Morgunblaðið - 02.10.1992, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
VEÐUR
Dreifð loðna á miðum
LOÐNUSKIP setn byijað höfðu
síldveiðar eru nú aftur komin á
loðnuveiðar samkvæmt upplýs-
ingum Tilkynningaskyldunnar.
Gripnar eft-
ir stuld úr
verslunum
TVÆR ungar konur voru hand-
teknar síðdegis á miðvikudag,
eftir að starfsfólk íþróttavöru-
verslunar við Laugaveginn sakn-
aði vöru úr versluninni. Við yfir-
heyrslur játuðu þær að hafa stolið
úr versluninni, sem og úr annarri
verslun skömmu áður.
Konumar létu starfsfólk verslun-
arinnar sýna sér ýmsa vöru, en þeg-
ar enginn starfsmaður var frammi
í versluninni hurfu þær á brott.
Starfsfólkið tók eftir að þær höfðu
haft á brott með sér skó og fleira.
Skömmu síðar voru þær handtekn-
ar. Þær voru þá einnig með bakpoka
og fleiri hluti, sem lögreglunni hafði
borist tilkynning um að hafði verið
stolið úr annarri verslun skömmu
áður.
Tuttugu og tvö skip eru á veiðum
og flest þeirra í sama reit norður
af landinu. Fengust 40-100 tonn
í hverju kasti í fyrrinótt. Heildar-
Ioðnuaflinn er orðinn 67.000
tonn. Mestu, eða 18.000 tonnum,
hefur verið landað á Siglufirði.
Hábergið var á leið til Grindavík-
ur með 650 tonn þegar talað var
við Gunnar Sigurðsson stýrimann.
Hann sagði að fengist hefðu
40-100 tonn í hveiju kasti í fyrr-
nótt en yfirleitt ekki nema 40-50
tonn. Fullfermi hafði fengist í 13
köstum. Aðspurður sagði Gunnar
að loðnan væri fremur dreifð en
hún væri betri en fyrir brælu, jafn-
ari og stærri þó greina mætti ein-
staka smáloðnu. Gunnar kvaðst
ekki vita til að önnur skip væru á
leið til hafnar í gær. Hins vegar
kvað hann ekki ólíklegt að einhver
skip myndu fylla sig í nótt.
Um 10.000 tonn komu á land
28.-30. september eftir brælutíma-
bil. Á Akranesi var landað 2.000
tonnum, Siglufirði 5.000 tonnum,
Krossanesi 800 tonnum og Eskifírði
2.100 tonnum. Að sögn Teits Stef-
ánssonar, framkvæmdastjóra Fé-
lags íslenskra fískimjölsframleið-
enda, er heildaraflinn á loðnuvertíð-
inni kominn upp í 67.000 tonn.
Dregnr úr hlýíndum
DRAGA mun úr hlýindum í átt að meðalhita á næstunni. Að sögn
Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er þó útlit fyrir að gusa
af heitu lofti komi ýfir landið um helgina. Norðlendingar munu
fremur hagnast á því en Sunnlendingar.
„Við finnum svo lítið fyrir þessu
því í neðstu lögum hefur loftið náð
að kólna niður að sjávarhitanum
sem er svona 9-10 stig. Loftið er
hlýrra fyrir ofan og ef vindur er
mikill blandast það við að streyma
yfír fjöllin og þornar um leið,“
sagði Einar þegar spurst var fyrir
um hvers vegna yrði hlýrra fyrir
norðan og benti hann á að miklu
máli skipti hvort hitatungan kæmi
yfír landið að nóttu eða degi til
því sólin hjálpaði til yfir hádaginn.
Búist er við að sunnanáttarinnar
njóti stutt við, u.þ.b. í hálfan sólar-
hring.
Hann sagði að um væri að ræða
hefðbundnara loft en á dögunum.
„Það var Evrópulóft sem kemur
1-3 sinnum á ári en svona hlý
sunnanhátt, beint sunnan úr hafí,
er hlutur sem við þekkjum miklu
betur,“ sagði Einar. Hann sagði
að sér sýndist að á sunnudag fengj-
um við svalt suðvestanloft en hvað
kæmi eftir það væri erfitt að stað-
hæfa um. „Það er í það minnsta
engin norðanátt sjáanleg sem gerði
það að verkum að það myndi kólna
verulega.“
Heiðskirt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað
* r *
* r
r * r
Slydda
Hálfskýjað Skýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
V k V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.(
10° Hitastig
V Súld
■ Þoka
ttig..
FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 fgær)
Allir helstu þjóðvegir landsíns eru greiðfærir. Ekki er vitað um færð á
hálendisvegum á norðanverðu landinu. Má þar nefna Sprengisandsveg
norðanverðan, Eyjafjarðarleið, Skagafjarðarleið og Kverkfjallaleið. Kjal-
vegur og Fjallabaksleiðir, nyrðri og syðri, eru snjólausar og sama er að
segja um Lakaveg.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðln.
Heimitd: Veðurstofa islands
(Byggt á veðurapá kt. 16.16 í gœr)
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavík
hitl veður
12 skýjað
11 skýjað
Bergen 11 skýjað
Helslrtki 11 skýjað
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Narssarssuaq 8 skýjað
Nuuk S skýjað
Ósló 10 léttskýjað
Stokkhólmur 11 rigning
Þórshðfn 10 skýjað
Algarve 26 léttakýjað
Amsterdam 16 skýjaö
Barcelona 24 skýjað
Berlín 16 hálfskýjað
Chicago 6 heiðskírt
Feneyjar 22 þökurnóða
Frankfurt 17 skýjað
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 16 skýjað
London 16 skýjað
Los Angeles Lúxemborg 18 iéttskýjað
14 skýjað
Madríd 24 hátfskýjað
Malaga 24 léttskýjað
Mallorca 26 léltskýjað
Montreal 1 léttskýjað
NewYork vantar
Orlando 22 skýjað
Parfs 17 skýjað
Madeira 22 skýjað
Róm 26 léttskýjað
Vín 17 léttskýjað
Washington 8 léttskýjað
Wlnnipeg 8 léttskýjað
Elísabet Jónsdóttir, Sólvallagötu
74, Reykjavík, lést á heimili sínu
22. september síðastliðinn á 105.
aldursári. Útför hennar hefur farið
fram í kyrrþey.
Elísabet fæddist 19. júní 1888
á Sandlækjarkoti í Gnúpverja-
hreppi, Árnessýslu. Foreldrar
hennar voru hjónin Margrét Eiríks-
dóttir og Jón Bjarnason bóndi þar.
Hún giftist 25. júní 1920 Kjartani
Ólafssyni frá Vestra-Geldingaholti
í sömu sveit. Tóku þau við jörð og
búi af foreldrum Kjartans og
bjuggu þar til vorsins 1961. Fluttu
þá til Reykjavíkur á Sólvallagötu
74 og hefur Elísabet átt þar heim-
ili síðan, síðustu árin í umsjá dótt-
ur sinnar. Þau hjón eignuðust þijár
dætur, sem allar eru á lífi. Mann
sinn missti Elísabet 19. desember
1961.
Tilboðin opnuð að viðstöddum fulltrúum bjóðenda. Morgunbiaðið/Ámi Sæbcrg
Níu tilboð bárust í Orðabók Menningarsjóðs
Isafold og Mál og menn-
ing með hæstu tilboðin
TILBOÐ í útgáfurétt og bóka-
lager Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs voru opnuð í gær hjá Inn-
kaupastofnun ríkisins. Oll til-
boðin nema tvö voru eingöngu
í Orðabók Menningarsjóðs. Isa-
foldarprentsmiðja bauð hæst í
orðabókina, tæpar 39 milljónir
króna, en að sögn Guðmundar
I. Guðmundssonar, skrifstofu-
stjóra hjá Innkaupastofnun, er
ekki þar með sagt að það sé
hagstæðasta tilboðið. Næst-
hæsta boð átti Mál og menning,
23,5 miiljónir í orðabókina og
tvær milljónir í nokkur rit önn-
ur, samtals 25,5 milljónir.
Útboð á þeim eignum, sem um
er að ræða, fór fram í þrennu lagi.
I fyrsta lagi var boðinn út útgáfu-
réttur og prentfilmur af orðabók-
inni og nokkrum ritum öðrum, í
öðru lagi ýmsar prentfilmur og í
þriðja lagi lager Bókaútgáfu
Menningarsjóðs. Enginn bauð í
lagerinn og stóran hluta af fílmun-
um.
Að sögn Guðmundar I. Guð-
mundssonar er í tilboði ísafoldar-
prentsmiðju farið fram á að tals-
verður hluti kaupverðsins verði
lánaður til lengri tíma. í kauptil-
boði Máls og menningar er hins
vegar gert ráð fyrir að mestur hluti
verðsins verði greiddur innan árs.
Ákvörðun um hvaða tilboði skuli
tekið verður tekin á næsta fundi
menntamálaráðs, sem fer með
stjóm Menningarsjóðs.
VÉÐURHORFUR / DAG, 2. ÖKTOBER
YFIRLIT: Um 550 km suðsuðvestur af landinu er allvíðáttumikil 980 mb
lægð sem þokast vestnorðvestur.
SPÁ: Austan- og suðaustanátt. Rigning á Suðausturlandi og einnig á
stöku stað norðanlands fram af degi. Á Suðvestan- og Vesturlandi verða
skúrir, en noröan- og norðaustantil léttir til er líða tekur á daginn. Lítiö
eitt kólnar í veöri.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæglætisveður og víða léttskýjað framan af
deginum en fer að rigna undir kvöld með vaxandi suðaustanátt um land-
ið sunnan- og vestanvert. Fremur hiýtt í veðri.
HORFUR Á SUNNUOAG: Sunnan- og suðvestanátt, nokkuð hvöss um
landiö vestanvert. Skúrir sunnanlands og vestan, en úrkomulítið á Norð-
austur- og Austurlandi. Hiti 5 til 11 stig.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
V
íDAG kl. 12.00
Elsti Islending-
nrinn er látinn