Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 41 Sól og* sumarfrí frá Ólínu Gísladóttur: Við hjónin fórum í sumarfrí seint í júlí. Ætluðum á Austfirði, en bíll- inn tók stefnu í vestur, eins og venjulega, þar er frændfólkið og vinirnir. Við ókum til Hólmavíkur, fórum Steingrímsfjarðarheiði og-Djúpið. Komum til Isafjarðar í blíðskapar- veðri. Þar fögnuðu okkur nánir ættingjar og undum við glöð í faðmi þeirra og fjalla blárra tvo daga og tvær nætur. Var þá ekið áfram og gist á Patreksfirði eina nótt, síðan um Barðaströnd, komið í Bjarkarlund föstudaginn 31. júlí. Slegið upp tjaldi og ákveðið að dvelja um kyrrt verslunarmannahelgina, rifja upp góða daga æskuáranna á þeim stað. Samkomuhald í Bjarkarlundi fór að mörgu leyti fram hjá okkur en veðurblíðunnar nutum við. Gengið var á fjöll og ekið um þessa undurfögru sveit. Við lögðum leið okkar að Reyk- hólum. Vil ég benda á sundlaugina þar, hún er glæsileg, góð böð og heitir pottar, allt til sóma. Rétt við veginn þar sem ekið er heim að Reykhólum er lítill veit- ingastaður. Þar litum við inn og fengum hressingu. Er við höfðum aftur sest í bílinn kom kona sem hafði afgreitt okkur og rétti fallega rós inn í bflinn. Margir kunna að gleðja með framkomu sinni en nú áttum við ekki orð. Aldrei er að vita hvar á fömum vegi er að finna fólk sem gleður náungann, óvænt, innilega og óverðskuldað, munum við seint gleyma þessari hlýlegu og glaðlegu konu. Heimleiðis héldum við í fögru veðri að liðinni verslunarmanna- helgi. Ókum fyrir Klofning, Skóg- arströnd og gistum í Stykkishólmi. Tókum far með flóabátnum Baldri til Flateyjar, undum þvar glöð heil- an dag, sem endaði með veislu eins og fleiri dagar í sumarfríinu. Að lokum lögðum við leið okkar VELVAKANDI GÓÐ ÞJÓNUSTA Egill H. Bragason: Mig langar til að koma á framfæri þökkum til verslunar- innar Útilífs í Reykjavík fyrir góða þjónustu. Þannig er mál með vexti að fyrir skömmu þurfti ég að panta sportvörur þaðan í póstkröfu og þurfti að senda vörurnar út á land. Vegna ' mistaka minna við pöntunina þurfti ég að endursenda hluta þess sem var pantað og fá ann- að í staðinn. Þetta var leyst fljótt og vel af hendi. Öll þjónusta var fyrsta flokks, og finnst mér sjálfsagt að það komi fram að starfsfólk Útilífs hefur í öll þau skipti sem ég hefi átt viðskipti þar, sýnt að þar er á ferðinni verslunarfólk sem leggur metn- að sinn í góða þjónustu og að gera viðskiptavinum nær og fjær til hæfis. LÆÐA Svört læða með hvítt trýni, hvítar hosur og hvíta bringu fannst við Hótel Loftleiðir. Eig- andi hennar er vinsamlegast beðinn að hringja í Kattholt í síma 972909. GLERAUGU Gleraugu með dökkum gleij- um fundust fyrir þremur vikum fyrir utan VR-blokkina í Kringl- unni. Upplýsingar í síma 37425. ÚR Úr af gerðinni Tissot Wood- watch, vínrautt með hvítri ól, var tekið í misgripum hinn 15. september á Nuddstofu Arnars. Viðkomandi er vinsamlegast beðinn að skila því á Nuddstofu Arnars. GLERAUGU Gleraugu, kringlulaga og gulllituð, töpuðust 17. septem- ber, sennilega við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 681098. á höfuðborgarsvæðið. Kysstum á kinn hundrað ára höfðingja, Eiríks Kristóferssonar. Hann er af Brekkuvallaætt, eins og minn karl. Ég horfði á þá til skiptis sá greini- lega ættarmótið, varð á að hugsa: Ætli minn verði svona fallegur þegar hann er orðinn hundrað ára? Við eigum gott land þó stundum sé kalt og fólkið er gott ef við gerum okkar besta. Ég sendi kveðjur. ÓLÍNA GÍSLADÓTTIR Kveldúlfsgötu 8, Borgamesi Pennavinir Tékknesk stúlka í háskólanámi með áhuga á sígildri tónlist, bóka- lestri, skíðun, ferðalögum og póst- kortasöfnun: Baya Nikolaj, Pod Rovnicami 7, 841 05 Bratislava, Czechoslovakia. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á teiknimyndum, blómarækt o.fl.: Chie Sakamoto, Okazaki haitsu 313, 9-21-21 Higashi Sonoda-Cho, Amagasaki-shi, Hyogo 661, Japan. LEIÐRÉTTING Brengluð fyrir- sögn Þau leiðu mistök urðu í blaðinu á laugardaginn í minningargrein um Gunnar Jens Gíslason á Vagnsstöð- um í Suðursveit-að fullt nafn hans brenglaðist í fyrirsögn. Þar stóð Jens Gíslason í stað Gunnar Jens Gíslason. Þeir, sem hlut eiga að máli eru beðnir velvirðingar á mis- tökunum. VA3ÓLK co 6&Ð VátÐ ÚROOS V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! ptaQgMttMaMfe BÍLALE/GA Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bllar. Farslmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! SIEMENS Frystikistur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aörar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóö og falleg. Lítiö inn til okkar og skoöiö úrváliö. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Auðvitað Bahlsen þegar eitthvað stendur til! Traust SALTKEX EINS OG ÞAÐ GERIST BEST Hæfilega stórt, mátulega stökkt, passlega salt, einstaklega gott... Meö ostinum, salatinu og ídýfunni, Eöa bara eitt sér...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.