Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 Minning Annas Kiistmunds- son fyrrv. skipstjóri 30 _____________Brids__________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Nýliðamót Bridsfélags Akureyrar 25 pör mættu í nýliðamót- BA sl. þriðjudag. Verðlaun voru veitt fyrir bestan árangur nýliða: MagnúsGarðarsson-HaukurJónsson 199 MargrétKristinsdóttir-HermannTómasson 194 Sigvaldi Torfason - Magnús Magnússon 186 HansViggó Reisenhaus - Sveinbjöm Sigurðsson 185 Guðmundur Jónsson - Svefnn B. Stefánsson 182 Úrslit yfir kvöldið: NS OrmarrSnæbjömsson-JónasRóbertsson 188 Sigvaldi Torfason - Magnús Magnússon 186 Hans Viggó Reisenhaus - Sveinbjöm Sigurðss. 185 Guðmundur Jónsson - Sveinn B. Sveinsson 182 Sigurbjöm Haraldsson - Stefán Stefánsson 182 AV GissurJónasson-HermannHuijbens 212 GunnarBerg-GunnarBerg 207 MagnúsGarðarsson-HaukurJónsson 199 MargrétKristinsdóttir-HermannTómasson 194 ÞórirÓlafsson-HaukurHarðarson 179 Næsta þriðjudag verður sama fyrir- komulag, þ.e. nýliðamót, allir vel- komnir og spilamennska hefst stund- víslega kl. 19.30. 12 pör mættu á fyrsta Dyn- heimabrids. MagnúsMagnússon-ReynirHelgason 140 EinarPétursson-GunnarÓmarsson 128 Sigurbjöm Haraldsson - Stefán Stefánsson 127 Jónína Pálsdóttir — Una Sveinsdóttir 123 Spilað verður í Dynheimum á sunnudagskvöldum í allan vetur og er byijað kl. 19.30. Góð verðlaun, bronsstig. Allir velkomnir. Norðurlandsmót í tvímenningi, bæði svæði, veður haldið í Verkmenntaskól- anum á Akureyri laugardaginn 10. okt. Spilaður verður barómeter og er spilað um silfurstig. Skráningar ann- ast Haukur Jónsson, vs. 11710, hs. 25134 og Jakob Kristinsson, hs. 24171 og lýkur skráningu þriðjudaginn 6. okt. kl. 19.00. Bikarkeppni Norðurlands verður nú með nýju sniði. Fyrst verður dregið í tvær umferðir. Þær sveitir sem tapa báðum leikjunum eru úr leik. Eftir það verður um venjulega útsláttarkeppni að ræða. Keppnisgjald kr. 4.000 á sveit. Skráningu og nánari upplýs- ingar veita: Ingibergur Guðmundsson, vs. 95-22782, hs. 95-22800, Haukur Jónsson, vs. 11710, hs. 25134 og Jak- ob Kristinsson, hs. 24171. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudagskvöld 21. september var aftur hitað upp fyrir veturinn og spilað í tveimur riðlum, einum 16 para og öðrum 10 para, sem var skipaður byrjendum að mestu leyti. Úrslit urðu: A-riðill: Halldór Einarsson — Guðm. Þorkelsson 248 Jón Gislason—Júlíana Gísladóttir 247 Kristófer Magnússon — Guðl. Ellertsson 237 Dröfn Guðmundsd. -ÁsgeirÁsbjömsson 235 B-riðill: Einar Pétursson - Kolbnin Thomas 133 SteinarHólmsteinss.-ÓmarÖssurarson 129 SveinþórEiríksson—JónÞráinsson 125 Nk. mánudagskvöld hefst tveggja kvölda minningarmót um Kristmund Þorsteinsson og Þórarin Andrewsson. Spilaður verður Mitchell í tveimur riðl- um, annar ætlaður byijendum en hinn ætlaður lengra komnum. Skráning fer fram á staðnum en spilað er í íþrótta- húsinu v/Strandgötu og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Bridsfélag Tálknafjarðar Mánudagskvöldið 21. september var spilaður tvímenningur í félaginu og urðu úrslitin sem hér segir. BiynjarOlgeirsson-ÞórðurReimarsson 99 RafnHafliðason-Sveinn Vilhjálmsson 99 Friðgeir Guðmundss. - Snæbjöm G. Viggóss. 92 Guðný Lúðvígsdóttir—Liija Magnúsdóttir 88 Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Vetrarstarf deildarinnar hófst 21. september. 18 pör mættu, spil- aður var tvfmenningur í tveimur riðlum. Úrslit: A-riðill. Meðalskor 108. Anton Sigurðsson—Ami Mapússon 134 Sigurður Isaksson - Edda Thorlacius 125 BjömBjamason-LogiPétursson 122 Jón Ingi Jónsson - Gunnl. Gunnlaugsson 122 B-riðill. Meðalskor 84. Þórarinn Ámason - Siprbjöm Ármannss. 107 Þorsteinn Erlingss. - Þórleifur Þórarinss. 94 Gunnar Pétursson - Allan Sveinbjömsson 86 Mánudaginn 28. september nk. hefst aðaltvímenningur fimm kvöld. Spilað er í Skipholti 70, 2. hæð. Upplýsingar og þátttökutilkynning- ar á kvöldin hjá Olafi í síma 71374. Frá Skagfirðingum í Reykjavík Síðasta þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað var í tveimur riðlum. Úrslit urðu: N/S: LárusHermannsson-ÞórirLeifsson 268 KjartanJóhannsson-HelgiHermannsson 240 Halla Ólafsdóttir - Laufey Ingólfsdóttir 230 A/V: RagnheiðurNielson-SigurðurÓlafsson 292 Jón Steinar Ingólfsson - Sigurður ívarsson 244 MagnúsSverrisson-GuðlaugurSveinsson 225 Á þriðjudaginn kemur hefst svo 4-5 kvölda barometerkeppni (fyrirfram gefm spil) sem er tvímenningskeppni. Aðstoðað er við myndun para. Skrán- ing er hafín hjá Olafi Lárussyni í s: 16538. Spilað er í Drangey við Stakka- hlíð 17 (nærri Blindrafélaginu). Allt spilaáhugafólk velkomið. Sunnudagsspilamennska Skagfirð- inga hófst síðasta sunnudag. Greini- legt að spilamennskan er ekki inni á „landakortinu" enn sem komið er. Þó mættu rúmlega 20 manns og stöðugur straumur spilara allan sunnudaginn. Ljóst er að grunvöllur er fyrir þessari starfsemi í vetur. Úrslit 1. sunnudags- ins urðu: Gylfi Gíslason - Kjaitan Ásmundsson 134 stig Guðlaugur Nielsin - Guðlaugur Sveinsson 127 stig og Rúnar Hauksson - Valdimar Eliasson 120 stig. Spilað verður næstu sunnudaga og boðið upp á tölvuvædda Mitchell-tví- menningskeppni, ef ástæða þykir (næg þátttaka). Spilamennska hefst kl. 13. Fyrirkomulag með sama hætti og í Sumarbrids. Bridsfélag byijenda Sl. þriðjudag var fyrsta spilakvöld vetrarins. Alls mættu 22 pör til leiks. Spilaður var tvímenningur með Mit- chell-sniði og urðu úrslit eftirfarandi: N/S-riðill: ÓskarGuðjónsson-SævarHelgason 211 Hjördís Siguijónsdóttir—Maria Guðnadóttir 208 GunnarHámundarson-EirikurÞorsteinsson 204 Margrét Runólfsdóttir - Guðm. Sigurhansson 190 A/V-riðill: Hallgr. Kristjánsson - Magnús Halldórsson 232 Siguriína Gunnlaugsd. — Siguijón H. Siguijónss. 201 HalldórHalldórsson-EriaGunnlaugsd. 190 Guð. Þórðarson - Guðný Hálfdanardóttir 186 í vetur verður spilað á háifs mánað- ar fresti, næst þriðjudaginn 6. október nk. Spilað er í húsi Bridssambandsins að Sigtúni 9 og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridsfélag kvenna Sl. mánudag hófst þriggja kvölda Mitchell-tvímenningur hjá félaginu. 26 pör mættu og urðu úrslit þannig. N/S-riðill: Ólína Kjartansdóttir - Kristín Karlsdóttir 285 Lilja Halldórsdóttir - María Haraldsdóttir 255 Þorbjörg Bjamadóttir - Maria Jónsdóttir 232 Sigríður Möller - Freyja Sveinsdóttir 231 A/V-riðill: Sigrún Straumland - Sæbjörg Jónasdóttir 262 Nína Hjaltadóttir — Lilja Petersen 256 Gunnþórann Erlingsdóttir - Ingunn Bemburg 248 Sigrún Pétursdóttir - Sveinn Sigurgeirsson 245 Bridsfélag Breiðfirðinga Spilaður var eins kvölds tvímenn- ingur sl. fimmtudag og urðu úrslit þessi: Norður/suður Ingpbjörg Halldórsd.—Sigvaldi Þorsteinss. 262 ÞórðurJónsson-BjömJón8son 248 HallaÚlfsdóttir-IngunnBemburg 246 Austur/vestur Óskar Karlsson — Þórir Leifsson 258 Sigríður Pálsdóttir - Eyvindur Valdimarsson 251 Sigurður Steingrímsson - Gísli Steingrimsson 235 Næsta keppni er fjögurra kvölda barometer. Skráning er hafin i síma 632820 (ísak). Skráningarfrestur er til kl. 12, fimmtudag 1. október. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag var spiluð önnur umferð í hausttvímenningnum. Úrslit. Austur/vestur Jens Jensson - Erlendur Jónsson 395 Kjartan Jóhannsson - Jón Þorkelsson 384 Úlfar Öm Friðriksson - Ingvaldur Gústafsson 375 Norður/suður HelgiViborg-ÓlafurBergþórsson 395 Stefán Jónsson - Jón Páll Siguijónsson 364 ÁrmannJ.Lárassan-RagnarBjömsson 342 Meðalskor 312 Staðan: Þrösturlngimarsson-RaparJónsson 734 JensJensson-ErlendurJónasson 729 Helgi Viborg - Ólafur Bergþórsson 709 Ármann J. Lárasson - Ragnar Bjömsson 692 StefánJónsson-JónPállSigurjónsson 686 Sigurður Ivarsson - Jón Steinar Ingólfsson 678 Síðasta umferð verður spiluð á fimmtudaginn. Fæddur 25. október 1911 Dáinn 15. september 1992 Í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Annas -*Krist- mundsson, fyrrverandi skipstjóri og stýrimaður, Engjavegi 34, ísafirði, sem lést á sjúkrahúsinu á ísafírði 15. september sl. Annas fæddist að Höfða í Skutulsfírði 25. október 1911 en ólst upp í Ytri-Húsum í Arnardal til tíu ára aldurs en síðan á Svarthamri í Álftafírði. Hann var sonur hjónanna Kristmundar Lofts- sonar, f. 22. desember 1860, d. 26. júní 1921, bónda frá Litlu-Árvík í Trékyllisvík á Ströndum og Önnu Jónsdóttur, f. 13. ágúst 1868, d. 1911, húsfreyja frá Ósi í Steingríms- fírði. Móðir Ánnasar lést nokkrum dögum eftir fæðingu hans. Annas ólst alfarið upp hjá fósturforeldrum sínum sem voru Ásgeir Helgi Kristj- ánsson bóndi að Svarthamri í Álfta- fírði og Hinrikka Sigurðardóttir hús- freyja. Annas útskrifaðist með skip- stjórnarréttindi frá Sjómannaskólan- um á ísafirði 1933. Hann var til sjós í fímmtíu og eitt ár, ýmist sem skip- stjóri, stýrimaður eða háseti. Eftir að hann hætti til sjós vann hann hjá Netagerð Vestfjarða þar til hann hætti vegna aldurs. Annas kvæntist 25. desember 1940 Friðgerði Guðnýju Guðmunds- dóttur, f. 1. febrúar 1919, húsmóð- ur. Hún er dóttir Guðmundar Guð- mundssonar bónda að Gelti í Súg- andafírði og Sigríðar Magnúsdóttur húsfreyju. Börn Annasar og Frið- gerðar eru: Steinunn, f. 4. mars 1941, bankastarfsmaður í Bolung- arvík, gift Halldóri Benediktssyni, skrifstofustjóra og eiga þau fimm börn og tvö bamabörn; Vilhelm, f. 9. mars 1946, skipstjóri í Reykjavík, Fæddur 21. nóvember 1899 Dáinn 19. september 1992 Fædd 25. nóvember 1898 Dáin 27. desember 1987 Gengnir eru góðir vinir þar sem Langeyjameshjónin em fallin frá eins og þau voru og verða ávallt í minningu okkar sem þekktum þau best. Elín lést í sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi eftir stutta legu þar, en hún hafði legið nokkur ár við góða að- hlynningu í sjúkrahúsinu á Akranesi. Jóhannes lést einnig í sjúkrahús- inu í Stykkishólmi en þar var hann búinn að vera í nokkur ár og hljóta frábæra umönnun þess góða fólks sem þar vinnur mikið líknarstarf og vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn til að þeim báðum mætti líða sem best síðustu stundirnar og hann Jóhannes sagði alltaf við okkur hjónin, er við komum til hans: Hér líður mér vel, það eru allir svo góðir og nærgætnir. Elín var fædd og uppalin á Stakkabergi, dóttir Ingibjargar Guð- mundsdóttur og Elímundar Þorvarð- arsonar sem þar bjuggu í áratugi. Elín ólst upp í stórum og glöðum systkinahópi, hún fór snemma að vinna, passa systkini sín svo og allt sem til féll á mannmörgu heimili eftir því sem kraftamir leyfðu, var afar vel verki farin og eftirsótt í vinnu er hún fullorðnaðist. Stakkabergsheimilið var afar hlý- legt og mikil nærgætni um hönd höfð þar, Ingibjörg hafði sannkall- aðar læknishendur, svo nærgætin var hún og mun Elín hafa erft það frá móður sinni. Eg man vel er ég var sendur fyrst inn að Stakkabergi hvað ég fékk hlýjar móttökur. kvæntur Særúnu Axelsdóttur fóstru og eiga þau fjögur börn og eitt barnabam; Ásgerður, f. 21. desem- ber 1946, skólaritari á ísafírði, gift Ómari Ellertssyni skipstjóra og eiga þau þrjú böm; Bergþóra, f. 3. janúar 1950, garðyrkjufraeðingur á Þing- eyri, gift Kristjáni Eiríkssyni skip- stjóra og eiga þau þijú börn; Guðný Anna, f. 4. júlí 1951, d. 2. apríl 1952; Sigmundur, f. 19. ágúst 1953, húsasmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Agnesi Karlsdóttur mark- aðsfræðingi og eiga þau tvö böm; drengur, f. 21. október 1954, d. 22. október 1954; Guðný Anna, f. 30. maí 1958, fóstra og við framhalds- nám í Reykjavík, gift Siguijóni Har- aldssyni kerfísfræðingi og eiga þau sex börn; Dagný, f. 23. maí 1961, kennari og við framhaldsnám í Nor- egi, gift Húnboga Valssyni neta- gerðarmanni og eiga þau tvö börn. Á slíkum sorgarstundum verður manni litið yfír farinn veg og marg- ar góðar minningar rifjast upp. Því er nú þannig farið með flest okkar að við eigum betur með að geyma góðu minningamar en viljum helst gleyma þeim slæmu. Ég hafði aldrei heyrt nafnið Annas fyrr en á ungl- ingsárum mínum er ég var á Núpi { Dýrafirði. Skólasystir mín og nú- verandi eiginkona bar þetta sér- kennilega föðumafn Annasdóttir. Eins og með mörg önnur sérkennileg nöfn skaut því upp í huga mér að þetta nafn hlyti að vera danskt, sjálf- sagt leifar frá því þegar Danir réðu hér ríkjum. En oft fá slík atvik mann til að festa slíkt í minni og við íslendingar erum nú þannig gerðir að oft fer maður að fylgjast með öðrum persónum úr fjarska þó svo að maður hafí aldrei séð þær, aðeins heyrt nöfnin. Jóhannes var fæddur og uppalinn í Purkey, sonur Helgu Firinsdóttur og Jóns Jónssonar en þau bjuggu í Purkey í áratugi og eignuðust stóran barnahóp. Jóhannes ólst upp í þess- um glaða og góða systkinahópi við leik og störf, bæði til sjós og lands, en Purkey fylgja margar eyjar sem þarf að fara í til að fylgajst með æðarvarpi og kindum sem beitt var í eyjarnar svo og hinn sérstaki og skemmtilegi, en um leið erfiði eyja- heyskapur. Öllu þessu tók Jóhannes þátt í með sinni fjölskyldu. Jóhannes var afar léttur á sér og kvikur í hreyfíngum og taldi ekki eftir sér þó hann þyrfti að hlaupa bæjarleið. Elín og Jóhannes felldu hugi sam- an og gengu í hjónaband og hófu búskap fljótlega eftir það í Langey- jarnesi. Ég átti þess kost að kynnast þess- um góðu hjónum á morgni lífs míns, ég man vel hvað þau voru alltaf hlý og góð við mig og okkur systkinin enda var foreldrum mínum og þeim vel til vina og oft unnu þeir Jóhann- es og faðir minn saman í vegavinnu og við byggingar. Johannes var skarpduglegur mað- ur og dró ekki af sér í neinu og allt- af léttur og kátur. Elín var einstök húsmóðir dugleg með afbrigðum og gekk af krafti til allrar vinnu bæði úti og inni, var nýtin og hagsýn og einstaklega notaleg bæði við menn og skegnur og öllum leið vel hjá henni. Á þessum árum var farskóli í litlu sveitinni okkar og skiptust þá börnin á að vera á bæjunum þar sem kennarinn var. Við strákarnir vorum í Langeyjarnesi og man ég afar vel hvað Eiín vakti mann af mikilli nærgætni á morgnana og kom með góðgæti í rúmið til míri svo ég gæti nært mig áður en ég færi á fætur, Hjónaminning Jóhannes Þ. Jónsson Elín Elímundardóttir Ég man að það var veturinn 1977-78 að ég var að vinna við vega- gerð við Skutulsfjarðarbrautina sem lá fyrir neðan Netagerð Vestfjarða, kunningi minn vann þá hjá Neta- gerðinni og kom hann að tali við mig. Ég sá að nokkrir menn voru við vinnu í netagerðinni og spurði ég hann um deili á þessum mönnum og hver þessi maður væri sem var með skeggið og sixpensarann. Kunningi minn sagði mér að þetta væri hann Annas. Ég spurði hann þá hvort Annas væri danskur eða væri með útlenskan hreim. Ekki vissi félagi minn til þess að hann væri danskur, allavega var hann ekki með erlendan hreim. Þá fékk ég þá stað- festingu að maðurinn var ekki danskur. Seinna uppgötvaði ég það að nafnið Annas er komið úr hebr- esku og er ævafomt, allt frá dögum Jesú. (Sjá Postulasöguna 3, 6: „Þar voru Ánnas, æðsti prestur, Kalífas, Jóhannes, Alexander og allir, sem voru af æðsta prests ættum.“) Nafnið Annas er heldur ekki al- gengt nafn hér á íslandi. Eftir því sem ég hef komist næst voru aðeins þrír Islendingar sem höfðu þetta nafn að fornafni á síðasta ári, þ.e. tengdafaðir minn og tvö barnabörn hans. Margir menn hafa stórfenglegari persónuleika sem allir fá ekki að henni fannst það notalegra fyrir okkur krakkana, já svona var hún Elín. Þau áttu tvö börn, Jónínu Kristínu og Berg. Nína.æins og hún var köll- uð, var í skóla heima hjá okkur í nokkra vetrarparta og lékum við okkur krakkarnir að fátæklegum leikföngum en aldrei man ég til ann- ars en við börnin værum glöð og hress. Hjónin í Langeyjarnesi voru bæði afskaplega gestrisin, tóku vel á móti öllum. A þessum árum var allt- af verslað í Stykkishólmi og oft voru ferðir milli Langeyjarness og Stykk- ishólms og komu þá margir inn í eldhús til Ellu og þágu góðgerðir en Jóhannes lék á alls oddi og lét sér og gestum þeirra líða vel, enda voru þau sko bæði samhent í því. Það var venja á þessum árum að flytja féð lifandi á haustin út í Stykk- ishólm á opnum bátum. Oft þurftum við að bíða með féð eftir að veður batnaði, stundum dögum saman og þá voru hjónin alltaf að ná í okkur til að hlynna að okkur, sérstaklega unglingunum sem áttum nú ekki hlífðarföt eins og nú gerist. Þau hjónin bjuggu í Langeyjar- nesi í rúm 50 ár og þar búnaðist þeim vel, enda var vel hugsað um

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.