Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
Utan við múrinn!
Seinni grein
eftir Bjarna
Einarsson
Meginmarkmið utanríkisstefnu
íslendinga á að vera áfram, eins
og hingað til, að varðveita og
styrkja fullveldi og sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar. Fullveldi eða
sjálfstæði töpum við ekki til smá-
þjóða né miðlungsþjóða, einungis
til einhvers viðskiptastórveldanna,
sem ekki munu kasta á okkur kjam-
orkusprengjum heldur bara kaupa
okkur. Það er stórviska að tengjast
ekki um of neinu þessara stórvelda
heldur að hafa sem jöfnust tengsl
við þau öll. íslendingar eiga áfram,
eins og hingað tii, að leita markaða
vítt um heim og skipta við öll við-
skiptasvæðin og öll viðskiptastór-
veldin, Vestur Evrópu ekki síður
en hin. Við eigum einungis að taka
þátt í samstarfi sjálfstæðra þjóða
en aldrei ganga inn í samstarf með
yfirþjóðlegu valdi slíku sem í EES
og EB. Þessi utanríkispólitíska
grundvallarregla er ein næg ástæða
til þess að eiga enga aðild að EES-
samningnum.
Lítið fyrir mikið
Þegar gengið var til samninga
um evrópskt efnahagssvæði töldu
fiestir, að hér væri um að ræða
viðskipta- og fríverslunarsamning.
Fríverslun viljum við hafa gagnvart
öllum sem vilja við okkur skipta.
Við viljum geta selt fiskinn okkar
sem iðnaðarvöru hindranalaust
gegn því að samningsaðilinn megi
selja iðnaðarvörur sínar hindrana-
laust hér. En í þessu tilviki reynist
þessi gagnkvæmni ekki nægilegt
framtak af okkar hálfu. Samkvæmt
EES-samningnum er okkur gert að
gjörbreyta hagkerfmu okkar, og
jafnvel félagskerfínu líka, til þess
eins að fá að selja físk í EB með
eitthvað skárri kjörum en hingað
til — en án fríverslunar með fisk.
Fríverslunin á eingöngu að vera í
aðra áttinaj á þeirra vörum til okk-
ar en ekki á okkar vörum til þeirra.
Við erum líka skylduð til að gera
hagkerfið okkar sem líkast iðnaðar-
hagkerfínu þeirra. Fjármagnsmark-
aðurinn okkar verður að verða hluti
af fjármagnsmarkaðnum þeirra og
fjármagnið þeirra fær fullt athafna-
frelsi hérlendis án íhlutunarréttar
okkar. Vextir munu taka mið af
þýskum vöxtum en ekki verðbólgu-
stigi hér né öðrum innlendum að-
stæðum. Vextirnir munu næstu ár
ráðast af erfíðleikum Þjóðveija í
Austur-Þýskalandi. Atburðirnir ný-
lega á gjaldeyrismörkuðum Evrópu
og umræðumar síðan gefa okkur
hugmynd um það, sem hér getur
gerst ef við getum ekki varið litla
fjármagnsmarkaðinn okkar fyrir
risunum. Einnig verðum við að
hverfa frá innflytjendastefnu okkar
og fáum engu ráðið um hvers kon-
ar fólk flytur hingað þegar næsta
uppsveifla verður í hagkerfínu. Lík-
legast er að þeir yrðu flestir af
þeim þjóðernum, sem traðkað er á
Evrópu, svo sem þýskir Tyrkir og
franskir Arabar. Fullkomin óvissa
er hvort við getum haldið eignar-
haldi á landinu og auðlindum sem
fylgja því. Við verðum að taka lög-
gjöf þeirra þannig að okkar eigin
lög víki fyrir þeirra lögum og við
verðum að ganga undir hið lýðræð-
islausa skrifstofuveldi í Briissel og
reglugerðarfargan þess og í reynd,
skref inn fyrir Berlínarmúrinn nýja.
Sumar reglugerðir EB eru beinlínis
ætlaðar til að vera viðskiptahindr-
anir. Þetta allt og miklu meira verð-
um við að gera til þess eins að fá
að selja þeim fisk, því af okkar
hálfu skiptir ekkert annað máli.
Erfitt er fyrir okkur að nýta „rétt-
indi“ okkar samkvæmt ýmsum hlut-
um samningsins. T.d. er langt þang-
að til við förum að marki að leggja
undir okkur EB fyrirtæki og kaupa
þar land og auðlindir! En að sjálf-
sögðu felur það í sér mikið jafn-
rétti og réttindi fyrir okkur að mega
kaupa t.d. Damiler Benz þegar
Þjóðveijar mega t.d. kaupa Hamp-
iðjuna!
Hvað er efnahags-
legt sjálfstæði?
EB er í raun og veru að krefjast
íhlutunar í innanlandsmál okkar
fyrir tollalækkanir á físki. Það sem
enn verra er, er að hópur íslendinga
er þeirrar skoðunar að þessi íhlutun
sé jákvæð fyrir okkur, okkar hag-
ur. Menn hafa búið sér til kenning-
ar um að innlimun peningamarkað-
arins okkar í þann evrópska sé okk-
ur í hag, því þá muni vextir lækka
vegna samkeppninnar og nægir
peningar standi þá öllum atvinnu-
rekstri og kannski einstaklingum
til boða. Síðustu atburðir á evrópska
peningamarkaðnum ættu að leiða
mönnum áhættuna fyrir sjónir og
fréttir af vöxtum í Þýskalandi ættu
að hræða. Hið algjöra frelsi erlends
ljármagns er einnig talið vera til
bóta. Vitað er, að þegar þýska
einkaíjármagnið ræðst inn í nýtt
land er það ekki til þess að setja
upp ný fyrirtæki og auka þar með
atvinnu og þjóðartekjur. Þjóðveijar
byija alltaf á að kaupa það sem
bitastætt er. Nefna má Spán, Port-
úgal og nú síðast Tékkóslóvakíu
sem dæmi um lönd sem orðið hafa
fyrir slíkri innrás þýskra peninga.
Hér á landi eru til áhugaverð fyrir-
tæki, sem næsta víst er að þeir
hafí áhuga á. Margir telja þetta
bara vera gott en ég vil benda á
að niðurstaða þessa yrði sú, að Þjóð-
veijar eignuðust arðvænlegustu
fyrirtækin en við sætum uppi með
þau arðminni. Og einhvers staðar
liggur línan sem skilur að efnahags-
legt sjálfstæði og ósjálfstæði. í okk-
ar tilviki er óhugsandi að við höfum
ekki rétt til að stjga á bremsur
þegar hlutirnir gengju of langt.
Rétt er að benda á, að það verður
útlendingum ekkert vandamál að
eignast útgerðar- og fískvinnslufyr-
irtæki í gegnum leppa. Grundvallar-
atriðið er, að án aðildar EES getum
við opnað markaði okkar eins og
við viljum og okkur hentar og þá
gagnvart heiminum öllum, sem er
pólitískt miklu hættuminna en að
veita einum aðila forgang. Það sem
EES-samningurinn felur í sér á
þessu sviði er ekki hagsmunamál
íslensku þjóðarinnar. Þjóðin þarf
engu að fórna fyrir ruglaðar hug-
sjónir né hagsmuni íslenskra uppa
og innlendra spekúlanta.
Sama er að segja um reglur,
staðla og reglugerðir EB. Allt það
sem horfír þar til bóta getum við
gert sjálf ef við viljum og þegar við
viljum. Það ætti ekki að standa á
þingmönnum okkar, sem nú vilja
kokgleypa EES-samninginn allan,
að vinsa úr honum það sem hentar
okkur og fínna mætti betri fyrir-
mynd að nýjum lögum, reglugerð-
um og ekki síst hagstjórnaraðferð-
um, víðar en í bókum EB. Rök
margra Evrópufíkla um að við verð-
um að ganga í EES til þess að taka
völdin af íslenskum stjórnmála-
mönnum er krafa um afnám full-
veldis. Þessi kenning byggist á
óupplýstri oftrú á evrópskri hag-
stjórn, sem stafar af þekkingar-
skorti á evrópskri hagstjórn þeirra
þjóða, sem best standa sig.
EES bjargar okkur ekki
út úr kreppunni
Utanríkisráðherra leggur áherslu
á, að aðild að EES verði okkur
mikil hjálp til að bijótast út úr
kreppunni sem við erum komin f.
Atvinnurekendur taka undir þessa
skoðun. Staðhæfíngar um EES að-
ildina sem bjargráð til þess að losna
út úr kreppunni hlýtur að byggjast
á að hér aukist atvinna við innA
göngu í efnahagssvæðið. Til þess
eru tveir möguleikar, að útflutning-
ur vöru og þjónustu til EB landa
vaxi mjög mikið og hratt eða að
hingað streymi erlent fjármagn til
nýrra framkvæmda og uppbygingar
á allra næstu árum. Engar líkur
eru á að þetta gerist. Meginhluti
þess físks sem við nú flytjum út fer
nú þegar til EB landa. Ætla menn
að hætta að selja fisk t.d. til Amer-
íku og til Japans og á að hætta
leit að nýjum mörkuðum? Gera
menn sér virkilega hugmyndir um,
að íslenskar iðnaðarvörur geti á
stuttum tíma ruðst inn á Evrópu-
markað, erfiðasta markað í heimi?
íslenskar iðnaðarvörur hafa átt
greiðan og tollfijálsað aðgang að
evrópskum mörkuðum síðan við
gengum í EFTA, en síðan þá hefur
Qöldi iðnfyrirtækja farið á hausinn.
Hefur snilld íslenskra iðnrekenda
margfaldast svo allt í einu? Og
hveijir eru það núna, sem hafa lýst
áhuga á að fjárfesta á íslandi? Það
er bandaríska fyrirtækið Keiser
Aluminium.
Einn milljarður á ári!
Utanríkisráðherra hefur lýst
fjálglega hinum stórkostlegu tæki-
færum sem okkur bjóðast með EES
til þess að selja fullunnar vörur úr
fískinum okkar. Þetta væri hægt
ef við hefðum fengið fríverslun með
físk og ef samkeppnisaðstæður á
EB markaði væru eðlilegar. Hvor-
ugu er að heilsa. Það sem við allra
náðarsamlegast fengum var afnám
tolla á ákveðnum fiskafurðum og
lækkun á öðrum, metið ríflega á
tæpa tvo milljarða brúttó, þ.e. ef
öll niðurfellingin félli okkur í hlut,
sem ekki getur gerst nema við af-
brigðilegar aðstæður. Það er til
marks um blekkingartilraunir Jóns
Baldvins þegar hann tvívegis sagði
í viðtölum í ljósvaka-fjölmiðlum svo
ég heyrði, efnislega:.ávinningur-
inn er 20 milljarðar... á áratugn-
um“. Seinni punktalínan táknar
dramatíska þögn ráðherrans. Þar
átti hann við, að reiknað hefur ver-
ið út, að heildarupphæð tollalækk-
ana og niðurfellinga geti numið allt
að tveimur milljörðum á ári. Það
er alkunna, að það fer eftir mark-
aðsaðstæðum hvernig lækkun að-
flutningsgjalda skiptist á milli
kaupenda og seljenda. Öll munum
við eftir stóru verðlækkuninni á
bílunum hér um árið. Við, íslenskir
neytendur, nutum hennar en ekki
framleiðendurnir. í EES dæminu
er eðlilegt að reikna með að lækkan-
ir skiptist til jafnaðar, til helminga
á milli aðila og þá er einn milljarð-
ur fyrir okkur og einn fyrir hina.
Fiskiðnaður rekinn
með gjafafé
Formælendur EES-samningsins
hafa, nema nýlega sjávarútvegsráð-
herra, þagað vandlega um annað
atriði, sem skiptir úrslitamáli, en
það eru hinir miklu styrkir sem EB
greiðir til útgerðar og fiskvinnslu
og skekkja samkeppniaðstöðu ís-
lensks fískiðnaðar gífurlega. Árið
1990 námu beinir styrkir af þessu
tagi 60-68 milljörðum króna og
hafa vaxið síðan. Auk þessa er nú
verið að framkvæma sérstaka áætl-
un um að gera fiskvinnslufyrirtækj-
um kleift að fullnægja nýrri reglu-
Bjarni Einarsson
„Það er til marks um
blekkingartilraunir
Jóns Baldvins þegar
hann tvívegis sagði í
viðtölum í ljósvaka-
fjölmiðlum svo ég
heyrði, efnislega: „...
ávinningurinn er 20
milljarðar... á áratugn-
um“. Seinni punkta-
línan táknar drama-
tíska þögn ráðherrans.“
gerð um hollustuhætti í fískvinnslu
og til þess að auka samkeppnis-
hæfni fyrirtækjanna. Heildarkostn-
aður áætlunarinnar er um 170 millj-
arðar króna. Þar af gefur EB helm-
inginn, 85 milljarða. Þessu til við-
bótar koma svo styrkir til sjávarút-
vegs sem eru hluti af byggðastyrkj-
um. Þetta eru stórar upphæðir en
erfitt er að fá upplýsingar um þær.
í tengslum við byggðastefnu EB
er einmitt nú lagt til að bæta héruð-
um, þar sem sjávarútvegur er
veigamikill þáttur atvinnulífs, við
listann yfir forgangssvæði við út-
hlutun byggðastyrkja. Þetta þýðir
verulega aukningu á stuðningi við
sjávarútveg EB landanna. Við þetta
þarf skuldum hlaðinn fiskiðnaður
okkar að keppa auk þess sem hann
verður að leggja í mikla fjárfestingu
til að standast hinar nýju heilbrigð-
iskröfur án nokkurra styrkja og það
með lánsfé á þýskum vöxtum. Er
hægt að ímynda sér að iðnaðurinn
okkar standist samkeppni við
styrkta iðnaðinn í Evrópu? Hvort
telur þú, lesandi góður, arðvæn-
legra fyrir þig, ef þú vildir fara að
framleiða t.d. tilbúna fískrétti fyrir
Evrópumarkað, að byggja þá verk-
smiðju hér heima eða í EB landi?
Þar færðu styrki en hér þarftu að
borga allt sjálfur.
Verður nokkur fiskiðnaður
hér?
Áhrif styrkjanna koma fram með
ýmsu móti. Ekki er vafí á, að styrk-
irnir hafa gert og gera fískiðnaði
EB mögulegt að bjóða hærra verð
í óunna fískinn okkar en hann ann-
ars gæti. Markaðsverðið í Þýska-
landi og Bretlandi ræður síðan
markaðsverðinu hér heima og þann-
ig er fískiðnaður okkar prísaður út.
Þegar þið skoðið þessa heildarmynd
ættuð þið að sjá samhengið, sem
er sáraeinfalt. Okkur íslendingum
PALLETTUTJAKKAR
Tvöföld hjól • 1120 mm gafflar
Pallar hf.
VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI
DALVEGI 12, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMAR 641020 OG 42322
hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar
¥
IÐNÞROUNARSJOÐUR
Kalkofnsveai 1 150 Revkjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92