Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 39
39
KNATTSPYRNA / 1. DEILD - SAMSKIPADEILDIN
Fimmta tap
Framíröð
Fylkir á leið upp
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FÖSTUDAGUR 14. AGUST 1992
Von um Evrópusæti níunda árið í röð
nær úr myndinni eftir ósigur gegn Vai
VALSMENN voru mun ákveðn-
ari og hungraðri f sigur en
Framarar á Valbjarnarvelli í
gærkvöldi og unnu örugglega
og sannfærandi 2:0. Kippur
Vals kemur samt sennilega of
seint, því Óstöðugleiki liðsins
ífyrri hluta mótsins gerir það
að verkum að það á varla raun-
hæfa möguleika á titlinum.
Framarar eru ekki aðeins búnir
að missa af lestinni heldur
bendir allt til þess að von um
Evrópusæti níunda árið í röð
sé að engu orðin, en þeir hafa
tapað fimm leikjum í röð, fjór-
um i deiid og einum í bikar.
Bæði lið voru með 19 stig fyj'ii'
leikinn, 11 stigum á eftir ÍA,
og því var mikið í húfi. Leikmenn
tóku enga áhættu
Steinþór og lengst af sat var-
Guðbjartsson færnin í fyrirrúmi —
skrifar menn hugsuðu fyrst
og fremst um að
gera ekki mistök í vörninni, en
treystu á skyndisóknir.
Valsmenn voru grimmari og
ákveðnari, en botninn datt úr spil-
inu, þegar komið var að vítateig
mótheijanna eða jafnvel nær marki
og sömu sögu er reyndar að segja
af sóknarleik Framara.
Leikurinn varð opnari eftir hlé
og um miðjan hálfleikinn fengú
Framarar tvö góð marktækifæri. í
fyrra skiptið varði Bjarni glæsilega
frá Steinari, en síðan fór Valdimar
illa að ráði sínu fyrir opnu marki.
Þetta ýtti við Valsmönnum, sem
skoruðu skömmu síðar og gerðu
vonir móthetjanna að engu.
Pétur Ormslev lék nú á miðjunni
hjá Fram og hafði það góð áhrif
til að byija með, en Framarar náðu
samt aldrei almennilega tökum á
miðjunni og munaði miklu að
sprengikraftinn vantaði hjá Pétri
Arnþórssyni. Kristinn R. lífgaði upp
á liðið í seinni hálfleik, en þá var
Steinar færður á hægri kantinn,
þar sem hann gerði mikinn usU.
En aðrir voru ekki með á nótunum
og því fór sem fór.
Vörn Valsmanna var sterk sem
fyrr og eftir að miðjumennirnir
náðu undirtökunum var ekki spurn-
ing um hvort liðið skoraði heldur
hvenær. Valur er með eitt besta lið
deildarinnar og þó það hafi ekki
sýnt sínar bestu hliðar gerðu strák-
amir það, sem þeir þurftu.
Oa^^Eftir gott samspil Dervic og Porca fékk Sævar Jónsson
■ fciboltann. Hann lék laglega framhjá Jóni Sveinssyni og gaf
fyrir frá vinstri. Valsmennirnir Anthony Karl og Baldur voru í áksjósan-
iegu færi, en Ómar Sigryggsson braut á öðrum eða báðum, víti, og
Sævar skoraði örugglega í homið uppi, hægra megin við Birki, á 84.
mínútu.
Morgunblaðið/KGA
Valsmennlrnlr Sævar Jónsson og Ágúst Gylfason hafa hér betur í baráttunni við Vaidimar Kristófersson.
Izudin Dervic fékk boitann, þar sem hann var við vinstri
hliðarlínu. Hann brunaði upp að endamörkum og gaf fyrir. .
Tveir Valsmenn voru of seinir, en það kom ekki að sök — Salih Porca^
kom aðvífandi að íjærstöng og hamraði í netið af stuttu færi á 74.
mínútu.
Fylkismenn tryggðu sig í sessi á
toppi annarrar deildar með því
að gera 1:1 jafntefli við heimamenn
í Grindavík í gær-
kvöldi. Leikurinn
Frimann
Ólafsson var fjorlega leikinn
skrifar af báðum liðum og
ágætis skemmtun
fyrir allt of fáa áhorfendur sem
fylgdust með.
Bæði mörk leiksins komu í fyrri
hálfleik. Það fyrra gerði Þórður
Birgir Bogason fyrir heimamenn á
21. mínútu eftir sendingu frá Ólafi
Ingólfssyni. Sendingin barst til
Þórðar sem missti af boltanum en
sneri sér skemmtilega við og náði
að skjóta framhjá Páli Guðmunds-
syni í marki Fylkis. Kristinn Tómas-
son jafnaði síðan úr aukaspyrnu af
rúmlega 30 metra færi á 33. mín-
útu. Vörn Grindvíkinga var að stilla
upp varnarvegg er Kristinn laumaði
boltanum í markhomið niðri, Þor-
steini Bjarnasyni alveg að óvörum.
Fylkismenn drógu lið sitt til baka
í seinni hálfleik og virtust sætta sig
við skiptan hlut en voru þó skeinu-
hættir í skyndiupphlaupum. Heima-
menn réðu gangi leiksins en gekk
illa að skila boltanum milli sam-
hetja auk þess sem Fylkismenn
vörðust vel.
Heimamenn vildu tvær víta-
spyrnur í seinni hálfleik, annað
skipti þegar Þórði Birgi Bogasyni
var skellt í vítateignum og seinna
skiptið þegar boltanum var spymt
í hendi eins varnarmanna Fylkis en
Ari Þórðarson dómari lét leikinn
halda áfram í bæði skiptin.
Leikurinn var eins og fyrr segir
ágætlega leikinn af báðum liðum.
Ragnar Eðvarðsson, Albert Sigur-
jónsson og Ólafur Ólafsson áttu
allir mjög góðan leik í annars jöfnu
liði heimamanna en lið Fylkis var
mjög jafnt og er það aðal þess.
Þróttur ögn skárri
Þróttarar voru ögn skárri en
ÍR-ingar í Mjóddinni í gær-
kvöldi, og unnu 3:1 sem kemur
þeim í þriðja sæti í
Stefán 2. deild. „Þetta var
Stefánsson lélegasti leikur okk-
skrifar ar ( langan tíma en
sigurinn sanngjarn.
Þó við eigum fræðilega möguleika
á sæti í 1. deild, er hann fjarlægur
og við reynum bara að hafa gaman
af þessu“, sagði fyrirliði Þróttar,
Haukur Magnússon.
ÍR byijaði af krafti en Þróttur
komst þó hægt og örugglega inní
leikinn og á 45. mínútu skoraði
Sigfús Kárason eftir hrikaleg varn-
armistök ÍR. Kristján Halldórsson
jafnaði á 56. mínútu en gestirnir
pressuðu eftir markið og fjómm
mínútum síðar fékk Sigfús Kárason
Asgeir njósnar
sgeir Elíasson, landsliðsþjálfari í knattspyniu, fer snemma í dag
áleiðis til Moskvu til að fylgjast með æfingaleik Rússlands og
Mexíkó n.k. sunnudag. ísland sækir Rússland heim 14. október, en
mætir Grikklandi á Laugardalsvelli 7. október. Þetta eru leikir I 5.
riðli undankeppni HM og verði Júgóslavíu vísað úr keppni verður um
lýrsta leik Rússlands í mótinu að ræða.
dæmda vítaspyrnu sem Magnús
Pálsson skoraði úr. Ingvar Ólason
innsiglaði síðan sigurinn átta mín-
útum fyrir leikslok.
Þróttur hefur oft leikið betur en
þeir héldu haus allann tímann og
uppskáru eftir því. Sigfús var mjög
góður og Ingvar ásamt Ágústi
Haukssyni stóðu að venju fyrir sínu.
IR-inga vantaði einhvern neista.
„Þetta var hryllilegt og ferlega dap-
urt, við náum okkur bara ekki upp
á tærnar", sagði Bragi Bjömsson,
fyrirliði ÍR, eftir leikinn.
Létt hjá Leiftri
Leiftursmenn áttu ekki í erfið-
leikum með slakt lið Selfyss-
inga á Ólafsfirði í gærkvöldi og er
lið Selfoss nú komið
í veruleg vandræði í
deildinni. Heima-
menn sigruðu 4:1.
Pétur Marteins-
son, besti maður vallarins, gerði tvö
fyrstu mörkin og Pétur Björn Jóns-
son jók muninn í 3:0 í upphafi síð-
ari hálfleiks. Gunnar Garðarsson
lagaði stöðuna en Mark Duffleld
tryggði sigur með góðu marki,
stöngin inn af 20 m færi.
Grétari Þórssyni úr liði Selfoss
var vikið af leikvelli á 80. mínútu.
Benjamin
Jósepsson
skrifartrá
Ólafsfiröi
Jafnt í Garðabæ
Stjarnan og Víðir skildu jöfn í
slökum leik í Garðabæ 1:1.
Árni Sveinsson náði forystunni fyr-
ir heimamenn úr
Frosti vítaspyrnu tuttugu
mínútum fyrir leiks-
lok eftir að Valgeiri
Baldurssynui hafði
verið brugðið innan vítateigs en
Víðismönn svöruðu fyrir sigtveimur
mínútum síðar með fallegu skalla-
marki Ólafs Róbertssonar.
Eiösson
skrifar
KARFA / U-16
Pressan
gekk upp
ÍSLENSKA drengjalandsliðið í
körfuknattleik gerði sér lítið
fyrir að lagði það belgíska að
velli 71:53 þegar liðin mættust
í undankeppni Evrópumótsins
í gærkvöldi í Belgíu.
Við pökkuðum í svæðisvörn og
pressuðum stíft næstum allan
leikinn og það hreif, Belgarnir voru
hálf skelkaðir við okkur,“ sagði
sagði Axel Nikulásson þjálfari ís-
lenska liðsins eftir sigurinn.
Islenska liðið gerði út um leikinn
í byijun síðari hálfleiksins þegar
þeir skoruðu sextán stig gegn að-
eins tveimur frá Belgum og breytti
stöðunni í 47:25
Stíg íslands: Helgi Guðfinnsson 25, Ómar
Öm Sigmarsson 17, Hafsteinn Lúðvíksson
13, Gunnar Einarsson 5, Arnþór Birgisson
5. Hafsteinn Lúðvíksson tók flest fráköstin,
fimmtán talsins.
2. DEILD KARLA
Fj. leikja U J T Mörk Stig
FYLKIR 13 10 1 2 29: 12 31
ÍBK 12 8 3 1 25: 11 27
ÞRÓTTUR 13 7 1 5 22: 21 22
UMFG 13 6 2 5 24: 19 20
LEIFTUR 13 5 3 5 23: 16 18
STJARNAN 13 4 4 5 18: 16 16
ÍR 13 3 5 5 14: 21 14
Bi 12 3 4 5 16: 25 13
VÍÐIR 13 2 5 6 12: 18 11
SELFOSS 13 0 4 9 12: 36 4
URSLIT
Fram-Valur 0:2
Valbjamarvöllur, íslandsmótið í knatt-
spyrnu, 1. deild karla - Samskipadeildin -
fimmtudaginn 13. ágúst 1992.
Aðstæður: Svalur suðvestan vindur.
Mðrk Vals: Salih Porca (74.), Sævar Jóns-
son (vsp. 84.).
Gult spjald: Jón Sveinsson, Fram, (12.)
fyrir brot.
Dómari: Þorvarður Bjömsson lét leikinn
ganga, en var stundum smámunasamur og
sleppti augþ'ósum brotum.
Lfnuverðir: Eyjólfur Ólafsson og Gísli
Björgvinsson.
Áhorfendun 1.185 greiddu aðgangseyri.
Fram: Birkir Kristinsson - Jón Sveinsson,
Kristján Jónsson, Pétur Óskarsson (Ómar
Sigtiyggsson 77.) - Ingólfur Ingólfsson,
Steinar Guðgeirsson, Pétur Ormslev, Pétur
Amþórsson, Ásgeir Ásgeirsson (Kristinn
R. Jónsson 57.) - Valdimar Kristófersson,
Jón Erling Ragnarsson.
Valur: Bjarni Sigurðsson - Jón Grétar Jóns-
son, Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson
- Baldur Bragason, Steinar Adolfsson, Ág-
úst Gylfason, Salih Porca, Izudin Dervic -
Amljótur Davíðsson (Jón S. Helgason 80.),
Anthony Karl Gregory.
Kristján Jónsson, Ingólfur Ingólfsson,
Steinar Guðgeirsson, Fram. Bjarni Sigurðs-
son, Jón Grétar Jónsson, Einar Páll Tómas-
son, Sævar Jónsson, Izudin Dervic, Salih
Porca, Val.
2. deild karla:
Grindavík - Fylkir.................1:1
Þórður Birgir Bogason (21.) - Kristinn Tóm-
asson (33.).
Stjaruan - Vfðir...................1:1
Árni Sveinsson (70. vsp.) - Ólafur Róberts-
son (72.).
Leiftur - Selfoss..................4:1
Pétur Marteinsson (18. og 36.), Pétur Björn
Jónsson (48.), Mark Duffield (69.) - Gunnar
Garðarsson (66.)
ÍR-Þróttur.........................1:3
Kristján Halldórsson (56.) - Sigfús Kárason
(45.), Magnús Pálsson (60. vsp), Ingvar
Ölason (82.).
2. deild kvenna:
Haukar-ReynirS.....................8:0
4. deild B:
Ármann - Léttir....................3:0
Magnús Jónsson 2, Stefán Stefánsson.