Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 POLLUX 126 .... Mamma! Hverju svörum við um aðildina að efnahags- svæðinu? ! BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Af hverju er grasagarð urinn ekki auglýstur? Frá Þorsteini Einarssyni: Ágæti Velvakandi. MARGUR flýr til þín tii þess að létta á hjarta sínu gremju eða hrifningu. Knýjandi er oftar hið fyrrtalda. Jafnt er nú komið þessu tvennu er ég hef að rita þér þetta bréf. Gremjan staf- ar af auglýsingu borgaryfirvalda sem heyrst hefur oftsinnis í fyrrasumar og svo aftur á yfírstandandi sumri. Hún vekur athygli á þrennum ágæt- um stöðum í eign borgarinnar: Við- ey, Árbæ og Húsdýragarðinum. Borgarar og gestir í borginni eru hvattir til heimsókna. Hví eru þessir þrír staðir teknir fram yfír mörg hugljúf unaðssetur borgarinnar? Er þessi þrenning frekust til útgjald- anna? Auglýsingamar eiga ef til vill að auka aðsókn og þar með tekjur, þvf að aðgangur er seldur. Eitt unaðssetranna, sem þögnin hjúpar er Trjá- og grasagarðurinn í Laugardal. Hann geymir sannan unað, fegurð og fróðleik. Allt ókeyp- is! Um daginn heyrði ég á tal hjóna, sem komu frá Húsdýragarðinum. „Eigum við ekki að fara í Grasagarð- Frá Sesselju Guðmundsdóttur: NÚ ER verið að taka gömlu raflín- una niður sem lá milli Suðumesja og Hafnarfjarðar og er það gott svo langt sem það nær en verktakinn verður að huga betur að því sem hann gerir og ganga betur um nátt- úmna. í landi Hvassahrauns, rétt ofan Reykjanesbrautarinnar, er skemmtilegt svæði sem er á náttúm- minjaskrá og þar hefur verktakinn unnið spjöll sem Ijót em að sjá. Á umræddu svæði eru nokkrar hraun- kúpur eða hraundríli hol að innan sem nefnd em Hvassahraunskatlar núorðið en svæðið heitir í raun Strokkamelur. Svo furðulegt sem það nú er hefur vinnuvél verið ekið þvert yfír svæðið og mulið eitt hraundrílið undir sér. Mjög auðvelt hefði verið að krækja fyrir katlana en sá sem inn?“ „Nei, þar er bara gras og blóm,“ svaraði konan. Grasflatir eru víðfeðmar, blómjurtir æðimargar ásamt blómleysingjum og þá tré og runnar margra tegunda. I gróður- húsi, sejn opið er almenningi eru fágætar tegundir, t.d. rósir, japansk- ir barrviðir, nýsjálenskar blómjurtir, kíví og víðir, bambus og vatnaliljur. í snoturlega hlaðinni hæð með niðandi læk em allmargir fulltrúar úr flóm íslands. Þurrlendis- og vot- lendisgróður. í steindysi ágætt safn byrkninga. Þá skal eigi gleymt all- stóm svæði skrúðgarðajurta, sem mörgum fínnst sérstakt. Ég hef tvívegis heyrt á tal er- lendra ferðamanna sem skoðuðu ís- lensku flómdysin. Þeir höfðu opnar bækur, án efa flórulista, og svo mynduðu þeir og rituðu í vasabæk- ur. Þeir létu heyranlega ánægju í ljós sín á milli yfír hve margt var að sjá hánorrænna jurta. Einn daginn í júlí beygði sig gömul kona yfír beð hófsóleyjar.og steinbijóta. Hún taut- aði fyrir munni sér: „... smávinir fagrir ...“ Þannig er Tijá- og grasa- garður Reykjavíkurborgar unaðsset- ók þama um hefur greinilega ekki vitað um þessi fallegu náttúmverk eða mðst yfír svæðið í hugsunar- leysi. Ef lagning vega eða lína þarf samþykki Náttúruverndarráðs af hveiju fylgist ráðið þá ekki einnig með niðurrifí eins og þama á sér stað og fyrirbyggir þar með slík skemmdarverk? Fyrir ofan Voga í Vatnsleysu- strandarhreppi hafa fundist nokkrar kopabólur fastar í klöppum. Bólurnar em ca. 2 sm í þvermál, era tölusett- ar og liggja með ca. 100 m millibili frá suðri til norðurs, gætu verið 20-30 ára gamlar. Greinilega hafa einhveijar mælingar farið þama fram og ef einhver gæti gefið upplýs- ingar yrðu þær vel þegnar. SESSEUA GUÐMUNDSDÓTT- IR, Brekkugötu 14, Vogum. ur hveijum sem gefur sér tíma til þess að ganga um hann og virða fyrir sér fjölbreyttan gróður í vistlegu umhverfi - og minnist þess að að- gangur er ókeypis. í sjónvarpi er flóra Islands kynnt á aðlaðandi hátt af Jóhanni Pálssyni og Hrafnhildi Jónsdóttur. Þau mættu geta beðanna með íslenskum jurtum í nokkram íslenskum almennings- görðum og þar á meðal í Laugardal í Reykjavík. ÞORSTEINN EINARSSON, Laugarásvegi 47, Reykjavík. Það er vandlifað, mömmur Frá Halldóru Maríu Steingríms- dóttur: ÞAÐ hefur verið vitað að konur em konum verstar. Regína, er þessi grein þín í Morgunblaðinu 13. ágúst síðast- liðinn innlegg í kvenréttindabarátt- una? Regína, þú heldur að heimavinn- andi húsmæður séu bestu mömmum- ar. Málið er að það em gæðin en ekki magnið sem skipta máli í þessu sambandi. Það er að geta náð því að vera vinur barna sinna. Einnig er það öryggið sem þú veitir barninu sem skiptir líka meginmáli. Þegar bam er að þroskast er mikilvægt að það finni að það er ekki öðruvísi en hin börnin, á ég þá við þegar barnið vantar hjól, skíði eða öll þau dýru leikföng sem boðið er upp á í dag. Ef þú getur ekki veitt barni þínu þetta þá einangrast það og lokast af. Sem fullorðin manneskja getur þessi einstaklingur verið andfélags- legur, átt í erfíðleikum í mannlegum samskiptum og verið óömggur með sjálfan sig. Ég hef ekki BA próf í uppeldisfræðum eða MA próf í sál- fræði, heldur hef ég lifað og næ því að hugsa sjálfstætt. HALLDÓRA MARÍA STEIN- GRÍMSDÓTTIR móðir Fannafold 21, Grafarvogi Náttúruspjöll og koparbólur Víkverji Oft hefur verið býsnast yfir því, að útvarpsstöðvar hafa sumar útvarpað erlendum vinsældalistum dægurlaga, án þess að hafa fyrir því að þýða ummæli kynnisins, sem mælir á ensku. Víkveiji er sammála því, að það hljómar fáránlega þegar amerískur plötusnúður ræðir fram og til baka um ágæti laganna og flytjendanna, en auðvitað standa lög- in sjálf fyrir sínu, því tónlist er jú alþjóðlegt tungumál, þó textar séu á ensku. Miklu verr, og gjörsamlega óafsakanlegt, þykir Víkveija þegar heilu viðtalsþættirnir úr erlendum útvarpsstöðvum em fluttir hér. Út- varpsstöðin Stjaman sendi út fyrir skömmu þátt, sem í dagskrárkynn- ingu hét „Focus on the Family". Víkveiji vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið, þegar hann heyrði grátklökka konu lýsa, á klingjandi amerísku, ýmsum hremmingum, sem hún hefði lent í um ævina, en kom- ist heil í gegnum fyrir tilstilli Drott- ins. Alltaf beið Víkveiji eftir því að íslenskur útvarpsmaður gripi inn í skrífar og þýddi það sem konan var að segja, en loks þegar önnur rödd heyrðist en konunnar, þá kom í Ijós að spyrill- inn var sjálfur bandarískur. Á þeim tíma, sem Víkveiji entist til að hlusta á þáttinn, heyrðist ekki eitt orð á íslensku og þátturinn því algjörlega óskiljanlegur öðrum en þeim, sem hafa þokklegt vald á ensku. Gaman væri að fá að heyra einhveija skýr- ingu útvarpsstöðvarinnar á þessu og hvort ætlunin er virkilega sú, að halda þessu áfram. XXX Inýjasta hefti Skímu, málgagni móðurmálskennara, ritar Vilborg Dagbjartsdóttir um ljóðakennslu. Þar bendir hún á, að miklar breytingar hafí orðið á kennsluháttum á þeim síðustu fjörutíu árum, sem hún hafí verið kennari og flestar til hins betra að hennar dómi. Vilborg skýrir frá því, er hún var á samkomu á sumar- daginn fyrsta, þar sem börn sáu um skemmtiatriðin. Henni segist svo frá: „Meðal þeirra sem fram komu var hópur ungra barna af einu barna- heimili borgarinnar. Þau sungu og fóm með þulur og að lokum sungu þau auðvitað Maístjörnuna hans Jóns Ásgeirssonar við texta Halldórs Lax- ness og allir tóku undir en nú brá svo við að margir hinna fullorðnu kunnu ekki textann. Litlu krakkarn- ir, sum varla orðin þriggja ára, létu sig ekki muna um að kyija öll þijú erindin og hvert einasta barn í saln- um söng fagnandi með. Þarna varð ég vitni að því sem ég kalla velheppn- aða Ijóðakennslu á barnaheimilum og í leikskólum. Reyndar er þarna að gerast undur sem ég skil ekki alveg. Litlu bömin í landinu hafa valið sér þennan erfiða texta til að gera að sínum. Á skömmum tíma hefur lag og ljóð orðið þjóðareign eins og Allir krakkar eða Bíbí og blaka. Ekki hvarflar það að mér að bömin skilji inntak ljóðsins, ekki einu sinni orðin, samt flækjast þau ekki fyrir þeim og eftir einhveijum dular- fullum leiðum ratar þetta Ijóð til sinna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.