Morgunblaðið - 26.09.1992, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
mmmn
„y/i/ar er karlaJclósettfé ? "
Sjáðu hvað ég náði í á útsöl
unni...!
Hversu langan tíma heldur
þú að konan þín hafi haft
þig stöðugt undir smásjá?
HÖGNI HKEKKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Erum við að slátra
mj ólkurkúnum?
frá Þór Sigfússyni:
Á síðustu árum hefur sala ríkis-
fyrirtækja án efa sparað skattborg-
urum þessa lands milljarða í lægri
framlögum til þeirra. í nýlegri út-
tekt kemur fram að Álafoss, Lands-
smiðjan, Ríkisskip, Útvegsbankinn
og Þormóður rammi, sem öll voru
einkavædd á síðustu tveim áratug-
um, höfðu fengið rúma 7 milljarða
króna í rekstrarframlög síðustu sex
árin áður en þau voru lögð niður
eða einkavædd. Þessi upphæð sam-
svarar því að að hverri fjögurra
manna fjölskyldu í landinu væru
afhentar um 120 þúsund krónur.
Vextir af þessari upphæð mundu
jafnframt duga til að hækka iaun
opinberra starfsmanna um að með-
altali 42 þúsund krónur á ári. Ef
þessi fyrirtæki hefðu ekki verið
einkavædd þýddi það að skattborg-
ararnir hefðu áfram þurft að kosta
fjárfrekan rekstur þeirra.
Ögmundur Jónasson formaður
BSRB hélt því nýlega fram í blaða-
viðtali að nú eigi að hefjast handa
við að slátra mjólkurkúnum í ríkis-
rekstrinum, þ.e. selja eigi fyrirtæki
sem skili verulegum hagnaði og
færa þau þannig á silfurfati til hlut-
afjárkaupenda. Þetta eru ekki ný-
stárleg rök. Þjóðviljinn háði sams-
konar baráttu þegar Landssmiðjan
var seld. Þá hafði fyrirtækið skilað
nokkrum hagnaði árið fyrir áætl-
aða sölu þess og því úthrópaði Þjóð-
viljinn, líkt og formaðurinn gerir
nú, hugmyndir um einkavæðingu.
Síðar kom á daginn að rikið hafði
lagt út í fráleitar fjárfestingar hjá
fyrirtækinu sem áttu ekki við nein
rök að styðjast og urðu skattborg-
urunum dýrar.
Fyrir utan þau rök með einka-
væðingu að þau hafi skilað skatt-
borgurunum verulegum spamaði
má einnig nefna eftirfarandi í sam-
bandi við kosti þess að ríkið standi
ekki í rekstri fyrirtækja sem skila
jafnvel hagnaði.
Með einfaldari ríkisrekstri má
auka gæði opinberrar þjónustu
Með einfaldari ríkisrekstri geta
ríkisstjórnir og ráðuneyti betur
sinnt því að setja almenna lagaum-
gjörð í þjóðfélaginu og að efla þá
þjónustu sem allir eru sammála um
að ríkið eigi að hafa afskipti af
eins og menntun, heilbrigðismál
o.fl. Allir næturfundimir til að
bjarga ríkisfyrirtækjunum koma
niður á öðm starfi og mikilvægara
eins og áðurnefndum þáttum. Þar
er kannski komin skýring á því
hvers vegna umræðan á vettvangi
stjórnmála um menntun ungra ís-
lendinga snýst nær eingöngu um
peninga en ekki gæði menntunar.
Hvort sem ástæðan er tímaskortur
hjá ríkisstjórnum eða peningaleysi
vegna björgunaraðgerða" á ríkis-
fyrirtækjum er ljóst að hætt er við
að ríkið sinni ekki nægjanlega þátt-
um sem flestir em sammála um
að brýnast sé að það sinni.
Óeðlileg samkeppni þegar
ríkið og einkaaðilar keppa
Ríkisfyrirtæki sem eru í sam-
keppni við einkafyrirtæki geta
veikt mjög samkeppni í atvinnu-
greinum sem getur komið bæði
neytendum og atvinnugreininni
sjálfri mjög illa. Dæmi um fyrir-
tæki sem hafði slæm áhrif á sam-
keppni og þar með atvinnugrein
sína var Ríkisski. Fyrirtækið hafði
fengið vemlega fjármuni frá ríkinu
til að halda uppi óhagkvæmum
rekstri sínum sem var oft í beinni
samkeppni við einkafyrirtæki í
flutningastarfsemi. Nú hefur
rekstri Ríkisskipa verið hætt og
einkaaðilar keppa sín í milli um
flutninga á þau svæði sem fyrir-
tækið hafði fengið 3000 milljónir
frá skattborgumnum sl. tíu ár til
að flytja vömr til.
Einkafyrirtæki eru
venjulegast betur rekin en
ríkisfyrirtæki
Eins og fram hefur komið í fjölda
samanburðarathugana á rekstri
ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja
em þau síðarnefndu nær undan-
tekningarlaust betur rekin en ríkis-
fyrirtækin. Skýringin á því er ein-
föld. í einkafyrirtækjum veita hlut-
hafar stjórnendum aðhald og fyrir-
tækin em rekin samkvæmt arðse-
missjónarmiðum. Þannig geta
skatttekjur^ ríkisins aukist með
bættum rekstri og einnig almenn
hagsæld vegna aukinnar hag-
kvæmni í rekstrinum.
Einkavæddu fyrirtækin
styrkjast
Þau rök að einkavædd fyrirtæki
styrkist eftir einkavæðingu hafa
heyrst of sjaldan enda þótt það sé
oft raunin. Einkavædd fyrirtæki fá
aukið sjáifstæði til ákvarðana og
hluthafamir verða auk þess eins-
konar stuðningsmannalið þeirra.
Þannig getur stórt fyrirtæki sem
er einkavætt eignast hundmð
traustra fylgismanna og viðskipta-
manna sem getur verið afar mikil-
vægt fyrir það. Með einkavæðingu
er því framtíð fyrirtækisins bjartari
en áður.
Starfsmenn og almenningur
hafa hag af einkavæðingu
Þegar ríkisfyrirtæki verður ekki
lengur háð pólitískum ákvörðunum
gefst aukið svigrúm fyrir það til
þess að ná fram hagkvæmni í rekstri.
Það á jafnt við um ríkisfyrirtæki sem
skiluðu fyrir einkavæðingu hagnaði
eða tapi. Með aukinni hagkvæmni
gefst fyrirtækinu kostur á að launa
gððu starfsfólki vel. Aukin hag-
kvæmni í rekstri, aukinn hagnaður
og bætt staða starfsfólks kemur sér
vel fyrir þjóðarbúið í heild.
Einu sinni voru þetta allt
mjólkurkýr
Flest þau fyrirtæki, sem hafa
verið einkavædd eða lögð niður
hafa verið talin mjólkurkýr af and-
stæðingum einkavæðingar. Þjóð-
viljinn sagði að Landssmiðjan væri
mjólkurkýr fyrir ríkið, ýmsir höfðu
á orði að Ríkisskip væri mjólkurkýr
landsbyggðarinnar, Álafoss var
mjólkurkýr ullariðnaðarins og
svona mætti áfram telja.
Vel rekið atvinnulíf sem býr við
heilbrigða samkeppni er mikilvæg-
asta mjólkurkýr þjóðfélagsins. Rík-
ið á að byggja trausta almenna
lagaumgjörð fyrir atvinnulífíð sem
veitir því frelsi til athafna um leið
og það verndar neytandann, en láta
einstaklinga um rekstur fyrirtækja.
Þannig slátrum við ekki mjólkur-
kúnum heldur hleypum þeim í betri
haga og mjólkum þær síðan hæfí-
lega allan ársins hring.
ÞÓR SIGFÚSSON
hagfræðingur.
Austurstræti 17, Reykjavík
Víkverji skrifar
Nú hafa leikhúsin byijað nýtt
starfsár og frásagnir og
gagnrýni um fyrstu leikritin hafa
birzt í blöðum. Oft hafa risið úfar
með leikhúsfólki og gagnrýnendum
vegna skrifa þeirra síðartöldu. En
því nefnir Víkveiji þetta, að hann
las nýlega í dönsku blaði leikdóm,
sem varð til þess að hugsunin fór
heim á Frón. Ekki vegna þess, að
Víkveiji telji slíka umsögn eiga við
um þau leikrit, sem nú eru sýnd í
Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi.
Heidur vegna hins að Víkveija flaug
í hug, hvað gert yrði annars staðar
en í Danmörku, ef gagnrýnandi
skrifaði svona.
í þessum leikdómi íjallaði Jens Kis-
trup um sýningu Aarhus Teater á
Ríkharði III. eftir Shakespeare. Um-
sögnin hófst á þá leið, að hesturinn
væri það bezta í sýningunni. Hestur-
inn, sem Ríkharður konungur III.
hrópar eftir á vígvellinum - í andrá
ósigursins og býður ríki sitt fyrir.
En hesturinn sést hvergi. Og
hvorki heyrist hófatak né hnegg.
Allt um þenna hest verður áhorf-
andinn að ímynda sér.
Hefði maður bara haft þann val-
kostinn um allt annað í sýning-
unni! andvarpar Kistrup.
Og um.titilhlutverkið segir hann,
að í leikskránni standi að Lars
Junggreen fari með hlutverk Rík-
hárðs III. Það sé ósatt, því á sviðinu
sjáist ekki Lars Junggreen í gerfí
Ríkharðs III. Heldur gefí þar þvert
á móti á að líta Ríkharð III. í líki
Lars Junggreens.
Fleira segir Kistrup og er allt á
sömu bókina lært. I lokin vitnar
hann til ummæla Hastings í leikrit-
inu um að menn biðji fyrir Eng-
landi og telur Kistrup sýninguna
gefa fullt tilefni til þess að beðið
sé líka fyrir starfsfólki Aarhus Te-
ater. Og þá mega menn velja, hvort
hesturinn er hafður með eða ekki!
Víkveiji velti því fyrir sér, hvort
Kistrup hefði fengið eitthvað á
baukinn fyrir þennan dóm. Og áður
en Víkveiji vissi af hafði hann
ósjálfrátt beðið fyrir Kistrup - og
hafði hestinn með. Vitraðist þá, að
sá síðarnefndi hefði auðvitað birzt
og bjargað hinum á síðustu stundu.
xxx
ær dunur og dynkir, sem fylgdu
falli Sovétríkjanna, heyrðust
um alla heimsbyggðina. En nú virð-
ist sem einhveijir í íslenska stjórn-
kerfínu standi þar utan við og er
þá ekki furða þótt skrásetning
þeirra gangi erfíðlega. í nýlegri
fréttatilkynningu frá umhverfis-
ráðuneytinu, þar sem fjallað er um
væntanlegan ráðherrafund, segir
að áheyrnarfulltrúar verði frá
Tékkóslóvakíu, Swiss (svo!),
Kanada, Bandaríkjunum og Sovét-
ríkjunum.