Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
19
verður ókleift að keppa við styrktan
fiskiðnað EB og því mun fiskiðnað-
ur hér á landi að því leyti dragast
saman og flytjast til EB. Einu
möguleikar fiskiðnaðar okkar verða
þá að framleiða fullunnar vörur
fyrir aðra en EB. Hvað EB viðskipt-
in varðar verðum við hráefnisút-
flytjendur, nýlenda. Bæði SH og
SIF eiga nú verksmiðjur í EB lönd-
um. Þeir vísa veginn. Hér verður
lítið um fiskiðnað.
Evrópskur yfirgangur
Það er stefna EB að flytja ein-
göngu inn óunninn eða lítt unninn
fisk. Þetta hefur oft komið fram í
ræðum og ritum grámennanna í
Briissel og að þessu er unnið. Lönd-
in utan EB, þar með talin EES ríki,
eiga að sjá iðnríkjunum fyrir hrá-
efni. Þetta var einu sinni kallað
nýlendustefna. Nú vegur sjávarút-
vegur aðeins 0,14% í landsfram-
leiðslu EB. Því er hér um sáralitla
hagsmuni að ræða. Þetta sýnir því
að gamla evrópska ágirndin og fyr-
irlitningin á smáþjóðum sém kom
svo glöggt fram í landhelgistríðun-
um er enn við lýði.
Iðnaðurinn
Fullyrðingar Evrópufíkla um ný
tækifæri fýrir íslenskan iðnað iðn-
aðar á EB markaði ber að taka
með mikilli varúð. Evrópumarkaður
er ejnn erfiðasti markaður sem til
er. Ástæður þess eru margar. Fyrir
það fyrsta er hann er yfirfullur af
vörum og staðnaður. Mikið er um
framleiðslugetu umfram eftirspum.
í EB löndunum fjölgar fólki ekki
eða sáralítið og meðalaldur hækkar
ört. Ef við bemm tölur um EB sam-
an við okkur, þá er fæðingartala
af þúsundi 18,7 hjá okkur en 11,9
í EB sem heild. Dánartíðni hér er
6,7 á þúsund íbúa en 10,1 í EB sem
heild. Þetta er ekki lýsing á vax-
andi samfélagi né á dynamískum
markaði. Viðskipti í EB byggjast
mikið á venjum og hefðum og eru
í föstum skorðum. Akveðnir smásal-
ar skipta við ákveðna heildsala,
framleiðendur o.s.frv., og þeir geta
í oftast mjög erfitt með að breyta
tii. Fyrir venjulegt íslenskt iðnfyrir-
tæki getur það tekið mörg ár, mikla
baráttu og mikið fé að ná fótfestu
á þessum markaði, enda hefur það
ekki tekist að neinu marki þótt
þessi íslensku fyrirtæki hafi haft
aðgang að honum síðan við gengum
í EFTA. Einn og einn, sem i senn
býður afbragðs vörur, býr yfir miklu
þreki og á mikia peninga, getur náð
inn á markaðinn. En að gull og
grænir skógar bíði íslenskra fyrir-
tækja á Evrópumarkaði og það
strax, eins og Jón Baldvin gefur í
skyn, er alrangt. Að sala á Evrópu-
markaði geti skipt sköpum um að
við náum okkur út úr kreppunni
er kenning sem ætlað er að villa
um fyrir þjóðinni.
En fleira er að. Til dæmis halda
opinberir styrkir til skipasmíða
áfram gagnvart EES löndum, sem
mun gera skipasmíðar hér á landi
allt að því ómögulegar. Þar með
getum við þurft að sjá endanlega á
bak háþróuðum iðnaði hér á landi
með mikla verkþekkingu og reynslu
sem langan tíma mun taka að
byggja upp aftur. Það var sorglegt
að lesa grein í Morgunblaðinu 10.
september sl. eftir framkvæmda-
stjóra samtaka fyrirtækja í málm-
og skipaiðnaði. Áð vísu lýsir hann
yfir harmi sínum vegna styrkjanna
til skipasmíða, sbr. hér að ofan.
En að öðru leyti eru röksemdir hans
fyrir ágæti EES þessi sami ævin-
týralegi barnaskapur, sem einkenn-
ir málflutning bæði venjulegra Evr-
ópufíkla, marga Alþingsmanna og
annarra valdamanna í þjóðfélaginu.
Fleira sem framkvæmdastjórinn sér
fyrir sér, svo sem stóraukna fram-
leiðslu á vélum til fiskiðnaðar hér
á landi, vegna þess að með EES
„opnist umtalsverðir möguleikar á
að fullvinna helstu sjávarafurðir hér
á landi“ byggist einnig á því, að
hann hefur ekki skoðað málin eins
og þau eru í raun og veru. Vísa ég
til þess, sem sagt var hér að ofan.
Hinsvegar getur verið mögulegt að
selja fiskvinnsluvélar til EB landa
því þar verður iðnaðurinn, en það
hefur einnig verið hægt síðan við
gengum í EFTA.
Niðurlag
Það er furðulegt hvernig stjórn-
málamenn, atvinnurekendur og
jafnvel forustumenn og sérfræðing-
ar verkalýðsfélaga láta út af EES
samningnum. Ég vona að þeir lesi
það, sem ég hef skrifað hér og
fagna mundi ég því að fá viðbrögð
einhvers þessara manna á prenti.
Að sjálfsögðu er ég tilbúinn að veija
það, sem ég hef hér sagt skriflega
eða á opnum sem lokuðum fundum
hvar sem er. Ég held að afstaða
þessara fjölmörgu aðila starfí fyrst
og fremst af þekkingarskorti.
Menn, sem ættu að vita betur, hafa
tekið við Evrópuáróðrinum gagn-
rýnislaust og menn hafa ekki lagt
hina kostina niður fyrir sér. En
þegar ég leyfí mér að rífa hugmynd
niður eins og aðild íslands að EES
ber mér skylda til að benda á aðra
kosti. Hvað getur þá komið í stað-
inn fyrir EES og af hveiju er það
betri kostur fyrir íslendinga?
Ég held að flestir íslendingar,
hvort sem þeir eru stjómmálamenn,
atvinnurekendur eða venjulegir ís-
lendingar telji það kost að þjóðin
haldi fullveldi sínu sem minnst
skertu og fullu sjálfstæði. Það get-
um við gert með því að gangast
ekki undir yfírþjóðlegt vald annað
en sem þjóðréttarlegar skuldbind-
ingar íslenska ríkisins gagnvart
öðrum ríkjum. Erlent vald má ekki
ná til íslenskra borgara né annarra
lögaðila. Þessari stefnu getum við
framfylgt með því að gefa Evrópu
ekki forgang og standa utan við
EES. Við verðum að móta nýja
utanríkisstefnu, sem hæfír_ þeim
heimi sem við lifum í. Allir íslend-
ingar hafa orðið varir við sívaxandi
eftirspurn eftir þekkingu okkar.
Þessi eftirspurn kemur ekki frá EB
heldur frá Afríku, Ameríku og As-
íu. Meðal annars er komið í ljós að
við getum orðið aðilar að atvinnu-
rekstri í þessum heimsálfum og
sérhæfðar iðnaðarvörur okkar sem
tengjast sjávarútvegi eru eftirsótt-
ar. Lega Islands til heimsviðskipta
er góð. Innan flugþolsradíuss lang-
fleygra nútíma flugvéla eru flestar
þær borgir sem máli skipta í heimin-
um. Flutningskostnaður hvort sem
er í flugi eða á sjó vex ekki í hlut-
falli við fjarlægð. Langt er síðan
menn uppgötvuðu að jörðin er
hnöttótt en stjórnvöld og atvinnu-
rekendur hér virðast enn halda að
hún sé flöt, a.m.k. virðist heims-
mynd þeirra vera þannig þegar tal-
að er um markaði fyrir íslensk fyrir-
MAQUILLAGE
QHANEL
Á nýju haustlitunum í dag 2. október
fró 1 3.00 - 18.00 í snyrtivöruversluninni Andorru,
Strandgötu 32, Hafnafirói.
Hægt að panta tíma í förðun í síma 52615
tæki. Sem dæmi má nefna, að
Kamtsjatka er talið vera fyrir aust-
an okkur og í þá átt verða menn
að fara til að komast þangað. Ferð-
in tekur a.m.k. 25 tíma. En á
hnattkúlunni er þessi rússneski
skagi, þar sem Virkir- Orkint er
að störfum og þar sem gífurleg
vannýtt fískimið bíða okkar, í hán-
orðri yfir toppinn á jarðkúlunni í
um 7.200 km eða 8 tíma flugvega-
lengd frá Keflavíkurflugvelli.
Eins og er höfum við eingöngu
sendiráð í Evrópu og Norður Amer-
íku. Í Asíu, þar sem markaður fyr-
ir neysluvörur er stærstur og vex
örast og þar sem búa fískætur, er
ekkert íslenskt sendiráð. Þar bíða
okkur miklir markaðsmöguleikar.
Norður Ameríka hefur verið góður
markaður og getur verið það áfram.
Rússland var góður markaður og
mun verða miklu betri markaður á
þessari öld. í Rómönsku Ameríku
bíða okkar möguleikar og sama er
að segja um Afríku. Skipulagi utan-
ríkisþjónustu okkar verður að gjör-
breyta og sjónsvið hennar verður
að færa frá fortíð til framtíðar. Við
getum mikið lært af Asíuþjóðunum
í hagstjórn, í samstarfi ríkisvalds
og atvinnulífs og í uppbyggingu
heimsviðskipta. Þessar þjóðir hafa
náð bestum árangri en EB þeim
lakasta. Það er heimskulegt að
veðja á þann hestinn, sem kemur
síðastur í mark.
Höfundur er stjórnarmaður í
Samstöðu um óháð Island.
Topptilboð
Litir: Svartir, vínrauðir Stærðir: 41-47
Verð: 3.495,-
Ath. Mikið úrval af herraskónt, ýmsar tegundir
5% staðgreiðsluafslóttur - Póstsendum samdægurs
V
Ioppskórinn
VELTUSUNDI • SÍMI: 21212
boð
F</í SjfELJU«6'