Morgunblaðið - 26.09.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 26.09.1992, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 25 Þessi mynd er frá Göngudegi Ferðafélagsins í Heiðmörk fyrir tveimur árum. Ferðafélag- íslands Geng'ið um stíga í Heið- mörk á fjölskyldudegi FERÐAFÉLAG íslands efnir á morgun, sunnudaginn 27. septem- ber, til fjölskyldudags í Heiðmörk. Tilgangur hans er að kynna almenningi skemmtilegt útivistarsvæði og hvetja unga sem aldna til hollrar útiveru og gönguferða. Heiðmörkin skartar einmitt sínum fegurstu haustlitum um þessar mundir sem enginn ætti að missa af. lagsreitnum með pylsugrilli (þátt- takendur hafi með sér pylsur), söng við harmonikkuundirleik og leiki. Á sunnudaginn kl. 8 efnir Ferðafélagið einnig til eins dags ferðar þar sem Þórsmörk verður skoðuð í haustlitum og kl. 10.30 er gengin þjóðleiðin Heiðarvegur- Ólafsskarðsvegur með viðkomu á Geitafelli. (Fréttatílkynning) Brottför er kl. 13 frá Umferð- armiðstöðinni, austan megin, og húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6. Þátttakendur geta einnig mætt á eigin bílum í Heiðmerkurreit Ferðafélagsins í Skógarhlíðar- krika efst í Heiðmörk (ekið svo- nefnda Hraunslóð frá Silungapolli eða hjá Rauðhólum og farinn Heiðarvegur á enda). Boðið verður upp á léttar gönguferðir um góða skógarstíga og endað í Ferðafé- Opið hús haldið hjá Kvennadeild R-RKÍ KVENNADEILD Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands hefur opið hús I Fákafeni 11 í dag, laugardag, 26. september frá kl. 14 til 18. Þar verður starf Kvennadeildarinnar kynnt og veitingar boðnar. í fréttatilkynningu frá Kvenna- deildinni segir: „Kvennadeildin er ein öflugasta deild Rauða kross hreyfíngarinnar hérlendis en rúmur aldarfjórðungur er liðinn síðan reykvískar konur tóku höndum saman í nafni Rauða krossins og stofnuðu sérstaka deild til að sinna sjúkum og öldruðum. Í dag rekur Kvennadeildin sölu- búðir á fjórum sjúkrastofnunum í Reykjavík. Þar afgreiða sjálfboða- liðar og vegna þess endurgjalds- lausa vinnuframlags er nokkur hagnaður af sölubúðunum. Þeim hagnaði ver Kvennadeildin til kaupa á lækninga- og rannsóknatækjum fyrir sjúkrahúsin. Undanfarin ár hefur Kvennadeildin gefíð tæki fyr- ir um fímm milljónir króna árlega. Sjálfboðaliðar Kvennadeildarinn- ar sjá einnig um sjúklingabókasöfn sjúkrahúsanna, fara vikulega á deildir þeirra og lána sjúklingum bækur. Þá er starfrækt á vegum deildarinnar heimsóknarþjónusta en hún hefur það að markmiði að ijúfa einangrun sjúkra og aldraðra í heimahúsum. Um 20 manns fá vikulega heimsóknir sjálfboðaliða, sem lesa, sitja og spjalla eða fara í gönguferðir með þeim sem þeir heimsækja. Rauða kross konur hittast einnig vikulega og föndra saman ýmsa muni sem seldir eru á basar deildar- innar sem haldinn er í nóvember Samstarfshópur um málefni daufblindra heldur málþing MÁLÞING um málefni dauf- blindra verður haldið í Blindrafé- laginu, Ilamrahlið 17, dagana 28. september til 2. október nk. Að inálþinginu stendur samstarfs- hópur um málefni daufblindra á Islandi. Nýlega var stofnaður hér á landi samstarfshópur um málefni dauf- blindra á íslandi. í honum eiga m.a. sæti fulltrúar Blindrafélagsins, Félags heyrnarlausra, Sambýlisins Stigahlíð 71, Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heymarskertra, Sjónstöðvar íslands og Trygginga- stofnunar ríkisins. Markmið með starfínu er að gera athugun á mál- efnum daufblindra hér á landi og leita leiða til úrbóta. Fyrsta skrefíð er kynning á daufblindu sem fötlun, könnun á fjölda daufblindra og að- stæðum þeirra. Vetrarstarf Áskirkju VETRARSTARFIÐ í Áskirkju hefst sunnudaginn 27. september. Verður barnaguðsþjópusta kl. 11 og síðan á sama tíma hvern sunnu- dag í vetur. Þar eru börnunum kenndar bænir og vers, sagðar sög- ur og afhentar Biblíumyndir og afmælisbörn fá litla gjöf. Barnasálm- ar og hreyfisöngvar eru sungnir. Barnastarfið annast Guðrún M. Birnir ásamt sóknarpresti. Eins og aðra sunnudaga_ vetrar- ins verður guðsþjónusta í Áskirkju kl. 14. Þar mun Ingibjörg Marteins- dóttir syngja einsöng og kirkjukór Áskirkju syngur. Organisti er Krist- ján Sigtryggsson. Á sunnudaginn mun Safnaðarfé- lag Ásprestakalls láta bifreið aka að dvalarheimilum og fjölmennustu byggingum sóknarinnar og gefa íbúum þeirra kost á flutningi til kirkju og heim aftur síðar um dag- inn. Mun félagið bjóða þessa þjón- ustu tvisvar í mánuði í vetur líkt og undanfarin ár og verða ferðirnar auglýstar nánar hveiju sinni. Eftir messu á sunnudaginn selur safnaðarfélagið kaffi í safnaðar- heimili Áskirkju. Rennur ágóði af i.affisölunni til kirkjubyggingarinn- ar og til stuðnings starfi félagsins í þágu eldri og yngri sóknarbarna kirkjunnar. Eins og í fyrra verður jafnan boðið upp á kaffí eftir messu en þær samverustundir að spjalli liafa stuðlað að auknum kynnum. Félagsfundir safnaðarfélagsins verða mánaðarlega í vetur og dag- skrá fjölbreytt. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 13. október kl. 20.30. M.a. verða sýndar myndir frá ferð félagsins á Snæfellsnes í sumar. Á miðvikudögum kl. 17 verður starf með tíu til tólf ára bömum í Safnaðarheimili Áskirkju. Þeim samverustundum stjóma guðfræði- nemamir Bryndís M. Elídóttir og Hildur M. Einarsdóttir. Ennfremur verða fundir í Æskulýðsfélagi Ás- kirkju á sunnudagskvöldum kl. 20. Með vetrarkomu er í ráði að hafa Opið hús í Safnaðarheimili Áskirkju alla þriðjudaga og fímmtudaga kl. 10-12 og 13-16. Þangað eru allir velkomnir, yngrí og eldri, heitt verð- ur á könnunni og starfsmaður kirkj- unnar til viðtals og aðstoðar. Feðra- og mæðramorgnar verða miðviku- daga kl. 10-12. Umsjón með því starfí annast Guðrún M. Birnir. Biblíulestrar og fræðsla verða í Safnaðarheimili Askirkju á fímmtu- dagskvöldum kl. 20.30 í vetur, í fyrsta sinn 15. október. Þar verður íjallað um Opinbemnarbókina og lýkur þeim samverustundum með kvöldbænum í kirkjunni. Aðrir þættir safnaðarstarfs vetr- arins, svo sem fræðslukvöld, verða nánar auglýstir síðar. (Fréttatilkynning) Fötlun daufblindra er mjög mis- munandi mikil og má skipta þeim í tvo hópa: í fyrsta lagi: Þeir sem fæddir em með alvarlega sjón- og heyrnarskerðingu svo og þeir sem hlotið hafa slíka fötlun áður en þeir lærðu að tala. í öðm lagi: Þeir sem hljóta alvarlega sjón- og heym- arskerðingu seinna á ævinni: a) heymarlausir eða mikið heyrnar- skertir sem fá alvarlega sjónskerð- ingu, b) blindir eða sjónskertir sem fá alvarlega heyrnarskerðingu, c) þeir sem sjá og heyra eðlilega en af einhveijum ástæðum fá bæði alvarlega sjón- og heymarskerð- ingu. Hér á landi em tæplega 30 ein- staklingar sem geta talist dauf- blindir. Grunur leikur á að þessi hópur sé töluvert stærri og mikil- vægt er að fínna alla þá einstakl- inga sem eru mikið sjón- og heym- arskertir svo hægt sé að veita þeim alla þá aðstoð sem völ er á. Mjög mikilvægt er að greina þessa ein- staklinga snemma og einnig þá sem em í áhættuhópi vegna hratt versn- andi sjónar eða heymar. Daufblindir eru mjög alvarlega fatlaðir einstaklingar og í sumum tilvikum algerlega einangraðir frá umhverfínu. Þessa einangrun er hægt að ijúfa með markvissum aðgerðum. Þar er íslenska táknmál- ið mikilvægasti hlekkurinn. Daufblindir geta lært táknmál og síðar notað túlka, sérstaklega þeir sem flokkast í seinni flokkinn hér að ofan. Það er því fyrsta verk- efni okkar að gefa öllu daufblindu fólki tækifæri til þess að tengjast umheiminum í gegnum táknmálið. Hingað til lands koma fyrirlesar- ar frá Bandaríkjunum og Dan- mörku og munu þeir fjalla um eðli daufblindu, starf með daufblindum og möguleika daufblindra til þess að öðlast lífsfyllingu. Sétt hefur verið upp dagskrá fyrir málþingið og er það einkum ætlað daufblindu fólki, starfsfólki sem vinnur með daufblindum, þeim er íjalla um málefni daufblindra og öðru áhugafólki um þessi mál. ár hvert. Félagsstarf Kvennadeild- arinnar er einnig blómlegt því haldnir eru fræðslufundir, hádegis- verðarfundir og farnar styttri skemmtiferðir. Nú starfa um 300 sjálfboðaliðar innan Kvennadeildar- innar en þó vantar fleiri til starfa. Í dag, laugardaginn 26. septem- ber, verður opið hús í húsakynnum Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís- lands í Fákafeni 11, milli kl. 14 og 18. Allir, jafnt karlar sem konur, eru velkomnir þangað til að kynna sér nánar starfsemi Kvennadeildar- innar.“ Hörður Torfa ■ HÖRÐUR Torfa heldur tón- leika í Leikhúsi Vestmannaeyja annað kvöld, sunnudagskvöldið 27. september, kl. 21. Þar næsta sunnu- dag, 4. október, verður Hörður á Akureyri og heldur tónleika á. skemmtistaðnum 1929 og hefjast þeir kl. 21.00. Sunnudagskvöldið 11. október verður Hörður Torfa á Selfossi. Sérstakur bamadagur haldinn í Kolaportinu KOLAPORTIÐ efnir til sérstaks barnadags á morgun, sunnudag, og mun markaðstorgið snúast þann dag um ýmislegt sem börn- um viðkemur. Félagasamtök munu kynna starfsemi sína sem viðkemur uppeldi, heilbrigði og þroska barna, en fyrirtæki með hvers konar barnavörur munu einnig kynna starfsemi sína á sölubásum. í frétt frá Kolaportinu segir: „Ýmsar sérstakar uppákomur verða þennan dag börnum til skemmtun- ar, trúðar, andlitsmálning, danssýn- ingar og fleira, en ætlunin er að þetta verði fyrst og fremst áhuga- verður vettvangur fyrir foreldra til að kynna sér ýmis mál sem eru bömum þeirra til góða. Mikil vinna hefur þegar verið lögð í undirbúning bamadagsins og fjölmargir aðilar lagt þar hönd á plóginn. Gott samstarf hefur tekist með fjölmörgum félagasamtökum sem munu taka virkan þátt í bama- deginum með ýmsum hætti og má þar t.d. nefna Barnaheill, Neyt- endasamtökin, Uppeldi, slysadeild Borgarspítalans, heilbrigðisráðu- neytið, Foreldrasamtökin, Slysa- varnafélagið, lögregluna, Umferð- arráð, Dagvistun bama, Félag for- eldra misþroska bama og svo má lengi telja." ♦ ♦ ♦ Vetrarstarf í Arbæjar- kirkju VETRARSTARF Árbæjarkirkju hefst formlega næstkomandi sunnudag, 27. september, með barna- og fjölskylduguðsþjón- ustu kl. 11. Skólakór Árbæjarskóla syngur undir stjóm Áslaugar Bergsteins- dóttur. Dagskrá bamastarfs vetrar- ins verður kynnt, en það verður á þremur stöðum, í Árbæjarkirkju, Ártúnsskóla og Selásskóla kl. 11 á sunnudögum. Boðið verður upp á kaffisopa og ávaxtasafa eftir guðs- þjónustuna. Suðurgata Síðasta helgin í Árbæj- arsafni á þessu sumri HELGIN framundan er síðasta helgin sem Árbæjarsafn verður opið á þessu sumri. Það eru því síðustu forvöð að sjá sumarsýningamar „Það var svo geggjað", um hinn litskrúðuga tíma í kringum 1970, og sýninguna „Skólahald um aldamótin“. Sunnudaginn 20. september var saga hússins í máli og myndum, húsið, sem áður stóð við Suðurgötu 7, opnað eftir miklar endurbætur. I vesturenda hússins er sýning á heimili efnameira fólks frá síðustu aldamótum. í hinum endanum, þ.e. þeim eystri, er á annarri hæð rakin en á jarðhæð er gullsmíðaverk- stæði. Á sunnudag milli kl. 13 og 17 verður Paul Oddgeirsson gull- smiður að störfum á verkstæðinu. (Fréttatilkynning) Ólympíufarar í Krmglunni ÓLYMPÍUFARARNIR, sem tóku hitta í Kringlunni flest keppnisfólk- þátt í Ólympíuleikum fatlaðra í ið og hylla það. Jafnframt munu Barcelona og þroskaheftra í þau taka við framlögum í fjársöfnun Madrid, verða í Kringlunni kl. sem nú er hafín til þess að standa 13 í dag, laugardag. straum af kostnaði við þátttöku í Almenningi gefst þá kostur á að mótunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.