Morgunblaðið - 26.09.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 26.09.1992, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 48 SKVASS II HANDKNATTLEIKUR/EM MEISTARALIÐA ) & i ! i Sigur FH aldrei í hættu BADMINTON / EM FELAGSLIÐA TBR sigraði Ungveija Jansher Khan frá Pakistan. Besti skvass- leikarinn í heimsókn JANSHER Khan frá Pakistan, besti skvassleikari í heimi um þessar mundir, kemur hingað til lands fimmtudaginn 1. októ- ber og mun leika sýningarleik í Veggsporti á laugardaginn. Khan mun leika við Peter Mars- hall frá Bretlandi sem er mjög framarlega á lista yfir bestu skvass- leikara heims. Þeir sem leika skvass hér á landi telja að þetta sé ekki ósvipaður atburður og ef knatt- spymusnillingurinn Maradona eða kylfingurinn heimsfrægi Nick Faldo kæmu hingað til lands. Það er fyrir milligöngu Pro Kennex fyrirtækisins sem þessir kappar koma hingað til lands. Þeir munu sýna hvernig bestu leikmenn heims leika skvass í Veggsporti Stórhöfða 17 á laugardaginn. Sýn- ing þeirra hefst væntanlega kl. 17, eða um leið og Smáþjóðaleikunum í skvassi er lokið, en þeir hefjast á fimmtudaginn. Það er meira um að vera hjá skvassleikurunum á næstunni því á þriðjudaginn hefst mikil einstakl- ingskeppni í Veggsporti þar sem allt okkar besta fólk keppir ásamt nokkrum erlendum spilurum sem hingað eru komnir til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum. Um helgina Golf Tvö opin golfmót verða um helg- ina. Styrktarmót fyrir sveit GR, sem fer á Evrójjumót félagsliða, verður í Grafarholtinu á sunnudaginn og verða leiknar 18 holur með forgjöf. Ræst út frá kl. 9. Keilismenn verða með opið mót I dag og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Unglingamót sem vera átti hjá GR á sunnudag hefur verið flýtt til dags- ins ( dag. Léikinn verður fjórleikur þar sem betri bolti telur. Ræst út frá kl. 10. Körfuknattieikur Urslitaleikur Reykjavíkunnótsins verður á sunnudaginn á Seltjarnar- nesinu og mætast þar Valur og KR. Leikurinn hefst kl. 20. lrjálsíþróttir Framhaldsskólamótið í fijálsum verð- ur ! Laugardalnum í dag og hefst keppni kl. 14. ÍSLANDSMEISTARAR FH sigr- aði færeysku meistarana Kyndil í fyrri leik liðanna í Evr- ópukeppni meistaraliða. Leik- urinn fór fram í Þórshöfn í Færeyjum og lauk með 27:20 sigri FH. Sigurinn var aldrei í hættu enda FH-ingar með betra lið. FH-ingar byrjuðu vel og voru ákveðnir í að ná strax undir- tökunum á útivelli. Það tókst því fljótlega náðu þeir átta marka for- skoti en lengra komust þeir ekki. „Við gerðum eiginlega út um leik- inn strax í byijun því við réðum hraðanum alveg og keyrðum á hraðaupphlaupin og ætli við höfum ekki gert um helming markanna úr hraðaupphlaupum," sagði Krist- ján. Staðan í leikhléi var 16:10 fyrir FH og í upphafi síðari hálfleiks juku þeir muninn aftur áður en leikmenn Kyndil hófu að saxa á forskotið. „Munurinn varð mestur átta mörk. Markvörður þeirra fór að veija vel í síðari hálfleiknum þegar þeir voru að minnka muninn en þeir komust aldrei nær okkur en fjögur mörk. Það má því segja að þetta hafi ekki verið í hættu. Við erum með betra lið og lentum aldr- ei í vandræðum eins og oft vill verða á útivelli," sagði Kristján Arason þjálfari og leikmaður FH. Færeyingar bytjuðu á að leika 6-0 vörn og hentaði það leikkerfi FH vel. Þeir skiptu þá í 3-2-1 vörn og við það hikstaði sóknarleikur FH lítillega um tíma en síðan náðu þeir tökum á leiknum á nýjan leik. Bergsveinn Bergsveinsson stóð í marki FH mest allan tímann og stóð sig ágætlega. Besti maður liðs- ins var þó Hálfdán Þórðarson sem gerði átta mörk. Vömin var sterk hjá FH að þessu sinni. Hjá Færey- ingum var Andreas Hansen, sá lék með Fram í fyrra, bestur. Hann var samt meiddur og háði það hon- um talsvert. Annar markvörður þeirra varði mjög vel á tímabili og áttu FH-ingar þá talsvert af ótíma- bærum skotum. KNATTSPYRNA Fyrsta beina útsendingin frá Englandi FYRSTA beina útsendingin frá ensku knattspyrnunni á þessu hausti veröur í dag í Ríkissjón- varpinu. að er viðureign Manchester United og QPR á Old Trafford í Manchester sem sýnd verður í dag, og hefst útsending kl. 13.55. RUV hefur til þessa byijað að sýna beint frá leikjum í Englandi í nóvember, þá í samfloti við stöðvar á öðrum Norðurlöndum, en byijar nú á undan þeim. Stöð 2 hefur verið með beinar útsendingar frá itölsku 1. deildinni á hverjum sunnudegi síðan keppni hófst í haust. Leikur morgundags- ins verður viðureign AG Milan og Sampdoria. Útsending hefst kl. 13.55. Hálfdán Þórðarson átti mjög góð- an leik með FH-ingum í gær gegn Kyndil í Færeyjum, var fljótur í hrað- aupphlaupunum og gerði átta mörk. ÚRSLIT Kyndil - FH 20:27 íþróttahöllin í Þórshöfn í Færeyjum, fyrri Ieikur í Evrópukeppni meistaraliða, föstu- daginn 25. september 1992. Mörk FH: Hálfdán Þórðarson 8, Alexei Trúfan 5/2, Sigurður Sveinsson 4, Arnar Geirsson 4, Guðjón Ámason 3/2, Gunnar Beinteinsson 2, Kristján Arason 1. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Kyndils: Petur Petersen 7, Bárður Johannesson 4, Ahdrés Hansen 3, Jónleif Sólsker 3, Birgir Hansen 2, Hans Andreas Midjord 1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Bjöm Sörensen og Ple Strand frá Noregi. Áhorfendur: 350 greiddu aðgang. HM í skvassi Mótið er haidið i Jóhannesarborg og í gær- kvöldi voru leikir í undanúrslitum. Chris Dittmar frá Ástralíu vann landa sinn Rodney Martin 15-5 12-15 17-16 15-8 Jansher Khan frá Pakistan vann Austin Adarraga frá Spáni 15-5 13-15 15-7 15-8 Knattspyrna Þýska úrvalsdeildin Saarbrlicken - Dresden...........1:1 (Kostner 83. vsp.) - (Hoenerback 13. sjálfs- mark) 15.000 Dortmund - Bayern Milnchen.......1:2 (Rummenigge 84. - Helmer 31., Kreuzer 62.) 41.800. Frakkland Le Havre - Saint-Etienne.........0:1 - (Passi 23.) 8.000 Nimes - Sochaux..................1:1 (Monczuk 23.) - (Garande 89.) 9.000 Monaco - Nantes................ 3:1 (Gnako 33., 69., Kiinsmann 39.) - (Ferri 88.) 2.000 Toulon-Caen......................1:1 (Pineda 80.) - (Gravelaine 31.) 3.000 Bordeaux - Strasborug............1:1 (Zidane 57.) - (Santos 61. sjálfsm.) 15.000 Lyon - Montpellier...............2:1 (N’Gotty 15., Garde 27. vsp.) - (Der Zakar- ian 12.) 14.000 Metz - Valenciennes............ 0:0 9.000 Toulouse - PSG...................2:2 (Hemandez 34., Debeve 47.) - (Weah 80., Ricardo 83.) 15.000 SVEIT TBR hélt áfram á sigur- braut í Evrópukeppni félagsliða í badminton í gær og vann ung- verskt lið 5-2 ■ annarri umferð, en keppnin fer fram í Sofiu í Búlgaríu. Broddi Kristjánsson vann Bonhi- at 15-8 og 15-5. Jón Pétur Ziemsen tók Hadas 15-7 og 15-6. Þórdís Edwald sigraði Rocsis 11-8 og 11-4, en Elsa Nielsen tapaði 11-3 og 11-8 fyrir Foriam. í tvíliðaleik karla unnu Broddi og Jón mótheija sína 17-15 og 18-15, en Guðrún Júlíusdóttir og Birna Petersen töpuðu 15-8 og 15-6 í tvíliðaleik kvenna. Mike Brown, landsliðsþjálfari, og Guðrún unnu síðan 15-3 og 15-5 í tvenndarleik. TBR, sem vann svissneskt lið í fyrradag, mætir írsku liði í dag. Það hafði betur gegn Ungveijunum, en tapaði fyrir Svisslendingunum. Sigri TBR eru það komið í undanúr- slit keppninnar. Framhalds- |) skólamót KSÍ Þátttöku íframhaldsskólamóti KSÍ1992 verður að tilkynna fyrir 29. september til skrifstofu KSÍ í síma 814444. Mótanefnd KSl. v EVRÓPUKEPPNI FÉEAGSEIÐA KVENNA í eeandknatteeik imrnan S|(0VBAKKEN í ÍÞRÓTTAHÚ5INU ÁSGARÐI GARÐABÆ LAUGARDAGINN 26. SEPTEMBER KE. 16:00 SUNNUDAGINN 27. SEPTEMBER KE-16:00 6AR0BÆINGAR M/ETI0 06 HVETJI0 STELPURNAR HandknaHleiksdeild ÍSLANDSBANKI SIÓVÁaefALMENNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.