Morgunblaðið - 02.10.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
23
Barentshaf
Rússar sigla
viðræðun-
um í strand
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
Morgunblaðsins.
VIÐRÆÐUR Norðmanna og
Rússa um mörk lögsögu ríkj-
anna í Barentshafi eru komnar
í strand og sagði Jan Flatla,
formaður norsku samninga-
nefndarinnar í samtali við Aft-
enposten í gær að Rússar sýndu
aukinn ósveigjanleika í viðræð-
unum.
„Viðræðunum fleygði verulega
fram á árunum 1988-1991 en nú
er samningaviljinn nær horfinn.
Það hefur hvorki gengið né rekið
síðasta árið,“ sagði Flatla.
Norðmenn og Rússar hafa
ræðst reglulega við frá 1974 um
skiptingu stórs hafsvæðis í Bar-
entshafi milli ríkjanna en án
árangurs. Um er að ræða haf-
svæði þar sem er að finna auðug
fiskimið og hirgsanlega er þar
einnig að finna olíu- og gaslindir
á landgrunnni.
Norsku samningamennirnir
segja að vindar þjóðernishyggju
og harðlínustefnu gnauði um rúss-
nesk stjórnmál og sé það farið að
hafa áhrif á samband Rússlands
og Noregs. Trúlega megi rekja
stefnubreytingu Rússa og aukna
varfærni þeirra í Barentshafsvið-
ræðunum að einhveiju leyti til
deilu Japana og Rússa um Kúri-
leyjar. Teygi þeir sig langt í Bar-
entshafi geti það veikt stöðu þeirra
á Kyrrahafssvæðinu.
Helmut Kohl hefur verið við völd í tíu ár
Kanslarinn sem markar hlut-
verk Þýskalands á 21. öldinní
Bonn. The Daily Tele^raph.
ÞESS var minnst i gær að tíu ár eru liðin frá því Helmut Kohl
varð kanslari Þýskalands. Þótt margir hafi haldið því fram að
Kohl hafi skort framtíðarsýn sem stjórnmálaleiðtoga er engum
blöðum um það að fletta að þessi stóri og þriflegi maður hefur
markað sér sess í sögunni sem einn merkasti kansiari landsins.
Hans verður minnst sem mannsins er stjórnaði sameiningu Þýska-
lands og það, sem hann fær áorkað nú í baráttunni fyrir pólitísk-
um samruna Evrópu, ræður að öllum líkinduni úrslitum um hlut-
verk Þýskalands á 21. öldinni.
Helmut Kohl ásamt konu sinni, Hannelore (t.v.) við athöfn í til
efni af tíu ára setu hans á kanslarastóli.
Vinsældir Kohls í Þýskalandi
hafa dalað að undanförnu. Sam-
kvæmt skoðanakönnun, sem gerð
var í síðustu viku, vilja 64,7%
Þjóðveija einhvern annan en Kohl
í kanslaraembættið og hefur fylgi
hans aldrei verið jafn lítið frá
sameiningu þýsku ríkjanna fyrir
tveimur árum. Ýmsir fréttaský-
rendur hafa sagt að það sé því
sem næst öruggt að Kohl tapi
næstu kosningum, sem verða
1994, en aðrir telja eins víst að
þeir verði að éta þær hrakspár
ofan í sig eins og svo oft áður á
tíu ára valdaferli kanslarans.
Kohl gaf til kynna í gær að
hann hygðist láta af embættinu
eftir kosningarnar 1994. Talið er
að hann vilji vera lengur við
stjórnvölinn en fyrsti kanslari
Vestur-Þýskalands, Konrad Ade-
nauer, sem gegndi embættinu í
14 ár. Til þess þarf hann að vinna
sigur í kosningunum og halda
áfram sem kanslari í tvö ár eftir
það.
Frá því Berlínarmúrinn hrundi
hefur pólitískur samruni Evrópu
verið helsti draumur Kohls - og
sumir lýsa tilraunum hans til að
tryggia staðfestingu Evrópu-
bandalagsríkjanna á Maastricht-
sáttmálanum sem þráhyggju.
„Svo lengi sem við Francois Mit-
terrand erum í tölu lifenda verðum
við að tryggja sameiningu Evr-
ópu,“ hafði náinn samstarfsmaður
Kohls eftir honum. „Þýskaland er
föðurland okkar, Evrópa framtíð
okkar,“ voru lokaorð hans í þing-
ræðu um Maastricht-sáttmálann
nýlega.
Kanslarinn telur að hann og
Mitterrand séu síðustu stjórn-
málaleiðtogarnir af þeirri kynslóð
sem lifði hörmungar síðari heims-
styijaldarinnar - hann var sjálfur
táningur þegar henni lauk - og
lítur á þjóðernishyggju, einkum
þýska þjóðernishyggju, sem böl-
vald. Hann sé sjálfur síðasti leið-
toginn af þeirri kynslóð þýskra
stjórnmálamanna sem hafi annað
augað á fortíð Þýskalands og hitt
á framtíðinni.
Rætur draumsins um samein-
aða Evrópu má rekja til æskuára
hans, kaþólsks uppeldis í Rhein-
land-Pfalz, sem var eitt af höfuð-
vígjum andstæðinga nasismans
fyrir stríð, og lýsinga föður hans
á hræðilegri reynslu hans af fyrri
heimsstyijöldinni. „Hann er af
dæmigerðri smáborgarafjölskyldu
- faðir hans vann fýrir skatt-
heimtuna - eins og milljónir ann:
arra,“ segir í ævisögu hans. í
uppeldinu var lögð áhersla á
trúna, skyldur borgaranna, föður-
landið og stolt yfir afrekum þjóð-
arinnar. „Það sem réð hins vegar
úrslitum var ótti föður hans við
að styrjöld blossaði upp á ný og
fordæming hans á glæpum kyn-
þáttahatara í nafni Þýskalands."
Maastricht-samkomulagið
Mikill stuðningiir
við sjónarmið Dana
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
POUL Schlliter, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á blaðamanna-
fundi í Kaupmannahöfn í gær að hann teldi að sjónarmið Dana varð-
andi Maastricht-samkomulagið nytu mikils skilnings í röðum breskra
ráðamanna. Lét Schliiter þessi orð falla eftir fund sem hann og utan-
ríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann-Jensen áttu með John Major
forsætisráðherra Bretlands og fleiri breskum ráðamönnum.
Schlúter lagði áherslu á að
dönsku ráðherrarnir hefðu rætt við
hina bresku starfsbræður sína
vegna núverandi formennsku
Breta innan Evrópubandalagsins.
í huga Breta rétt eins og Dana
væri eina lausnin á þeim vanda sem
upp væri kominn varðandi samr-
unaþróunina, sem kveðið er á um
í Maastricht-sáttmálanum, að öll
aðildarríki Evrópubandalagsins
staðfestu hann. Á fundinum hefði
verið rætt um að stjórn bandalag-
ins yrði opnari og að ákvarðanir
yrðu sem mest teknar heima fyrir.
Lét Schlúter þess getið að danska
stjórnin vonaðist til að geta lagt
fram hugmyndir sínar fyrir auka-
fund EB í Birmingham.
Uffe Ellemann-Jensen hefur alla
tíð lagt á það áherslu að sáttmál-
inn verði ekki tekinn upp. Hann
sagði á fundi með blaðamönnum
að samkomulaginu yrði ekki hagg-
að heldur yrði bætt við það atriðum
sem hingað til hefðu verið lítt eða
ekki skilgreind. Líkja mætti sam-
komulaginu við kommóðu þar sem
skúffurnar væru merktar án þess
að neitt væri í þeim. Nú ætti að
fylla í þær og um leið gera sáttmál-
ann skýrari.
Schlúter var spurður álits á þeim
orðum Theos Waigels, fjármála-
ráðherra Þýskalands, að 50 þúsund
Danir gætu ekki ráðið framtíð
Evrópu. Sagði hann að það væri
auðvelt fyrir þýska stjórnmála-
menn að láta sér slík orð um munn
fara því þeir ætluðu ekki að bera
Maastricht-samkomulagið ekki
undir þjóð sína.
GOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKAR
ffiistae
^jÆSIU
Verio
i/dkomin
B°Ð Ffíj
SKELJUÚ6'