Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ
IÞRÓTTIR
FOSTUDAGUR 14. AGUST 1992
GOLF
GSÍ 50 ára
Golfsamband íslands er 50 ára
í dag og af því tilefni verður
hátíðardagskrá í golfskála Golf-
klúbbs Reykjavíkur í Grafarholti.
Dagskráin hefst kl. 14 með því að
Páll Ásgeir Tryggvason, formaður
hátíðamefndar, setur hátíðina.
Sóknarpresturinn, Vigfús Þór
Ámason, flytur helgispjall og síðan
verður golfsýning þar sem fjögur
ungmenni leika með fjórum öldung-
um og er þetta gert til að undir-
strika að golf er íþrótt fyrir fólk á
öllum aldri.
Konráð Bjarnason, forseti GSÍ,
flytur þar næst ávarp og Guðmund-
ur Bjömsson, formaður GR, einnig.
Gestum verður síðan boðið uppá
kaffi og með því og klukkan 17
hefst opið hús golfklúbba um allt
land þar sem fólk getur kynnt sér
starfsemi klúbbanna og fræðst um
golfíþróttina.
Golfíð hefur breiðst hratt út und-
anfarin ár. Þegar GSÍ var stofnað
árið 1942 vom skráðir iðkendur 235
og hafði aðeins fjölgað um 30 árið
1963. Þegar sambandið er 50 ára
eru skráðir iðkendur 5.500 talsins
og fer ört fjölgandi.
Úlfar Jónsson er með lægstu forgjöf íslensku keppendanna.
íslendingar stefna að
verðlaunasæti á
NORÐURLANDAMÓTIÐ í golfi verður sett á Grafarholtsvelli í dag
ki. 18 og keppni hefst ífyrramálið kl. 8. íslensku keppendurnir
setja stefnuna á verðlaunasæti og ættu að eiga raunhæfa mögu-
leika á að ná því markmiði.
Kylfíngamir leika 54 holur, 36 á
morgun og 18 á sunnudag, og
er það í fyrsta sinn sem ekki eru leikn-
ar 72 holur á NM.
Svíar eru núverandi Norðurlanda-
meistarar í karlaflokki en Danir í
kvennaflokki. íslendingar hafa oftast
verið í keppni við Finna um fjórða
sætið í karlaflokki en ætla sér stærri
hluti að þessu sinni, enda á heimavelli.
Miðað við forgjöf þeirra keppenda
sem hingað koma er víst að frábært
golf verður leikið í Grafarholtinu um
helgina. Svíar eru með fjóra sem eru
með 0 í forgjöf og tvo sem eru með
+1 þannig að þeir eru sterkir. Norð-
menn virðast ekki síður sterkir því
þrír era með +2, einn með +1, einn
með 0 og einn með 1. Finnar era með
tvo sem era með 1, þrjá sem eru með
2 og einn er með 3 í forgjöf. í dönsku
sveitinni eru þrír með 0, tveir með 1
og einn með 2 en íslenska sveitin er
með einn með +2, einn með 0, tvo
með 1 og tvo með 2.
Keppt er í höggleik og telja fímm
efstu í hverri sveit á hveijum hring.
Einnig er um einstaklingskeppni að
ræða og þar eru þrír íslendingar auka-
lega í karlaflokki, þeir Birgir L. Haf-
þórsson, Sigurður Hafsteinsson og
Sigurpáll Sveinsson.
>
PINISEEKER
OPIÐ
UNGLINGAMÓT
verður haldið laugardaginn 15. ágúst
á Keilisvellinum í Hafnarfírði.
Keppt verður í flokkum
14 ára og yngri og 15 - 18 ára.
Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir
1., 2. og 3. sæti með og án forgjafar
í báðum flokkum.
Aukaverðlaun verða veitt fyrir næst
holu á öllum par 3 holum.
Ræst verður út frá kl. 9.00.
Skráning er í síma 53360.
Róðurinn verður öragglega erfíðari
fyrir stúlkumar því forgjöf erlendu
keppendanna er talsvert lægri en okk-
ar stúlkna. Norska sveitin er með eina
sem er með 1 í forgjöf, tvær eru með
3 og ein með 5. Hjá Finnum era tvær
með 5 og tvær með 4 en sænsku stúlk-
urnar era með geysisterkt lið. Þijár
eru með 0 í forgjöf og ein er með 1.
Danska sveitin er með 3, 4, 3 og 4 í
forgjöf. íslenska sveitin er með 3, 6,
6 og 10 í forgjöf þannig að það verð-
ur á brattann að sækja hjá henni.
íslendingar hafa einu sinni náð
verðlaunasæti í sveitakeppninni.
Karlasveitin varð í þriðja sæti þegar
leikið var á Suðumesjum árið 1988.
Úlfar Jónsson og Karen Sævarsdóttir
hafa einnig komist á pail f einstakl-
ingskeppninni. Úlfar varð annar í
Noregi árið 1990 og Karen varð þá
þriðja.
AGANEFND KSI
KNATTSPYRNA / AGANEFND
Samkvæm sjálfri sér
Morgunblaðinu barst í gær-
kvöldi eftirfarandi yfirlýsing
frá Knattspyrnusambandi Is-
lands.
„Vegna blaðagreina á íþróttsíð-
um Morgunblaðsins 12. og 13.
ágúst 1992, vill Knattspyrnusam-
band íslands taka fram eftirfar-
andi:
I leiknum ÍA - Valur laugardag-
inn 25. sl. var tveimur leikmönn-
um vísað af leikvelli. Eins og
kunnugt er fer leikmaður, sem
vísað er af leikvelli sjálfkrafa í
leikbann. Vegna þessa sjálfkrafa
leiksbanns hefur sú vinnuregla
skapast hjá aganefnd KSÍ að úr-
skurða strax á næsta fundi sínum
eftir brottvísun, hvort viðkomandi
leikmaður skuli úrskurðaður í eins
leiks bann eða fleiri leikja. Er
þetta gert til að leikmaður fari í
samfellt leikbann, ef úrskurður
aganefndar felur í sér fleiri en
eins leiks bann.
Aganefnd byggir úrskurð sinn
á atvikaskýrslu dómara og/eða
eftirlitsmanns. Aganefnd er nauð-
synlegt að fá upplýsingar frá
dómara og/eða eftirlitsmanni um
eðli viðkomandi brota, sem hafa
leikbann í för með sér.
í umræddum leik var eins og
áður er getið tveimur leikmönnum
vísað af leikvelli. Það var því á
grundvelli fyrrnefndar vinnureglu
aganefndar, sem starfsmaður KSÍ
hafði samband við dómara leiks-
ins. Það varð samkomulag milli
þeirra, að dómari leiksins sendi
inn til KSÍ símbréf með atvika-
skýrslum sínum. Eftir þeim
skýrslum úrskurðaði aganefnd
KSÍ á fundi sínum 28. júlí sl.
Sami háttur hefur verið hafður á
í öllum sambærilegum tilvikum í
sumar.“
Undir þetta rita Eggert Magn-
ússon, formaður KSÍ, Eggert
Steingrímsson, formaður aga-
nefndar KSÍ og Snorri Finnlaugs-
son, framkvæmdastjóri KSÍ.
Yfirlýsing frá
Gylfa Þór Orrasyni
GYLFI Þór Orrason, knatt-
spyrnudómari, sendi Morg-
unblaðinu eftirfarandi yfirlýs-
ingu vegna þess sem haft er
eftir Gunnari Sigurðssyni,
formanni ÍA, í blaðinu í gær
í sambandi við afskipti KSÍ
af dómaraskýrslum.
„Mér fínnast aðdróttanir þessa
reynda forystumanns úr knatt-
spyrnuforystunni vera lágkúru-
legar og honum til vansa. Hann
virðist telja það eðlilegt að þeir,
sem starfa á vettvangi KSÍ vinni
starf sitt af óheilindum. Hann
hlýtur þá að vera með slæma sam-
visku eftir 17 ára starf sitt í stjóm
og nefndum KSÍ. Menn geta haft
misjafnar skoðanir á hversu góður
eða lélegur knattspyrnudómari ég
er, en svindlari er ég ekki.“
Gylfi Þór Orrason,
knattspyrnudómari.
Ikvöld
Knattspyma kl. 19
1. deild kvenna:
Akranesvöllur: í A - UBK
KR-völlur: KR - Höttur
2. deild kvenna
Keflavíkurv: ÍBK - Ægir
■Auk þess fara fram
leikir í 3. og 4. deild.
Margir í bann
Þrír leikmenn í 1. deild karla vora
dæmdir í leiks bann vegna fjög-
urra gulra spjalda á síðasta fundi
aganenfndar KSÍ og verða því ekki
með í næsta leik. Amar Grétarsson
og Pavel Kretovic leika ekki með UBK
gegn Fram og Halldór Kristinsson
verður ekki með KA gegn ÍA.
Sjö leikmenn í 2. deild missa af
næsta leik vegna fjögurra gulra
spjaida; Brynjar Jóhannesson, Víði,
Dragan Manojlovic, Þrótti, Jakob Jón-
harðsson, ÍBK, Páll N. Björnsson,
Grindavík, Valgeir Baldursson, Stjöm-
unni og Selfyssingarnir Sveinn Jóns-
son og Þórarinn Jóhannsson, en Elmar
Viðarsson, BÍ, fer í bann vegna rauðs
spjalds og Sigurður Sighvatsson, BÍ,
fær tveggja leikja bann vegna fjög-
urra gulra og eins rauðs spjalds.
Auk þess fengu Goran Micic, Þrótti
N., Guðlaugur Jóhannesson, Hugin
F., Soffía Frímannsdóttir, Þór'A. og
Jón Þ. Þórisson, Ægi, leiks bann vegna
brottvikningar.
KNATTSPYRNA
Júgóslavar
ekki með í EM
KSl fékk símbréf frá Knatt-
spymusambandi Evrópu,
UEl'A, í gær, þar sem fram kom
að UEFA hefði tilkynnt Alþjóða
knattspymusambandinu, FIFA, að
U-21 árs landslið Júgóslavíu yrði
ekki með í Evrópukeppninni, en liðið
átti að leika fyrsta leik sinn á fs-
landi 1. september. KSÍ sendi FIFA
þegar símbréf og spurði hvort sama
gilti ekki með lið Júgóslavíu í IIM,
en það á annars að leika á Laugar-
dalsvelli 2. september.
KSÍ telur litlar líkur á því að af
leiknum verði vegna ástandsins í
Júgóslavíu, en verði samskiptabann
Sameinuðu þjóðanna enn í gildi um
næstu mánaðarmót er Ijóst að leikur-
inn verður ekki á dagskrá. Verði
Júgóslövum vísað úr keppninni fara
tvö lið eftir sem áður úr riðlinum í
úrslitakeppnina.
Opin golfmót
í tilefni 50 ára afmælis Golfsam-
bands íslands veröa golfklúbbar
landsins meö afmælismót og op-
ið hús. Allir sem áhuga hafa á
golfi geta þvi rennt við í næsta
golfskála, fengið sér hressingu
og leikið golf.
Norðurlandamótið
Norðurlandamótið verður haldið í Grafar-
holtinu á laugardag og sunnudag. Leiknar
verða 36 holur á laugardag en 18 á sunnu-
dag. Mótið er sveitakeppni og einstaklings-
keppni, bæði hjá konum og körlum.
Coca Cola
Tvö Coca Cola mót verða um helgina og
verða leiknar 36 holur á hvorum stað, 18
hvorn dag. Annað mótið er á Eskifirði en
hitt hjá Nesklúbbi.
Norðurlandsmótið
Mótið fer fram á Ólafsfirði og verða leiknar
18 holur á laugardag og annað eins á sunnu-
dag.
SR-mótið
Mótið verður hjá Leyni á Akranesi á laugar-
dag, Leiknar 18 holur með og án forgjafar.
Ellen Beatrex
Kvennamót í Garðabænum á sunnudag.
Opna Pinseeker
Unglingamót hjá Keili á laugardag. 18 hol-
ur með og án forgjafar I flokki 14 ára og
yngri og 15-18 ára.
Lacoste
Opið öldungamót hjá Leyni á sunnudag.
Opið púttmót
Árlegt púttmót Umboðsskifstofu Helga
Hólm verður haldið i Keflavfk á laugardag-
inn og verður keppt í 11 aldursflokkum.
Mótið hefst kl. 10 árdegis.
NAMSKEIÐ
Handboltaskóli
Reykjavíkur
Handboltaskóli Reykjavíkur verður í
íþróttahúsi Víkings, Víkinni, 17. til 28.
ágúst. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 09
til 12 og 13 til 16 og er fyrir 7 til 14 ára
krakka. Leiðbeinendur verða Þorbergur
Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, og Guðjón
Guðmundsson, fyrrum aðstoðarmaður
landsliðsþjálfara, en skráning er í símum
33688 og 813245 og þar fást nánari upplýs-
ingar.
Handboltaskóli Hauka
Handboltaskóli Hauka er kominn í fullan
gang og stendur til 28. ágúst. Hann er
fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára og kennt
er frá kl. 13 til 17 alla virka daga í Iþrótta-
húsinu við Strandgötu og þar fást allar
nánari upplýsingar.