemi yndi fram. t Morgunblaðið/Rúnar Þór Stálið rekið stinnt í botn í gær hófust framkvæmdir við Tangabryggju á Oddeyrartanga á Akureyri, norðan gömlu Sverris- bryggju. Þar verður rekið niður 70 meta langt stálþil úr 14-15 metra löngum stálskúffum. Guð- mundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri sagði að þetta væri hluti vöruhafnar og hús og eignir á svæðinu hefðu verið keypt til að þar gæti orðið athafna- svæði. Á þessu ári væri ætlunin að koma þilinu fyrir, staga það og fylla að því en unnið yrði að frágangi á næsta ári. Fundur útvegsmanna og þingmanna á Norðurlandi: Raunveruleg skerðing nieiri en Byggðastofnun hefur talið ■ SÖNGVARINN Richard Scobie kemur fram á skemmtistaðn- um 1929 á Akureyri á föstudags- kvöld ásamt hljómsveit sem hlotið hefur vinnsluheitið „Rottueitrið“, en hana skipa Sigurður Gröndal (gítar), Ingólfur Guðjónsson (hljómborð), Bjarni Bragi (bassi) og Þorsteinn Gunnarsson (trommur). Scobie og „Rottueitrið" verða aftur á ferðinni á laugardagskvöldið ásamt -hljómsveitinni Jet Black Joe. Hljom- sveitina skipa Páll Rósinkrans Osk- arsson (söngur), Gunnar Bjarni Ragnarsson (gítar), Starri Sigurðs- son (bassi), Hrafn Thorarensen (orgel) og Jón Arnarson (trommur). --------♦ ♦..♦------- I MAGNÚS og Jóhann og JET- bandið leika í Sjallanum á Akureyri föstudagskvöldið 14. ágúst. JET- bandið skipa Jóhann Helgason, Ein- ar Jónsson og Torfi Olafsson og • leika þeir félagar almenna danstóni- ist með þeim tilbrigðum sem til- heyra. Magnús og Jóhann koma fram fyrr um kvöldið með efni af splunku- nýrri plötu með eldra efni í bland. SVERRIR Leósson, formaður Út- vegsmannafélags Norðurlands, sagði að loknum fundinum með alþingismönnum á miðvikudag að skipting þess afla sem til Hagræð- ingarsjóðs telst væri ekki nema lítill hluti af vanda útgerðarinnar. Afkoma greinarinnar væri eftir sem áður í mikilli óvissu. Þess vegna legðu útvegsmenn á Norð- urlandi mikla áherslu á að fundin yrði viðunandi víðtæk lausn á vanda sjávarútvegsins. Þeir væru hins vegar óánægðir með að selja ætti Hagræðingarsjóðinn, taka peninga úr einum vasa og setja í annan. Hagræðingarsjóð ætti að nota endurgjaldslaust til að milda höggið sem af skerðingunni hlyt- ist. Þess væri að gæta að norður- svæðið yrði fyrir 28,5% þorsk- skerðingu og það væri gífurlegt. Sverrir sagði að oft hefði verið þörf en nú væri nauðsyn að skapa þessari atvinnugrein viðunandi rekstrarumhverfí. Það væri forsenda fyrir lífí atvinnugreinarinnar og raunar þjóðarinnar allrar, því á þessu lifði hún. Tómas Ingi Olrich alþingismaður sagði að á fundinum hefðu komið fram viðbrögð útvegsmanna við hug- myndum Byggðastofnunar sem til athugunar eru hjá ríkisstjórninni. Tómas sagði ljóst að á þessum hug- myndum væru verulegir annmarkar, meðal annars í því fólgnir að þegar skerðingin sé reiknuð út sé rækjuk- vótinn tekinn inn í og þær útgerðir sem hér á þessu svæði séu og byggi afkomu sína á rækju og þorski fái aukinn rækjukvóta og þar af leiðandi sé skerðing þeirra á þorskkvóta talin minnka. Við þessa útreikninga sé stuðst við það mat að rækjan sé 0,95 þorskígildi, 1.000 tonn af rækju sam- svari 950 tonnum af þorski, Það sé allt of hátt mat miðað við það verð sem fæst fyrir rækjuna. „Því er ljóst að ef stuðst verður við útreikninga af þessu tagi,“ sagði Tómas, „þá verður hin raunverðulega skerðing Útgerðarinnar, einkum á þessu svæði hér, miklu meiri en hugmyndir Byggðastofnunar gera ráð fyrir. Þetta er atriði sem erfitt er að sætta sig við að verði látið óbreytt." Tómas ítrekaði hins vegar að þessi mál væru öll til meðferðar hjá ríkis- stjóminni og því ekki unnt á þessu stigi að segja frekar til um lausn á vanda sjávarútvegsins, en hann væri afar mikill á Norðurlandi. Stefán Guðmundsson, þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra og fulltrúi í sjávarútvegsnefnd og stjóm Byggðastofnunar, sagði að sér hefði þótt þetta góður fundur og vel til fundið hjá útvegsmönnum að boða til hans og hann vænti þess að hitta þá aftur síðar í haust, þegar að því kæmi að íjalla um stjórnun fisk- veiða. Það sem upp úr stæði væri sú samstaða sem meðal manna væri um nauðsyn þess að koma fótunum undir þessa atvinnugrein. Meðan fískvinnsla væri rekin með 8—10% tapi væri Hagræðingarsjóðsmálið hins vegar smáatriði. Stefán sagði að sér þætti ógæfu- legt hvernig að samráði hefði verið staðið við sjávarútvegsnefnd, sam- starf við tvíhöfða nefndina sem átti að gera tillögur um rekstrarvanda sjávarútvegsins og endurskoða lög um fiskveiðistjómun hefði brugðist. Magnús Gunnarsson og Þröstur Ól- afsson hefðu tvívegis komið á fund sjávarútvegsnefndar og ekki að eigin frumkvæði. Það boðaði ekki gott því um þetta yrði að vera breið og góð samstaða. Þá væri einnig ógæfulegt að stjórn Byggðastofnunar hefði ekki haft hugmynd um þær tillögur sem starfsmenn stofnunarinnar hafa unn- ið að og liggja fyrir ríkisstjórn og vissi ekkert hvað þar stæði? Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur og á honum og í ályktun hans væri lýst áhyggjum yfir stöðu sjávarútvegsins, sem væri viðfangs- efni stjórnvalda og forystumanna sjávarútvegs á hveijum tíma. Nú lægju á borðum ríkisstjórnar tillögur um ráðstafanir til að tryggja að afia- skerðing hjá einstökum skipum færi ekki yfír 5% milli ára. Mikilvægt væri að það tækist. Undanfarin ár hefðu ekki verið sett slík mörk og dæmi væru um að einstök skip hefðu orðið fyrir miklu meiri áföllum milli ára. Alvarlegast væri nú að við vær- um ekki og hefðum aldrei verið und- ir það búin að þorskstofninn hryndi. Halldór sagði að á næsta ríkis- stjórnarfundi yrði málið tekið fyrir á nýjan leik. Hann sagðist ekki þora að lofa að þá yrðu teknar ákvarðan- ir, menn væru að athuga ýmsa mögu- leika. Halldór sagðist líka vilja Ieggja áherslu á það sem væri jákvætt á þessum tímum. „Verðbólga er minni en ég man dæmi til og ef okkur tekst að halda þeim sáttum sem nú eru á vinnumarkaði má búast við að verð- bólga verði minni hér á landi én er- lendis á næsta ári og það hefur í för með sér lítilsháttar lækkun á gengi krónunnar, sem kemur útflutnings- atvinnuvegunum til styrktar." ------♦ ♦ ♦------ ■ NORÐURLANDSMÓT í golfí fer fram á Akureyri á laugardag og sunnudag. Golfklúbbur Ólafsfjarð- ar heldur mótið, en það fer fram á Jaðarsvelli. I tilefni fimmtugsaf- mælis Golfsambands íslands verður opið hús í Golfskálanum að Jaðri í dag. RÚVAK 10 ára í dag RIKISUT VARPIÐ á Akureyri er tíu ára í dag. í tilefni dagsins heldur útvarpsráð fund sinn á Akureyri og síðari hluta dags verður afmælissamkoma i sal útvarpsins. Útvarp Norðurlands sendir út frá klukkan 16 til 19 sérstaka afmælisdagskrá. Inn í hana verður skotið atriðum úr afmælishófinu. Deild Ríkisútvarpsins var stofn- uð á Akureyri 14. ágúst 1982, fyrsta útibú útvarps utan Reykja- víkur. Höfuðstöðvar RÚVAK voru fyrst um sinn í Reykhúsinu gamla við Norðurgötu, en aðstæður voru ekki fullkomnar, hljóðstofan undir ijáfri reykhússins og stöðva þurfti upptökur ef flugvél flaug yfír eða hávaðasöm bifreið ók hjá. Fyrsti forstöðumaður RÚVAK var Jónas Jónasson. Undir stjóm hans jókst starfsemi deildarinnar smátt og smátt. Fréttamenn og dagskrárgerðarmenn voru ráðnir til starfa og námskeið haldin fyrir starfsfólk, fastráðið og lausráðið. Árið 1984 flutti RÚVAK í vel búið útvarpshús við Pjölnisgötu þar sem það er enn. Þar er einnig starfandi Morgunblaðið/Rúnar Þór Deildarstjórar Ríkisútvarpsins funduðu á Akureyri í gær. aUglýsingadeild með þjónustu fyrir allar deildir Ríkisútvarpsins, bæði útvarp og sjónvarp. Starfsmenn Útvarps Norður- Iands eru 11 auk fréttamanns Sjón- varpsins, sem einnig hefur aðstöðu í Útvarpshúsinu á Akureyri. Auk þess eru allmargir lausráðnir í smærri störfum fyrir útvarpið. Deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri og Útvarps Norðurlands er Arnar Páll Hauksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.