Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 22

Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 Deilur Breta og Þjóð- verja blossa upp aftur Major segir tíma til kominn að slíðra sverðin London, Frankfurt. Reuter. BRETAR og Þjóðveijar eru aftur komnir I hár saman og að þessu sinni vegna umdeildrar yfirlýsingar þýska seðlabankans þar sem stefna hans í gjaldeyrisumrótinu á dögunum er varin. Sver hann þar af sér allir sakir vegna gengisfellingar sterlingspundsins. Hefur breska fjármálaráðuneytið mótmælt yfirlýsingunni en tals- maður þýska seðlabankans segir, að hún hafi ekki átt að birtast opinberlega, aðeins að vera til upplýsingar fyrir þýska sendiherr- ann í London. Þýska utanríkisráðuneytið er þó á öðru máli. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að kominn væri tími til að binda enda á þessar ýfíngar enda hefði þýski seðlabank- inn harmað yfírlýsinguna. Allt í hönd- um sonarins KIM Jong-il, sonur Kim Il-sungs, forseta Norður-Kóreu, hefur tek- ið við daglegum stjómarstörfum í ríkinu að sögn utanríkisráðherra landsins, Kim Young-nam. „Leið- toginn Kim Jong-il stjómar nú flokknum, ríkinu, hemum, stjóm- málastarfseminni, efnahagsmál- unum, menningarmálunum og öðru,“ sagði utanríkisráðherrann, sem er nú staddur á allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Kim Jong-il var fyrst út- nefndur krónprins og arftaki föð- ur síns á áttunda áratugnum. Vilja samræma kjamorkuvamir PIERRE Beregovoy, forsætisráð- herra Frakklands, hvatti í gær til viðræðna Breta og Frakka um samræmda stefnu í kjamorku- vopnamálum með það fyrir augum að leggja grunn að sameiginlegum kjamorkuvörnum Evrópu- bandalagsins, EB. Kom þetta fram á ráðstefnu, sem franska vamarmálaráðuneytið efndi til, en Malcolm Rifkind, vamarmálaráðherra Bretlands, lagði þetta sama til í fyrradag en lagði áherslu á, að samstarf ríkjanna yrði innan ramma Atlantshafsbandalagsins, NATO. Embættismenn bandalagsins fullyrða, að Bretar muni aldrei skilja á milli vama Evrópu- ríkjanna og annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Mikið skart- griparán EITT mesta skartgriparán, sem um getur í Bretlandi, var framið í fínu hverfí í London 18. síðasta mánaðar og er verðmæti djásn- anna talið nema milljónum sterl- ingspunda. Meðal annars var um að ræða gripi, sem áður vom í eigu hertogaynjunnar af Windsor, en sagt er, að núverandi eigendur séu fólk af ónefndri konungsætt í arabalöndum. Vandasamur skilnaður DRÖGUM að skilnaðarskilmál- um Tékka og Slóvaka var hafnað á tékkneska sambandsþinginu í gær og kom stjómarandstaða vinstrimanna í veg fyrir samþykktina. Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékka, sagði, að skamma stund yrði hönd höggi fegin. „Sambandsríkið er að klofna hvort sem okkur líkar betur eða verr. Stjóm- arandstaðan hefur ekkert til málanna að leggja annað en að valda glundroða," sagði Klaus. Sagt er, að þingumræður í gær hafi einkennst af lágkúra og lýð- skrumi og oft snúist upp í hreinan skrípaleik. Arabaríki deila STJÓRNYÖJLD j .Q^ar sökuðu í gær Sáudi-Araba um að 'jjgfa ráðist á landamærastöð og fellt tvo qatárska hermenn og hánd- tekið þann þriðja. Saqdi- Arabíustjóm neitar jæssu • og segir, að atvikið hafí átt sér étað innan laqdamæri Saudi-Arabíu þegar . í adda skarst - með hirðingjaflokkum. Eriendir stjómarerintjrekar 'segjay; að Saudi-Arabár beiti nágranna sína, smáríkin viú. Persaflóa, miklum þrýstingi og mihijá S- að fyrir tveimur áium fví.sáu Sameinuðu araWsku furstádæm- in sig tilneydd til að lát.a nokkuri land af hendi við þá. ' Talsmaður þýska utanríkisráðu- neytisins sagði, að yfírlýsingin hefði verið send fjölmiðlum í fullu samráði við seðlabankann og vís- aði á bug, að hún hefði aðeins verið til innanhússnota. í Bretlandi olli hún hins vegar mikilli óánægju seðlabanka- og stjómmálamanna, sem hafa haldið því fram, að Helmut Schlesinger, þýski seðla- bankastjórinn, hafi fellt gengi pundsins með viðtali, sem hann átti við þýska blaðið Handelsblatt Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. VALERÍJ Zorkín, yfírdómari stjómarskrárdómstóls Rúss- lands, hefur hótað að neyða Mík- hall Gorbatsjov, fyrrverandi for- seta Sovétríkjanna, til að bera vitni um starfsemi kommúnista- flokksins. Dómarinn sagði að svar Gorb- atsjovs við beiðni dómstólsins um vitnisburðinn hefði ekki verið full- nægjandi. Hið sama væri að segja um svar Valentíns Falins, fyrrver- andi yfírmanns alþjóðadeildar mið- stjómar kommúnistaflokksins. Fal- in er nú í vel launuðu starfi í Ham- borg og setti það skilyrði fyrir því að fara til Moskvu til að bera vitni að rússnesk yfirvöld tryggðu að hann gæti snúið aftur til Þýska- lands og greiddu allan kostnað hans af ferðinni, auk bóta vegna vinnu- taps. „Það væri hyggilegt að biðja framkvæmdavaldið um að tryggja vitnisburð Falíns við réttarhöldin. daginn áður en pundið var dregið út úr Gengissamstarfi Evrópu, ERM. Þar gaf Schlesinger í skyn, að endurskráning gjaldmiðlanna innan ERM væri nauðsynleg og markaðimir skildu það sem svo, að hann ætti við pundið. Þessi deila er talin geta spillt fyrir tilraunum til að bjarga Maas- tricht-samkomulaginu en þær verða aðalefni skyndifundar Evr- ópubandalagsleiðtoganna í Birm- ingham 16. þ.m. Hún gerir heldur Ef til vill verður mál Gorbatsjovs leyst með sama hætti," sagði Zork- ín. Dómarinn sagði í gær að Gorb- atsjov hefði sem rússneskur borgari í höfuðborginni, Luanda, fjöl- mennasta kjördæminu, hafði Sant- os fengið 73,69% atkvæða þegar búið var að telja fimm prósent og MPLA 73,55%. Þá var Sawimbi ekki John Major, forsætisráðherra Bretlands, léttara um vik í slagn- um við Maastricht-andstæðingana í íhaldsflokknum. Þýski seðlabankinn sagði í nýrri yfírlýsingu í gær, að hann harm- aði það ef fyrri yfírlýsingin hefði valdið „misskilningi" og Major for- sætisráðherra kvaðst taka þá „af- sökun“ góða og gilda. Sagði hann nauðsynlegt að binda á orðasenn- una milli ýmissa frammámanna landanna, Bretlands og Þýska- lands, og bætti því við, að Ma- astricht-samningurinn yrði lagður fyrir þingið fyrir jól eða strax með nýju ári. Ýmis dagblöð í Bretlandi, sem stutt hafa Ihaldsflokkinn, tóku í gær undir með stjórnarandstöð- unni, Verkamannaflokknum, og kröfðust þess, að Norman Lamont fjármálaráðherra yrði látinn víkja til að Major gæti endurskipulagt efnahagsstefnuna. „Ný vinnu- engan rétt til að „skjóta sér undan lögunum" og bætti við að sú af- staða hans að vilja ekki koma fyrir réttinn væri „móðgun" við rússn- eskt réttarfar. með 19,05% og Unita með 16,8%. Santos Qg stjórnarflokkurinn höfðu einnig forystu í þeim kjördæmum þar sem stuðningur við Unita er þó mestur og því þykir ljóst hver Reuter Norman Lamont fjármálaráð- herra kemur til ríkisstjórnar- fundar í Downing-stræti 10. Orðahnippingarnar milli Breta og Þjóðveija hafa aftur vakið upp kröfur um, að hann segi af sér. brögð krefjast nýs manns“ sagði Financial Times en Lamont sjálfur vísaði því á nug, að hann hygðist segja af sér. Ástralía Slæva kyn- hneigð með lyfjagjöf Sydney. Reuter. TILLOGUR stjórnarinnar í Norður-Ástralíu um að beita lyfjagjöf til að draga úr kyn- hneigð kynferðisafbrotamanna hafa hlotið góðar undirtektir hjá almenningi og verða að öll- um líkindum lagðar fram í frumvarpsformi. „Við höfum fengið margar vís- bendingar um, að vilji íbúanna standi til, að stjórnvöld láti verða af þessu,“ sagði Darryl Manzey, talsmaður dómsmálaráðherra. Stjórn íhaldsmanna hefur lagt til, að dómstólum í N-Ástralíu verði fengið vald til að neyða of- beldishneigða kynferðisafbrota- menn til að láta sprauta sig með lyfinu Depo-Provera. Læknar segja, að lyfíð dragi úr kynhneigð karla um 30-60%. Lyfið var venjulega notað sem getnaðarvarnarlyf fyrir konur og dugði hver inngjöf í þrjá mánuði. Samkvæmt tillögum stjórnar- innar verður lyfjagjöfin liður í tveggja ára ráðgjafarmeðferð, sem kynferðisafbrotamenn verða að gangast undir. Ekki er ólíklegt, að tillögurnar hljóti lokaafgreiðslu í þinginu fljót- lega eftir áramót. úrslitin verða þótt talningu Ijúki ekki fyrr en eftir tvo daga. Talsmenn Unita héldu því raunar fram í gær, að flokkurinn hefði forystu í talningunni en yfírmaður landskjörstjórnar vísaði því á bug. Evrópubandalagið fagnaði í gær fyrstu ftjálsu kosningunum í Ang- óla og sagði í yfirlýsingu þess, að þær myndu greiða fyrir uppbygg- ingunni í landinu eftir margra ára upplausn og ófrið. Reuter Níkolaj Ryzhkov, fyrrverandi forsætisráðherra Sovétríkjanna, bandar með hendinni um leið og hann ber vitni fyrir stjómarskrárdómstólnum en yfírdómarinn, Vladímír Zorkín (annar frá vinstri) hefur látið að því liggja, að Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, verði neyddur til að mæta einnig. Gorbatsjov neydd- ur til að bera vitni? Kosningar í Angóla Útlit fyrir sigur Santosar Luanda. Reuter. FYRSTU tölur úr þing- og forsetakosningunum í Angóla benda til öruggs sigurs Jose Eduardos dos Santos forseta og sljórnarflokks- ins, MPLA. Var að vísu aðeins búið að telja fáein prósent atkvæða en Santos hafði alls staðar yfirhöndina, líka í þeim hémðum þar sem mótheiji hans, Jonas Sawimbi, leiðtogi Unita-hreyfingarinnar, hafði verið álitinn sterkari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.