Morgunblaðið - 02.10.1992, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C
224. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Alvarleg sljórnmálakreppa komin upp í Úkraínu
Vantraust á stj órnina
samþykkt nær einróma
Koss Ferot tilkynnir framboð sitt. Næst honum stendur eiginkona
hans, Margo. Varaforsetaefnið Jim Stockdale og eiginkona hans,
Sybil, fylgjast með.
Kiev. Reuter.
MIKIL kreppa er nú i stjórnmálum Úkraínu. Þing landsins lýsti í
gær vantrausti á ríkisstjórnina en daginn áður hafði forsætisráðherr-
ann sagt af sér.
Vantrauststillaga á ríkisstjómina
var samþykkt með 295 atkvæðum
gegn 6. Neyðist ríkisstjórnin því til
að segja af sér. Þingið virti þannig
að vettugi vilja Leoníds Kravtsjúks
forseta landsins. Hann hafði æskt
þess að þingmenn samþykktu af-
sögn forsætisráðherrans, Vítoids
Fokíns, en leyfðu ríkisstjórninni að
sitja áfram.
„Þetta varð að gerast,“ sagði
Volodíjmír Grinjov, frjálslyndur
þingmaður sem þykir koma til
greina sem forsætisráðherra. „Nú
er tækifærið til að byija raunveru-
legar umbætur.“
Ríkisstjórnin hefur að undan-
förnu sætt vaxandi gagnrýni fyrir
að láta undir höfuð leggjast að
koma með tillögur um hvernig vinna
megi á efnahagskreppunni í land-
inu. Ennfremur hefur þótt standa
á skýrri áætlun um markaðsvæð-
ingu efnahagslífsins.
Úkraína öðlaðist sjálfstæði í des-
ember síðastliðnum er Sovétríkin
leystust upp. Vonir manna úm að
landsins gæði myndu fljótlega færa
betri tíma hafá síðan dofnað mjög.
Framleiðsla dróst saman um 15% á
fyrri helmingi þessa árs, verðbólga
leiddi til versnandi lífskjara og nýr
gjaldmiðill landsins hefur ekki hald-
ið velli andspænis rúblunni.
Perot segist fulltrúi fólksins og býður sig fram til forseta Bandaríkjanna
„Er ekki skuldbundinn
neinum nema ykkur“
Dallas. Reuter.
„ÉG er engum skuldbundinn nema ykkur. Þið, fólkið, eigið mig.
Ef þið kjósið mig þá verð ég ykkar þjónn,“ sagði auðkýfingurinn
frá Texas, Ross Perot, er hann tilkynnti á fréttamannafundi í Dallas
í gær að hann byði sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna.
Bill Clinton, frambjóðandi demókrata, lét sér fátt um finnast í
gær: „Þetta hefur alls engin áhrif á mig,“ sagði hann. Marlin Fitz-
water, talsmaður Bandaríkjastjórnar, sagði að áfram yrði litið á
Clinton sem höfuðandstæðing George Bush Bandaríkjaforseta.
CNN birti í gærkvöld skoðana-
könnun sem gerð var skömmu eft-
ir að Perot tilkynnti framboð sitt.
Samkvæmt henni nýtur Clinton
stuðnings 52% kjósenda, Bush 35%
og Perot 7%. Þessi könnun er vís-
bending um að erfitt verður fyrir
Perot að ná aftur því fylgi sem
hann naut samkvæmt skoðana-
könnunum í sumar, en það mæld-
ist þá mest 36%.
Nú verður Kravtsjúk að koma
með tillögu að nýjum forsætisráð-
herra innan tíu daga. Sá mun svo
hafa tíu daga til að koma saman
nýrri stjórn.
------» ♦■"4----
KGB í Noregi
Utvarps-
stjóri vitnar
Ósló. Reuter.
EINAR Förde, yfirmaður Norska
ríkisútvarpsins, NRK, sagði í gær,
að sovéska öryggislögreglan,
KGB, kynni að hafa litið á hann,
ranglega þó, sem aðalheimildar-
mann sinn í Noregi.
Förde viðurkenndi, að hann hefði
hitt háttsetta fulltrúa KGB í Ósló á
áttunda og níunda áratugnum og
sagði að hann kynni að hafa haft
dulnefnið „Dudin", sem var einn af
þremur aðalheimildarmönnum
Kremlar í Noregi samkvæmt nýrri
bók eftir KGB-mann sem sveikst
undan merkjum, Míkhaíl Bútkov.
„Dudin“ gæti vel hafa verið ég,“
sagði Förde í viðtali við dagblaðið
Verdens Gang, en neitaði jafnframt,
að hann hefði látið KGB-mönnum í
té nokkrar upplýsingar, sem talist
gætu trúnaðarmál.
Hann sagðist aldrei hafa þegið
peninga fyrir fundina og hann hefði
látið norsku lögregluna vita um þá.
Þar að auki hefði KGB getað fundið
þær upplýsingar, sem hann veitti
þeim, í hvaða dagblaði sem var.
Förde, 49 ára, var stjórnmálamað-
ur og gegndi þingmennsku fyrir
Verkamannaflokkinn, og átti sæti í
utanríkisnefnd Stórþingsins.
„Sjálfboðaliðar í öllum ríkjunum
fimmtíu hafa beðið mig að gefa
kost á mér sem forseti Bandaríkj-
anna,“ sagði Perot á blaðamanna-
fundinum. „Jim Stockdale, vara-
forsetaefni okkar, og ég teljum það
heiður að taka áskorun þeirra.“
Ross Perot er 62 ára gamall
Texasbúi og er talinn með auðug-
ustu mönnum Bandaríkjanna. Við
hlið Perots á fréttamannafundin-
um stóðu eiginkona hans Margot
og nokkur barnanna fimm sem þau
eiga. Ennfremur varaforsetaefnið
Jim Stockdale. Hann er sjóliðsfor-
ingi á eftirlaunum sem m.a. hefur
verið heiðraður fyrir hetjulega
framgöngu í Víetnamstríðinu. -
I júlí síðastliðnum ákvað Perot
að draga sig í hlé og hætta við
framboð. Perot bað nú stuðnings-
menn sína fyrirgefningar; þetta
hefði verið frumhlaup. Undanfarna
daga hefur hann ferðast um
Bandaríkin og kannað vilja stuðn-
ingsmanna sinna og metið hvort
væri hyggilegra að bjóða sig fram
eða lýsa yfir stuðningi við annan
hvorn frambjóðandann, 6ush
Bandaríkjaforseta eða Clinton, rík-
isstjóra í Arkansas.
Perot sagði að ástæðan fyrir því
að hann gæfi nú kost á sér, einung-
is mánuði fyrir kosningar, væri sú
að hvorugur frambjóðenda stóru
flokkanna hefði látið sig varða þau
málefni sem skiptu bandarísku
þjóðina máli. Perot hefur einkum
lagt áherslu á að vinna bug á spill-
ingu í stjórnsýslunni, minnka
skuldabagga þjóðarbúsins og
draga úr hallanum á ríkisbúskapn-
um. Stöðu ríkissjóðs vill hann bæta
með skattahækkunum og niður-
skurði ríkisútgjalda. Sumir hag-
fræðingar hafa hælt dirfskufullum
áætlunum Perots í því efni en jafn-
framt dregið í efa að þær séu póli-
tískt framkvæmanlegar.
Það er öldungis óvíst hvaða áhrif
framboð Perots hefur á kosninga-
baráttuna. Samkvæmt síðustu
skoðanakönnunum hefur demó-
kratinn Clinton verulegt forskot á
repúblikanann Bush. En kannanir
hafa einnig sýnt að Perot sé lík-
legri til að taka fylgi frá Clinton
en forsetanum. Stjórnmálaskýr-
endur bentu á það í gær að auð-
legð Perots og hugsanleg þátttaka
hans í sjónvarpskappræðum gætu
gert honum kleift að hafa veruleg
áhrif á kosningabaráttuna.
Bandaríska sjónvarpsstöðin
Einkavæðingin silast af stað
Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph.
EINKAVÆÐINGIN í Rúss-
landi fór heldur brösótt af stað
í gær. Starfsmenn banka sem
dreifa ávísunum til almennings
bjuggust við miklum straumi
viðskiptavina en þvert á móti
var lítil eftirspurn eftir seðlun-
um. Gengi rússnesku rúblunn-
ar féll enn í gær og hefur ekki
verið lægra gagnvart Banda-
ríkjadal.
Stjórnvöld höfðu búist við ýfir-
þyrmandi aðsókn að bankastofn-
unum og gripið hafði verið til
ýmissa fyrirbyggjandi ráðstafana
til að hindra öngþveiti í biðröðun-
um. En ekki var þörf á neinu
slíku. Fáeinar hræður komu til
að vitja ávísananna sinna, eink-
um ellilífeyrisþegar. í óformlegri
skoðanakönnun sem blaðamaður
The Daily Telegraph gerði í
Moskvu kom fram að fæstir vissu
hvað ætti að gera við ávísanirn-
ar. Um er að ræða seðla sem eru
10.000 rúblur að nafnvirði og
nota má um áramótin til að kaupa
hlutabréf í tilteknum ríkisfyrir-
Reuter
Lítið var að gera í gær er dreifing ávísananna hófst. Þessi roskna
kona sótti þó seðilinn sinn sem er að nafnvirði 10.000 rúblur.
tækjum sem til stendur að einka-
væða. Einnig má selja seðlana á
fijálsum markaði og sagði einn
viðmælenda að sér hefðu verið
boðnar 40.000 rúblur fyrir stykk-
ið.