Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 17 Kvennaathvarfið og samtakamáttur kvenna ínan okkar bensíneruð. Ég sagði þeim frá reynslu minni að flestir sjúkraflutningsmenn væru ljúf- menni og undir það tók Hörður flugkappi sem var annars á kafi í gappírum fyrir Grænlandsflugið. Óvenjulegt að sjá þann mann á kafí í pappírum. Heiðursmennirnir skutu mér svo vestur á Kambsnes, þar tapaði Auður djúpúðga kambi segir sagan, ekki fundum við kambinn frekar en fyrri daginn en við vorum eina flugvélin sem ekki fór til Grænlands þennan dag. Þeir héldu áfram til Isafjarðar. Á leiðinni hugleiddi ég það að tveir flokkar sjúkraflutnings- manna kynnu að vera til, stór A- flokkur sem eru ljúfmenni og minni B-flokkur sem vill vera með derr- ihg og merkilegheit í sífellu og stafar því um líkt venjulega af taugastrekkingi. Það hlýtur að vera markmið um aldur og ævi að fækka B-flokki og fjölga í A- flokki. En ég óttast að B-flokkur hinna taugastrekktu sjúkraflutn- ingsmanna verði enn um sinn all- stór og því legg ég eftirfarandi ráð til í sambandi við hann: 1. Þeir ættu að hafa samband við lækni og fá róandi lyf til að nota á kvöldin eða á morgnana ef þeir hafa verið á næturvakt. (Flug- mennirnir töldu reyndar að þeir gætu bara farið í „kassann" að fá sér eitthvað í svanginn og var það gott ráð en mun vera ólöglegt.) 2. Krefjast verður þess að þeir temji sér betri framkomu við fólk úr Reykjavík og nágrenni heldur en við landsbyggðarfólk, því hið fyrrnefnda fólk þarf miklu oftar að fást við þá. Landsbyggðarfólkið drepst ekki af durtslegri framkomu nokkurra Reykvíkinga stutta stund, það er henni vant. En þeir verða að lynda við heimafólk sitt. 3. Ólafur landlæknir og Sjúkra- flutingaráð ættu að stuðla að því að Margrét læknir Georgsdóttir verði látin kenna sjúkraflutnings- mönnum framkomu við lækna, sjúklinga og aðrar manneskjur. Það veit ég af einni námskeiðs- reynslu að Margrét læknir hefur þróað manna bestar hugmyndir um það hvemig sjúkraflutningsmenn eiga að haga sér og hún hefur til að bera þá næmu tjáningu sem þarf til að þeir skilji alla meiningu hennar frá alfa til ómega. Á meðan ekkert breytist verður bara að gera grín að þessu. Höfundur er læknir í Búdardal. eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur Samtakamáttur kvenna er það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar Kvennaathvarfið í Reykjavík er nefnt á nafn. Ástæðan fyrir því er tvíþætt. í fyrsta lagi var það samtakamáttur kvenna sem varð til þess að húsið sem hýsir Kvenna- athvarfið var keypt og í.öðru lagi er samtakamáttur það sem ein- kennir andrúmsloftið sem ríkir inn- an veggja hússins, meðal kvenn- anna sem þar dveljast. Það er stór- kostlegt að sjá hve konurnar standa saman og styðja hver aðra í erfiðri baráttu lífsins. Fyrir rúmum áratug tóku konur af öllu landinu sig saman og gengu í hús. Erindið var merkjasala fyrir kvennaathvarf og þetta voru ekki aðeins örfáar konur sem héldu fram einhverri ímyndaðri þörf, heldur 20.000 konur sem vissu vel hvernig ástandið var hér á landi. Þær vissu að til var fjöldi kvenna sem hafði búið við ofbeldi innan friðhelgi heimilisins og aldrei látið nokkrun af vita, enda voru viðtök- umar með ólíkindum. Alls staðar var þessum baráttuglöðu konum vel tekið. Miklir fjármunir söfnuð- ust og það var keypt hús, Kvenna- athvarfíð í Reykjavík. Þegar ég lít til baka nú tíu árum síðar undrast ég hve viðtökumar voru góðar, vegna þess að þá var heimilisofbeldi falið vandamál hér á landi og fáir vildu kannast við það opinberlega að það yfirleitt þekktist í okkar litla og vingjarn- lega þjóðfélagi. En síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Nú vitum við betur. Á síðasta ári komu í Kvennaathvarfið í Reykjavík 217 konur og 116 börn og var það metár frá upphafi. Og á fyrstu átta mánuðum þessa árs leituð þar skjóls 244 konur og 132 börn alls staðar af landinu. Þessar konur hafa búið við ofbeldi á heim- ilum sínum í lengri eða skemmri tíma. Ástæður fyrir þessari gífur- legu aukningu er af ýmsum toga og hefur ekki verið gerð nein ítar- „Þannig hefur baðkars- brúnin orðið fyrir val- inu sem samtalsstaður minn við konurnar og því er ekki að neita að það er mjög heimilis- legt, en þörfin er brýn fyrir miklu stærra og betra húsnæði en nú er.“ leg könnun á því. Ein af ástæðunum er þó vafa- laust sú að umræða um heimilisof- beldi hefur verið mikil í fjölmiðlum og það eitt hefur vakið konur sem búið hafa við áralangt ofbeldi til umhugsunar um að aðstæður þeirra eru ekki eðlilegar. Þótt ótrú- legt megi virðast þá eru hins vegar margar konur sem líta svo á að það sé „eðlilegt" að mennirnir þeirra beiti þær ofbeldi. Þegar þessar konur koma síðan í Kvennaathvarfið og setjast niður með öðrum konum sem búið hafa við það sama er stórkostlegt að sjá samtakamáttinn. Þær standa saman, hvetja hver aðra, hlú hver að annarri tilfinningalega og gráta á öxl hver annarrar. Að þessu hef ég oft orðið vitni í Kvennaathvarf- inu en starfinu þar hef ég fylgst með náið undanfarin ár og komið sem prestur inn í mál margra kvennanna þar. Sú staðreynd ein að ég er kona fyllir þessar konur trausti, trausti sem búið er í mörg- um tilfellum að brjóta niður gagn- vart karlmönnum. En þegar ég heimsæki konurnar í Kvennaathvarfið er mikill skortur á að við fáum næði. Stofan er þó sá staður sem oftast verður fyrir valinu, þó hún sé opin fyrir öðru heimilisfólki. Stundum sit ég með þeim á rúmstokknum, en svefnher- bergin eru lítil og þröng og oft er þeim deilt með öðrum. Þannig hef- ur baðkarsbrúnin orðið fyrir valinu sem samtalsstaður minn við kon- urnar og því er ekki að neita að það er mjög heimilislegt, en þörfin er brýn fyrir miklu stærra og betra húsnæði en nú er. Þörfin er svo brýn að liggur við að neyðarástand ríki stundum þegar klofa þarf yfir dýnur á göngum til þess að kom- ast inn í innstu svefnherbergin. Húsið, sem keypt var fyrir tíu árum, bætti úr brýnni þörf þá, en þörfin hefur aukist og nú þurfum við konur að gera betur. Við þurf- um stærra húsnæði. Solveig Lára Guðmundsdóttir Konur af öllu landinu! Við vitum hver neyðin er og við kunnum að standa saman. Sýnum það enn einu sinni í verki hve sam- takamáttur okkar er sterkur. Hann getur gert kraftaverk! Söfnum fyr- ir nýju húsi 2. október nk. Höfundur er sóknarprestur & Seltjarnarnesi. Blómasalur Rómaður matseðill, frábœr þjónusta og glcesilegur salur gera tilefni dagsins ógleymanlegt. Borðapantanir í síma (91) 22321. AERQBIC HINN HEIMSÞEKKTI BRETTKEEEYÁ ÍSEANDI. Hann kennir masterclass í Valsheimilinu laugardaginn 26. september og verður með leiðbeinendanámskeið sunnudaginn 27. september í World Class. 8 | Skráning og upplýsingar í simum 30000 og 35000 World Class SKEIFUNNI 19, SÍMAFt 30000 & 35000 SKOTVEIÐIMENN athualð Vegna hagstæðra samnlnga getum vlð nú boðlð eftlrtaldar haglabyssur á stórlækkuðu verðl: VIINCHESTBR. Smásala áður Smásala nú Model 120385 Pumpa 3" Magnum Kr. 60.681,- Kr. 49.200,- n 14185 Semi Automatic 2 3/4 Kr. 59.613,- Kr. 49.880,- H 0618 Pumpa 3" Magnum + Aukahl. Kr. 78.677,- Kr. 62.800,- cMAvfepiCKo Smásala áður Smásala nú Model 31001 Pumpa 3' Magnum Kr. 33.140,- Kr. 29.400,- if 31006 Pumpa 3" Magnum Kr. 37.400,- Kr. 33.140,- ff 31007 Pumpa 3" Magnum Kr. 37.400,- Kr. 33.140,- * P&v MP&»EHG Smásala áður Smásala nú Model 40404 Semi Auto 2 3/4 Magnum Kr. 61.290,- Kr. 54.110,- ft 41414 Semi Auto 3" Magn. + Aukahl. Kr. 75.809,- Kr. 62.745,- H 500C Pumpa 3" Magnum Camo Kr. 58.700,- Kr. 48.970,- n 500L Pumpa 3" Magnum Kr. 53.713,- Kr. 44.830,- HHlHramffl vtmúeió ÚTILÍFr Nóatún 17 Glæsibæ laugavegi 178 og skotveiðiverslanir um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.