Morgunblaðið - 02.10.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
21
Breytingar á útsendingartíma veðurfregna hjá RÚV
Veðurfræðingar eru
andvígir breytingum
Orkar tvímælis fyrir sjómenn segir forseti Sjómannasambandsins
MEÐ nýrri vetrardagskrá Ríkisútvarpsins sem tekur gildi laugardag-
inn 3. október nk. breytist útsendingartími veðurfregna nokkuð. Fyrstu
veðurfregnir að morgni verða kl. 7.30 í stað 6.45. Næstu kl. 10.45 og
síðan í hádeginu. Þá verða þær breytingar, að á Rás 1 verða lesnar
ítarlegar veðurfregnir, en samtímis verða lesnar styttri veðurfregnir
á Rás 2, nema kl. 12.45 og 19.30. Oskar Vigfússon, forseti Sjómanna-
sambands Islands, segist telja breytingar á útsendingartíma veður-
fregna orka mjög tvímælis fyrir sjómannastéttina.
Að sögn Páls Bergþórssonar veð- þessu efni orka mjög tvímælis fyrir
urstofustjóra eru ástæðurnar fyrir
breytingunum þríþættar. í fyrsta
lagi verða útsendingartímarnir
reglulegri. Um leið verður jafnara
og betra ráðrúm fyrir starfsmenn
Veðurstofunnar að vinna úr veður-
skeytunum. í þriðja lagi bætast við
styttri og gagnorðari veðurfregnir á
Rás 2 og í fréttum. Þá verða veður-
fregnirnar yfirleitt ítarlegri á Rás 1
en verið hefur hingað til.
„Ég held að þessi breyting sé til
bóta að því leyti m.a. að á Rás 1
verður alltaf byijað með því að lesa
veðrið á 15-20 stöðum á landinu.
Yfirleitt verða stöðvarnar valdar
þannig að þær séu til upplýsinga
fyrir sjómenn, en kl. 16.30 verða
valdar stöðvar í sveitum til upplýs-
inga fyrir bændur og ferðamenn,"
sagði Páll Bergþórsson.
Óskar Vigfússon, forseti Sjó-
mannasambands Islands, sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki hafa
kynnt sér nákvæmlega breytingarn-
ar á útsendingartíma veðurfregna,
en í fljótu bragði séð ætti hann ekki
von á öðru en að þetta kæmi illa
við sjómenn. „Allar breytingar í
sjómannastéttina, því sjómenn eru
svolítið fastheldnir á það sem þeir
þekkja. Við munum örugglega ræða
þetta þar sem þetta er veigamikið
öryggisatriði fyrir sjómannastéttina,
og við munum að sjálfsögðu gæta
þess að þeirra hagsmunir verði ekki
fyrir borð bornir á þessu sviði,“ sagði
hann.
Veðurfræðingar eru andvígir
þessum breytingum. Á fundi í Félagi
íslenskra veðurfræðinga 8. septem-
ber sl. var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt:
„Félag íslenskra veðurfræðinga
vill ítreka andstöðu félagsins við
fyrirhugaðar breytingar á tiihögun
útvarpsveðurfrétta og telur þær
hvorki tímabærar né að þær muni
bæta veðurspár.
Fundurinn lýsir einnig yfir furðu
með að ekkert formlegt samstarf
hefur verið haft við veðurfræðinga
í spádeild um breytingar þessar."
Sigurður Þorsteinsson veðurfræð-
ingur segir í athugasemd vegna
ályktunar Félags íslenskra veður-
fræðinga að breytingar sem verða í
veðurfregnaflutningi muni bæta
þjónustuna og ná til fleiri útvarps-
hlustenda en áður. „Þessar nýju veð-
urfregnir á Rás 2 eru stuttar og
gagnorðar og ásamt þeim verða
lesnar fregnir af því á hvaða spá-
svæðum er búist við stormi eða það-
an af verra veðri. Einnig verða þess-
ar nýju veðurfregnir fluttar í lok
þriggja helstu fréttatíma dagsins.
Að meðaltali verða það 20 þúsund
hlustendur eða fleiri sem munu
heyra þessar nýju veðurfregnir átta
sinnum á sólarhring, og margir
þeirra munu telja þetta fullnægjandi
þjónustu fyrir sig. Út af fyrir sig
eru þetta góð tíðindi. En sagan er
ekki öll sögð með því. Um leið hafa
útsendingartímar þessara nýju veð-
urfregna og hefðbundnu veðurfregn-
anna á Rás 1 verið samstilltir og
hagað svo að veðurfræðingar fá
betra ráðrúm en áður til að undirbúa
spárnar. Þeir sem heyra að nýju
veðurfregnirnar eru að byrja á Rás
2 vita þess vegna að um leið er ver-
ið að byija að lesa hinar hefðbundnu
og ýtarlegu veðurfregnir á Rás 1.
Þeir geta þá flutt sig yfir á þá rás
ef þeim sýnist svo.“
„í stuttu máli má segja að í stað
þess að hingað til hefur meðalfjöldi
veðurfregnahlustenda á Rás 1 verið
5-10 þúsund manns verða nú að
meðaltali um 30 þúsund hlustendur
sem fá átta sinnum á sólarhring
valfrelsi um annað hvort hinar ýtar-
legu og hefðbundnu veðurfregnir
eða þá styttri veðurfréttir og storm-
fregnir,“ segir í athugasemd Sigurð-
ar.
Ein athugasemd borist
vegna Fljótsdalslínu
EIN athugasemd hefur borist
vegna fyrirhugaðrar lagningar
Fljótsdalslínu, frá Þríhyrnings-
vatni að Suðurárbotnum. Sá er
hana sendi er búsettur í Reykja-
vík. í Lögbirtingarblaðinu 21.
ágúst sl. var lýst eftir athuga-
semdum vegna lagningu 220 kv
háspennulinu, sem mun liggja
um tvö sveitarfélög, Jökuldals-
hrepp og Skútustaðahrepp.
Arnór Benediktsson, oddviti Jök-
uldalshrepps, sagði að hver sem er
gæti mótmælt lagningu Fljótsdalsl-
ínu, en honum sýndist sem Jökul-
dælingar væru tiltölulega sáttir við
þá leið sem valin hefur verið. Hins
vegar hefði borist með pósti í gær
ein athugasemd frá Reykvíking,
sem lýsti sig ósáttan við línulagn-
inguna.
Sigurður R. Ragnarsson sveitar-
stjóri í Skútustaðahreppi sagði að
engin athugasemd hefði borist til
hreppsins.
Tillögur að legu línunnar ásamt
fylgiskjölum liggur frammi almenn-
ingi til sýnis á hreppskrifstofunum
og í dag eru síðustu forvöð fyrir
almenning að kynna sér tillögurn-
ar. Skila þarf athugasemdum skrif-
lega á skrifstofur Jökuldalshrepps
og Skútustaðahrepps fyrir 16. októ-
ber.
-----♦ ♦ ♦--
Laugavegssamtökin
Lengri opn-
unartími á
laugardag
LAUGAVEGSSAMTÖKIN, sem
eru samtök kaupmanna við
Laugaveg hafa samþykkt breytt*
an afgreislutíma verzlana við
Laugaveg. Nú verður fyrsti laug-
ardagur í mánuði, svokallaður
langur laugardagur, þ.e. verzlan-
ir verða opnar til klukkan 17 frá
kl. 10. Aðra laugardaga verður
opið til klukkan 14. Fyrsti langi
laugardagurinn er hinn næsti,
3. október.
Á föstudögum verða verzlanir við
Laugaveg opnar til klukkan 18,30,
en aðra virka daga til klukkan 18.
Lokað verður á sunnudögum.
Fundað um landanir
þýzkra togara á Isafirði
ÁKVEÐINN hefur verið fundur fulltrúa samtaka útvegsmanna í Cuxha-
'ven og áhugahóps vestfirzkra útgerðar- og fiskvinnslumanna um hugs-
anlega fisklandanir þýzkra ísfisk- og frystitogara í vestfirzkum höfn-
um. Bolvíkingar hafa riðið á vaðið með landanir á ísfiski í Cuxhaven
og er gangkvæmur vilji beggja aðila til samvinnu á þessu sviði. Áður
hefur komið fram villji Hafnfirðinga til fiskkaupa af þýzkum togurum.
Kristján Jón Guðmundsson, út-
gerðarstjóri og forsvarsmaður þeirra
Vestfirðinga, segir að samvinna af
þessu tagi hijóti að koma báðum
aðilum til góða. „Við höfum karfann,
sem þá vantar, og þeir hafa heimild-
ir til veiða á þorski, sem okkur vant-
ar. Við hér fyrir vestan ætlum okkur
að vera með í leiknum, enda er okk-
ur ekki síður en öðrum, þörf á auknu
hráefni til vinnslu. Við höfum á viss-
an hátt haft frumkvæðið í gagn-
kvæmum viðskiptum af þessu tagi
með löndun togaranna Heiðrúnar og
Dagrúnar í Cuxhaven í haust, en ég
tel mikla nauðsyn á því, að milli
borganna Cuxhaven og Bremerha-
ven myndist nokkur samkeppni um
fiskinn frá íslandi. Sú samkeppni
hlýtur að koma okkur til góða, til
dæmis í betri þjónustu og lækkandi
löndunarkostnaði," segir Kristján
Jón Guðmundsson.
Wolfgang Berger, framkvæmda-
stjóri Fiskmarkaðs Cuxhaven og full-
trúi samtaka útvegsmanna, segist
ánægður með það samstarf, sem
hefur náðst með löndunum íslenzkra
togara í Cuxhaven. Þessi fundir hér
á landi séu jákvæðir og auki mögu-
leika á gagnkvæmum viðskiptum við
Vestfirðinga. Þessi mál séu hins veg-
ar á frumstigi og lítið hægt að segja
um mögulega framvindu, en hann
bindi miklar vonir við viðræðufund
sinn með Vestfirðingunum á ísafirði
um helgina.
Almanak Háskól-
ans 1993 komið út
ÚT ER komið Almanak fyrir ísland 1993, sem Háskóli íslands gefur
út. Þetta er 157. árgangur ritsins, sem komið hefur út samfellt síðan
1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofn-
un Háskólans hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Rit-
ið er 96 bls. að stærð.
Auk dagatals og upplýsingum um
flóð og gang himintungla flytur al-
manakið margvíslegan fróðleik s.s.
yfírlit um hnetti himingeimsins,
mælieiningar, skrá um veðurmet og
töflu sem sýnir stærð ríkja, mann-
fjölda þeirra og höfuðborgir. Allar
þessar skrár eru endurskoðaðar á
hveiju ári. í almanakinu er einnig
að finna stjörnukort sem sýnir átta-
vitastefnur íslands og kort sem sýn-
ir hvað klukkan er hvar sem er á
jörðinni. Af nýju efni má nefna grein
um lengd sólargangs á íslandi og
hve ört hann breytist á mismunandi
árstímum.
Háskólinn annast sölu almanaks-
ins og dreifingu þess til bóksala.
Almanakið kemur út tæplega 7.000
eintökum en auk þess eru prentuð
2.500 eintök sem Þjóðvinafélagið
gefur út sem hluta af sínu almanaki
með leyfi Háskólans.
(Fréttatilkynnmg)
AíLæstu sheusíöS
Undirbúum
oru99an
Mlrarakshir
&0-n boð F/?4 SiceuuH©\