Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 7

Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 7 Smitandi sveppa- faraldur í hrossum Smit hefur greinst víða um vestanvert landið UPP ER komin smitandi sveppasýking í hrossum á ýmsum stöðum á svæðinu vestan Eyjafjarðarár og Þjórsár. Mest hefur borið á kvil- lanum í Eyjafirði, Skagafirði, Borgarfirði og Reykjvík. Virðist sem um sé að ræða sveppinn Trichophyton mentagrophytes sem er húð- sveppur sem fundist hefur hér á landi í fólki og smádýrum en ekki fyrr greindur sem faraldur í hrossum. Eirikennin eru blettir sem mynd- ast á höfði, undir tagli, á innanverð- um lærum, á lend og baki og síð- um. Meðgöngutími virðist vera 2 til 4 vikur en sýnileg einkenni eru á hrossunum í 1 til 2 mánuði eða lengur en lagast yfírleitt af sjálfu sér. Blettirnir eru smáir, hringlaga en geta orðið allt að 5 sentimetrar í þvermál. Húðin bólgnar, skorpa myndast í hárunum, sem detta af og húðin lýsist. Kláði virðist ekki áberandi né eymsli en í sumum til- vikum myndast roði. Lyfjameðferð flýtir fyrir bata og dregur úr smit- hættu. Brynjólfur Sandholt yfír- dýralæknir sagðist ekki telja smit- hættu í haga mikla en þess meiri í réttum, húsum þar sem sýkt hross hafa verið hýst, og hrossaflutninga- bílum og hestakerrum sem leigðar eru út, einnig af reiðtygjum sem notuð hafa verið á smituð hross. Talið er að sveppur þessi hafí verið til staðar hér á landi í áratugi en ekki verið staðfestur í hrossum fyrr en nú. Samkvæmt lýsingum virðist þó að einhver tilfelli hafí komið upp í gegnum árin en ekki hægt að tala um faraldur eins og nú virðist geisa. Utilokað virðist að að greina smituð hross frá öðrum fyrr en ein- kenni koma í ljós. Útbreiðslan síð- ustu vikur hefur verið með þeim hætti að yfirdýralæknir hefur talið rétt að vara við frekari dreifíngu sveppsins. Sýni voru send utan til að fá öruggari greiningu og niður- stöðu að vænta innan tíðar. Hrossaréttir verða í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu um helgina og sagði Brynjólfur ekki ástæðu að óttast smit úr réttinni en vildi hins- vegar benda fólki á sem kæmi af smitsvæðum eða grunuðum svæð- um að klæðast hreinum fatnaði, sótthreinsuðum skófatnaði og vera ekki að snerta hrossin í réttinni að óþörfu. Um ástæður fyrir þessum faraldri sagði Brynjólfur erfítt að segja en þó hölluðust menn að tveimur skýringum sem væri í fyrsta lagi að sá sveppur sem hér hefur verið hafí eflst af einhverjum ókunnum orsökum eða hitt að nýr og öflugri sveppur hafí borist er- lendis frá með fólki. Minnti hann á í því sambandi að aldrei væri of- brýnt fyrir fólki sem umgangist hross erlendis að sótthreinsa skó- fatnað og þvo fatnað sem komist hefur í nálægð við hross ytra. Um Morgunblaðið/RAX Tvær ungar stúlkur með tölur í peysunni, Katla Gunnarsdóttir (t.v.) og Elisabet Gunnarsdóttir. Samtök um Kvennaathvarf Safnað fyrir stærra húsi Samtök um Kvennaathvarf gangast fyrir landssöfnun í dag, föstu- daginn 2. október, undir slagorðinu „Allir með tölu“. Kvenfélög og kvennasambönd um land allt auk framhaldsskólanema munu ganga í hús og á vinnustaði og bjóða til sölu tölur merktar Kvennaathvarf- inu. Hver tala verður seld á 200 krónur og sex tölur saman í poka á 1.000 krónur. Ágóði söfnunarinnar er ætlaður til húsnæðiskaupa, en dvalarkonur Kvennaathvarfsins hafa á undan- förnum mánuðum búið við mikil þrengsli þar sem að fjöldi þeirra kvenna, sem leitar til athvarfsins, vex stöðugt. Kvennaathvarfið er nú til húsa í 250 fermetra húsnæði, en þess má geta að meðalfjöldi dvalarkvenna hefur að undanfömu verið tíu til tólf auk tólf til fjórtán barna. SanT- tökin hafa augastað á helmingi stærra húsnæði, sem búið er að festa með þeim fyrirvara að mark- mið söfnunarinnar náist. Forsvars- konur söfnunarátaksins gera sér vonir um að hægt verði að safna tólf milljónum króna sem þær segja að ætti að takast ef hver fjögurra manna íjölskylda í landinu keypti eina tölu. Sjá (Daglegt líf) Ferðin var ekki til fjár HANN var heldur seinheppinn, maðurinn sem ætiaði að brjótast inn í hús við Tjamargötu í fyrrinótt, því gera varð að sárum hans áður en hann var fluttur í fangageymslumar. íbúar húss við Tjarnargötu urðu varir við mannaferðir við húsið um kl. 1.30 um nóttina. Þar var á ferð- inni maður sem hafði áhuga á að líta á innanstokksmuni þeirra. Hann braut því rúðu í kjallara, en tókst ekki betur til en svo að hann skarst illa á hendi. Lögreglan kom honum til hjálpar og flutti hann á slysa- deild, þar sem gert var að sárum hans. Að því búnu var honum boðin gisting í fangageymslum. 4 ux mÚM U.U s fst ' Arsþing Landssambands hestamannafélaga Kári Amórsson ákveður að hætta sem formaður Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Meðal staða sem sveppurinn tek- ur sér bólfestu á eru lærin undir tagli og myndast þar hárlausir blettir. það hvernig gengi að uppræta kvill- ann sagði hann mikið undir hesta- mönnum sjálfum komið. Það réðist mest af því hvernig þeir sjálfír taka á málinu. KÁRI ARNÓRSSON, formaður Landssambands hestamannafé- laga, hefur lýst því yfir að hann muni hætta sem formaður sam- takanna á ársþinginu sem haldið verður á Flúðum 30. til 31. októ- ber nk. Guðmundur Jónsson frá Reykjum varaformaður mun gefa kost á sér i stöðu formanns og lýsti sljórn LH yfir stuðningi við hann á fundi sem haldinn var nýlega. Aðalmál þingsins verður að þessu sinni reiðvegamál, að sögn Kára, en í ráði er að flutt.verði þijú stutt framsöguerindi. Sagði Kári ekki frágengið hveijir myndu flytja þau en sagði að unnið væri að því að fá fulltrúa frá Vegagerð ríkisins og einhvem úr samgöngunefnd Al- þingis til að hafa framsögu ásamt fulltrúa hesta- manna. Þá er í ráði að Kristinn Hugason hrossa- ræktar- ráðunautur flytji stutt erindi um hrossa- Kári Amórsson rækt. Til- lögugerð er nú í mótun bæði hjá stjórn og ýms- um nefndum samtakanna auk þess sem gert er ráð fyrir tillögum frá aðildarfélögunum. Ársþing Hestaíþróttasambands íslands verður haldið 7. nóvember í félagsheimili Fáks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.