Morgunblaðið - 02.10.1992, Side 24
I
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Staða kvenna í
nýrri Evrópu
Fram til ársins 1880 var al-
gengt að konur lærðu ekki
skrift og reikning hér á landi,
segir í Islandssögu Einars Lax-
ness (Alfræði Menningarsjóðs).
íslenzkar konur fengu ekki
kosningarétt fyrr en árið 1915
og var sá réttur þá bundinn við
40 ára aldur. Það var ekki fyrr
en með nýrri stjómarskrá árið
1920 að þessar aldurstakmark-
anir kvenna voru felldar niður
og að sömu réttarákvæði giltu
að þessu leyti um konur sem
karla.
Þetta er rifjað upp hér til að
minna á hve lögbundið kynja-
misrétti er skammt að baki í
íslandssögunni. Nú er jafnstaða
kvenna og karla til menntunar
og pólitískra áhrifa tryggð í
lögum. Konur eru nú í meiri-
hluta í ýmsum framhaldsskól-
um landsins, m;a. í Háskóla
íslands (56%). Áhrif þeirra í
sveitarstjómum og á Alþingi
fara og vaxandi, þótt betur
megi gera í þeim efnum. Það
hefur því margt áunnizt í rétt-
indabaráttu kvenna frá því
Kvenréttindafélag íslands var
stofnað fyrir 85 árum, en lands-
fundur þess var haldinn fyrir
fáeinum dögum.
Inga Jóna Þórðardóttir, for-
maður Kvenréttindafélagsins,
sagði í viðtali við Morgunblaðið,
í tilefni af landsfundi þess, að
flestum lagalegum hindrunum
hafí verið ýtt úr vegi að jafn-
stöðu kvenna og karla í samfé-
laginu. Á skorti hins vegar að
þessi jafnstaða sé tryggð í raun.
Hlutur kvenna í samfélaginu,
þar sem völdip liggja, vælri of
lítill. Þar þyrftu könur að herða
róðurinn. Hún sagði jáfnframt
að umræðan um launamisrétti
kvenna og karla hafí verið ofar-
lega á baugi á landsþinginu,
sem og leiðir til að auka áhrif
kvenna í samtökum launþega
og neytenda.
Það kom fram í máli Birnu
Hreiðarsdóttur, framkvæmda-
stjóra Jafnréttisráðs, á lands-
fundinum, í umræðu um konur
í breyttri Evrójiu, að heildar-
laun kvenna á Islandi væru um
60% af launum karla. Það væri
lægra hlutfall en í ríkjum Evr-
ópubandalagsins. Það kom og
fram í máii hennar að ef ísland
gerðizt aðili að Evrópska efna-
hagssvæðinu (EES) opnist leið
til að beita jafnréttisiögum
gegn launamisréttinu og vitnaði
til 69. greinar EES-samnings-
ins.
í stefnuskrá Kvenréttindafé-
lagsins kemur fram að hvetja
þurfí konur til að stofna til eig-
in atvinnurekstrar og veita
þeim aðstoð í því skyni, t.d.
með námskeiðum og ráðgjöf.
Konur þurfí í þessu efni að
hafa augun opin fyrir þeim
möguleikum, sem staða kvenna
í nýrri Evrópu feli í sér, meðal
annars með aðild íslands að
Evrópska efnahagssvæðinu, ef
af henni verður.
Meginumfjöllunarefni lands-
fundar Kvenréttindafélagsins
var af tvennum toga. Annars
vegar staða kvenna í nýrri Evr-
ópu, einkum með hliðsjón af
Evrópska efnahagssvæðinu.
Hins vegar jafnréttisbarátta
kvenna á tímamótum. Þar var
einnig fjallað um uppeldisað-
ferðir og skólakerfið. Ljóst er
að margt hefur áunnizt í 85 ára
sögu Kvenréttindafélags Is-
lands og að lagalegum hindrun-
um fyrir jafnstöðu kvenna og
karla hefur verið ýtt úr vegi.
Hins vegar skortir enn nokkuð
á að þessi jafnstaða sé tryggð
í raun. Þess vegna horfa konur
til þeirra möguleika, sem líkur
standa til að felist að þessu leyti
í stöðu þeirra í nýrri og breyttri
Evrópu á næstu árum og ára-
tugum.
Landssöfn-
un fyrir
Kvennaat-
Samtök um kvennaathvarf
standa fyrir landssöfnun í
dag til að standa straum af
kostnaði við nýtt hús, sem at-
hvarfíð hyggst flytja í. Mark-
miðið er að afla 13 m.kr. með
framlögum fólks og fyrirtækja
til þess að endar nái saman.
Því miður hefur reynslan
sýnt og sannað að brýn þörf
er fyrir athvarf af þessu tagi,
bæði fyrir konur, sem sæta of-
beldi í heimahúsum, og ekkert
síður fyrir börn þeirra. Á þessu
ári komu fleiri konur og börn
í athvarfíð en nokkru sinni fyrr.
Þörfín fyrir stærra og betra
húsnæði er brýn.
Morgunblaðið hvetur félaga-
samtök, fyrirtæki og einstak-
linga til að leggja sitt af mörk-
um í landssöfnun Kvennaat-
hvarfsins.
hvarfið
Deila röntg’entækna veldur erfiðleik-
um á sjúkrahúsunum
Sjúklingar sendir
heim án fullnægj-
andi rannsóknar
Deilur meinatækna hafa verið leystar
Röntgentæknar komu ekki til starfa á Ríkisspítölunum eða Borgar-
spítala í gær, vegna deilna um vinnutíma. Deila meinatækna við Rík-
isspítala leystist hins vegar í gær, en áður höfðu meinatæknar á Borg-
arspítala fallið frá því að hætta störfum. Bæði félögin veittu neyðar-
þjónustu á sjúkrahúsunum, en í gær hafði ekki verið boðaður nýr
samningafundur með röntgentæknum. Læknir á slysadeild Borgarspít-
ala segir að töluverð vandræði hafi skapast í gær, þar sem senda
varð fólk heim án þess að meiðsli þess væru fullrannsökuð.
Röntgentæknar á Borgarspítala
sögðu störfum sínum lausum fyrir
þremur mánuðum og gengu upp-
sagnir þeirra í gildi í gær. Ástæða
þessa var sú ákvörðun stjóma ríkis-
spítalanna og Borgarspítalans, að
vinnutími þeirra skyldi hér eftir
verða 40 klukkustundir á viku, í stað
37,5 stunda. Röntgentæknar á Rík-
isspítölunum hafa hins vegar litið svo
á, að með einhliða ákvörðun stjórna
sjúkrahúsanna hafi þeim í raun verið
sagt upp störfum og því mættu þeir
ekki heldur til vinnu í gær.
„Ástandið hefur verið slæmt hér
í dag. Við höfum þurft að senda
fólk heim án þess að mein þeirra
væru fullrannsökuð, þó hægt hafi
verið að sinna öllum þeim, sem verst
voru settir. Hjá okkur er ekki bráða-
vakt í dag, en við eigum vaktina á
morgun [í dag] og þá eru líkur á
að ástandið versni enn,“ sagði Jón
Baldursson, læknir á slysadeild
Borgarspítalans, í samtali við Morg-
unblaðið í gær. Jón sagði, að þó rönt-
genrannsóknum hefði verið slegið á
frest í sumum tilfellum, þá gæti
ástandið fyrst orðið alvarlegt, ef
röntgentæknar yrðu ekki komnir til
starfa þegar þeir sjúklingar kæmu
aftur. „Það er svó sannarlega ekkert
tilhlökkunarefni ef þessi deila dregst
á langinn," sagði hann.
í frétt frá samninganefndum ríkis-
ins og Reykjavíkurborgar kemur
fram, að samningamenn ríkis og
borgar hafi boðið fullar kjarabætur
vegna vinnutímabreytingar hjá rönt-
gentæknum, en þeir hafi hafnað öll-
um viðræðum þar um. Guðlaugur
Einarsson, formaður samninganefn-
ar Röntgentæknafélagsins, sagði að
röntgentæknar ætluðu ekki að selja
vinnutíma sinn. „Sjúkraþjálfarar
samþykktu að vinnutíminn yrði 40
stundir og fengu í staðinn 6,2%
hækkun á launatöflu. Þar með eru
þeir að selja þessa tíma á dagvinnu-
taxta og það getum við ekki sætt
okkur við. Opinberir starfsmenn lifa
ekki á grunnlaununum, en með þessu
móti myndi vaktaálag og yfírvinna
skerðast.“
Þá segja samninganefndir ríkis og
borgar í fréttinni, að rétt sé að bera
lögmæti vinnutímabreytingarinnar
undir almenna dómstóla og sé þar
með fallist á sjónarmið lögmanns
röntgentækna. Guðlaugur sagði að
ýmsar stéttir innan sjúkrahúsanna
hefðu verið með 37,5 stunda vinnu-
viku í langan tíma, eða frá því áður
en lög um 40 stunda vinnuviku voru
sett fyrir rúmum 20 árum. „Þau lög
voru vitanlega sett til hagsbóta fyrir
þá sem voru með lengri vinnuskyldu,
en kjarasamningur okkar hefur alltaf
kveðið á um 37,5 stunda viku. Þetta
er ekki spurning um breytingar á
ráðningarsamningi, heldur brot á
kjarasamningi og ástæðulaust að
bera það undir dómstóla. Sannleikur-
inn er sá, að forsvarsmenn sjúkra-
húsanna gerðu einfaldlega mistök
þegar vinnutímanum var breytt og
það veit ég að yfirmenn einstakra
deilda hafa viðurkennt."
Morgunblaðið/Þorkell
Frá vinstri: Kristíne Ragnarsdóttir, sem tók við styrknum fyrir hönd Stefáns Áka Ragnarssonar,
Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla íslands, Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar,
Þráinn Rósmundsson, sem tók við styrk fyrir hönd Þorsteins Sigurðssonar, og Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðuneytið
Styrkir veittir til framhaldsnáms
Sjávarútvegsráðuneytið hefur veitt styrki til framhaldsnáms við
háskóla í fiskifræði og sjávarvistfræði. Styrkina hlutu Stefán Áki
Ragnarsson, 500 þúsund kr., sem er við doktorsnám í sjávarvist-
fræði við dýrafræðideild Háskólans í Aberdeen í Skotlandi, og Þor-
steinn Sigurðsson, 250 þúsund kr., sem er við framhaldsnám í fiski-
fræði við Háskólann í Bergen í Noregi.
Sjávarútvegsráðuneytið ákvað
fyrr á þessu ári að veita styrki
ætluðum þeim sem miðuðu að mast-
ers-, doktors- eða sambærilegum
lokaáfanga í námi. Alls bárust níu
umsóknir sem uppfylltu sett skil-
yrði.
Sérstök dómnefnd valdi á milli
umsækjenda, en nefndin var skipuð
Ólafi Ástþórssyni frá Hafrann-
sóknastofnun, Ragnari Árnasyni frá
Háskóla Islands og Kristjáni Skarp-
héðinssyni frá sjávarútvegsráðu-
neytinu.
Sjávarútvegsráðherra hefur
ákveðið í ljósi þess hve þekking á
lífríki sjávar er mikilvæg fyrir ís-
lendinga, að veita á ný á næstá ári
styrki sem þessa.
Atvinnuleysistryggingasjóður
Rúmlega einn milljarður kr. í bæt-
ur á fyrstu átta mánuðum ársins
Talið að vanti hátt í 600 millj. kr. til að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar
LÖG UM atvinnuleysistryggingar tryggja öllum sem eru félagar í
stéttarfélögum og verða atvinnulausir rétt á bótum úr sjóðnum.
Fullar atvinnuleysisbætur nema 2.140 krónum á dag eða rúmlega
46 þúsund krónum á mánuði og að auki 85,63 kr. á dag með hveiju
barni hins atvinnulausa undir 18 ára aldri. Sá á rétt á fullum bótum
sem hefur skilað 1.700 vinnustundum á síðustu 12 mánuðum. Auk
þess eru greiddar uppbætur á atvinnuleysisbætur í samræmi við
kjarasamningana sem gerðir voru síðastliðið vor, sem miðaðar eru
við meðaltal launa undir 80 þús. kr. fyrir þijá viðmiðunarmánuði,
eða samtals að hámarki 17.000 krónUr á tímabilinu, samkvæmt upp-
lýsingum Margrétar Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs. Atvinnulausir sem standa utan stéttarfélaga eiga
ekki rétt á bótum úr sjóðnum.
Tekjur atvinnuleysistrygginga-
sjóðs eru 0,15% af gjaldstofni trygg-
ingagjalds sem atvinnurekendur
greiða af öllum launum, einnig þeirra
sem standa utan stéttarfélaga, og
framlag ríkisjóðs auk vaxta af inn-
stæðufé sjóðsins og verðbréfum. Rík-
isframlagið er þrefalt hærri fíárhæð
en tekjur sjóðsins af iðgjaldi vinnu-
veitenda. Þá hefur sjóðurinn einnig
vaxtatekjur af innstæðufé og eigin
verðbréfum.
Málefni Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs hafa verið mikið til umræðu
að undanförnu í ljósi sívaxandi at-
vinnuleysis. í undirbúningi er endur-
skoðun á ýmsum þáttum sem að
sjóðnum snúa, sérstaklega varðandi
fjármögnun og úthlutunarreglur.
í úttekt Ríkisendurskoðunar á
Skuldir hinna efnaminnstu í þjóðfélaginu
Jukust um 7 milljarða 1991
í KÖNNUN sem fjármálaráðuneytið hefur gert á eignamun framteljenda
og þróun hans milli áranna 1990 og 1991 vekur athygli hin mikla aukn-
ihg fólks sem skuldar meir en eina milljón króna og hin mikla aukning
á heildarskuldum þess. Hjónum í þessum hópi fjölgaði um eitt þúsund
og einstaklingum um sama fjölda. Samtals jukust nettóskuldir þessa fólks
7 milljarða króna milli áranna 1990 og 1991.
ari fjölgun framteljenda sem skulda
meir en eina milljón eða skuldaaukn-
ingii þessa fólks. „Hins vegar má
reikna með að hluti þessarar miklu
skuldaaukningar sé til kominn vegna
húsbréfakerfisins sem auðveldað hef-
ur fólki að fá lán til húsnæðiskaupa,"
segir Indriði. „Af öðrum ástæðum má
nefna námslánin sem eru uppfærð
eftir verðbólgu og ef litið er á tengsl-
in milli eignaaukningar og skulda-
um
Hjónum sem skulda meir en eina
milljón fjölgaði úr 3.266 í 4.254 og
heildarskuldir þeirra jukust milli 1990
og 1991 um fjóra milljarða króna.
Einstaklingum sem skulda meir en
milljón fjölgaði úr 4.015 og í 5.094
og skuldir þeirra jukust um þijá millj-
arða króna.
Indríði H. Þorláksson, skrifstofu-
stjóri fjármálaráðuneytisins, segir að
ekki sé til nein einhlít skýring á þess-
stöðu má sjá að töluverður hluti eigna-
aukningar er fjármagnaður með lán-
um.“
Þegar skoðaðar eru tölur um fjölgun
fasteigna og ökutækja hjá fólki sem
skuldar milljón kr. eða meir virðast
þær tölur styðja það sem Indriði seg-
ir. Fasteignum hjóna sem skulda meir
en milljón kr. fjölgaði úr 2.233 árið
1990 og í 3.077 í fyrra og ökutækjum
fjölgaði úr 2.434 árið 1990 og f 3.318
í fyrra. Samsvarandi tölur fyrir ein-
staklinga eru að fasteignum fjölgaði
úr 1.363 árið 1990 og í 1.915 í fyrra
og ökutækjum fjölgaði úr 1.393 í
1.910 í fyrra.
Hvernig fást atvinnuleysisbætur?
IHinn atvinnulausi skráir sig hjá vinnumiðlun
sveitarfélags og fyllir út umsókn um atvinnu
2Fær vottorð sem hann fer með til fyrrum
vinnuveitanda sem honum ber að útfylla.
3Fer með gögnin í stéttarfélag sitt þar sem
gengið er úr skugga um að hann eigi rétt til bóta
4Uthlutunarnefndir fara yfir vottorð hins atvinnulausa og upp-
lýsingarnar em síðan sendar Atvinnuleysistryggingasjóöi.
5Atvinnuleysistryggingasjóður sendir stéttarfélögunum
yfirfarin gögn ásamt nægu fé til greiðslu bóta.
Hinn atvinnulausi fær dagpeningavottorð eftir fyrstu vikuna
og kemur síðan vikulega til stimplunar og sækir sínar bætur
■T—- ... iii iimiinnmrniHnmTniii l ii ....iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.... i ' iiiiiiiiíiiiiiiiiiiii..
sjóðnum sem birtist í ágúst kemur
fram að núverandi tekjustofnar
sjóðsins geti aðeins staðið undir
kostnaði vegna um 2% atvinnuleysis.
Sjóðurinn hafi verið rekinn með halla
frá árinu 1989 og greiðsluþrot blasi
við árið 1994 verði atvinnuleysi
áfram 3% eða meira. Alls vantar að
lágmarki 500-600 milljónir króna á
þessu ári til að sjóðurinn geti staðið
við skuldbindíngar sínar fram að
áramótum og 1.080 á næsta'ári svo
endar nái saman miðað við áætlanir
sjóðsins sjálfs. Fjórða september síð-
astliðinn höfðu verið greiddar
1.000.180.624 krónur í atvinnuleys-
isbætur úr sjóðnum. Að sögn Mar-
grétar Tómasdóttur er álagið vax-
andi hjá sjóðnum og sagðist hún
reikna fastlega með að í það minnsta
vantaði 500 milljónir til að sjóðurinn
gæti staðið við skuldbindingar sínar
á árinu en auk þess aagði hún að
inni í þeirri tölu væri ekki gert ráð
fyrir auknum greiðslum vegna upp-
bóta á atvinnuleysisbætur sem samið
var um í kjarasamningunum sem hún
sagðist áætla að gætu numið um 60
milljónum króna á árinu.
í máli Margrétar kom fram að þær
uppsagnir sem atvinnurekendur eru
að senda inn upplýsingar um um
þessar mundir taki ekki gildi fyrr
en um áramót og því mætti búast
við að kostnaður sjóðsins vegna at-
vinnuleysisbóta stóraukist strax í
byijun næsta árs.
119 úthlutunarnefndir
Úthlutunarnefndir annast greiðsl-
ur til atvinnulausra fyrir hvert stétt-
arfélag og er fjöldi þeirra á landinu
öllu 119. Atvinnuleysistrygginga-
sjóður greiðir kostnaðinn við starf
úthlutunarnefndanna og að auki allt
að 5% af úthlutuðum bótum til stétt-
arfélaganna fyrir þá vinnu sem þar
er unnin vegna atvinnuleysistrygg-
inga. Námu þær upphæðir samtals
rúmlega 47 milljónum króna á síð-
asta ári.
Að sögn Margrétar koma úthlut-
Bókastefnan í Frankfurt
„Markaðstorg bókaút-
gáfunnar í heiminum“
- segir Olafur Ragnarsson, útgefandi
Frankfurt. Frá Jóhanni Hjálmarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
ÞEIR sem komið hafa á Bókastefnuna í Frankfurt eru yfirleitt
sammála um áð stefnan sé allt að því ógnvekjandi í stærð sinni
og að það sé svo mikið að gerast að menn geti aðeins fylgst með
litlum hluta.
Þetta eru orð að sönnu en engu
að síður freista bjartsýnir íslenskir
bókaútgefendur þess að vekja at-
hygli á bókum sínum í Frankfurt.
Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi
og formaður Bókasambands ís-
lands, sagði eftirfarandi í viðtali við
Morgunblaðið á stefnunni:
„Þessi bókasýning er stærsta og
viðamesta bókasýning í veröldinni.
Hingað koma útgefendur frá öllum
heimshornum og eiga hér samskipti
og hér fer fram mikil samningagerð
varðandi útgáfurétt bóka. Sýningin
er einskonar markaðstorg bókaút-
gáfunnar í heiminum."
Átta íslensk bókaforlög taka þátt
í stefnunni og kynna bækur og höf-
unda sem þeir hafa gefið út. Fulltrú-
ar fleiri íslenskra forlaga eru stadd-
ir á stefnunni fyrst og fremst í því
skyni að skoða sýninguna. Ólafur
Ragnarsson sagði að erindi manna
í Frankfurt væri margþætt. í fyrsta
lagi væru menn að sjá hvað væri
að gerast í bókaheiminum og reyna
að átta sig á straumum og stefnum
unarnefndirnar yfirleitt saman á
skrifstofum stéttarfélaganna og
sagði hún að þrátt fyrir aukið at-
vinnuleysi hefði fundum nefndanna
ekki fjölgað því færst hefði í vöxt
að félögin greiddu út bætur hálfs-
mánaðarlega í stað vikulegra útborg-
ana eins og tíðkast hefur.
Sveitarfélögin reka starfemi vinn-
umiðlana undir yfirstjórn félags-
málaráðuneytisins og annast þær
atvinnuleysisskráningu í hveiju
sveitarfélagi. Hlutverk þeirra er að
aðstoða atvinnulausa við að finna
atvinnu og dreifa upplýsingum um
framboð og eftirspurn eftir vinnu-
afli. Sérstakar vinnumiðlunarskrif-
stofur eru reknar í öllum stærstu
kaupstöðum landsins en á minni
stöðum er atvinnuleysið skráð á
skrifstofu sveitarfélags.
Þeir sem verða atvinnulausir þurfa
því að skrá sig hjá vinnumiðlun í
sveitarfélagi sínu og mæta síðan
vikulega til að fá dagpeningavottorð
sem þeir fara með í sitt verkalýðsfé-
lag (úthlutunarnefnd) þar sem bætur
eru greiddar út. Falla bæturnar nið-
ur ef fólk mætir ekki til stimplunar
á réttum degi nema sýnt hafi verið
fram á að um veikindi hafi verið að
ræða.
Styrkir og lán til
atvinnusköpunar
Atvinnuleysistryggingasjóður
heyrir undir heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið og starfar í húsnæði
Tryggingastofnunar ríkisins. Alls
starfa þrír starfsmenn á skrifstofu
sjóðsins sem annast sömu þjónustu
við atvinnulausa opinbera starfs-
menn og verkalýðsfélögin vegna fé-
lagsmanna sinna. Eitt af meginhlut-
verkum sjóðsins er að úrskurða í
ágreiningsmálum milli nefndar-
manna í úthlutunarnefndum eða ef
hinn atvinnulausi vill ekki una
ákvörðun úthlutunarnefndar.
Stjórn sjóðsins hefur einnig laga-
heimild til að veita lán með lágum
vöxtum eða vaxtalaust til að efla
atvinnulíf á stöðum þar sem atvinnu-
leysi er alvarlegt. Stjórnin getur veitt
styrk úr sjóðnum til einstakra sveit-
arfélaga líkt og gert hefur verið að
undanförnu á Húsavík, Akureyri og
í Hafnarfirði en árið 1990 var Seyð-
firðingum einnig úthlutað 6,5 millj.
kr. styrk vegna mikils atvinnuleysis.
Að öðru leyti hefur sjóðsstjórnin
sjaldan notað þessa heimild til styrk-
eða lánveitinga.
sem væru ríkjandi. Aðspurður um
hvort einungis væri um að ræða
stefnu í bókaútgáfú kvaðst Ólafur
telja að um hvorttveggja væri að
ræða útgáfu og bókmenntastefnur.
„Við leggjum mikla áherslu á að
hitta hér bókaútgefendur sem við
höfum verið í samstarfi við og afla
nýrra sambanda.“
Ólafur minnti líka á samprentið
eða fíölþjóðaútgáfu sem auðvelda
útgáfu bóka. Heimir Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra bó-
kaútgefenda, sagði að íslendingar
hefðu verið þátttakendur í bóka-
stefnunni í a.m.k. þrjú ár og taldi
afar mikilvægt að persónuleg sam-
bönd milli útgefenda væru alltaf að
styrkjast og þau færu vaxandi á
bókastefnunni í Frankfurt, bóka-
útgáfunni til heilla.
Ólafur Ragnarsson vildi ekki
samþykkja að bókastefnan í Frank-
Nefndin kemst ennfremur að
þeirri niðurstöðu að kerfíð sé mis-
notað á þann hátt að bamafólk í
sambúð skrái sig sem einstætt til
að fá hærri bætur og jafnvel að
gift fólk skilji í sama tilgangi. Fyrir
utan hærri bætur fylgja því ýmis
hlunnindi að vera einstætt foreldri,
en ekki gift, svo sem betri og ódýr-
ari aðgangur að dagvistarplássi og
félagslegu húsnæði.
Á blaðamannafundi þar sem nið-
urstöður nefndarinnar voru kynntar
kom m.a. fram hjá Sighvati Björg-
vinssyni heilbrigðisráðherra og
Dögg Pálsdóttur formanns nefndar-
innar að skýrslan, sem nefndin hef-
ur skilað af sér, staðfesti ábending-
ar um að fyrrgreind réttindi séu
misnotuð í einhveijum mæli og að
ástæða þessa séu miklir fjárhags-
legir hagsmunir. Hjúskaparfólk geti
aukið tekjur sínar og réttindi að
mun með því að skrá sig sem skilið.
- Tekin eru nokkur dæmi um
hvernig kerfið mismunar fólki eftir
hjúskaparstöðu og miðað er við að
hjónafólk annarsvegar og einstætt
foreldri hinsvegar hafi sömu tekjur.
í ljós kemur að hjá fólki með 3
börn getur munað meir en helming
á bótum. Hjón sem hafa 150 þúsund
krónur í mánaðartekjur og eiga 3
börn fá samtals í barnabætur og
mæðra laun rúmlega 24.000 krónur
á mánuðj. Einstætt foreldri með
furt stuðlaði að markaðsstefnu sem
beindist í þá átt að gefa aðeins út
bækur sem von er að seljist í stórum
upplögum. Hann sagði að íslenskir
útgefendur a.m.k. ætluðu að halda
áfram að gefa út bækur sem lítil
söluvon væri í en bókmenntagildi
aftur á móti mikið.
Er áhugi á sérstökum bókum og
höfundum?
„Já, það koma hér menn til að
spyijast fyrir um vissar bækur.
Þeir höfundar sem við höfum verið
að semja um útgáfurétt hérna eru
Halldór Laxness, bækur hans eru
gefnar út í tugum landa og Ólafur
Jóhann Ólafsson, en vaxandi áhugi
er á bókum hans og þær eru vænt-
anlegar á ýmsum Evrópumálum á
næstunni, nýjasta skáldsaga hans
sem kom út í fyrra og líka eldri
bækur eftir hann.“
Eins og kom fram í máli þeirra
ólafs Ragnarssonar og Heimis Páls-
sonar leita íslenskir útgefendur nú
meira út en áður og kynna og koma
á framfæri höfundum sínum erlend-
is og þetta hefur orðið til þess að
mun meira er þýtt eftir íslenska
höfunda en fyrir áratug eða svo.
sömu tekjur og sama barnafjölda
fær rúmlega 50.000 krónur.
Fleiri dæmi eru tekin en mismun-
urinn er allt frá því að vera 60%
upp í að vera liðlega tvöfaldur. Sem
dæmi má nefna að einstætt foreldri
með eitt barn undir 7 ára aldri fær
alls 17.732 krónur á mánuði,
mæðra/feðralaun meðtalin, en hjón
með eitt barn á sama aldri fá 10.591
krónur og munar því rúmlega 60%.
Séu börnun tvö, annað undir 7 ára
en hitt eldra en 7 ára fá hjónin
samtals 22.738 en einstætt foreldri
alls 41.161 og munar þar rúmlega
80%.
Nefndin kemst að þeirri niður-
stöðu að fíárhagslegur ávinningur
tekjulágra hjóna og sambýlisfólks
sé mikill af því að skilja eða slíta
sambúð til málamynda til að kom-
ast inn í stuðningskerfi einstæðra
foreldra. Afleiðingin sé sú að í ein-
hveijum mæli skrái fólk sambýlis-
stöðu sína aðra en hún er.
Til lausnar vandanum segir
nefndin að nauðsynlegt sé að byggja
upp stuðningskerfi tekjulágra
barnafjölskyldna án tillits til hjú-
skaparstöðu foreldra. Sighvatur
Björgvinsson segir að þetta megi
að hluta til gera með því að leggja
laun til grundvallar bamabótum og
barnabótaaukum en ekki hjúskapar-
stöðu.
iMmmmmmmmwMit
Nefnd á vegnm heilbrigðisráðherra
Fjárhæð barna-
bóta verði óháð
hjúskaparstöðu
Þannig komið í veg fyrir misnotkun
NEFND sém heilbrigðisráðherra skipaði til að kanna hvort líklegt
-væri að skipulega væru misnotaðar bætur sem ætlaðar eru einstæðum
foreldrum hefur skilað niðurstöðum sínum. Kemst nefndin að þeirri
niðurstöðu að núverandi kerfí barnabóta, barnabótaauka og mæðra-
og feðralauna mismuni börnum eftir bjúskaparstöðu foreldra og að
slíkt kunni að bijóta í bága við félagsmálasáttmála Evrópu sem ísland
er aðili að. Lausnin sem nefndin leggur til er m.a. að fjárhæð barna-
bóta verði óháð hjúskaparstöðu fólks.